Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1888, Page 3

Fjallkonan - 19.11.1888, Page 3
19. nóvember 1888. FJALLKONAN. 131 þurfa að kaupa kjöt eða feitmeti til heimilis. Þá er það og alment, að bændr hér hafi alifugla, eink- anlega hæns; sumir hafa lika gæsir og tyrkfugla (turkeys) og selja við og við egg og fuglaskrokka. Margir bændr hafa komið sér upp snotrum og vönduðum íbúðarhúsum með ýmsum tilbreyting- um til þæginda eða prýðis, sumir hafa bygt reisu- leg timbrfjós og hafa þá loftið fyrir heyhlöðu, enn viða má þó sjá lága og lélega íbúðarkofa, torffjós og ekkert skýli fyrir hey. Samgöngur hafa verið hér allerfiðar, með því að hér hefir verið að eins ein járnbraut, og hafa þeir sem fjarstir henni búa orðið að flytja hveiti sitt til markaðar 20—40 mílur vegar1. Nú er ver- ið að ráða bót á þessu með nýjum járnbrautum. Vegagerðir eru hér orðnar furðu miklar; flestir al- fara vegir eru þegar upphleyptir og kílar og drög brúuð. Svo sem ráða má af ýmsu því, sem hér að framan er sagt, er sem vænta má allmikill frum- býlingsbragr á þessu bygðarlagi. Enn hins vegar virðist auðsætt, að það sé á góðum framfaravegi. Vera má að nokkrir einstakir menn eigi eftir að flosna frá búum sínum vegna skulda, enn slíkt ger- ir bygðarlaginu litið til; aðrir efnaðri taka lönd þeirra jafnótt til yrkingar, enn hinir leita sér nýrr- ar atvinnu; það er mjög sjaldgæft að menn leiti hér sveitarstyrks“. Þetta er að eins stuttr útdráttr úr skýrslu þeirri er Fjallk. hefir fengið frá Islend. í Dacota. Úr Canada höfum vér engar skýrslur fengið; þar eru Islend. flestir í Winnipeg, og mun alþýðu hór á landi kunnugra um hagi Islend. þar, heldr enn víðast annarstaðar í Ameríku. Það er ekki ólik- legt, að landar vorir vestra sé einna helst komnir á legg í þeim bygðum sem hór hefir verið lýst (í Minnesota og Dacota). Reynist það að íslendingum líði að jafnaði betr í Ameríku enn heima, væri rangt að letja fólk hér vestrfara, enn reynist hitt, að löndum vor- um líði þar engu betr enn hór, þá ætti stjórn og þing að gera alt til að stemma stigu fýrir útflutn- ingi. Það líðr ekki á löngu áðr enn full reynd verðr á þessu, og á meðan er rétt að segja eins og álfkonan: „Fari þeir sem fara vilja mér og mín- um að meinalausu'1. Óhlýðni og agalög. Hermann Jónasson talar mikið um óhlýðni vinnuhjúa hór á landi í Búnaðarritinu. Ég ætla ekki að þræta við hann um það; enn svo mikið get ég sagt honum, að mór er kunnugt um háttu manna víðast hvar á Suðrlandi og sumstaðar á Vestrlandi, og ef lýsing hans á þar nokkurstaðar heima, þá eru það sjaldgœfar undantekningar. Enn hann er, ef til vill, að lýsa Norðlendingum sínum, og mun þá óhlýðnin vera sprottin af frelsistilfinningu, sem liggr í blóðinu. Til þess, að fá lausamenskulögin numin úr gildi ætti ekki að þurfa að prédika neinar öfgar, eða bera mönnum ver sögu, enn þeir 1) Það er rúm dagleið með vagnhlassi með 2 gripum fyr- ir; í vagninum má hafa 20—30 poka hveitis, hvern 120 pd. alment eiga skilið. Það er nóg, að þau lög skerða l náttúrleg róttindi manna. Út af þessu vill nú Þjóðólfr fara að halda al- þingi á hverju ári til þess að semja einlæg agalög, | og gera lifið hér á landi sem líkast lífinu á her- j skipum erlendis, þar sem barsmiðar og líflát gang- j ast við að lögum. Islendingar hafa lengi vericl lausir við alla þess konar þrælameðferð, enda gang- ast þeir meir fyrir blíðu enn striðu. Verði þessu breytt, er hætt við þeir fækki, sem kalla ísland i „frelsis og friðsælu land“. Það er óþarfi, að berja menn úr landinu; nógir fara samt. Það er lika skoðunarmál, hvort bezta ráðið til þess, að kenna mönnum að stjórna öðrum vel og skynsamlega, er það, að ala þá sjálfa upp i blindri hlýðni og sífeldum ótta við grimmar refsingar. Það er verkefni fyrir sálarfræðinga að rannsaka þetta. Br. J. Nýjungar frá ýmsum löndum. (iistimr hjá Edison. Fyrir skðmmu heimsótti einhver kunningi Edison, hinn ameríkska viiluud, og þá hjá honuin nætr- gistiníu. Um kveldið töluðu þeir uui ýmsar uppfundningar i ratmagnsfræðinni. Þegar komumnðr var háttaðr luyrðist lion- um kallað frá borðinu er stðð við rúmið: „Klukkan er ellefu“. Honum varð hverft við o£ svipaðist um i herberginu, enn varð einkis visari. Hann fór þá til Edisons, etin hann bað hann að vera rólegan, ekkert væri að óttast. Gestrinu hélt að þetta væri ekki annað cnn draumr, og ætlaði að fara að sofa aftr, enn þá heyrði hann kallað hárri röddu rétt við rúmið: „túcð er mið- nætti, bústu við dauða þínum“. Nú þóttist hann ekki þurfa vitnanna við og stökk á fætr og til Edisons, og kvað þetta ekki einleikið; kvaðst ekki vilja sofa eina nótt í húsi Edisous, hvað sem sér væri gefið tii. Edisou brosti og fylgdi honum til rekkju, og sýudi honum stuudaklukku, er stóð á borðinu, enn ! í henui var fólginn hljóðriti, sem boðaði hvað framorðið var með orðum og rómi Edisons sjálts. Stcinolíu uppsprettur hafa nýlega fundist bæði í Asíu (Beludsjistan) og í Kanada, svo stórkostlegar, að líklegt þykir að steinolía lækki talsvert í verði áór lángt líðr. August Htrindberg dvaldi í sumar í Damnörku. Þegar hann var nýfarinn þaðau í haust, fiuttu blöð hægrimauna ýms meiðandi ummæii um hann, og sögðu meðal annars að hanu hefði seð sér hollast að fara burtu til þess að sleppa undan hendi réttvísinnar. Enn óðara enn blöðin höfðu fieygt þessu, fór Strindberg aftr til Danmerkr og ætlar að sögn að leita rétt- ar síns með lögsókn gegu blöðunum. Kvennasýiiing. í borginui Spa í Belgíu var i snmar stofnað til sýuingar til að dæma um kvenlegar fegurðir. Þá varð uppi fótr og fit á kvenfólkinu víða um lönd; allar sem þóttust fallegastar vildu komast, á sýninguna og ná í verðlaun- in, sem lieitið var þeim, sem langt bæri af öðrum. Þær sendu bréf og myudir sinar til sýniugarinnar úr llestuin lönilum Ev- rópu, svo og úr Afríku og Ameriku. Hávaðanuin var synjað aðgöngu, sumar gátu eigi farið, enn um tuttugu sóttu sýning- una; þær vóru frá Frakklandi, Belgíu, Þýskalaudi, Portúgal, Svíþjóð, Austrriki, Bæheimi, Rússlaudi, Ungarn, Ítalíu og Vestr- indium. Tuttugu karlmenn sátu í dómnefndinni; ýinsir þeirra franskir aðalsmenn. Ekki fengu aðrir að koma þar nærri enn sýningarnefndin. — 16 vóru teknar til álita. 1. verðlaun (5(KX> franka) fekk 19 vetra stúlka frá Mexikó af frönsku (kreola-ykyui; 2. verði. (2000 fr.) 16 ára stúlka frá Ostende; 3. og 4. verðl. (1000—500 fr.) fengu 2 stúlkur frá Vín, 2 stúlkur frá Frakk- landi og Ungarn og ein stúlka frá Svíþjóð. Loftsiglingar. Hinn franski loftsiglingamaór Kenard hefir nú bætt svo loitbáta sína, að þeim má stýra, hvernig seui veðr er, nema aftaks hvassviðri sé, og fara nm 11 milur á klukku- tímanum. Sundnmðr einn synti i haust yfir hringiðuua við Niagara- fossinn ; það hefir engnm tekist áðr.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.