Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1888, Side 4

Fjallkonan - 19.11.1888, Side 4
132 FJALLKONAN. 19. nóvember 1888. Útlendar fréttir. ENGLAND. Gladstone hefir nýlega haldið mikla pólitiska fundi í Birmingham og víðar með vana- legum kraíti og íjöri. — Ágreiningr er milli Banda- ríkjanna og Englands út af fiskiveiðunum í Canada o. fl., enn líkur til að Englendingar slaki til. FRAKKLAND. Boulanger heldr fram æsing- um sínum á Frakklandi og styrkja Bonapartistar hann; enn ekki álíta menn þjóðveldinu hættu búna af þeirri hreyfingu. Flestir eru á því að endrskoða stjórnarskrána og Floquet með; taldar líkur til að hann fari frá. ÞÝSKALAND. Varnarrit Mackenzies læknis um meðferð hans á dauðameini Friðriks keisara er út komið og bannað á Þýskalandi; fer hann í því ómjúkum orðum um hina þýsku lækna og segir að þeir hafi með ólagi sínu komið sjúkdómnum í verra horf. Leo páfi er gramr mjög út af stirðum undir- tektum Þýskalandskeisara, er hann færði í tal við hann um málafylgi til að ná aftr kirkjulöndunum eða parti af þeim. Er mælt að hann sé farinn heldr að líta hýrari augum til þjóðveldisins frakkneska, og getið til að hann muni ekki spara hin gömlu æsinga- vopnin á Þýskalandi, ef honum býðr svo við að horfa. — Þýska stjórnin hefir farið fram á, að þau ríki er eignir eiga í Zanzibar leggi saman í leiðangr til að bæla niðr óeirðir þrælasölumanna, og hefir því verið vel tekið. Sagt er að Rússakeisari muni heimsækja Þýskalandskeisara að vori. HOLLAND. Konungr er þar enn veikr; falli hann frá stendr næst tii erfða dóttir hans níu ára gömul, enn orð leikr á að Þýskalandskeisari sam- þykki það eigi nema Holland gangi í þýska samband- ið. Taki kóngsdóttir ekki við ríki, stendr næst systir konungs, stórhertogaynjan af Weimar-Eisenack. SERBÍA. Mílan konungr er nú að fullu skilinn við Natalíu drotningu sína, og ætlaði hún í öndverð- um nóv. til Krím, þar sem Rússa drotning hefir fengið henni höll til íbúðar. Þessi skilnaðr getr haft nokkra pólitíska þýðingu að því leyti sem Rúss- ar draga taum drotningar, enn Mílan konungr hefir hallað sér alveg að Austrríki. AUSTRRÍKI. í orði var að Rudolph krónprins í Austrríki mundi að fullu skilja við konu sína. N.-AMERÍKA. Síðast var haldið að Harrison hershöfðingi mundi verða ofan á til forsetakosningar í Bandaríkjum í stað Clevelands. Veðrátta erlendis hefir verið heldr stirð og köld víða. Þakkarávarp. Þegav dóttir mín þjáðist af veikindum næstl. ár urðu margir til að rétta mér kjálparhönd. Sérstak- lega skal ég geta faktors P. Nielsens og konu hans, sem dag- lega veittu mér alla þá hjálp, er unt var, í meira enn Vs ár> og svo Good-templarafélagsins hér, sem gaf mér 14 kr í pen- ingum. Öllum velgjörðamönnum mínum votta ég hér með hjart- ans þakklæti mitt, og hið drottin að launa þeim fyrir mig, fátæka ekkjn, af sinni himnesku auðlegð. Garðhúsum á Eyrarbakka, 8. nóvember 1888. Guðrún Gamalíelsdóttir. DE*eningabréf til jómfrú Kristínar Sigurðardóttur í Reykjavík liggr á skrifstofu Pjallkonunnar þar til eigandi vitjar þess. Fyrir hálfviröi fæst hjá undirrituðum nýleg og sterk skipsjuUa, sem hentug er fyrir skip að líkri stærð og „Gylfi“. Reykjavík, 17/u ’88. B. H. Bjarnason. V í NS A L A. Að ég hefi fengið í hendr hr. kaupmanni W. 0. Breiðfjörð i Reykjavik einkaútsölu á mín- um góðkunnu vinum og áfengum drykkjum íReykja- vík og nálægum héruðum, gerist hér með kunn- ugt heiðruðum almenningi. Sérstaklega má nefna ágætt hvítt portvín, sem ætlað er handa sjúklingum, þegar læknar ráða til þess. Peter Buch, Halmtorv 8, Kjöbenhavn Litunarefni. Litunarefni vor til að lita með alls konar lit á ull og silki, sem um 20 ár hafa náð mjög mik- illi útbreiðslu, bæði í Danmörku og erlendis, af því það eru ektalitiroghreinir og hve vel lit- ast úr þeim, fást í Reykjavík með verksmiðjuverði einungis hjá herra W. 0. BREIÐFJÖRÐ. Kaupmannahötn. Buch’s litarverksmiðja. Bækr [iessar fást meðal annars bjá SIGURÐI KRISTJÁNSSYNI: Ljóðmæli Steingr. Thorsteinssonar, í ágætu bandi 3 kr., í kápu 2 kr. i Þýzk Lestrarbók, eftir Steingr. Thorsteinsson, í bandi kr. 3,75. Róbínson Krúsóe, hin ágæta barna- og unglinga-bók, innb kr. 1,25—1,50. Söngvar og kvæði, eftir J. Helgason, 5. hefti og 6. hefti. ______________________________________.... QUEEN VICTORI A’S HAIR-ELIXIR, hárvaxtar-meðalið ágæta, fæst eiimngis í rerslun E. Felixsonar. ______________________________________ GULLKAPSEL fanst á þjóðveginum hjá Leiruvogum í i Mosfellssveit með kvenmannsmynd innan í. Réttr eigandi vitji þess á skrifst. Fjallk. gegn fundarlaunum og borgun þessarar | auglýsingar. Með næstu póstskipsferð fæ ég birgðir af sólaleðri, sjóskó- leðri, brókaskinnum, flókaskóm, ýmsum skinnum o. fi. lljörn Kristjánsson. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.