Fjallkonan


Fjallkonan - 23.02.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 23.02.1888, Blaðsíða 2
22 FJALLKONAN. 23. febr. 1888. Svar til herra Páls Briems, (Niðrl.). Eg skal nú snúa mér frá knésetning- ar tilraunnm P. Br., og víkja stuttlega að því sem er eiginlega ágreiningsatriðið milli okkar. Hann neitar því, að hinn oftnefndi þjóðernisátrúnaðr eða hinn svonefndi nationalliberalismus, sem hann játar að sé rammasta aftrhaldsskoðun, og sem hann kenn- ir við gamla Ploug, hafi nokkurntíma verið ríkj- andi hér á landi, og vitnar hann til tvenns til að sanna mál sitt, nfl. að Jón Sigurðsson hafi ekki haft neinn þjóðernisátrúnað eða þjóðartilbeiðslu,heldr sagt Islendingum til syndanna, og í öðru lagi vitn- ar hann í fáeinar vísur eftir Steingrím Thorsteins- son, þar sem þessi stefna ekki kemr fram, eða rétt- ara sagt: þar sem ekki er talað um að „láta líf og blóð falla fyrir föðurlandið“. Eg hefi nefnilega í fyrirlestri minum nefnt þessi orð, sem fyrir eitt leyti vóru svo tíð í munni ýmsra íslendinga, sem aldrei höíðu vopn séð, seni dæmi upp á það, hve hugsunarlaust „nationalliberalismusinn“ er tekinn upp hér á landi: sem eitt dæmi af mörgum skal ég minna á þessa vísu, sem er typislc fyrir alla stefnuna, og sem var mjög kunn fyrir norð- an c. 1870. „Sýnum nú vér séum íslendingar, sýnum nú vér elskum fóstrgrund, flýjum ei {>á Ijendur sárast stinga, íiýjum ei á hættumestu stund, svo berskjölduð ei brjóstin hennar verði broddum dönsku stjórnarinnar mót, heldur skuluin hampa bláu sverði og hjálparlausri móður vinna bðt“. Af því ég nefndi þessi orð i þessu sambandi, ályktar Páll, að ég telji það yfir höfuð dauða hugmynd, að láta líf og blóð fyrir fóstrlandið. Enn ályktunin er, eins og fleiri, skökk. Þar sem slíks þarf, álít ég sjálfsagða borgaraskyldu að berjast, og það er meira að segja inörgum mjög ljúft, eftir þvi hvort þeir eru ragnienni eða ekki. Enn að tala um slíkt hér á laudi er óþarfi. Ég blikna ekki upp við vísuna, sem Páll Briem kemr með eftir sjálfan mig úr kvæði sem ég rímaði á 19 ár- inu*. Hún sannar ekkert með né mót, og þvi minna sannar það viðvíkjandi þjóðartilbeiðslunni, þó að P. B. geti tilfært vísur eftir Steingrim Thor- steinsson, þar sem þetta kemr eigi fyrir i. Ég gæti jafnvel komið með margar vísur eftir gamla Ploug, sem eru líks efnis og hinar tilfærðu, þar sem það heldr ekki kemr fyrir. Það er snertir Jón Sigurðsson, játa ég, að ég er ekki svo gagnkunnr öllum ræðum hans og rit- um, að ég geti haft ljósa hugmynd um þjóðernis- skoðun hans, og það er vist, að hann hafðií flestu réttari og heilbrigðari sl mir, heldr enn jábræðr hans og eftirbátar, se i gert sitt til að draga hann sem dýrðling ii p .ðarátrúnaðinn og þjóð- . ernistilbeiðsluna. Euu arf ekki svo langt til baka. Hin rangsfiúna, úrelta þjóðarskoðun liggr svo nærri, að menn hnjóta um hana i hverju spori. Hún sker andlit framan í mann hvar sem maðr lítr, alt frá „þjóðfrelsisfélögum“ og Þjóðliðs-„hum- *) Kvæðið er prentað í „Nömiu“ c. 1880. Dað er alveg án míns tilverknaðar, að „Fróða“ hefir þóknast að vekja það upp i sumar. bugi“, alla leið niðr í „Þjóðfrelsis“-whisky. Hin sí- felda tilvitnun til „þjóðvilja“, þessi sönnun, sem J svo oft er slegið fram sem goðasvari gegn skýr- j ustu rökum: „það er þjóðvilji“, er hún ekki aug- ljós dóttir þess hugsunarháttar, að þjóðin sem þjóð sé það æðsta, að hún sé sérstök háleit vera, með háleitan vilja, sem allir smáhagsmunir einstak ling- anna verða að víkja fyrir? Og loksins hin nýja | stjórnarskrárendrskoðun! Hvað er hún annað enn nationalliberalismus? Eyrir 1874 var aðaltakmark stjórnarbaráttunnar, að fá constitution, svo aðgjald- þegnarnir gætu haft atkvæði með um lög og lof. Enn síðan það var fengið, hefir ekki verið barist fyrir neinu öðru enn þvi, að draga störf stjórnar- ráðsins inn í landið, gera stjórnina innlendari. Ég skal ekki fara frekar út í að tala um það mál. Enn ég slæ því föstu, að spurningin er að eins þjóðernisleg, án þess hún sé framkomin af neinni undirokun á þjóðerni, og án þess hún miði til að bæta úr meinum einstaklinganna. Hin nýja stjórn- arskrár-„barátta“ ber ekki i skildi sínum neina af nútímans kröfum. Hún fer ekki fram á meira stjórnlegt eða mannfélagslegt frelsi; hún selflytr að eins valdið. Það er ekki neitt gert til að stj órn- in neyðist til að beygja sig eftir kröfum meiri hlutans. Stjórnin á að eins að vera innlend, hvað mikil harðstjórn sem hún vill verða. Þetta er ekki til þess, að íslenskir menn verði frjálsari, sælli og betri, heldr er leikrinn gerðr af því það þykir mannalegra og meira í munni fyrir þjóðina sem þjóð, að hafa landstjóra og ráðgjafa hjá sjálfri sér, hvað litil og fámenn sem hún er, og hvernig sem hún er sett í efnalegu og landafræðislegu tilliti. Yertu ekki’ að aka þér, ættlands frjálsi blómi. Bara’ ef lúsin íslensk er, er þér bitið sómi. Ég vona að það þurfi ekki að telja fleira til þess að sanna, að þjóðartilbeiðslan hefir komið við hér á landi og verið hér all- mjög rikjandi til skamms tíraa, þessi gamla þjóðarhugmynd, sem Páll Briem telr sjálfr i grein sinni svo staka aftrhaldsskoðun. Ég skal að endingu geta þess, að sú ályktun, sem lierra P. Briem dregr út úr þeim orðum mínum að hér sé „aftrkippr- inn kallaðr þjöðfrelsi og framfarir, enn þeir sem á móti honum eru aftrhaldsmenn“, gerir skarpskygni hans lítinn) sóma. Hann fær það út, að eftir minni kenningu standi hinir konungkjörnu þingmenn „gamlir og gráhærðir öldungar“, fremstir í tímans straumi og flytji hið sanna frelsi. Þetta er svo óliðlegr útúr- snúningr, að ég skil ekki að hann sé frumsamin af inínum hátt- virta mótstöðumanni. Ég veit að jafnlærðr maðr og hann hlýtr að sjá i hendi sinni, að menu geta verið aftrhaldsmenn, þó að þeir hafi ekki allar heimsius aftrhaldsskoðanir, eins og hitt er víst, að þeir sem byggja á aftrhaldsskoðun, geta ekki verið sannir eða fullkomnir frelsis og framfara menn. Annars er mjög rangt, að skera alla konungkjörna þingmenu niðr við eitt trog. Dað er öllum kunnugt, að meðal þeirra hafa verið landsins helstu og merkustu menn, og þeir eru flestir hverjir betr hæfir til að sitja á löggefandi þingi heldr enu meiri hlutinn afhinum þjóð- kjörnu fulltrúum, og hafa miklu minni hleypidóma og viðari sjóndeildarhring. Og þó að þeir hafi ekki, fremr enn aðrir, leitt fram hér á landi neina af nútímans lifandi skoðunum eða barist fyrir mannfrelsisins og h iuna söunu framfara háleitu kröf- um, þá er þeim ekki vandara um enn öðrum. Við erum yfir höfuð allflestir fjarskalega á eftir tímanum. B,eykjavík, 9. febr. 1888. Hannes Hafstein. * * * Athugrasemd ritstj. Það þótti rétt að taka í Fjallk. niðr- lagið af fyrirlestri hr. Hannesar Hafsteins um daginn, og sömu- leiðis ritgerð Páls Briems og andsvar H. H. sem prentað er

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.