Fjallkonan


Fjallkonan - 05.08.1889, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 05.08.1889, Blaðsíða 4
92 FJALLKONAN 71, 23. beinlínis kostnaði, og það svo miklum, að það sem sparaðist, mundi hrökkva langt til húsaleigustyrks fyrir fátæka skðlasveina út í bæ, ef mönnum svo litist að bæta þetta upp. Fyrir þá sem mentast eiga er Rvík langhentugasti staðrinn hér á landi. Hér eru flestir mentamenn saman komnir, meira eftirlit, mest söfn og áhöld og að samtöldu mest um að vera, þó vér fúslega skul- um játa, að höfuðborgarbragrinn sé alt annað enn mikilfengr, nema í samanburði við annað enn smærra. Yér hyggjum því, að engum skynberandi manni geti blandast hugr um, að gagnfræða- skóli hér muni þrífast best og verða að verulegustum notum- Það ætti heldr ekki að vera eini tilgangrinn að flytja skólann eins og hann er, heldr jafnframt, að rýmka starfsvið hans og fullkomna hann þegar hingað væri komið. Möðruvallaskóli hefir heldraldrei verið gagnfræða- eða realskóli í þeim skilningi sem slíkir skólar eru erlendis. Kenslu- og námsgreinasviðið var þegar í upphafi haslað of smátt, og markið sett of lágt, og er það síst kennaranna sök, þó þeir hafi ekki kent eða getað kent meira enn skólareglugerðin heimilaði. Til þess að gagnfræðaskólinn beri nafn með rentu, verðr að kenna í honum fleira og meira enn nú er kent, og veitir fortakslaust ekki af 4 árum með lengdu skólaári til þess að fá fullvel mentaða real-stúdenta, svo skól- inn geti nokkurn veginn samsvarað gagnfræðaskólum erlendis. Þetta eru skilyrðin fyrir því, að gagnfræðaskólinu geti verið i notasælu sambandi við lærða skólann, sem einnig er þýðingar- mikið atriði í þessu máli, enn alt of yfirgripsmikið til þess að hér verði farið um það fleiri orðum. Það þyrfti því að taka upp skipulag útlendra gagnfræðaskóla, með þeim einum breyt- ingum, sem sérstaklegar ástæður vorar heimila, enn þótt þetta sé ekki mjög margbrotið í sjálfu sér, þá ríðr samt á, að það sé vandlega íliugað og ekki krapað að neinu, og þyrfti ekki að gera fljótráðnara um málið enn svo, að breyting kæmist á að tveimr árum liðnum. Að slík breyting hafi kostDað i för með sér er auðvitað, enn hann getr aldrei orðið svo mikill um fram það sem er, að hann komi til greina gagnvart hagnaðinum og ávöxtunum af því að hafa sem bestan og fullkomnastan gagn- fræðaskóla, sem sendir frá sér nýta menn með nægilegum ment- unarundirbúningi til lífsstöðu þeirrar, er þeim kann að bjóðast síðar, þótt því miðr ekki verði móti borið, að enn sem komið er standa helst til fáir vegir opnir þeim, er gagnfræðaleiðina ganga. Flestir eru vafalaust á því, að gera einhverja breytingu á Möðruvallaskólanum. og væri óskandi að þingmenn gætu nú lagst á eitt að fylgja málinu í sömu stefnu og hér hefir verið farið fram á. Með því væri stigið allmikið skref til að hrinda menta- málum landsins í betra horf enn þau nú eru í. 100 Kroner tilsikkres enhver Lungelidende, som efter Benyttelsen af det verdensberömte Maltose-PræparatikkefindersikkerHjælp. Hoste, Hæshed, Asthma, Lunge- og Luftrör-Katarrh, Spytning o. s. v. ophörer allerede efter nogle Dages Forlöb. Hundrede og atter Hundrede have benyttet Præparatet med gunstig Resultat. Mal- tose er ikke et Middel, hvis Bestanddele holdes hemmeligt; det erholdes formedelst Indvirkning af Malt paa Mais. Attester fra de höieste Autoriteter staa til Tjeneste. Pris 3 Flasker med Kasse Kr. ð. 6 Flasker Kr. 9. 12 Flasker Kr. 15. Albert Zenkner, Opfinderen af Maltose Præparatet, Berlin (26), Oranienstr. 181. For Lungelidende! Den af mig siden 10 Aar fabrikerede American Con- sumption Cure er verdensberömt. Hoste og Udspytning ophöre ved sammes Brug ailerede efter nogle faa Dages Forlöb. Midlet har allerede ydet Tusinde en sikkerHjælp. Katarrh, Hæshed, Slimopfyldning og Kradsen i Halsen af- hjælpes strax. Pris pr. 3 Flasker M. 3, — mod Postfor- skud eller Beiöbets Indsendeise. Ubemidlede erholde Bx- tracten gratis mod Indsendelse af et af Sognepræsten udstedt Yidnesbyrd. E. Zenkner, Ameriean Druggist, BERLIN S. O., Wiener Str. 21. Thorvardsson & Jensen: Bókbandsverkstofa. Bankastræti 12. (hús Jóns alþm. Oiafssonar). Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórun- um og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. skonar ný reiðtygl og aðgerð á gömlum geta menn fengið hjá undirskrifuðum á næsta vetri fyr- ir lægra verð enn vant er. Þeir, er panta vilja ný reiðtygi, eru beðnir að gera það fyrir miðjan sept. næstkomandi. Einnig fást bækr bundnar, eftir því sem hver vill, í vandað eða óvandað band, og all- ar ísl. bœkr til sölu, þar á meðal nýja sálmabókin í gyltu alskinni fyrir 3 kr. og ódýrari í verra bandi. Gelti í Grímsnesi, 21. júlí 1889. Agnst Helgason. Kína-lífs-elixír Bitter þessi er á fám árum orðinn frægr um víða veröld sökum Ijúffengis og ágætra heilbrigðisáhrifa. Kína-lífs-elixír er ekkert læknislyf; hann er þvi ekki boðinn í þeirri veru, heldr einungis sem heilsu- samlegr matarbitter. Til sönnunar því, hversu ó- skaðvænt þetta lyf mitt er, og hversu góð áhrif það hefir haft, læt ég prenta eftirfylgjandi vottorð, sem mér auk fjölda annara hafa verið send tilmæla- laust af þeim sem notað hafa bitterinn. Af vott- orðum þessum má sjá, hver skoðun þeirra, sem vit hafa á, er á Kína-lífs-elixirnum. Friðrikshöfn i Danmörku, 1. mai 1889. Waldemar Petersen. Læknisvottorð. I hér um bil sex mánuði hefi ég við og við, þeg- ar mér hefir þótt það við eiga, notað Kína-lífs-e- lixír hr. Waldemars Petersens handa sjúklingum min- um. Eg er kominn að þeirri niðrstöðu, að hann sé afbragðs matarlyf og hefi ég á ýmsan hátt orðið var við hin heilsusamlegu áhrif hans t. a. m. gegn meltingarleysi, sem einatt hefir verið samfara úgleði, uppsölu, þyngslum og óhægð fyrir brjóstinu, magnleysi í taugakerfinu, sem og gegn reglulegum bringspalaverk. Lyfið er gott, og get ég gefið því meðmæli mín. Kristianíu, 3. september 1887. Dr. T. Bodian. Hjartsláttr og svefnleysi. Milli 20 og 30 ár hafði ég þjáðst af hjartslætti, svefnleysi, meltingarleysi og fleiri kvillum, sem því eru samfara; fór ég svo að brúka Kína-lífs-elixír þann, er herra Valdemar Petersen í Friðrikshöfn býr til. Hefi ég nú brúkað bitter þennan frá því í síðastl. febrúarmánuði og þangað til nú, og hefir heilbrigðisástand mitt batnað til muna við það. Eg er sannfærð um, að hver sá er brúkar Kína-lífs-e- lixírinn við áðrnefndum kvillum, mun fá talsverð- an ef ekki fullkominn bata. Eins og eðlilegt er, fer Kína-lifs-elixírinn ekki að gera fult gagn, fyr enn maðr hefir brúkað nokkr- ar flöskur af honum. Ég get þess, að ég hefi tekið eina teskeið af honum í portvíni á morgni hverj- um. Heilbrigðisástand mitt er nú fullþolanlegt, og flyt ég yðr þakkir fyrir það, herra Petersen! Friðrikshöfn, 4. nóvember 1886. Elise, fædd Búlow, gift Hesse málfærslumanni. Flaskan af ofannefndum bitter kostar kr. 1,50 og fæst hjá kaupm. E Felixson, Rvík og J. V. Hafsteen, Oddeyri. Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.