Fjallkonan


Fjallkonan - 28.11.1888, Síða 1

Fjallkonan - 28.11.1888, Síða 1
Kemr út þrisvar á mánuöi. Verö 2 kr. Gjalddagi í júlí. FJALLKONAN. Útgef&ndi: Vaíd. Áamundarson. Skrifstofa og afgreiösla: Veltusund, nr. 3. / 84. BLAÐ. REYK.TAVÍK, Fræðslusjóðr fátækra uiiirliniíii í Reykjavík. Sem kunnugt er orðið, varði bæjarstjórn Rvikr talsverðu fé úr bæjarsjóði til að uppljóma nokkurn hluta bæjarins með kertaljósum o. s. frv. á ríkis- stjórnarafmæli konungs. Þetta mæltist illa fyrir, sem von var, því að bæjarmenn þóttust hafa margt annað þarfara að gera við fé sitt enn að brenna það á þennan hátt, engum til gagns og að eins til stundargamans hégómagjörnum konungsdýrk- öndum. Eftir hvötum ýmsra bæjarmanna boðaði því sá eini bæjarfulltrúinn, er staðið hafði í móti þessu tiltæki bæjarstjórnarinnar, Jón alþingismaðr Ólafsson, almennan borgarafund 13. nóv., til að ræða um að leggja fram fé til eitthvers annars þarf- ara og nytsamara enn kertalýsingin væri. Fund þenna sóttu fyrir vist 500 bæjarbúar, og urðu þó margir að snúa aftr vegna húsrúmsleysis; sást á þessu, að allr þorri bæjarmanna var þessu máli fylgjandi og fráhverfr tiltækjum bæjarstjórnarinn- ar. Jón Ólafsson flutti þá tillögu á fundinum, að skjóta skyldi saman álíka upphæð og hin konung- lega brennifórn bæjarstjórnarinnar var til að mynda styrktarsjóð til uppfræðingar fátækum börn- um i Rvík. Þessi tillaga fékk góðan róm, og var þegar skotið saman talsverðu fé á fundinum. og nefnd kosin til að semja skipulagsskrá fyrir sjóð- inn, er skyldi heita fræðslusjóðr fátækra unglinga í Rvík. Síðan hefir skipulagsskráin verið samþykt af geföndum; er í henni ákveðið að innstæða sjóðs- ins skuli lögð í Söfnunarsjóð Islands, fjórðungr vaxtanna ávalt lagðr við höfuðstólinn, enn ®/4 varið til fræðslu fátækum unglingum í Rvík innan 15 ára aldrs; er stjórn sjóðsins og úthlutun vaxtanna falin dómkirkjuprestinum og tveim mönnum öðr- um úr iðnaðarm. og þurrabúðarmannaflokki er kosn- ir sé á hverju hausti og hvorugr sé bæjarfulltrúi. Þessu fyrirtæki hefir orðið furðanlega ágengt, og mun nú vera búið að lofa um 600 kr. í sam- skotum. enn lítið af þvi er borgað enn. Búnaðarskólinii ú Hvanneyri. Landshöfðingi hefir nú staðfest ráðstafanir amtsráðsins i Suðramt- inu um, að þessi skóii verði stofnaðr i vor sem kemr, jarðakaupin og lántökur til þess, svo og, að Sveinn Sveinsson búfræðingr verði forstöðumaðr skólans. Tekjuskattr í Rvík 1881> verðr eftir tekju- skattsskrá skattanefndarinnar um 2850 kr. frá 129 gjaldendum. Hér skulu að eins taldir þeir, sem talið er að hafi yfir 4000 kr. í skatt-tekjur, þ. e. að frádregnum kostnaði að reka atvinnu, umboðskostn- aði af eign, leigum af veðskuldum, o. s. frv. (tekju- upphæðin öll talin fyrst, enn skatt-tekjumar i svig- um aftan við og skattrinn síðast, í krónum) Landfógetinn 7731 (6675) 141; Brydes verslun 20000 (6000) 100; amtmaðrinn 7822 (6300) 313’/2; Eyþórs verslnn 10500 (4500) 577a; Fischers verslun 28000 (8000) 175; Zoégas verslnn 20250 (5250) 80; Helgi Hálfdanarson prestaskólastjóri 28. NÓYEMBER 1888. 4900 (4900) 69; dr. Jónassen 4400 (4125) 54; J. 0. V. Jónsson kanpmaðr 24000 (4500) Jón Pétrsson yfirdómstjóri 7400 (7175) 145*/e; Jón Þorkelsson rektor 4712 (4700) 64; Knudt- zons verslun 21000 (5000) 70; Kristján Jónsson yfirdómari 4500 (4500) 577,; Kriiger lyfsali 10000 (5000)70; LárusSvein- björnsson yflrd og bankastj. 6342 (6300) 1107,; landshöfðing- ■ inn 14400 (8000) 175; biskupinn 10132 (9100) 219; landlæknir- inn 50C0 (5000) 70; Sigffis Eymundsson prentsmiðjueigandi ! 7500 (4500) 577,; Thomsens verslun 25600 (7100) 1417,- Stórtjúu varð í Rvik af sjógangi um morg- nninn 22. þ. m. fyrir fótaferðatíma; tók út milli 10 og 20 skip og báta, auk þess sem mörg skip ! og bátar skemdust, og hús eitt (nr. 2 í Pósthús- stræti) skektist á grunninum. Þilskipið „Ingólfr“, er lá í fjörunni, skemdist af akkeri, sem rekist hafði gegnum hliðina á því. Enginn maðr rtimsk- ; aðis né skygndist til veðrs um nóttina, enn allir skeldu skuldinni á nætrverðina. sem hefðu átt að | láta menn vita um brimganginn. — Var nætrvörð- unum siðan á bæjarstjórnarfundi vikið frá sýslan sinni um stundarsakir, meðan verið er að rannsaka, hvort skaðinn sé að nokkru leyti að kenna hirðu- [ leysi þeirra. Strandað hafa i haust tvö skip Gránufélags- í ins, „Christine" á Raufarhöfn og „Hertha“ undir ! Hvanndalabjargi. Komst skipshöfnin af „Hertha“ nauðulega í land á kaðli og bjargaðist til bygða, [ nema stýrimaðr, er meíddist til bana. Þriðja haust- skip Gr.-félagsins „Rósa“, er enn eigi komið fram. Ofsaveðrin á Austfjörðum, sem getið er í sið. | bl., munu hafa verið mest 3.—4. okt. og 12. októ- j ber. Meðal annars tjóns fuku þá og brotnuðu um 30 bátar á Norðfirði og hey fuku víða. Aflabriigð. Við Faxaflóa er hlaðafli upp í land- [ steinum ef gæftir væru, einkum ef sild er til beitu; hefir nokkur síld fengist í Hafnarfirði. Austanfjalls hefir einnig verið góðr afli. Á Breiðafirði ómuna- ' góðr afli af þorski. Á Eyjafirði að eins reytings afli af smáfiski, enn kominn nokkur sildarafli um siðustu mánaðarmót. Á Austijörðum mjög aflalítið og siðast aflalaust um tíma. — í Rvík gefa kaup- menn fyrir blautfisk 75—90 au. fyrir lísipundið. Haustverslun í Miílasýslnni. Að líkindum heflr aldrei verið flutt jafnmikið af lifandi fé úr landi sem í haust. í bréfi frá áreiðanl. manni eystra segir, að nm 10000 fjár hafi verið flutt til Entrlands frá Seyðisfirði; kanpendr liafi ver- ið Slimon & Co., Sip. Jónsson fyrr. verslunarstj. fyrir Or.-félatf- ið, Þórarinn verslunarstj. á Seyðisf., Signrðr Johansen, norskr kanpmaðr, Sig. E. Sæmundsson fyrir e-n Englending, Jón Bergs- son (frá Vallanesi), Zöllner & Co. 0. fl. „Þeir hefa gefið 10— 13. kr. fyrir geldar ær, 13—17 kr. fyrir tvævetra sauði, 17— 19 kr. fyrir eldri sauði. Verð á kjöti og mör hjá fösttim kaup- mönnum var: kjöt 12—16 au. pd., mör 18 an., gærur hæst 2,50. Jón Bergsson keypti fé fyrir Zöllner, eftir boði Zöllners yngra, er kvað von á bróður sínum ineð fjárkaupaskipintt með peningana, enn það brást; skipið kom, enn Zöllner ckki, né peningarnir, og sagði skipstjóri, að Z. hefði verið kominn 4 stað, enn þá hefði komið hraðboð á eftir honum að konan hans væri orðin bijáluð, og fyrir því gat hann hvorki komið né sent

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.