Fjallkonan - 28.05.1888, Blaðsíða 3
28. maí 1888.
FJALLKONAN.
63
var, og bækr látnar ganga úr sér. Fyrir því urðu
fyrst þær bækrnar, sem mest vóru lesnar, nfl. sög-
urnar, þvi jafnaðarlega byrjar mentalöngunin á
sögulestri. Menn urðu óánægðir með félagið, meðlimir
fækkuðu og félagið leið undir lok. Hér má þó sjá
hvers þurft hefði: það var fjárstyrkr. Með dálitlum ;
árlegum styrk hefði félagið getað borið sig og fu.ll- j
nægt meðlimum sínum. Þá hefði áhugi þeirra á
því farið vaxandi, og að nokkrum tíma liðnum
hefði þeir ekki getað án þess verið. Þá væri það
komið á fastan fót, og meðlimir þess komnir á rek-
spöl sjálfsmentunar.
Og enn liggr þetta beint við. Það liggr beint
við að alþingi bjóði fram fjárstyrk til lestrarfélaga, j
þannig, að t. a. m. hver kirkjusókn, sem stofnar I
slíkt félag, eigi kost á árlegum styrk, í ákveðinni j
tiltölu við þá upphæð, sem hún sjálf leggr til. Það
framboð mundu fæstir vilja láta ónotað, síst til
Jengdar. Enn þá liggr það líka beint við, að
þingið setji skilyrði fyrir veitingunni, þannig lög-
uð, að þau séu til tryggingar því, að félagið haldi
áfram og að það 6vari tilgangi sínum. Þannig
gæti þingið t. d. gert ákveðnar aðalreglur að skyldu-
reglum, ákveðnar skýrslur að skylduskýrslum og
ákveðnar nytsemdarbækr að skyldubókum hvers
þess lestrarfélags, sem styrksins á að geta orðið að-
njótandi. Enn fremr liggr það' beint við, að þing-
ið geri það, sem i þess valdi stendr til að styðja
að því, að félögunum verði gert sem hægast fyrir,
að eignast sem flestar þarflegar bækr, bæði þær,
sem til eru prentaðar og óseldar, og einnig þær, |
sem eftirleiðis verða prentaðar, bæði þær sem fó- |
lög gefa út og einstakir menn. Þegar t. d. þingið !
veitir styrk úr landssjóði til bókaútgáfu, getr það
hæglega bundið hann þeim skilyrðum, að lestrar-
félögin fái sinn hluta af útgáfunni með litlu verði.
Þó styrkrinn þyrfti þá að verða nokkuð ríflegri, s
mundi það vel til vinnandi. Bækr, sem lengi hafa j
legið óseldar, ætti lestrarfélögin að geta fengið gef-
ins, ef þær eru þess verðar að bjóða þær slíkum
félögum, sem mentunartilgang hafa. Blöðin ættu
að gera sór far um að vera félögunum til leiðbein-
ingar, bæði í bókavali og öðru því, er að þvi styðr, |
að þau nái tilgangi sínum.
Yið því er að búast, að þingið þyrfti að ítreka
framboð sitt oftar enn einu sinni áðr enn því yrði
alment gaumr gefinn; enn það yrði smátt og smátt.
Árangrinn sæist heldr ekki nema smátt og smátt,
og dugir ekki að láta sér leiðast það. Enn víst
má gera sér mjög góðar vonir um árangrinn m.eð
tímanum. einkum þegar litið er til þess, hve mikl- j
um mun lestrartysn aimennings er meiri nú, enn
hún var fyrir 20—30 árum. Br. J.
Útlendar fréttir,
ÞÝSKALAND. Heilsufar Friðriks keisara III.,
er við sama. Hafði þó er síðast fréttist bráð nokk-
uð af honum, enn þó búast menn við, að til eins
muni draga. — Viktoría Englands drotning hafði
vitjað hans í Berlin, og var getið til af sumum, að ;
að sú ferð hennar hefði einhverja pólitiska þýðingu,
enn það er fortekið í öllum hinum merkari blöð-
um Þjóðverja að svo sé.
FRAKKLAND. Þar gengr nií nokkru minna
á með Boulanger enn áðr, því allir stjórnhollir
þjóðveldismenn hafa tekið sig saman um, að standa
á móti Boulanger og hans fylgismönnum, sem fara
fram á að breyta stjórnarskránni og koma á alræð-
ismensku. Mælt er, að það sé flokkr Bonapartista,
er otar Boulanger fram í því skyni, að hrinda hon-
um frá, þegar þeim þykir tækt og koma síðan síu-
um mönnum að. — Stjórnarforsetinn Floquet og
Ferry hafa haldið snarpar ræður móti Boulanger.
Segir Ferry, að alt ráðlag Boulangers só þjófstolin
eftirhermubrögð eftir „öðrum desember“ (stjórnar-
rofi Nap. III.). Frakkland mundi glata \ irðingu
Evrópu, „ef það nú eftir 40 ár í annað sinn léti
sér verða þá glópsku, að taka miðlungsmann fyrir
„sjeni“ og Katilinu fyrir Washington. Allir góð-
ir borgarar ættu að leggjast á eitt, til að koma í
veg fyrir, að horfið væri á leið til keisaraveldisins,
sem ávalt hefði sett smánarleg og blóðug merki á
sögu Frakklands“. - Carnot þjóðveldisforseti hefir
verið að ferðast um Suðr-Frakkland og hvervetna
verið vel fagnað.
ENGLAND. Páfinn hefir nýlega sent biskup-
unum á Irlandi bróf (bullu), og fer í því ámælis-
orðum um meinfangaráð (boycotting) hinua írsku
þjóðvina gegn lánardrotnum á írlandi. — í parlia-
mentinu hefir verið farið fram á að auka landherinn.
í BOLGARÍU hefir ekkert gerst til nýlundu,
og sitr Ferdínand fursti kyr.
HOLLAND. Þar haf'a orðið ráðgjafaskifti, enn
ekki eru þau þjóðinni að skapi, því hinir nýju ráð-
herrar eru ófrjálslyndir og sumir kaþólskir. —
Heilsulár konungsins þar var mjög bágt, er siðast
fróttist, og ekki mót vou, að hanu hrökkvi bráð-
um upp af.
í SERBIU hafa einnig orðið ráðgjafaskifti.
Fulltrúaþing ÍTALA hefir samþykt verslunar-
samning við Spán, og hafði stjórnarforsetinn Crispi
haldið langa ræðu og farið mörguin orðum um hina
pólitisku vináttu, sem vera ætti milli beggja þess-
ara ríkja. — 1 orði var, að Margrót Ítalíudrotning
færi til sýningar þeirrar, er halda skal í Barcelona
í sumar.
Auk þeirrar sýningar eru á þessu suinri
haldnar tvær aðrar stórsýningar, fyrir utan þá í
Kaupmannahöfn, nefhilega i Glasgow og i Brfissel.
I Brusselar-sýningunni taka Þjóðverjar svo mikinn
þátt, að þeir hafa lagt undir rúml. 10 þús. ferh.
metra svæði til sýnisbygginga sinna.
Úr DANMÖRKU er nýmælalaust, nema að þar
var verið að undirbúa sýninguna. — Veðrátta var
köld og litið sem ekki farið að grænka.
Við siðbótar-hátíð Kaupinannahariiar-háskóla f. á. gat rektor
magnificus ]iess, að aðsókn stúdenta að hánkólanum væri orðin
svo mikil, að hhsakyuni háskólann (kensluntofurnar) rfimuðu ekki
svo marga. Nú væru 1511 námsinenn við háskólann inóts við
700 árið 1879. Samkyns kvórtun heyrist úr ýmsuin löndum,
að stúdentar séu mikils til of margir í samanlrarði við embætta-
tölu landanna, enn embættisstaðan er, sein kunnugt er, liið fyr-
irheitna land flestallra stúdenta.
Gamall vefnaðr. Það er nú orðin tíska, að taka upp
margt af hinu gainla og líkja eftir gömlum stíl og gerð í eldra
iðnaði, og þannig er kvenfólk í Noregi farið að leggja sig mjög
eftir göinluiu útsaumi og vefnaði. í Stokkhólmi liefir í sama
tilgaugi verið stofnað felag, er nefnist „Handarbetets váuner“,