Fjallkonan - 08.05.1889, Qupperneq 3
8. maí 1889.
FJALLKONAN.
51
„Lýðr“ síra Matthíasar.
*Bitt af óhöppum pessara ára má það teljast að síra Matth.
Jochumsson varð prestr á Akreyri. Á Akreyri er önnur helsta
gróðrastía Dana-fylgisins hér á landi, með öllu þvi, er par með
fylgir, og par lenti síra Matthías. Hann heflr eins og allir vita,
sem pekkja hann, aldrei haft af miklum manni að má, að pví
er snertir rannsakandi skynsemd og djúpsæja íhugun. í flest-
um efnum (pólitík og praktiskum efnum að minsta kosti) heflr
hann flotið ofan á hringiðu ímyndunarinnar og fieytt sér áfram
með fallegum og smellnum orðum, enn hann kann ekki að kafa
til grunns. Á Ákreyri hagar svo til, að flest verðr til að
skemma slíkan mann, enn f'átt til að bæfa; enda er nú komið
svo, að „verkin sýna merkin“.
Nú byrjaði síra Matth. í haust á pví, að gefa út blað. Dað
fyrirtæki spillir mjög áliti hans hjá almenningi; pví að blaðið
er, eins og við var liægt að búast, alveg makalaust.
Aðal-stefna pessa blaðs (,,Lýðs“) á að vera sú, að „efla vitr-
legt og óhlutdrægt almenningsálit11, segir „Lýðr“ sjálfr í inn-
gangsræðunni. Og pað er ekki á honum að skilja, að hann komi
öðrum blöðum vorum til fulltingis í pessu, lieldr einmitt, að pað
sé þetta, sem öll hin blöðin vanti. Það er „einstrengingslegt
þjóðardramb“, sem þau kveykja upp, enn hann er kominn til
að slökkva niðr. Dað er auðskilið, að honum mislíkar stðrum
við blöðin, þegar þau niðra útlendu stjórninni og kenna henni
um ástand vort og þegar pau halda á móti Ameríkuferðum.
Þar kemr víst fram hin háskalega ósanngirni. Þá getst hon-
um víst ekki að þessum takmarkalausu réttarkröfum, pessum
hvötum og uppörvunum um að verða sjálfstæð og sjálfráð þjóð,
þessum fortölum um auðsuppsprettur landsins og framtíð pjóð-
arinnar, ef hún trúir á mátt sinn og notar hann, sem blöðin
eru samanvalin með að „fortelja" mönnum. Þarna kviknar
vist drambið og einstrengingsskaprinn. í 2. tölnbl. segir „Lýðr“
t. d.: „Vér eigum ekki að spana þjóðina upp til ofsa og of-
metuaðar, til kulda og hlutdrægni, vér eigum ekki, að kenna
henni að trúa eingöngu á mátt sinn og megin og ótakmarkað-
ar réttarkrötur“. Bnn svo bætir hann því við, sem manni iiggr
við að skilja sem mótsögn: „Máttr og réttr pjóðanna liggr í
brjósti þeirra, viti, trú og viljakiafti, miklu fremr enn í hönd-
um þeirra, er stýra lögum, eða jafnvel peirra, er setja lög“.
Hefði nú „Lýðr“ sagt: Máttr og réttr þjóðanna á að liggjai
brjósti þeirra o. s. frv., sem er nú að vísu næstum sama og
hitt, þá væri þó með þvi sagt svo mikið, að engin réttarkrafa
fyrir hönd þjóðar vorrar. sem birtst hefir i riti eða ræðu opin-
berlega, fer nógu langt. því síðr of langt, samkvæmt þeirri
setningu.
Það er eigi gott að fullyrða, hvaða stefnu „Lýðr“ fylgir eða
hefir í pólitík. Sina politik kallar hann „sættandi politík“, og
kemr það líka fram, að þar sem um tvö gagnstæð „princip“ er að
ræða i pólitikinni, fylgir hann eigiulega hvorugu. Enn hvort
hlutaðeigendr „sættast11 nokkurntima á, að detta þar ofan i
milli, viljum vér eigi spá; vér vonum að það verði ekki. Vér
viljum nú benda á nokkrar þessar „sáttaumleitanir“ „Lýðs“. í
1. bl., þar sem hann segir frá Þingvallafundinum, kemr haun
með þetta: „Nei, áhuginn á endrskoðun stjórnarskrár Islauds
er almennr orðinn og fyrir suinum lífsspursmál“. — — „Sem
fyllst sjálfsforræði, sem allra fyllst innlent vald“ hlýtr nú vissu-
lega, að vera vort orðtak og heróp — og bæði hin forna reynsla,
trúin og vitið, vonin og viljinn leggst hér á eitt hjá öllum
þorra þjóðarinnar“. Þessi orð eru sönn og fagrleg; enn inn á
milli þeirra er ofið þessari setning: — „mun nú málið ljóst
orðið, bæði hvað menn vilja, hvað ráðlegt sé að heimta, hvað
mögulegt sé að fá eða framkvæma, og loks, hvort bet.r muni
fara ef fengist".
Þriðja blaðið af „Lýð“ segir: „Nú viljum vér, að máli þessu
sé framfylgt i aðalefni þess, sem, eins og Páll Briem segir, eru
þessar greinir: 1. Að tryggja rétt íslands í hinum sérstöku
niálum, einkum með því, að konungrinn vinni eið að stjórnar-
skránni. 2. að ákveða betr ábyrgð stjórnarinnar og tryggja
hana með því, að skipa landsstjórn hér á landi, og 3. að fá inn-
lenda stjórn. Áðr í sama blaðinu segir hann ennfr.: „Þess
skal getið, að alt þar til í sumar var ritstj. þessa blaðs þeirr-
ar skoðunar, að fresta skyldi málsókn þessari". Á þessum orð-
um sést, að ritstjórinn hefir einn sprettinn verið á þvi að fresta
ekki málssókninni lengr. í 5. blaðinu segir „Lýðr“: „Góð
stjórnarskipun ásamt góðri og fastri stjórn er hið besta ytra
meðal til að skapa frelsi". Enn í 6. blaðinu er svo að skilja,
sem hann sé efins orðinn í, að hið „besta ytra meðal til að
skapa frelsi“ eða „sem allra fyllst innlent vald“, verði oss nokk-
urntíma til láns eða framfara. Hann segir nfl.: — — „Þó oss
vanti hið svonefnda þingræði, sem guð veit, þó vér fengjum,
hvort yrði oss nokkurntíma til láns eða framfara“. — Það er
annars svo að sjá, sem „Lýðr“ skoði það sem býsna ólíkar kröfur,
og jafnvel fjandstæðar í framkvæmd hjá oss, kröfurnar um hið
ytra og hið innra l'relsi, eða þjóðfrelsi og þegnfrelsi. Sjálfr er
hann eindreginn með innra frelsinu og þegnfrelsinu, það má
hann eiga Enn svo er hann við flest tækifæri, þar sem hann
kemr þvi við, að gefa þjóðfrelsinu olnbogaskot, á milli þess sem
hann gefr því undir fótinn. Það sést hvergi hjá honum, að
hið algilda frelsisprinsip nær jafnt yfir þjóð og þegn, og því
síðr, hve þegnfrelsið er mikið komið undir þjóðfrelsinu. Hann
gætir þess eigi, að þjóðfélag, sem bundið er gömlum iögum og
venjum, gamaldags embættisskipun og stjórn, er eins og nokk-
urskonar eimvél. Sá sem stýrir henni, þarf ekki að hreyfa
nema lítinn hnapp til þess, að koma vélinni á hreyfingn, og með
lítilfjörlegum handtökum getr hann stjórnað hreyfingum heunar
eftir geðþótta, og þó hefir vélin roeira afl, enn heil herfylking
af jafnokum þess, er stýrir henni. — Ef þessi samlíking á við
þjóð og stjórn — og það vonum vér, að menn játi, -— þá er
auðsætt, að það er ekki minst komið uudir stjórnháttunum um
hag og frelsi hvers einstaklings. — Eða, mundi eigi málum
vorum, sein snerta einstaklingsfrelsið, betr komið, ef vér þyrft-
um eigi að sækja úrslit þeirra út fyrir landið? Hver áhrif
mundi það hafa á aðskilnað ríkis og kirkju, eða á réttindi
kvenna, ef vér værum látnir einráðir um þau mál?
Þótt lítið sé, þá er það einkennil. við „Lýð“, þetta litla, sem
hann minnist á fjárhagsmál vort. Fyrsta blaðið segir: Ætli
það væri nú óheyrilegt, að landssjóðr eða ráðsmenn hans tæki
heldr lán að dæmi annara þjóða landinu til framfara, enn hætti
að safna í sjóð“. Annað blaðið snarar aftr fram þessum spurn-
ingum: „Hvað liðr landssjóðnum? Yerðr ekki að fá nýjaskatta
til að verja hann skuldum? Hvað líðr viðlagasjóðnum ? Er
hann ekki bundinn eða honnm eytt, erminst varir?" — Hér er
komin „Lýðs“ fjárhagspólitík. (Niðrlag næst).
Uplausnir fyrirspurna.
Þeir sem senda Fjallk. fyrirspurnir, verða að láta útg. vita
nafn sitt, þðtt þess sé eigi getið í blaðinu; annars verðr þeim
enginn gaumr gefinn. Ef fyrirspurnin er komin af sérstöku
tilefni, œtti að skýra nákvœmlega frá öllum málavöxlum, og
skal þeirra atvika ekki getið í blaðinu. Fyrirspurnirnar
eiga að vera greinilegar og sem fáorðastar, og ekki hver
bein afleiðiny af annari. Þœr skulu ritaðar á sérstóku blaði
og að eins öðrum megin á pappírinn.
1. Hefir bæjarstjórnin í kaupstað umráð yfir höfn og hafnar-
festum þar, hverra eign sem þær eru? Svar: Ekki hafnar-
festum.
2. Hefir yfirsetukona leyfi til að fara burt úr umdæmi
sínu án þess að fá leyfi hlutaðeigandi hreppstjóra eða læknis
þegar hún getr átt von á að sín verði þá og þegar vitjað til að
gegna embætti sínu? Svar: Samkv. lögum 1,/12-’75 máyfirsetu-
kona eigi fara í annað umdæmi, nema brýn nauðsyn beri til og
hún vanræki ekki þar með sitt eigið umdæmi.
3. Má sýslumaðr, þegar honum sýnist, láta annan lögfræðing
gera embættisverk fyrir sig, án heimildar frá landshöfðingja, er
birt sé í stjórnartíðindunum? Svar: Löggilding aðstoðarmanns
mun amtmaðr láta i té, og þarf eigi að birta slint í stjórnar-
tiðindunum.
4. Er embættisskjal gilt, ef lögfræðingr skrifar undir það,
fyrir hönd sýslumannsins, annaðhvort nafn hans sjálfs eða sitt
eigið nafn í þess stað, athugasemdarlaust. Svar: Þetta fer
eftir því hvernig löggilding aðstoðarmanns hljóðar.
5. Hvert af islensku blöðunum er útbreiddast? Svar: Fjall-
konan: Upplag um 2200, verðr senn stækkað i 2500.
Leiðrétt. Fregnin um slysför í Suðrm.sýslu, sem stóð í Fjallk.
8. apr., reynist nú missögnum blandin. Þar var farið eftir bréfi
frá hr. Haraldi 0. Briem á Búlandsnesi, sem er skamt þaðan er
slysið varð, og hefði því átt að vita áreiðanlega um það. — Nú
er sagt, að slysið hafi orðið af því, að skotið hafi hlaupið úr
byssunni.