Fjallkonan - 28.11.1888, Page 2
\)
134
FJALLKONAN.
28. nóvember ]88ö
peninga. Foringjar pöntunarfélagsins kunnu þessu illa; bauðst
þá Otto Wathne til að kaupa féð (500 fjár), enn þau kaup
gengu ekki saman. Var svo féð sent í von um að peningarnir
kæmi einhverntíma. — Annar Englendingr sem keypti hér fé
vænti eftir peningum með sama skipi, enn þeir komu ekki; átti
að sögn óborgaðar 16000 kr.; þó var fénu slept við hann gegn
einhverjum ádrætti um, að hanu sendi peninga síðar“.
Húsbruni. 27. okt. (aðf. nótt) brann bæjarhús
í Höf'num á Skaga, nefnt „suðrhús“: í öðrum end-
anum var búr, enn hinn endinn var dúnhreinsunar-
hús og geymsluhús. í þeim endanum var og elda-
vél, og hafði eldr verið í henni kveldið áðr. Húsið
brann til kaldra kola með öllu sem inni var, og
mun það hafa verið allmikill skaði.
Hruknanir. 23. (ekki 24.) okt. hvolfdi í of-
viðri bát með tveím mönnum frá Rafnseyri við
Arnarfjörð; druknaði annar þeirra, að nafni Bjarni
Sigurðsson, enn hinum varð bjargað. — 28. okt.
druknaði í Héraðsvatnaósi í Skagafirði vinnumaðr
frá Lóni í Yiðvíkrsveit, er Þorkell hét Þórðarson,
með atvikum sem þannig er frá skýrt í bréfi frá
merkum manni í Skagafirði:
„Maðr þessi var að ferja sauði, er Knudsen hafði keypt, yfir
Ósinn, ásamt Páli bónda Pétrssyni á Kjarvallstöðum í Hjalta-
dal. Höfðu þeir sauðina lausa í ferjunni, og riðluðust þeir
þegar fit var komið á miðjan Osinn, sem er töluvert breiðr;
hallaðist ferjan og fylti, enn sauðirnir fóru útbyrðis og var for-
ustusauðr fyrir þeim; síðan fór út tvævetr sauðr, er prestrinn
í Viðvík hafði selt, og á eftir honum fór Páll útbyrðis í hylinn.
Enn er Páli skaut upp, varð þessi tvævetri sauðr fyrir honum;
hann hafði eins og staldrað við ferjuna; Páll greip í herðakamb
honum i dauðans ofboði, og þá var sem sauðnum væri sagt að
leggja til lauds með manninn, sem ekki kunni að synda: hann
synti með hann í land og bjargaði svo lífi haus. Sundið var
æðilangt, og er það furða hverju sauðrinn orkaði. Enn hinn
maðrinn druknaði, og komu þó menn róaudi frá báðum lönd-
um til að bjarga honurn; hann hvarf þegar þeir áttu skamt til
hans“.
Póstskipið „Laura“ kom aðfaranótt 27. þ. m. og með því
N. Zimsen með frú og Knudsen kaupmaðr; hafði hann ekki
fengið neitt skip erlendis og fer nú norðr að ráðstafa fénaði
sínum.
N.-Múlasýslu (Vopnafirði) 23. okt. „Nóttina milli 9. og
10. þ. m. gekk hér í fjarskalegt norðanveðr, með fannkomu,
svo fé fenti á stöku stöðum, reif þök af húsum og heyjum hér
og hvar, og bátar fuku. Síðan hefir verið besta tið og allgóðr
afli þegar gefr að róa“.
Siimu sýslu (Langanesströndum), 24. okt. „í efnalegu er
hér hið bágasta ástand, nýbýli öll komin í eyði og sum lögbýl-
in, fólkið hópum samau fiúið til Vestrheims“.
Húnavatnssýslu, 23. okt. „Tiðin ágæt, haustverslun í betra
lagi. Iskyggilega líst mönnum á verslun Knudsens og eru
hræddir um að hann þoli ekki það áfall, sem hann hefir beðið í
sumar og haust. Kostnaðr við hestageymslu hans hefir sjálf-
sagt orðið á 2 þúsund króna“.
Skagafjarðarsýslu, 7. nóv. „Tíðin góð, enn gæftir þó stop-
ular til sjávarins, en afii hefir verið nokkur er gefið hefir.
Vöruruar af gufuskipinu „Lady Bertha“, sem straudaði á
Sauðárkróki, vóru seldar skemdar við uppboð með afarverði.
Skipið sem er alveg óskemt, verðr eigi selt að sinni. Hittskip
Kuudsens fór hlaðið um 100 lirossum og um 2000 sauðfjár, og
er von á því bráðum að sækja fé, er Knudsen á í geymslu til
og frá“.
■ Barðastrandarsýslu (Arnarfirði), 9. nóv. „23. f. m. brast
á norðangarðr og hélst nær þvi viku. Hvassast var veðrið 27.
og 28. í sumum sveitum hér á Vestfjörðum gerði allmikla
fönn sem nú er að mestu farin. í þessu veðri tók kirkjuna á
Rafnseyri af grunni og færði ofviðrið hana langt út í kirkju-
garðinn, enn ekki brotnaði til muna nema gólfið. — Nú er að
mestu orðið fiskilaust, enn afli hefir verið góðr“.
Leysing á vistarskyldu vinnuhjúa’,
—m*—
Eins og kunnugt er, hafa vinuhjú hér á landi
verið hnept í nokkurskonar ánauðarfjötur með vist-
arskyldunni, sem ef til vill hefir átt við á fyrri
] tímum, enn á alls ekki við nú á vorum timum. Nú
} er orðið svo dýrt að halda vinnumenn, að fáir bændr
reisa rönd við því, að hafa þá árlangt, þar eð þeir
| víðast hvar hafa engan verulegan arð af vinnu-
| mönnum sínum nema að eins um slátt og vertíð.
Að vísu gætu bændr haft meiri arð af vinnumönn-
um sínum, enn nú á sór stað, með því að halda
þeim betr til jarðabóta bæði haust og vor. Það á
sér stað víða í sveitum, að bændr halda vinnumönn-
um sínum lítt til nauðsj'nlegra jarðabóta, sem er
viðrkent að sé eitt af aðalskilyrðum velmegunar-
innar. A allmörgum heimilum eru vinnuhjú nú
orðin vön því, að vinna jafna vinnu við húsbónda
sinn, og þau dæmi munu finnast, að húsbóndinn
j sé við verk, þegar þjónninn hefst litið eða ekkert
J að. Þessu þarf með einhverju heppilegu móti að
hrinda í iag svo að sem best not verði að þeim
vinnukrafti, sem til er í landinu. Eg skal nú leyfa
mér að benda á það, er ég álít heppilegast í þessu
J efni, enn það er að afnema með öllu vistarskyldu
karla og kvenna frá 25 ára aldri. Þá er bóndinn
ekki skyldugr til að halda hjúið nema þegar hann
þarf og lausamaðrinn fer þá að hyggja betr að
sínum daglegu þörfum, keppist eftir að leita sér
sem arðsamastrar atvinnu, venst á sparsemi og hag-
sýni og lærir þar af að verða sjálfstæðr maðr.
j Bóndinn verðr hiusvegar feginn að láta vinnuna í
' tó, ýmist fyrir kaup, fæði og þjónustu, eða fæði og
þjónustu einungis, allt eftir tíma ársins og arðsemi
vinnunnar. Lausamaðrinn vinnr alt að þvi þriðj-
ungi meira á dag, ef bóndi semr svo við hann, t.
d. ef hann grefr svo og svo marga faðma afskurði
til vatnsveitinga, eða sléttar svo og svo marga Q
faðma í túni; þá borgar bóndi honum eftir því
hvernig og hve mikið hann vinnr. Með þessu eða
líku fyrirkomulagi mundi vinnusamkepni verða
meiri. Jarðabætur myndu aukast að miklum mun og
vinnan frjálsari. Sumir kunna að segja að bændr
á ýmsum stöðum og í ýmsum héruðum myndu sitja
á hakanum með að fá daglaunamenn enn ekki mun
þurfa að gera ráð fyrir því, því að lausafólk mun
dvelja mest í þeim héruðum, sem það hefir alist
upp í-
Það er ekki tilgangr minn með þessu að vilja
þröngva kostum vinnufólks. Eg álít miklu fremr
að hagr þess mundi batna, ef þetta kæmist á, því
að með því fengi það meira frelsi og lærði að hjálpa
sór sjálft. Sjálfr hefi óg töluverða reynslu fyrir
mér í þessu efni. Eg hefi um undanfarin ár látið
vinna allmikið að jarðabótum, mest með samnings-
vinnu og fyrir daglaun, og hefir sú vinna jafnan
gengið fljótt og vel, og báðir hafa verið ánægðir.
Eg er viss um að sá bóndi, sem hefir haldið 2
vinnumenn í 20 ár og hefir ef til vill engar jarða-
1) Máli þessu hefir fyrst verið hreyft af Hermanni Jónas-
syni í Búnaðarriti hans. Það gleðr oss að flytja hér ritg. sem
er honum samdóma, enda vonum vér að almenningr verði á því
að réttast væri að leysa ársvistarband vinnuhjúa sem allra
I fyrst. Ritstj.