Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1888, Page 1

Fjallkonan - 19.11.1888, Page 1
Kerar út þrisvar á mánuöi. Verö 2 kr. Gjalddagi í júlí. F JALLKONAN. l’tgefandi: Vald. Asmundarson. Skrifstofa og afgreiösla: Veltnsund, nr. 3. 33. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 19. NÓVEMBER 1888. Fyrirlestr um líflð í Reykjavík liélt cand. pbil. Gestr Pálsson tvisvar sinnum uúna fyrir skömmu. Hann byrjaði á því. að Rvík væri merkilegfr bær; þar væri saman komið flest liið merkilegasta bér á l&ndi, þar sætu flestir embættismenn landsins i hvirfingi sem goðin í Valhöll, og þar væri svo mikið af skjölum og skilrikjum, að það mætti heita að það væri sem nokknrs konar Hliðskjálf, sem þeir sæu úr alla hagi landsins barna. andlega og líkamlega, og þaðan flygju svo emhættisbréfin stór og tíguleg eins oe álftarhamir út um land og flyttn með sér forlög einstakra manna og heilla sveita ; þar væri prestaskólinn, þar sem allir kæmust að sem stúdentsnafn bæru; han u breiddi á inóti þeim faðminn hlýjan og mjúkan án nokk- j urs manngreinarálits, og ef eitthvað væri að þeim, þá ætti sá skóli mjúka og breiða fyrirgefningarvoð, sem hann vefði utan um þá; þar væri læknaskólinn, sem auðvitað tæki ekki nema gáfuðustu stúdentana, og lærðu þeir þar að hjálpa sjúklingum laudsins annaðhvort til lífs eða dauða; þar næðu allir embættis- ] prófi ; þar væri latínuskólinn, þar sein námspiltar sætu á bekkj- unum eins og börn, þó þeir vari sem „séntilmenn" á götunum og höfðingjar uppi í sveit; þar geymdu þeir innan fjögra veggja sína mánaðarviuáttu og viku-ástarskot; þar væri kvennaskólinn, sem embættismenn og efnabændr landsins sendu dætr sínar, til þess að mentasig og, ef vel gengi, að lofast; samkomulagið milli j forstöðukonu og skólastjórnar væri eitt hið heitasta sem hugs- ! ast gæti. Ræðumaðr kvað sér dytti oft í hug bóndi einn úr ; sveit sinni, þegar hann væri að hugsa um undrin í Rvík. Hann hefði farið suðr. enn eftir að hann kom heim aftr hefði liann farið nm alla sveitina, og sagt ferðasögnna á ýmsa vegn, enn 1 jafnan lokið henn'i með þessum orðum: „Enn dýrðlegast af öllu var þó, þegar maðr kom út á kvöldin, þegar búið var aðkveykja, að sjá þenna óteljandi ljósagrúa í öllum þessum húsasæg, rétt eins og alstirndan himin og þeirri sjón gleyrai ég aldrei“. Og j hann hefði heldr ekki gleymt henni. því þessi Rvíkrhiminn liefði seitt hanu til sín, svo hann eirði ekki vestra, enn seldijörðina j og búið og fluttist til Rvíkr vorið eftir. Enn bráðnm hrapaði hann ofan af þessnm hnnni, ekki eins og Lucifer forðum með marga engla í halanum, svo að hann gæti stofnað ríki þar neðra, nei liann var bara fluttr venjulegum hreppaflutningi á sveit sina. Ræðum. sagði, að Rvíkingar skiftust í 5 flokka, sem vand- lega greindust hver frá öðrum; það væri embættismenn, kaup- menn, stúdentar, iðnaðarmenn og sjómenn. Embættismanna- flokkrinn væri támennastr, og befði lítið samneyti við hina flokkana ; þeir stæðn margir mjög vel í stöðu sinni og væri ; snmir þeirra duglegustu embættisinenn landsins. Einstöku þeirra væri samt miðr lagaðir fyrir embætti sin og færi jafn- vel betr á að þau væri óskipuð. Vegna fjarlægðar, samgöngu- leysis og féleysis gætu þeir því miðr eigi kynt sér hagi al- þýðu sem skyldi, enda skoðuðu þeir alþýðu sem óárennilegan, fjandsamlegan flokk, enn alþýða áliti þá sem æðri verur, sem ; hefði peninga eins og sand og lifði í „vellystingum praktuglega“. Það mætti helst finna það að embættismönnum, að embætti þeirra og heimilislíf yrði svo samfléttað, að það yrði óaðgreinan- legt ; menn gæti hugsað. að embættið græddi á því, enn því færi fjarri, því embættið og heimilislifið yxi utan tim þá og upp yfir liötuðið og myndaði nokkurskonar skjaldbökuskel, er feldi þeim alt annað sjónum, svo að þá sjaldan þeir gægðust undan skelinni, sýndist þeim alt öðruvísi enn væri. Kaupmenn sagði hann hefði lengi verið illa þokkaðir hér, og ekki að ástæðulausu, enda væri Rvíkr kaupmenn engin undantekning í því. Erlendis væri kanpmannastéttin ágæt- lega mentuð, og þar þætti sem mest um vert að hafa sem ment- aða sta verzlunarþjóna, enn hér væri flestallir verzlunarmenn mjög ómentaðir. Erlendis keptu katipmenu um að finna nýjar vörar, vöruverkanir, aðferðir til að létta viðskiftin og gera vörur sínar sem útgengilegastar og ódýrastar, enn hér gerði verslunarmenn engar slíkar tilraunir, heldr héldu öllu sem fastast í gamla horfinu, hefðu alt af sömu vörur og með sama verði. Erlendis legðu kaupmenn stórfé til ýmsra þjóðþarfa, hér sæist varla vottr þess. og kaupmenn borgnðn hér varla umtalslaust útsvör sín, enda væru flestir auðugustu kaupmenn- irnir útlendir, búsettir í Danmörku og álitu ísland sem hjáleigu, er þeir ættu að kosta sem minstu til, og hafa sem mest gagn at. — Þá talaði hnnn um stúdenta og kvað litið kveða að mentnn þeirra, enda vantaði margt til þess að menn gæti hér náð þeirri inentnn, er kostr væri á í öðrum löndutn; það væri ekki nóg að lesa, menn þyrftu að sjá lifið i stórkostlegri og fjölbreyttari myndum enn hér væri að sjá; menn yrðn að þekkja skáldskap, sjónleiki, listir, smíðar o s. frv., enn þó riði einkum á þvi að geta verið saman við vel meutaða meuu, enu þessi skilyrði vantaði hér að mestu eða öllu. Hér vantaði yfir liöfuð mentaða menn; það gerði ekki til, hvort þeir væri skóla- gengnir eða ekki. Eitt væri það sem einkendi stúdenta og það væri hrokinn; þeir litu smánm augum á alla, sem ekki hefði á skóla gengið, og þættist hafa tærat alla viskubrunna. Þeir stúdentar sem færi til Hafuar væri að jafnaði þeir efnilegnstu, og úlkastiðyrði hér eftir, með undantekningnm samt. — Iðnað- armannaflokkinn kvað hann vera rólegastau iðnnðarmannaflokk í öllnm heiminum og fráleitastan öllum félngsskap. Þeir gerðu ekkert til að bæta atvinnu sína, og ef einhver kæmist betr á- fram enn aðrir. þft reyndu hinir í laumi að hafa ofan af hon- um skóinn; þá kæmi til inargar hendr, sem væfu alt, í kring um hann ósýnilegum kongulóarvet, sem liann ánetjaðist i fyr eða síðar. — Sjómannaflokkinn sagði hann vera í minstum met- um og ekki félagslyndari enn iðnaðarmenn; þó væri þeir rækt- arsamari hver við anuan ef í nauðirnar ræki. Um einn óvana gat hann hjá sjómönnum, slæpingsskapinn í búðunum: himdu sjómenn þar ýmist fyrir framan búðarborðið allan liðlangan daginn eða breiddu sig eins og hangikjötskrof upp á diskinn hjá kanpmönnum. Milli flokkanna kvað hann ekkert samband vera annaðenn ofantekningar, þar sem hver flokkr tæki ofan fyrir þeim er ofar stæði að mannvirðingu. Ætti maðr knnningja í flokki fyr- ir neðan sig, ta-ki maðr venjulega ekki ofan fyrir lionum, enn liti að eins til hans hornauga til að ftminna hann kristilega nm áð gera skyldu sína. Helsta skemtanafélag Rvíkr taldi hann „Rvíkrklúbbinn"; í því væru embættismenn og stöku kaupmenn; þar væri étið og (lrukkið og talað, og mætti margt nm það segja, hvort þar væri skemtilegt, enn bótin væri að ef maðr geispaði þar at leiðind- um, þá væri það þó fint félag sem maðr geispaði i; þar va>ri einstöku skólapilti hleypt inn til að dansa við frúrnar, svo þeir fengju einu sinni að svitna við virðíngarverða vinnu; fyrir þetta fengju þeir eina sætabranðsköku1. Hin skemtifélögin („Friðþjófr" og „Balletten") væri eingöngu dansfélög. og ef giska skyldi á, hvar mannvitið ætti helst heima í Rvíkingtim, þá mætti eftir þessu ætla, að það væri einkum í fótnnum. Þ6 mætti segja það um handiðnamannafélagið, að það dansaði ekki, því jiað hreyfði hvorki legg né lið. Helstn skemtanirnar „fyrir fólkið" taldi iiann vera gifting- arnar í dómkirkjunni, einkutn þegar embættismannadætr giftu sig og ættu þá embættismann, því embættismannadætr í Rvík tækju sjaldan niðr fyrir sig, eða ættu aðra enn þá, sein von væri uin að kæmist jafnhátt feðrum þeirra i embættistigniniii. Þær biðn þansrað til sá rétti kæmi og réttu honum þá alla þessu litlu samansöfnuðu ást, rétt eins og sparisjóðsbók. Fólk- ið. einkum ógift fólk, þyrptist að kirkjunni klukkutíma áðr, og þegar opnað væri, þá ryddnst allir inn með hrindingum og á- flogum; flyksuðust síðan inn I sætin niðri og héldn sér þar dauðahaldi eins og þeir væri að drnkna, enn upp á loftínu væri alt í kássu og inenn legðust þar í lög eins og saltkjöt í tunnu, enn allir væri hugfangnir af sömu eftirvæntingunni eftir þessari athöfn, sem ætti að fara fram við altarið; orgeltónarnir gerði þá gagntekna af heilagri hjónabandslöngun; þá leitaði hver að einhverju þægilegu andliti, sem oftast væri hægt að 1) Sem hver þeirra verór þó afl borga með 50 aurum. Ritstj.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.