Fjallkonan


Fjallkonan - 04.01.1889, Page 1

Fjallkonan - 04.01.1889, Page 1
Kemr út 3—4 sinn. á mánuði. Verð 2 (erlendis3) kr. Gjalddagi í júlí. FJALLKONAN. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Skrifstofa og afgreiðsla: Veltusund, nr. 3. YI, 1. „FJALLKONAN“ verðr þetta ár nokkuð stærri enn áðr, eða 88—40 blöð alls, og kemr út að minsta kosti hér um bil 10. bvern dag eins og að undan- förnu á 8., 18. og 28. degi mánaðarins. Um þing- tímann í sumar komandi kemr blaðið út í hverri viku. Almenningr þekkir svo blaðið nú orðið, að óþarft virðist að mæla fram með því, eða gylla það með fögrum orðum. Efni blaðsins verðr sviplikt og áðr, og að vonum engu miðr af hendi leyst. Stefna blaðsins í þjóðmálum verðr nokkuð á annan veg enn áðr. Af því mörgum tekr nú að „leiðast þóf þetta“ í stjórnarskrármálinu, sem hvorki rekr nó gengr, þykir rétt að verja tímanum til að fræða almenning um ýmsa stjórnarhætti þeirra út- lendra þjóða, er fremst standa í frjálsri stjórnar- skipun, svo sem eru Englendingar, Svisslendingar og Bandamenn í Norðr-Ameríku og beina jafnframt huga manna á lýðstjórnarleiðina, sem fyrr eða síð- an hlýtr að liggja fyrirþjóð vorri, ef hún ánokkura fagra framtíð fyrir höndum. Þótt þess sé að öll- um líkindum langt að bíða, að Island verði alfrjáls og laust af útlendu valdi, mun eigi vanþörf á að auka þekking þjóðarinnar á frjálsum stjórnháttum, með því má ef til vill vinna meira enn með sífeldu stjórnarskrárþrasi við þá stjórn, er aldrei lætr sann- færast og viðrkennir ekki helgustu mannróttindi; með því má gera þjóðina miklu hæfari til að geta ráðið sér sjálf, þegar að því kemr, hve langr sem ómagahálsinn verðr. Yér eigum að taka lýðstjórnarlöndin til fyrir- myudar; fara því fram að hér á landi verði údýr alþýðustjórn; 70000 spakra og meinlausra manna þurfa ekki nema nokkura duglega hreppstjóra tilað stjórna sór; embættaskipan allri, dómakipan og málatilbúnaði þarf að breyta; kirkjan á að vera frjáls og laus undan yfirráðum landsstjórnarinnar o. s. frv. G-etr nokkuð verið á móti því, að Island geti að fullu og öllu losast úr sambandi við Danmörku á stjórnlagalegan hátt? Hlutarins eðli hlýtr að heimta það fyrr eða síðar. Stjórnarskrármáliö á alþingi 1889. -<l/VA/V-MV-JUV Það þarf enginn að efa það, að stjórnarskrár- málið kemr fyrir alþingi í sumar er kemr. Enn hvaðan? I hverri mynd? Og hvernig reiðir því af? Hvaðan? Um það þarf engum blöðum að fletta. Það dettr víst engum i hug að vænta þess af stjórn þeirri sem vér höfum, starblindri á báð- um augum, að hún leggi nokkurn hlut fyrir þing- ið í þessu máli. Það verðr auðvitað frá fulltrúum 1889. þjóðarinnar (hinum þjóðkjörnu alþingismönnum) að frumvarpið kemr. I hveri mynd? Yerðr það frumvarp síðasta þings óbreytt eða hvað? Það er nú ekki gott að vita, hvað ofan á verðr; enn timi virðist sannar- lega til kominn að fara að hreyfa því, hvað rótt- ast mundi að gera í þessu efni. Mór fyrir mitt leyti hefir aldrei blandazt hugr um, og gerir það ekki enn, að frumvarp alþingis 1887 gekk mikils til of skammt í breytingum; ég taia nú ekki um frumvarpið 1885 og 1886. Enn það var sök sór, þótt þingið gengi sem skemst 1885 meðan eigi var alveg útséð um, hvort stjórnin vildi nokkrum sönsum taka í málinu, nokkurn orðastað eiga við þingið um það. — En eftir að það var fullreynt 1887, að stjórnin neit- aði ekki að eins að samþykkja frumvarp þingsins, heldr algerlega neitaði öllum orðastað („Forhandling“) við þing og þjóð um nokkrar breytingar á stjórn- arskránni, þá var og öll ástæða horfin fyrir þingið til að taka nokkurt tillit til, hvað líkindi væri til að stjórnin gæti gengið að eða ekki. Hún sem hatði lýst yfir því að hún gengi ekki að nokkurri breytingu! Frá því augnabliki var og er engin ástæða til að hafa neitt annað fyrir augum við samning nýrrar stjórnarskrár, en það, að tryggja svo rækilega, sem frekast verðr með lagaákvæðum gert, sjálfs- stjórnarrótt íslands og sjálfsforræði einstaklinga þjóðfólagsins. Þetta eru þau tvö aðalatriði, sem eiga að vera mark og mið stjórnarskrár vorrar: sjálfstjórnarróttr þjóðarinnar gagnvart sérhverju annarlegu valdi, og sjálfsforræði hvers einstaklings svo víðtækt sem frekast getr staðizt með heill þjóðfélagsins. Hið fyrra atriði er það sem mest hefir verið lögð áherzlan á, sem og eðlilegt var. Því að só það trygt, þá er fyrst auðgefnara að koma hinu síðan í lag, þegar þjóðin á ekki við aðra en sjálfa sig um það. En í sjálfu sór er eigi síðr þörf á að breyta mörgu í stj órnarskránni til að ná hinu síðarnefnda takmarki, þó að baráttan um þau at- riði hafi hingað til verið látin sitja á hakanum. Nú á komanda sumri ættum vór þó að ganga lei^gra en áðr í báðar þessar stefnur. Bæði í vorri núgildandi stjórnarskrá og frum- vörpum alþingis úir og grúir af ákvörðunum, sem ekki eru bygðar á heill þjóðfélagsins né einstakl- inga þess, heldr að eins á fornum vana-hógiljum einveldis-leifum og hugsunarlausum apaskap eftir sams konar hégiljum i stjórnarskrám annara þjóða. Margt hvað af þessu eru nú samt svo lagað, að eigi er enn tími til að hugsa að fá breyting á því komið fram á þingi, af því að þjóðin sjálf og henn- ar fulltrúar eru ekki enn vaxnir upp úr hleypi- dómunum. Hór þarf því breyting á hugsunarhætti REYKJAVÍK, 4. JANÍTAR

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.