Fjallkonan - 27.11.1886, Side 4
88
FJALLKONAN.
ist hlýðugir og eptirlátir þess kristilegum skikkunum og
áminningum, greiðandi sórhverjum án tregðunar, það sem
eptir lögum og fornri siðvenju með réttu af yður hafa ber.
Býð eg yður að hafa og halda gott samlyndi innbyrðis
í kristilegum kærleika; höndlið vel og vægðarlega við fá-
tækar þurfandi manneskjur, hverra tilsjón yður ber.
Hafið góða og alvarlega vandlæting við ungdóm og þjón-
ustufólk, svo það nái eigi að alast upp í ódygðum og
óttaleysi yður til ófrægðar, sér til ógæfu og landiuu til
skaða. Býð eg yður að brúka réttar vogir, mælir og
kvarða. Sömuleiðis býð eg yður að tíunda riktuglega
yðar peninga kvika og dauða eptir réttri og fornri sið-
venju. Gjörið og eigi vísvitandi órólegar og ólöglegar
fjárvirðingar þar þér tilkvaddir verðið. Fyrirbýð eg yður
að taka þá menn í bygðir, sem þér vitið engin skil eður
deili á, fyrir utan sýslumanns og hreppstjóra ráð og sam-
þykki.
Fyrirbýð eg óhæfuverk öll, morð, mannslag, galdra og
fordæðulærdóm og brúkun, óspektir allar, rán og ofríki,
brigzli og bakmælgi, kveðskap ljótan, klám, háð og fár-
yrði, högg, stingi, skurði og skemdarverk, óhóf og ágirni,
okur og ójöfnirð í kauputn og sölum, samt allan óleyfi-
legan fjárplóg, ólöglega lausamennsku og ónauðsynlega
búðarmanna setu, ólöglegan klæðaburð og knífa, óleyfi-
legar launsáttir, sem og sérhvað, er á móti lögum og lof-
legri sktkkun vera kann.
Að síðustu óska eg, að vor herra Jesús Christus veiti
oss náð til, það allt kostgæfilega varast, setu guð almátt-
ugan kann til reiði reita, réttinum spilla, náungann
hneigsla og vort fátæka föðurland fordjarfa, samvizkuna
flekka og vorum eptirkomendum illt eptirdæmi gefá.
En guð friðarins uppfyllt oss alla með ríkdómi sinnar
náðar, hann unni oss kristilegrar burtfarar frá þessu lífi,
og síðan eilífrar veru og fagnaðar með öllum útvöldum í
himnaríki. Amen.
Suðr-pingeyjarsýslu, 5. nóvember. »Hausttíðin var
hretótt, og rigndi þó tneira enn snjóaði; betra var haustið
enn sumarið. Síðari hlut október var bezta veðr, suntian-
átt og þerrir, hiti stundum 10° á B. 1 fyrstu 'vetrarvik-
unni voru heyjuð þrjú kýrfóðr af stör á bæ hér í grend-
inni, og náðust með góðri verkun. Með þessum mánuði
hófust snjókomur og frost».
6. nóv. »Magnús þórarinsson á Halldórsstöðum í
Laxárdal hefir, eins og kunnugt er, komið upp tóvinnu-
vélum hjá sér, er ganga fyrir vatnsafli og eru inar
fyrstu þess konar vélar hér á landi. Kembivélarnar eiga
að vera fjórar í samstæðu, til þess að kembingin verði
fullkomin; hefir Magnús fengið sér ina 1., 3. og 4. af
vélum þessum, erin vantar enn þá, sem á að vera 2. í
röðinni. Hann hefir og spunavél og tvinningarvél. Band-
ið úr spunavélinni er nú selt í verzlunina á Húsavík fyrir
1 kr. 80 au. pd.».
Strandasýslu, 10. nóvember. »Tíðin hefir verið in bezta
hér í sýslu síðan á leiturn í haust. Kýr gengu úti frani
um vetrnætr, og er það nýlunda á seinni árum. Fé
hefir því tekið góðurn haustbata, enda þótti ekki af veita,
því að sumarið var stutt, og slátrfé því með rýrasta
móti. 3. þ. m. gerði norðanbyl, og féll þá allmikill
snjór til fjalla; íé fenti á stöku stað, enn þó hvergi til
muna. Nú er komið sama góðviðrið aftr.—Heldr þykir
verzlun hér óhagstæð eins og víðar; verðlag er hér ið
sama og frétzt hefir af Sauðárkróki og Blönduós, enn ein-
okunarandi mun ríkja hér hjá kaupmönnum meiri enn
dæmi eru til annarstaðar á landinu. Sem dæmi upp á
frjálslyndi kaupmannanna á Borðeyri má geta þess, að
þeir selja ekki eitt pund af sykri, nema keypt sé jafn-
mikið af kaffi, og það ekki þótt peningar séu í boði.
—Hér er eins og víðar pottr brotinn með skyldurækni og
samvizkusemi embættismanna. Núna fyrir rúmum hálf-
um mánuði var úr Tungusveitinni sent eftir héraðslækn-
inum, Olafi Sigvaldasyni í Bæ, til jóðsjúkrar konu, enn
hann neituði að fara, og var þó ekkert að veðri. Til
allrar hamingju fæddist barnið án lækuishjálpar, enn það
var ekki forsjá héraðslæknisins að þakka; konan og
barnið hefði vel getað mist lífið fyrir þetta dæmalausa
hirðuleysi hans. f>að er annars merkilegt, að menn, sem
verða fyrir annari eins ósvífni og þetta er af héraðslækn-
inum, skuli líða það þegjandi».
Skagafjarðarsýslu, 12. nóv. »3. nóv. var hér ofsa-
norðanstórhríð; hlóð þá niðr miklum snjó og urðu all-
miklir skaðar af ofviðri. Strandaði skip Gránufélags á
Sauðárkrók, enn farmi varð borgið».
Dalasýslu, 16. nóv. »Hér er útlit ið versta, eins
og víðar eftir þetta bága sumar. Hey vóru víðast illa
verkuð, og hefir því hitnað í þeim ; brunnu 200 hestar
heys á Svarfhóli í Miðdölum fyrir skömmu. — 3. þ. m.
var ofsa-norðanbylr, og urðu þá nokkurir fjárskaðarn.
XtEIÐRÉTTIIíGr. þaö eru tilhæfulaus ósannindi, semsagt er
um mig í hO. tölubl. Fk. 2h. október [i. á., að ég hafi, á und-
an saf'naðarfuntli þeim, sem haldinu var hér í lteykjavík 25.
október siðastliöinn, gengið mig skólausan við að smala at-
kvæðum gegn innleiðsiu innar nýju sálmabókar. Eg er að
öllu ieyti saklaus af þeim áburði. Að jafn ástæöulausum ó-
sannindum mun enginn viðvaningr ieika sér til að bera þau
á borð fyrir almenning. Ég þori því óhræddr, þessu til sönn-
unar, að skírskota til sannleiksviðrkenningar þeirra fundar-
manna, sem atkvæði greiddu móti innleiðslu nefndrar sálma-
bókar, hvort ég á þeunan áburö skilinn.
Ólafr Ólafssnn.
Athugasemd ritstjórnarinnar. Eins og fundarskýrslan í 20.
bl. l'jalllc. sýnir, hefir eldci ritstjórinn slcrifaó hana, enda lcom hann
að eins í svip á fundinn ; enn það mun mega fullyrða, að slcýrsla
Fk. sé rétt í aðalatriðunum, enda ber henni mjög vel saman við
skýrslu þá, er pjóðólfr Jiutti um fundinn. Hins vegar getr vel
verið, að það sé rsnghenr.t í slcýrslunni, að Olafr i Lækjarkoti
hafi „gengið sig skólausan á undan fundi“ o. s. frv., enda skiftir
það vist minstu.
AUGLÝSINGAR.
■ve.z&tun
heftr að bjóða
m.a
No. 8, i
9Ic. £.
Kjöbenhavn,
01C 'óiinz Sc
ðlt,
cycz
allar þær vörur,
sem hafðar eru til heimilisþarfa og sæigæliávörur;
kryddvin (likörer), cognac og romm, og aðra á-
fenga drykki;
óblandaóar apótefaravörur;
farfavörur, svo sem ,.pakkfarfa“ og ,,arilín-farfa“.
Yerðskrár eru sendar að kostnaðarlausu þeim
sem óska. Seljendum veitist afsláttr.
Með síðasta póstslcipi hefi ég íengið ýmsar matvörur, svo sem
rúg, rúgmjöl, bankabygg, grjón, baunir; enn fremur kaffi,
kandis, hvítasykr, tóbak, sem ég sel alt með lægsta verði.
Rvilc, 26. nóv. 1886. Arnbjörn Olafsson.
Lífsáhyrgð.
Leiðarvísir til að nota lífsáby'rgðar-og framfærslustofnunina
frá 1871“, eða leiöbeiningar og töluskrár um það, hvernig maður
getr fengið ábyrgð á lífi sínu og þuunig átt vísa ijárhæð
handa erfingjum sínum eða tryggt skuldunautum skilríka borg-
un á skuldum sínum, o. s. frv., eða kcypt sjer eöa vandamönn-
um sínum lífeyri eða uppeidisst.yrk á elliárum—fæst ókeypis
hjá dr. med. J. Jónassen i Reykjavík og öllum hjeraðslæknum
landsins, svo og hjá ritstjórunum. — Hjá dr. Jónassen fást
einnig eyðublöð, sem gcrð eru handa þeim er lcaupa sjer lifs-
ábyrgð. og þurfa rnenu hjer á landi ekki annaö en að fylla þau
út og seuda þau dr. J. Jónassen, ásamt hinu fyrsta trygg-
ingargjaldi.
Dr. J. Jónassen veitir hverjum sem óskar allar nauðsynleg-
ar upplýsingar áhrærandi lífsábyrgð.
ysr þessu blaði fylgir aukablað.
Utgefandi og ritstjóri: Valdimar Ásmundarson.
Prentsmiðja ísafoldar.