Fjallkonan


Fjallkonan - 18.04.1888, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 18.04.1888, Blaðsíða 1
Kemr út þrisvar ámán- uöi, 36 blöö um áriö. Árg. koetar 2 krönur. Borgist fýrir júlílok. FJALLKONAN. Valdima r Ím udarson rit-stjóri býr 1 Þing- holtsntrnti og er aí hitta kl. 1—2 og S—4 e. m. 12. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 18. APRÍL 1888. Kaupið ykkar Sumarg'jafir í bókaverslun Sigf. Eymundssonar. Biínaðarskólinn á Hólum. Skólastjóra sýslanina við búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal veitti skóla- stjórnin 26. mars Hermanni búfræðingi Jónassyni, kennara við alþýðuskólann í Hléskógum, íirá 14. mai þ. á. Afmælisdagr konungs var hátíðlegr haldinn hér í bænum með samsæti af embættismönnum o. fl. - Björn Jónsson tók einn ritstjóranna þátt í samsætinu, og höfum vér ekki fengið nákvæmar fregnir af dýrð- inni þar. Fundarályktun af ísaiirði. ,.Á almennum fundi, er samkvæmt fundarboði 1. þingmanns ís- firðinga var haldinn á Isafirði 16. þ. m., og þar sem mættir vóru um 80 manns, þar á meðal flestir sýslunefndarmenn Isafjarðarsýslu, var í einu hljóði samþykt svo látandi fundarályktun: „Fundrinn lýsir fullu vantrausti á þeim þing- mönnum, er á siðasta alþingi skárust úr liði í stjórnarskrármálinu, og skorar fastlega á þá að leggja niðr þingmensku fyrir næsta þing, svo að kjósendum þeirra gefist kostr á, að láta í ljósi með nýjum kosningum, hvort vilji þeirra í stjórnarskrármálinu sé annar enn við kosning- arnar 1886“. Þessa ályktun var oss af fundinum falið að biðja yðr, hr. ritstjóri, að birta í blaði yðar. ísafirði, 17. mars 1888. Skúli Thoroddsen. Matfhías ólafsson. Þorsteinn Benediktsson. Til ritstjóra „Fjallkonunnar". Tíðarfar. Síðustu dagana er stilling á veðri, heið- ríkt og svalt. Ilafís er nú eflaust allmikill fyrir Norðrlandi, eins og fréttirnar í síðasta blaði bentu á. fshroði er nú einnig kominn inn á ísafjarðardjúp. Ski|)skaði. Hákarlaskip opið af Rauðasandi hef- ir farist 26. f. m. með 11 mönnum. Formaðrinn hét Guðbjartr Jónsson frá Breiðuvík. Aiiabrögð. 16. þ. m. fekkst fyrst fiskr á Sviði, 50—60 í hlut og helst sá afli síðan. I veiðistöðum við sunnanverðan Faxaflóa allgóðr afli, enn einna bestr á Miðnesi. — Þilskip þau, er ganga úr Rvík og nágrenninu til hákarla og þorskveiða, hafa aflað fremr lítið. Blööin. ÍSAFOLD, 15., 28. mars: Fáein orð um for- mensku og stjórn eftir. Hafl. í Svefneyjum. „Fáein orð um vestrflutninga“ eft. B. L. Baldvinsson og með viðhnvttn svari Sigm. Guðmundssonar. = 16., 4. apríl: Ritdómr um hina ís- lensk-frönsku orðabók Páls Lorkelssonar eftir G. T. Zoéga. — 17., 11. apríl. Orðbók^r-ritdómrinn, eftir Pál Þorkelsson með aths. G. Zoéga. ÞJÓÐÓLFR, 17., 31. mars: Sigurðr Guðmundsson málari (æviágrip) I. Nokkur orð um keyásetning. — 18., 6. apríl: Sig. Guðmuudsson málari II. 19., 13. apríl. Sigurðr málari III. * Heyásetinngariiiálið. Herra Páll Briem hefir nú, eins og við var að búast, svarað grein þeirri er stóð í „Fjallkonunni“ um heyásetning, og leið- rétt misgáning, sem þar hafði orðið, í sögu máls- ins, og erum vér honum þakklátir fyrir það, enda þótt „Fjallkonan“ væri sjálf búin að laga hann áðr. Enn málið sjálft stendr við sama. Engar sönnur eru færðar á það, að hægt sé eða jafnvel mögulegt að skipa heyásetning með löqutn, svo vel fari. Saga málsins rétt sögð sýnir, að hingað til hefir það aldrei tekist, og Deo, regi, patriæ, sem herra P. B. oft vitnar í, sannar eigi annað enn það, að sumir framliðnir föðtir- landsvinir hafa, eins og hann, hugsað lauslega um, að leiða heyásetning í lög. Þetta vildi t. d. Páll Vidalin, sem að vissu leyti er höfundr bókarinnar, enn Jón Eiríksson, sem á allar neðanmálsgreinir í henni, gerir á 189. bls. neðanmáls þessa athugasemd við tillögu Páls á þessu efni: — Eftirlitið (með sumarvinnu bænda og heyforða um Mikaelsmessuleitið) gæti orðið sýslumönnum léttara, ef að hreppstjórar gætu fengið aftr nokkuð af sir.u forna valdi, og mætti þá haganlegast gegna þessu starfi um leið og þeir á haustin skipa fátækra málum; mundi það hér um bil nægja, að sýslumaðr hefði eftirlitið og innti þeim réttaraðstoð þeg- ar þess þyrfti. Enn því meir sem þetta gœti fram farið nauðunr/arlaust og svo sem með frjdlsu samkomulagi hænda til sameiginlegra heilla, þess meira gagn mundi það gera; og mundi þetta verða svo fljótt, sem þeir er hlut eiga að máli ræru biinir að fá mætr á þess konar reglu í bú- skap sínumu. Má af þessum orðum ráða, að þessi föðurlands- vinr í þessu sem öðru vildi brúka greind og gætni, og er 088 því enn sem fyr nær að halda, að rentu- kammerbréfið frá 1787 einmitt stafi frá Jóni Eiríks- syni, þótt hann væri dáinn nokkurum vikum áðr enn það er dagsett. Það er engan veginn eins dæmi, að bréf frá stjórnarvöldum séu látin fara, þó höfundrinn sé nýdáinn, allra sist þegar eitt- hvert málefni, eins og hér átti sér st'að, þegar var komið á stokkana, áðr enn maðrinn dó. Herra P. Briem segir, að frumvarp sitt og meðnefndarmanna hans hafi að eins verið frumv. til heimildarl&ga,. Það var svo að vissu leyti, að öðru leyti ekki. Heimildin var í því fólgin, að hvert bygðarlag sem vildi gat gert samþykt um heyásetning, enn nauðunqin var í því fólgin, að þeir sem samþykt gerðu vóru bundnir við þau fyrirmæli (t. d. valdboðinn niðrskurð), sem frv. hefir inni að halda í því efni. Herra P. Br. virð-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.