Fjallkonan - 17.04.1889, Blaðsíða 4
44
FJALLKON AN.
VI, 11.
miin undir hana nokkuð há. Það eru 5000 miljónir franka, ;
sem {tér verðið þá að gera svo vel að borga oss; vér ætlum svo
að afhenda þetta fé frönsku stjórninni, svo hún verði skaðlaus af í
þeim 5000 miljónum fr., sem þér og vinir yðar stáluð frá henni
árið 1874. Að öðru leyti iæt ég yðr vita, að ef þér gaugið
ekki að þessum kostum, þá munum vér sjá svo um, að auglýs-
iug yðar verði ekki tekin í nokkurt annað blað á Frakklandi.
Haldið þér yðr heima, Þjóðverji góðr, það er yðr kollast. —
Lueien Nicot, ritstjóri blaðsins ‘La Franee’“
Úrlausnir fyrirspurna.
—<-Oo
Þeir sem senda Fjallk. fyrirspurnir, verða að láta útg. vita
nafn sitt, þótt þess sé eigi getið í blaðinu; annars verðr þeim
enginn gaumr gefinn. Ef fgrirspurnin er komin af sérstöku
tilefni, œtti að skýra nákvœmlega frá öllum málavöxtum, og
skal þeirra atvika ekki getið í blaðinu. Fyrirspurnirnar \
eiga að vera greinilegar og sem fáorðastar, og ekki hver \
bein afleiðiny af annari. Þœr skulu ritaðar að eins öðrum
megin á pappírinn.
1. Hvers vegna eru eigi reikningar búnaðarskólanna og
kvennaskólanna á landinu birtir almenningi opinberlega, t. d.
í Stjórnartíðindunum, B-deildinni? Væri ekki tilhlýðilegra og
samkvæmara hlutarins eðli, að þeir væru árlega birtir, þar eð
þessum skólum er árlega lagt svo mikið af almannafé? Er
endrskoðun á þeim, er fram fer árlega, þessari birting til fyrir-
stöðu? — Svar: Það er vonandi, að reikningar þessara skóla
verði framvegis birtir á prenti. Endrskoðun getr ekki verið
því til fyrirstöðu. Beikn. kvennaskólans í Beykjavík hefir ann-
ars verið birtr í blöðunum.
2. Hvort er hagkvæmara að hafa lukkuspil (lotteri) með
peningavinningum eða hlutavinningum?— Svar: Það mun ekki
fást leyfi til, að slíkir vinningar sé í peningum. [Meira næst.]
^Jegar ég um sumarið 1885 fór austr í Skaftafells-
sýslu rannsóknaríerð og til að útvega gamla muni,
kom eg að Skaftárdal til herra óðalsbónda Magnúsar
Magnússonar; sá ég þar silfrbikar, er herra Magnús
átti; hann var í laginu sem vanalega þeir gömlu með
þremr kúlufótum; las ég utan á honum nafn Jóns
Vídalíns, og þess vegua lagði ég fölur á bikar þenn-
au til forngripasafnsins, og bauð að síðustu töluvert
fé fyrir, enn hann var þá með engu móti falr. Nú
fyrir skömmu fékk ég bréf frá hr. sýslumanni Sig-
urði Ólafssyni á Kirkjubæjarklaustri, ásamt innlögðu
gjafabréíi frá herra Magnúsi, sem nú er orðinn danne-
brogsmaðr, hvar hann gefr nefndan bikar eftir sinn
dag „forngripasafninu í Reykjavík“; bréfið er skrifað
í viðrvist sýslumannsius, og af honum undirskrifað
ásamt tveimr viðstöddum vottum, dagsett 5. mars þ.
á. Votta ég því hér með herra dannebrogsmanni
Magnúsi þakklæti mitt forngripasafnsins vegna fyrir
gjöf þessa. Slíkt er mjög vel fyrir séð með þá hluti sem
gamlir eru og mönnum þykir vænt um; og „kveðr
það nokkuð við annann tón“, enn gera ráðstöfun fyr- i
ir að selja þá út úr landinu fyrir dýra dóma.
Sigurðr Vigfússon.
"\7"erslunarmaðr, sem vanr er öllum verslunarstörfum og sem j
hefir gengið á verslunarskóla erlendis, æskir eftir atvinnu. Bit- j
stjóri visar á.
Xsleudingasögur (nýja útg.) 1. og 2. bindi eru til sölu. Bit-
stjóri vísar á.
ISLlæðaskápr stór og vandaðr, allr til að taka í sundr (sem
getr orðið tvöfaldr með mjög lítillri breytingu), fæst til kaups |
með mjög góðu verði. Bitstjóri vísar á.
Útgerðarmaðr duglegr verðr tekinn í góðan stað og fyrir gott j
kaup á komandi vori. Bitstj. vísar á.
Undirskrifaðr kaupir þessar bækr:
Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar 1. útg. 1847.
Árbækr íslands 1.—12. deild.
íslensk sagnablöð 1.—10. deild.
Ný félagsrit 3. og 4. ár.
Gestr vestfirðingr 1.—5. ár.
Sunnanpóstrinn 1.—3. ár.
Beykjavikrpóstrínn 1.—3.
Æfisaga Alb. Thorvaldseus með mynd.
Sturlunga 1.—4. h. 1817—1820.
Johnsens Jarðatal.
Lýsing íslands eftir Þorvald Thoroddsen.
Lýsing landsins helga.
Víglundarrímur.
Skirnir 1.—28. ár.
Sálmasöngs og messubók eftir P. Guðjónsson 1861.
Kátr piltr, útl. af Jóni Olafssyni.
Suðri allr. Norðri allr.
Austri aUr. Norðrfari allr.
Baldr allr. Norðlingr allr.
Tíminn allr. Hirðir allr.
Fróði allr. Fjölnir allr.
Fjallkonan 1.—4. ár.
Timarit, útg. Jón. Pétrsson, allt.
íslendingr, útg. Páll Eyjólfsson, allr.
Einungis heil og ósködduð expl. verða keypt.
Kr. 0. Þorgrímsson.
IXér í Svalharðshreppi seldi ég á næstl. hausti við opinbert
npphoð 2 óskilalömb:
1. Hvitkollótta gimbr merkta: Sneitt aftan fjöðr fr. vinstra;
ormétið hægra eyra.
2. Hvítan gelding, merktan: Tvístýft fr. hægra, sýlt og gagn-
bitað vinstra.
Sjóarlandi í febrúar 1889.
Sigrbjörn Friðriksson (hreppstjóri).
Jsar eð ég hefi áformað að fara héðan (helst alfarinn) til
Kaupmannahafnar að sumri komanda, vil ég leyfa mér að biðja
alla, sem eiga óuppgerða reikninga við mig, að ljúka þvi af
fyrir júlimánaðarlok. Sömuleiðis ættu allir sem eiga úr og
klukkur í aðgerð hjá mér, að vitja þeirra fyrir sama tíma og
horga aðgerðina.
Frá byrjun júnímánaðar sel ég margskonar vönduð húsgögn
og húsbúnað með lágu verði. Og frá byrjun júlímánaðar sel ég
með 10 prósent afslætti flest, sem ég þá kann að hafa óselt af
ýmsri verslunarvöru, svo sem: léreftum, handklæðum, tóbaki,
úrum, klukkum, gullstássi og mörgu öðru. Alt móti peningum
út í hönd.
Vestdalseyri við Seyðisfjörð, 28. febrúar 1889.
Magnús Einarsson.
GrOTT VERÐ!
Með póstiniira í vetr íékk ég meðal annars vasa-
úr (Cyl.-Ank. úr) er ég sel með talsvert vægara
verði enn nokkru sinni; alt góðar tegundir, er ég á-
byrgist í fleiri ár. Aðgerðir á gömlum úrum og
klukkum verða héðan af töluvert ódýrri hjá ntér enn
að undanförnu, og tek ég ábyrgð á öllum þeim úr-
um sent til mín eru send til aðgerðar, og mega eig-
eitdr, ef úrin ekki reynast vel, senda mér þau aftr
endrgjaldslaust ef það er gert strax. Auk þess tek
ég ýmsa aðra muni til aðgerðar, svo sem hluti er
gyllast eða forsilf'rast eiga.
Stefán Þ. Jónsson, úrsntiðr á Seyðisfirði.
Enginn gerir eins vel og ódýrt við saumavélar
eins og Stefán Þ. Jónsson, úrsmiðr á Seyðisfirði.
Sumargjafir, einkum handa börnum, fást hentugar og
ódýrar í verslun Sturlu Jónssonar.
Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar