Fjallkonan - 08.05.1889, Síða 1
Kemr út
3—4 sinn. á mánuði.
Verð 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi í júlí.
FJALLKQNAN.
Út gefandi:
Vald. Ásmundarson.
Skiifstofaog afgreiðsla:
Yeltusund, nr. 3.
VI, 13.
REYK.TAVÍK, 8. MAÍ
1889.
„ísafold“ í einfeldni sinni
skilr ekki (eða læst að minsta kosti ekki skilja),
hvað um er að vera með „skilnaðar“-ávörpin.
Hun er altaf að reyna að lemja það inn í lesendr
sina, að með ávörpunum sé farid fram á aðskilnað-
aðinn (nú þegar).
Þetta er blátt áfram ósatt.
Ávörpin láta að eins í ljós shoðun undirskrif-
endanna á því, hvort aðskilnaðrinn sé æskilegr eða
ekki.
Það er berlega tekið fram í þeim, að þau sé ekki
áskorun til þingsins um, að fara fram á aðskilnað-
inn, sízt nú þegar.
En hitt getr líklega engum dulizt, sem dýpra
rista en „Isafold“, hverja þýðingu það hefir bæði
fyrir alþingi og stjórn að vita, hver almennings
skoðun er um þetta mál.
„ísafold“ œtti að skilja þetta, og úr því að hún
er á gagnstæðu máli og álítr skilnaðinn óráð, þá
ætti hún eða hennar sinnar í þessu máli (t. d. ein-
hverjir konungkjörnir þingmenn, embættismenn eða
aðrir „málsmetandi“ menn, sem kynnu að vera
henni samdóma) að gangast fyrir ávörpum i gagn-
stœða átt. Það er eini vegrinn til að sýna, hve
margir eru þeirrar skoðunar.
En hversu einfalda sem „Isaf.“ vill gera sjálfa
sig í þessu máli, þá vildi ég mælast til að hún lofi
mér að vera ekki einfaldari en ég er (mér veitir
ekkert af samt). Þannig hefi ég t. d. aldrei ver-
ið svo einfaldr, að álíta vernd annars ríkis „ein-
göngu í því fólgna, að afstýra því gersamlega að
óhlutvandir menn af öðrum þjóðum hefðu óskunda
í frammi við oss“. 0, nei! Eg vissi og veit vel,
án þess „Isaf.“ þyrfti að segja mér það, að ekkert
ríki, ekki ið voldugasta, getr „gersamlega afstýrt11
sliku. En hitt vissi ég líka, að ekki utan kot-riki
láta bjóða þegnum sínum óskunda og ágang árs
árlega mannsaldr eftir mannsaldr, án þess að nokk-
urn tima fáist hegning fram á þá er óskundann
gera, eða bætr þeim til handa, er fyrir verða. Og
það veit ég líka, og hver maðr annars, að allir
hika minna við að stíga á skottið á lítilli mús,
heldr en á makkann á voldugu ljóni.
„Isafold“ segir: „Samband vort við Danmörku
er þannig vaxið, að vér getum haft alla vora henti-
semi fyrir því, ef til vill öllu betr heldr en í sam-
bandi við önnur riki, er umtalsmál gæti orðið um
— að því jrá skildu, að enn hefr ekki lánazt að
koma stjórnarfyrirkomulaginu í viðunanlegt horf ‘.
0 já! vér Islendingar eigum við einstaklega frjáls
kjör að búa — að því frá skildu, að enn hefir ekki
lánazt að vér fengjum sjálfir að ráða málefnum
sjálfra vor.
Það er eins og hjú segði: „Það er allra-bezta
vist og ágætr viðrgerningr hjá húsbændum okkar —
að því fráskildu að við erum alt af hálfnakin og
fáum aldrei hálfan kvið matar.
,,lsafold“ er farin að verða eins hugsunarglögg
í og nægjusöm eins og hún er réttherm.
Jón Ólafsson.
„ísafold“ á ilt meö að kingja.
Eitthvað er því heiðraða blaði ilt í hálsinum; það
er auðséð.
í 32. bl. þ. á. sagði hún: „Hann [J. Ó.] tjáir sig
nú hafa sent út um land . .. svo hljóðandi ávörp“
o. s. frv.
í 33. bl. skora ég á „ísaf.“ að tilgreina, hvar og
hvenær ég hafi sagt þetta, og neita því að ég hafi
sagt það eða gert. í stað þess nú sem heiðvirt blað
að segja: „Þetta var mishermi; J. Ól. hefir aldrei
sagt þetta“, þáfer hún að tala um, hverjum ég hafi
getað ætlazt til að ávörpin væri eignuð. Hún gat
ekki almennilega, hreinlega kingt ósannindunum,
en vildi reyna að sleikja yfir þau með nýju bulli.
Hvað kom mér við að ætlast til, hverjum væru
eignuð ávörp, sem ég ekki átti neinn þátt í að
fram komu? Eg mælti að eÍDS með ávörpunum
eftir að þau vóru fram komin úr annari átt. Að óg
hafi boðizt til að veita þeim viðtöku er ekki annað en
eðlileg afleiðing skoðunar minnar á málinu, sem
ég gjarnan vildi styðja til að koma á framfæri.
Að ég só „pottr og panna“ í prentun og útsend-
ing ávarpanna er jafn-ósatt eins og að ég só höf-
undr þeirra.
Eg vildi óska að „ísaf.“ batnaði bráðum svo í
hálsinum, að hún gæti kingt þessu afdráttarlaust,
þ. e. skýrt lesendum sínum frá, að þessi ummæli
hennar eru tilhæfulaus ósannindi.
Það er skylda hennar, ef hún vill heita vandað
blað, að gera það. Jón Ólafsson.
„ísafold“ og feita letriö.
„lsafold“, sem sjálf ranghermir, aflagar og skrökv-
ar, ber mér á brýn, að ég í greinum minum í
„Fjallk.“ 30. f. m. „bregði fyrir mig talsverðu af
hártogunum“. Eg hefi hvervetna tilfært orðrétt
hennar ummæli og aldrei aflagað neitt eða slept
úr atriðisorðum. Hver læs maðr getr sóð, að hún
ber mér ósannindi á brýn með þessu.
Hitt skilr hún ekki, hví ég hagnýti feitt letr á
nokkrar setningar; heldr hún það eigi að vera í
stað röksemda.
Langt i frá! En þegar maðr á við tossa, sem
ekki skilja mælt mál, þá neyðist maðr stundum til
að hamra inn í þá aðalatriði setninga á þennan hátt.
Þegar maðr á orðastað við óhlutvönd blöð, sem
herma eftir manni það gagnstæða við það, sem
maðr hefir sagt, og sleppa atriðisorðum út úr til-
vitnunum o. s. frv., þá hefir maðr stundum sama
ráðið, að setja með feitu letri einmitt þau orð, sem