Fjallkonan - 04.01.1889, Page 3
4. janíiar 1889.
FJALLKONAN.
3
þar sem gleði, frelsi og kærleiki sitja í hásæti. Alt
er þetta komið undir viðgangi heilans. Að vér
erum frjálsari enn forfeðr vorir, er því að þakka,
að vér höfum betri höfuðkúpur og meiri heila.
Eg bið nú áheyrendr mína að vera hreinskilna.
Það stendr á sama hverju ég trúi eða hvað ég ætla
mér að sanna; verið að eins hreinskilnir. Sleppið
snöggvast öllum trúarlegum hleypidómum oghlust-
ið á orð mín:
G-erum að kóngr eða prestr — ef þeir hefðu
verið til á þeim tíma, er villimaðrinn reri í
eintrj áningsbát sínum, hefðu sagt: „Þessi bátr er
hið fullkomnasta skip sem til er eða nokkurn tíma
verðr gert með mannahöndum. Sýnishornið feng-
um vér frá sjávarguðinum og stormguðinum sjálf-
um, og ef nokkur er svo djarfr að hann þykist
geta gert betr, þykist geta notað mastr og segl, —
sá er villumaðr og skal brennast á báliu. Hvað
haldið þér, áheyrendr góðir, að vér værum langt komn-
ir áleiðis í kringum jörðina, ef slíku boði hefði
verið fylgt? Gerum að kóngr eða prestr — ef
þeir hafa verið til, sem liklegt er á slíkri fávisku
öld sem þá var — hefðu sagt: „Leðrtrumban er
besta hljóðfæri sem orðið getr, englarnir á himnum
hafa þetta hljóðfæri — — — ef nokkur er svo
djarfr, að hann þykist geta smíðað betra hljóðfæri
með fjórum strengjum og boga, hann sé hvers
manns níðingr og dauðasekr“. Hvernig haldið þér,
áheyrendr góðir, að söngmentin hefði verið, ef
þessu boði hefði verið fylgt? Gernm að kóngr og
prestr hefði sagt: „Þessi bogna viðargrein er besti
plógr, sem orðið getr;---------hver sem þykist
geta umbætt hann er guðníðingr“. Hvaða áhrif
ætli slikt boð hefði haft á framfarir akryrkjunnar?
Enn almenningr sagði: „Vér þurfum að hafa
betri vopn, til að drepa vora samkristnu bræðr,
betri plóga, betri söng, betri málverk. og sá sem
gefr oss þetta fær rikuleg laun“. Þannig er kan-
ónan komin i stað kylfunnar, eimskipið í stað ein-
trjáningsins o. s. frv.
Þess verðr að gæta að maðrinn í eintrjáningn-
um, maðrinn sem barði leðrtrumbuna og plægði
með viðargreininni, var trúmaðr. Hann var sann-
færðr um að hann væri rétt-trúaðr; hann þjáðist
ekki af efasýki; hann lifði og dó með rólegu geði;
hann trúði á helvíti, og hann trúði því einnig að
það mundi auka á sælu sina á himnum, ef hann
mætti gægjast út yfir grindrnar og sjá hversu þeir
menn sem öðruvísi vóru trúaðir, yrðu að steikjast
í eilífum eldi. Því er miðr að margir eru í and-
legri frændsemi við þennan mann, enda er það
sorgleg reynsla, að heimskingjarnir auka miklu
meira kyn sitt enn vitsmunamennirnir. — — —
Maðrinn í eintrjáningnum hafði einnig polítiskar
skoðanir; hann sagði að veldið og máttrinn væri
réttindi, og langt mun þess að bíða, að þeirri setn-
ingu verði snúið við, svo heimrinn segi af fullri
sannfæringu, að réttindin séu veldi og máttr.
(Framh.).
Jón Árnason
landsbókavörðr, sem lést i haust eð var, hefir að
líkindum aflað þjóð vorri meiri orðstírs íútlöndum
enn nokkur annar íslendingr á síðari hluta þessar-
ar aldar að fráteknum Jóni Sigurðssyni. Þjóðsögu-
safn hans hefir að meira og minna leyti verið þýtt
á höfuðmál norðrálfunnar. ensku. frakknesku og
þýsku, auk dönsku og norsku, og á sumum þessum
málum í fleirum enn einni þýðingu. Þessar sögur
hafa mjög vakið eftirtekt útlendra þjóða á ísend-
ingum og því andlega lífi sem hér hefir þróast svo
vel. Hér á landi hafa verk Jóns Árnasonar naum-
ast verið metin að verðleikum, og lengst ævinnar
vann hann fyrir litil sem engin laun, enn ókomn-
ar aldir munu þó halda nafni hans á lofti.
Jón Árnason er fæddr 17. ágúst 1819 að Hofi
á Skagaströnd; faðir hans var Árni prestr Illuga-
son, enn móðir Steinunn Ólafsdóttir frá Yindhæli.
Þegar hann var á 7. ári, misti hann föður
sinn og ólst síðan upp hjá móður sinni, þar til er
er hann var 11 ára; var houum þá komið til síra
Magnúsar Árnasonar í Steinnesi. Þar lærði hann
að lesa og skrifa. Á 14. ári fir hann til sira Þórð-
ar Árnasonar hálfbróður síns að Skarði í Land-
Jón Áinason.
mannahreppi, er síðar varð prestr að Mosfelli. Þar
var hann í 3 ár, og var þá til sjóróðra á vetrum.
Þá fór hann að reyna að afia sér skólamentunar;
lærði 3 mánaða tíma undir skóla hjá síra Ásmundi
Jónssyni i Odda, fekk Bessastaðaskóla og útskrif-
aðist þaðan 1843. Gerðist hann þá barnakennari
hjá dr. Sveinb. Egilssyni til dauða hans 1852
og síðan hjá ekkjunni til 1855; jafnframt
hafði hann ýms önnur störf á hendi. Hann
var bókavörðr landsbókasafnsins frá 1848 til 1887.
Hann var stofnandi forngripasafnsins ásamt Sigurði
málara og umsjónarmaðr þess í mörg ár. Biskups-
skrifari var hann 1856—1867; umsjónarmaðr við
latínuskólann 1867—1879. — Síðari hlut ævinnar
var hann mjög heilsulítili, enn hélt þó heilsunni
furðanlega við með reglubundnum lifnaðarháttum.
26. ágúst 1866 kvæntist hann Katrínu Þorvalds-
dóttur umboðsmanns frá Hrappsey; þau áttu einn
son Þorvald að nafni, sem dó í skóla.