Fjallkonan - 27.11.1886, Side 3
FJALLKONAN.
87
deyfð og drungi yfir öllu. Ofan á inar pólitisku ógöngur
bætist inn fjárhagslegi vesaldómr, sem nú hefir staðið
um tvö in síðustu ár og fer alt af heldr vaxandi. A-
hyggjur manna fara vaxandi eftir því sem vetrinn nálg-
ast, og líkur til að atvinnuleysið komi neyðinni á hæsta
stig; nú þegar er sagt, að um 9000 verkmenn sé vinnu-
lausir. Og meðan þannig stendr er verið að grafa pen-
ingana og sökkva þeim niðr í gagnslausa víggirðingu og
varnarvirki.
Pólitíkin er nú komin á nokkuð nýjan skeiðspöl.
»Byðingarpólitíkini> segja þeir nú að hafi lokið ákvörðun
sinni; hún hefir verið til þess að láta stjórnina stryka
svo langt sem fænð entist, svo menn þekkja hana nú
til fulls. Og nú er þá farið að ræða þingmál. Ekki af
því menn vænti sérlegs árangrs af umræðunum — um
fjárhagslögin verða'menn naumast ásáttir,—heldr einkum
til þess að taka frumvörp stjórnarinnar til nkritiskrari)
meðferðar og sýna þjóðinni skýrt og ljóslega, hvað hægri
menn kalla velferð landsins og hváð vinstri menn kalla
velferð þess.—Sósíaldemókratar ætla að koma fram með
frumvarp til að afnema lög þau, er svifta þá menn
kosningarrétti, sem þegið hafa fátækra styrk.
Nýlega hefir einn hæstaréttardómr gert hér talsvert
uppnám. það spursmál lá fyrir, hvort hæstiréttr vildi
dæma eftir bráðabirgðalögum, sem fyrst vóru borin upp
af prívatmanni í ríkisþinginu og síðan feld af fólksþing-
inu. það er með öðrum orðum: hvort mundi nú æðsti
dómstóll landsins dómgilda eða dómfella ið nýja stjórn-
arfar, sem ráðaneyti Estrups hefir innleitt? Hæstiréttr
gerði ið fyrra skýrt og afdráttarlaust, og mun þar með
hafa glatað því litla trausti, sem eftir var á honum í
pólitiskum málum«.
Noregr. jpar er banki einn að kalla hruninn, í Aren-
dal. |>að var hlutbréfabanki, og hefir það komizt upp
að forstöðumaðrinn hefir sólundað yfir 3 milj. króna.
Bússar og Bolgaraland. Bússar vilja einir öllu ráða á
Bolgaralandi. Sendu þangað Kaulbars hershöfðingja, og
hefir hann heitingar við ef eigi er hlýtt ráðum hans.
Stjórnin þar i landi hefir orðið að láta lausa upphlaups-
mennina, er kúguðu Alexander fursta. Síðustu fregnir
segja, að á þjóðþingi því, er kjósa átti landstjóra Bolg-
ara, hafi Yaldimar konungsson úr Danmörk hlotið kosn-
ingu. Enn orð er á, að hann muni ekki vilja taka við
tign þeirri, enda hafði Kaulbars lýst yfir, að allar gerðir
þingsins skyldu ómætar. (Greinilegri fréttír í næsta blaði).
SITT UE HVEBJU LANDI.
Norrcen fornmenjasýning. I sumar ér kemr verðr
haldin ameríksk gripasýning í London. A sýningu
þessari verðr sérstök deild, þar sem sýndar verða ýms-
ar norrænar og íslenzkar minjar í minningu þess er Is-
lendingar fundu Ameríku fyrstir allra Evrópu-þjóða.
Eyrir því hefir gengizt ameríksk merkisstúlka, Miss Marie
A. Brown, er ritað hefir mikið um Ameríku-fund ís-
lendinga í fornöld í ameríksk og ensk blöð og tímarit.
Hún er og að gefa út bók um það efni, er heitir : »Virð-
ing þeim sem virðing ber, íslendingum, er fyrstir fundu
Ameríku«. Hún heíir ritað fornfræðafélögum á Norðr-
löndum og fengið góð heit um liðsinni eða sendingu forn-
menja til sýningarinnar. Hún hefir einnig leitað liðs hjá
fornleifafélaginu íslenzka. Miss Marie A. Brown er fræg
orðin fyrir ýms rit sín. Hún hefir ferðazt um Noreg og
Svíþjóð, og ritað merka ferðasögu um þau lönd. Hún
hefir og snúið á enska tungu sænskum skáldritum, og
eru þær þýðingar mjög lofaðar.
ISLENZKR SOGUBALKR.
Sctning; og' uppsögu héraðsþings að fornn.
(Handr. frá c. 1680, í eigu Dr. Maurers. Hér er prentað eftir af-
slcrift Jóns Sigurðssonar).
1. Héraðsþings setning.
Jesús Christus guðs og Mariu son, vor himneski friðar-
höfðingi, sé í griðum með oss öllum.
Jeg L. C. S. G.1 kong M. valdsmann í Kjalarnesþingi,
set hér á N. löglegt hóraðsþing í dag með allan þann
rétt og rentu, sem lögsettu héraðsþingi hafa ber. Segi
eg þá alla í griðum og friði innan þessara þingmarka, er
hér í dag að réttum lögskilum komnir eru eður kom-
andi verða, svo lengi sem þetta þing stendur, og hver
hittir sitt lögheimili aptur. En sá er þessum griðum
óskaplega spillir, svari eptir lögum hálfaukinni sekt og
rétti við kóng og þegn. Beiðist eg hingað allra þeirra
manna, er þetta þing lögskyldast sækja, en þeir án réttra
orsaka forsómað hafa, séu sekir eptir vorra landslaga á-
vísan. Býð eg mig til, í guðs náðar trausti, með ráði og
aðstoð erlegra dánumanna, sem nálægir eru, að gegna
þeim málum, og þau greiða, er hér í dag kunna fyrir
mér löglega kærð verða, og mér ber lög yfir segja.
Aminni eg málspartana, er að lögum tiltal eður for-
svar hafa skulu, að þeir það eitt fyrir réttinum segi og
framberi sem þeir hyggja sannarlegt og vélalaust á allar
síður, ella ábyrgist fyrir guði og sinni samvizku, ef ann-
ars vísvitandi gera.
Sömuleiðis áminni eg þá, sem til dóms eður ályktunar
nefndir verða, að þeir einkanlega í sönnum guðsótta á-
stundi það eina segja og tilað leggja, er þá skynjar lög-
legast og réttilegast vera, með góðri samvizku, látandi ei
öfund né ágirnd, hatur né vinskap, hræðslu nó kapp-
girni, eður aðra óleyfilega muni sig vísvitandi frá réttin-
um villa, heldur gjöra svo guði megi líka og góðum mönn-
um vel sóma, lögunum til viðhalds, landi voru til friðar,
þeim frómu til forsvars en vondum til straffs, oss sjálfum
til gagns og vorum eptirkomendum til góðra eptir-
dæma.
Gæti nú hver sinnar skyldu, en guð vor allra, og hans
náðarfriður sé yfir oss öllum í Jesú nafni!
2. Uppsögn héraðsþings.
það sama þing, er eg setta hér í dag, segi eg nú end-
að; því hefir sérhver gott leyfi til héðan víkja og síns
heimkynnis vitja, eður þangað sem hverjum bezt haga má.
En þeir frómir menn, sem hingað sótt hafa og hér setið
með spekt og siðsemi, með hollum ráðum og róttarins
þjónustu, hafi guðs almáttugs vináttu og góðar þakkir af
mér, en griðum og friði haldi hver við annan, sem lög
um mæla og skyldan býður. Bið eg yður og áminni í
nafni drottms, að þér eiukum ástundið kristilegt frarn-
ferði og friðsamlega umgéngni við sérhvern yðar samkrist-
inn; rækið trúlega yðar sóknarkirkjur og guðs orða heyrn,
með tilheyrilegu hátíða og helgra daga haldi, eptir þvl
sem lögleg og kristileg regla skipar. Takið og vara á
þeirri trú og hollustu, sem þér pliktskyldugir eruð vorum
náðugasta arfa-kóngi, með allri hlýðni og hollustu akt-
andi Hans kóngl. Maj.ts mandata og skikkanir, sem liíng-
að í þetta land allareiðu gefnar eru, eður hér eptir gefnar
verða, styrkjandi sannleikann og lagaréttinn með góðfús-
um huga af fremsta megni. Elskið og æru veitið yðar
yfirvaldi, andlegu og veraldlegu, hærri og lægri réttar,
sem af guði og kóngl. Majt. er yfir yður skipað, og finn-
I) Líklega Laurits Christians-son Gottrup ; þó er liann ekki talinn
í sýslumannaröðum, en hann var i stað lénsmannsfógeta 1680—83,
og ltann vera hann hafi þá og rekið sýsluna. Ath.s. J. S.