Fjallkonan - 24.12.1886, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 24.12.1886, Blaðsíða 1
FJALLKONAÖ 24. BLAÐ. BEYKJAVÍK, 24. DESEMBER 1886. í seinasta blaði »Pjallkonunnar« um alþýðumentun III. stendr í enda greinarinnar bréf, eða kafli úr bréfi, sem höfundrinn segir sér hafi borizt frá einum merkasta presti lanclsins, og fer bréfritari þessi óvirðulegum orðum um uppfræðÍDg barna i kristindóminum og telr hana vera sannri mentun til fyrirstöðu, með því barnalærdómr- inn sé helzt til þess fallinn að drepa niðr námfýsi ung- dómsins; barnalærdómrinn og fermingareiðrinn sé hvort öðru samboðið ■— »tvö neyðarúrræði þeirrar kirkju, sem ekki hefir andann til að fræða, ekki hefir né hirðir að •hafa heilbrigða skynsemi«, o. s. frv. |>að er nú ekki til að svara þessum ummælum utn kristilega barnauppfræðingu og kristilegan barnalærdóm, sem ekki eru svaraverð, að ég skrifa þessar línur, heldr til þess fastlega að mótmæla því, að nokkur prestr hér á landi, og hvað þá «einn inn merkasti prestr landsins«, hafi haft þau og þannig viljað óvirða sig og stétt sína og smána vora kristilegu þjóðkirkju, og þessurn mót- mælum held ég fastlega fram meðan bréfritarinn ekki segir til nafns síns, eða útgefandi »Fjallkonunnar« nafngreinir hann, sem seint mun verða, því það liggr nærri að halda, að presti sé eignað bréfið, til að gera ummælin því á- heyrilegri og áhrifameiri. Enn þetta væri illa gert, og blaðamenn vorir, sem vilja fræða og menta almenning, ættu að láta sér vera ant um að rita í kristilegum anda. Reykjavík, 14. des. 1885. P. Pjetursson. Athugas. ritstj. |>að er víst bezt að sleppa því algerlega, hver höfundr muni vera bréfkaflans, sem herra biskup- inn ritar hér um. Enn það var alls ekki í illum tíl- gangi, að bréfkafli þessi var tekinn í »Fjallk.«, heldr var það gert til að sýna einu sinni þá skoðun, er ekki mun vera mjög óalmenn 1 kirkjunni og enda bregðr fyrir hjá prestunum sjálfum. |>að gagnar verr enn ekki, að dylja eða breiða yfir slíkar skoðanir; þær ryðja sér þá til rúms í kyrþey, og er þá enn hættara við, að stefnt verði 1 ranga átt. Annars verðr því ekki neitað, að orð bréfshöfundarins um kirkjuna eru rituð rétt af handahófi og án þess að nokkurar ástæður sé færðar fyrir þeim. SITT Ú R IIVERJU LANDI. -— Fréttaleitun hjá Bismarck. Svo segir Parísarblaðið »Figaro«: Einn af vinum vorum átti fyrir skömmu tal við Bis- marck um Bulgaríumálið. »Hver er ætlun yðar, fursti, um framtíð Bulgaríu?« spurði vinr vor. Stjórnvitringrinn mikli leit til hans með hluttekning- arlegum svip og brosti við. jpetta ýtti undir vini vorum, svo að hann hélt á- fram: »Og hvernig skyldi nú fara milli Bulgaríu og Rúss- lands?« Kanzlarinn sagði ekki nema: »Humm!« og gat vinr vor ekki 'annað enn dáðst að þeirri djúphyggilegu at- hugasemd. Bismarek smelti fingrunum og leit út um gluggann mjög áhyggjulegr í bragði. _ »Haldið þér að Austrríki horfi rólega á og hlutist ekki til mála?« 1 Stjórnskörungrinn ruggaði sér fram og aftr, svo að brakaði í stólnum. Vinr vor ætlaði að halda þessu fróð- lega samtali áfram, enn í því stóð furstinn upp, tók f hönd honuin og mælti: »Eg ætla að biðja yðr að hafa mig afsakaðan núna; það þreytir mig að tala svona mikið í einu«. Vinr vor fór burt og settist við að skrifa upp sam- talið. Hvalir og síld. 1 norsku baði »Nordposten« er þess- um orðum farið um afleiðingar af hvaladrápi: Allir reyndir fiskimenn eru á einu máli um það, að hvala- veiðar þær, er tíðkazt hafa áðr, sé til mestu skemda fyrir síldveiði og þorskveiði, og að síldveiðarnar sérstak- lega muni verða því nær ómögulegar, ef hvöiunum verðr gjöreytt. |>að er alkunnugt, að ekki verðr síldarafli á firði, svo teljandi sé, ef þar er enginn hvalr; hvalrinn keyrir síldina upp að landi, svo að hún þyrpist og þétt- ist saman; við það gefst kostr góðrar veiði með vörp- utn og dráttarnetum, og þurfa menn þá ekki að vera að amstrast við veiðiútbúnað í náttmyrkrinu. Hvalrinn heldr vanalega kyrru fyrir um nætr, og því er það sjaldan, að það heppnist að kvía síldina á náttarþeli, sízt þar sem menn eru ekki því kunnugri hvernig landi hagar. Síðustu 6 árin hafa hvalir fækkað svo mjög, að varla kemr fyrir, að þeir sjáist á daginn, og hversu mikil síld sem gengr inn í fjörðu og víkur, verðr . hún ekki veidd af framangreindum orsökum. Nú er orðið svo lítið um hvali, að síldin getr haldið sér á víð og dreif út urn fjörðuna, og ferst svo veiðin fyrir. Ef menn vilja ekki að síldveiðar og að nokkuru leyti þorskveiðarn- ar gangi til þurðar, þá verðr að leggja bann fyrir hvala- veiðar. |>að er kunnugra enn frá þurfi að segja, að á síldveiðum og þorskveiðum lifir mesti fjöldi manna, enn það eru að eins fáeinir menn, sem auðgast á hvalaveið- unum. ' ' Ný aftöku-aðferð. Fyrir skömmu átti að reyna í Leipzig ný aftökufæri. |>au eru þannig útbúin, að fyrst er pallr um 9 ferhyrningsmetra að^flatarmáli, og er geng- ið upp á hann eftir 5 þrepum, A miðjum pallinum er stóll, og er manni þeitn, sem dæmdr er til dauða, ætlað að setjast á hann. Að baki við stólinu stendr líkneskja réttlætisgyðjunnar og heldr á vogarstöng. Vogarstöng- in er hreyfanleg og kemr hún vélinui í gang. Undir pallinum eru rafmagnsvirki og liggja úr þeim þræð- tr upp eftir stólfótunum og enda þar í platínu- þráðum. Geri sakamaðrinn mótstöðu, þá er hann bund- inn við stólsetuna og er þá alt til búið. j?á er dómrinn er upp lesinn, brýtr böðullinn stafprik í sundr og kastar brotunum á aðra vogarskálina; við það sígr hún niðr, og komast þá rafmagnsvirkin á hreyfingu, enn í sama vetfangi er maðrinn dauðr. Aftrför í fólksfjölgun Frakklands. Tala fæðinga á ári hverju fer alt af þverrandi þar í landi, og hefir svo lengi gengið. A hverjar 10,000 íbúa kom fæðing að meðaltali árlega: á árunum 1770—1780 380, — 1801—1810 325, — 1811—1820 316, — 1821—1830 309, — 1831—1840 289, _ 1841—1850 274, — 1851—1860 267, _ 1861—1870 264, _ 1871—1881 241. Með öðrum orðum: tala fæddra á Frakklandi saman- borin við mannfjölda landsins er ekki tninna enn 36°/. lægri enn hún var fyrir 100 árum, og er það all-ískyggi- legt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.