Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1889, Side 2

Fjallkonan - 08.05.1889, Side 2
50 FJALLKONAN. VI, 13. maðr gengr vakandi að, að muni verða úr feld eða mishermd. Við það verðr óhlutvendni ins óhlut- vanda enn bersýnilegri. J. ól. Einkeimileg blaðanienska. Hið samviskusama og réttorða blað „Isafold“ minnist 1. þ. m. á skilnaðar- málið og „Fjallkonuna" 30. f. m. I „Fjallk.“ stóð þann dag grein meðmælt skiln- aðinum frá „gömlum þingmanni“, manni sem „Isaf.“ jafnan hefir talið „málsmetandi11. Þetta hljóðar svo á Isfyldsku: „Ekki bólar á að nokkur einn máls- metandi maðr sé því fylgjandi" (o: skilnaðinum) „annar en frumkvöðullinn, hr. Jón Ól.“. — Nú er J. Ó. ekki „gamall þingmaðr“ og því auðvitað ekki höfundr nefndrar Fjallkonu-greinar. Sannleikrinn er, að til þessa dags hefir opinberlega engin rödd komið fram móti skilnaðinum, nema — herra Bjarn- ar Jónssonar. Útlendar fréttir (frá fréttaritara). ■vv-w-^/v-w ENGLAND. Parnellsmálinu var frestað til aprílloka. Hafði verjandi Parnells, Charles Bussel, haldið áðr snjalla og langa ræðu, er stðð í 8 daga. Stjórniu heimtar afarmiklar fjárfram- lögur til aukningar herflotans (21'/2 milj. p. st.) og var verið að ræða frumvarp um það. — Gladstones-siunar hafa unnið sigr við ýmsar aukakosningar, liinn mesta í Kennington (einni af útborgum Lundúna) með 600 atkv.muu. — í parlamentinu fór einn fulltrúi fram á sjálfstjórn Skotlands, enn það fekk litlar undirtektir, jafnvel hjá Gladstone, og kvað liann alt öðruvísi horfa við um Skotland enn írland. FRAKKLAND. Þess var getið síðast, að stjórnin hefði ráð- ist á þjóðvinafélagið og haft hönd á oddvitum þess. Vórn rann- sökuð skjöl þess og lögsókn hafin fyrir öldungaráðinu, sem dómsnefnd, mót félagsstjórninni. Tilgangrinn með þessu var jafnframt sá, að reyna að hafa heudr í hári Boulaugers, og stóð til að hann yrði tekinn fastr, enn liann varð fyrri til að forða sér, hjó sig torkennilega og komst með járnbrautinni til Briis- sel, þótt vandlega væri til gætt. Prá Briissel sendi hann yfir- lýsing þess efnis, að hann sé sloppinn úr greipum óvina sinna, og skuli það jafnt sem áðr vera markmið sitt að frelsa Frakk- land úr fantaklóm stjórnar þeirrar, er nú sitji að völdum; kveðst hann muni dvelja erlendis þangað til kosningarnar að hausti hafi þrýst mótstöðumönnum sinum og þar með þingstjórninni úr sæti. Haft var við orð, að Belgíu stjórn mundi ef til vill vísa Boul. úr landi sem óaldarsegg og landráðamanni og helst til getið, að hann mundi leita : il Fnglands, euda er kyn hans enskt að móðerai. Fylgisflokkr hans á Frakklandi er jaf'n- voldugr og áðr og horfur hans engu óvænlegri enn fyrr. Mál- inu gegn þjóðvinafélagsstjórninni lauk svo, að þeir sem í henni vóru urðu hver fyrir lítilli sekt, og þótti vegr stjórnarinnar lítt vaxa af því máli. — Sýningin í Paris átti að hefjast 6. mai. RÚSSLAND. Kússar hata nú, að því er virðist, meira megin á Balkanskaga, þar sem þeir hafa sér vinveitta stjórn i Serbíu, enn Búmeuiu konungr hefir tekið sér ráðaneyti, sem Bússum er innanhandar. Stórkostlegt banatilræðis-samsæri móti Bússa- keisara hefir komist upp með þeim hætti, að stúdent nokkur rússnesKr i Zurichberg (nálægt Zfirich) var að fást við sprengi- efni, og kviknaði i af ógáti, svo hann hafði bana af. Hafa fjöldamargir verið teknir fastir, og ýmislegt komist upp er laut að samsæri þessu, þó mikið vanti á að þar komi öll kurl til grafar. Stúdentinn hét Bierstein, og hafði verið einna fremstr í flokki með tilræðið i mars 1887. sem mistókst. Sprengivélar þær er fundist hafa eru örsmáar, svo hafa má i vasa, gerðar af miklu hugviti og háskalegustu eyðingartól. Má af þessu ráða, að ekki eru níhilistar enn af baki dottnir. Bússastjórn beitir æ meiri harðneskju við þýskt þjóðerni í baltisku eða eysta- salts löndunum (Estland, Livland og Kúrland), líkt og á Pól- landi, og eira Þjóðverjar þvi illa. ÞYSKALAND. Þjóðverjar hafa orðið fyrir skaða á Samoa- eyjum, og mist þar i fellibyl 3 herskip sín. Bandaríkin mistu i sama veðri 3 herskip er lágu þar. Þýska stjórnin sendi und- ir eins önuur herskip í skarðið. Fundr á að verða í Berlín um í eyjar þessar og hefst 1. maí. Fulltrúar Þýskal., Englands og Bandaríkja hafa komið sér saman um að ekki skuli liggja á Samoa-eyjum nema eitt skip frá hverju ríkinu um sig, þar til fundinum er lokið. — Þýskalandskeisari ætlar til Englands í sumar og ætla menn að þar muni eitthvað ganga saman til | vináttu eða sambands. AUSTBRÍKI — UNGARALAND. Þingþras og óspektir mikl- ar hafa gengið lengi i Pest út af herlögum er stjórnin hafði lagt fyi ir. Yar það Ungverjum mest óánægjuefni, að hermönn- | um þar er i lögnnum gert að skyldu að taka próf í þýsku. Tissa breytti lögunum og eru þan nú samþykt. Ráðaneyti hans nú að nokkru skipað nýjum mönnum. HOLLAND. Vilhj. kgr. tórir enn og segja læknar, að hann muni geta lifað enn í 6 mánuði, enn hann er orðinn rænuskertr, og hefir því rikisráð tekið að sér stjórnina á Hollandi, enn Adolf af Nassau í hertogadæminn Luxemberg, sem hann á að erfa að kouungi látnum. ÍTALÍA. Fjárhagr þess ríkis er nú mjög bágr; verkaföll sumstaðar og óspektir. Þó hyggr Ítalíustjórn gott til er Jó- haunes konungr (,,negus“) í Abessíuíu er fallinn nýlega í orr- ustn við lið Mahdíans. DANMORK. Þar komu eins og vant er(!) bráðabirgðafjárlög 1. april. Vinstri menn aftr heldr að eflast. Spánnýtt eimskip „Þingvalla-linunnar" (,,Danmark“) fórst í Atlandshafi, og fanst þar flak af því mannlaust. Haldið að meunirnir (800) hafi bjargast til Azor-eyja(?) VIÐBÆTIR. Boulanger er vísað úr Belgiu og kominn til Eng- lands. — Tilgátan um björgunina af „Danmark“ reynist rétt. Reykjavík, 8. maí. Prestvígðr f>. mai af Pétri biskupi Olafr Petersen kand. theol. til Svalbarðs í Þistilfirði. Búuaðarskólinn á Hóluin. Norðlendiugafjórðungr allr hefir nú komið sér samau um, að halda skóla þennan. „Gullbrúðkaups-legat Bjarna amtraanns Þorsteinssonar og konu lians frú Þórunnar Hannesdóttur11 heitir sjóðr, rayndaðr af gjöfum einstakra manna til minja um gullbrúðkaup þessara hjóna 1871. Sjóðrinn er nú orðinn nokknð yfir 3000 kr., og samkv. reglugjörð, er kgr. hefir staðfest 25. febr. í ár, skal vöxt- um sjóðsins varið til brúagerða og vegabóta, og skal hvort amt njóta vaxtanua 3 ár í röð. Verslunarmfllafundr var haldinn á Biönduós 2. apr., og hafði sýslum. Húnvetninga (L. Blöudal) boðað hann. „Brýndi sýslum. fyrir fundarmönnum að hætta gersamlega öllum vöru- pöntunum og eins viðskiftum við lansakaupmenn, enn bindast samtökum að skifta eingöngu við gamla og góða fastakaupmenn. Þetta var að sögn samþ. á fundinum, og menn búnir út til að gangast fyrir þessu í sveitunum. Hétu bændr því jafnframt að vanda vörur sínar og reyna að vera skuldlausir við kaupmenn á nýárum, enn kaupmenn bundust engum loforðum nema því, að versla einhvernveginn við þetta nýja félag“. Húsbruni. 15. apr. brann íbúðarhús úr timbri i Nesi í Höfða- hverfi, að Einars umboðsm. Ásmundssonar. Eldrinn kviknaði uppi á lofti, þar sem viunufólk eitt hafði umgöngu. Hvast var á sunnan, og brann húsið til kaldra kola á tæpum 2 kl.t., og varð nálega engu bjargað. Jafnframt hrunnu bæjarhús og hey- stabbar 2 við fjárhús, er vóru 120 faðma frá. Þar brann mik- ið af ýmsum nmnum, svo sem flestar bækr Einars, húsgögn, fatnaðr, skæðaskinu, mikið af matvælum o. s. frv. Með liörku- brögðum náði Eiuar sjálfr nokkrum áríðandi skjölum og skemd- ist hann á höndum og andliti af eldinum. Þar var ekkert vá- trygt. Tjónið skiftir víst mörgum þúsundum, og er það enn tilfinnanlegra fyrir Eiuar umboðsmann, þar sem hann hefir áðr (fyrir 6 árum) orðið fyrir samskonar stórslysi, er nýtt íbúðar- hús hans brann, er ekki var heldr vátrygt. Þetta hús var nýbygt i staðinn, og var stórt og vandað að öllu. Gufuskipskaup. Fundr var haldinn hér í bænum 6. þ. m. eftir áskorun Jens prests Pálssonar á Utskálum til að ræða um að stofna hlutafélag til að kaupa gufuskip er hafa skyldi til vöru- og mannflutninga fyrir Suðr- og Vestrlandi og enda miil- um íslands og Skotlands. — Meira um það mál bráðum. Jón Ólafssou alþm. fekk með siðasta sæpósti um 1100 kr. af fé því er íslend. í Ameríku hafa skotið saman handa honum til málskostnaðar o. s. frv. í máli hans við Gröndal. Samskot- in halda áfram. Tíðarfarið er æskilega gott og besta gróðrarveðr.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.