Fjallkonan - 28.11.1889, Qupperneq 1
Kerar út
7.—10. hvern dag.
Verð 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi í júlí.
FJALLKONAN.
Útgefandi:
Vald. Ásmundarson.
Skiifstofaog afgreiösla’
Veltusund, nr. 3.
VI, 35. REYK.TAVÍK, 28. NÓVEMBER 1889.
Póstskipið „Laura“ kom til Rvíkr 23. nóv. Fáir
farþegar með því.
Landritaraembættið var veitt 3. þ. m. settum I
landritara cand. jur. Hannesi Hafstein.
Ný Íög. Þessi lög frá síðasta þingi hafa verið j
staðfest af konungi 28. f. m.:
6. Fjárlög fyrir árin 1890 og 1891.
7. Fjáraukalög fyrir árin 1886 og 1887.
8. Fjáraukalög fyrir árin 1888 og 1889.
9. Lög um samþykkt á landsreikningnum 1886 j
og 1887.
Hæstaréttardómr fallinn í máli réttvísinnar gegn
alþm. Jóni Ólafssyni fyrir umyrði hans um undir-
dómara fyrir rétti. Staðfestr landsyfirrjettardómr-
inn: 100 kr. sekt, enn lækkuð vara-ákvæðin í 20
daga fangelsi (í stað 30); ákærði dæmdr í máls
kostnað.
Verslunarfréttir frá Khötn 7. nóv. íslensk vor-
ull er nú í hærra verði; það hafa verið gefnir 75
—78 a. fyrir pundið af henni með umbúðum; fyrir
mislita ull 62 a., svarta 65 a. Haastull óþvegin 65
a. pd. með umbúðum. — Lýsi, ljóst hákarlalýsi
pottbrætt 33—33x/4 kr., gufubrætt 33x/2—341/, kr.,
ljóst þorskalýsi 30—32 kr., dökkt 24—26 kr. hver
210 pd. — Saltfiskr stór, hnakkakýldr 60 — 63 ;
kr.; óhnakkakýldr, besta tegund 45—50 kr., lak- j
ari 33—34 kr.; smáfiskr 43 kr.; ýsa 31J/2 kr.; langa
40—44. — Harðfiskr 125 kr. — Æðardúnn 11—
12^/s kr. — Sundmagar 30 a. pd. með umbúðum. j
— Kindakjöt gamalt 22—35 kr. tunnan (224 pd.);
nýtt 47—48 kr. tunnan. — Gærur 10 kr. vöndull-
inn (2 gærur). — Tolg 28—30 a. pd. — Lambsskinn
80—90 kr. hvert hundrað. — Fiðr, hvítt 12—12^/g
kr.; mislitt 9 kr. lpd. (o: 16 pd.).
Kaupfélögin. er skifta við Zöllner í Newcastle
fyrir milligöngu Jóns Vídalíns, hafa fengið þetta
verð fyrir geldfé sitt að frádregnum kostnaði:
Sauðir Ær.
kr. au. kr. au.
Kaupfél. Þingeyinga.......... 19 00 15 37
— Fljótsdælshéraðs . . . 18 84 15 31
— Eyfirðinga............ 18 00 „ „
— Skagfirðinga.......... 17 75 „ „
— Dalamanna............. 17 75 „ „
— Árnesinga............. 17 75 „ „
Kaupfélögin nyrðra og eystra fengu 721/,—76 au.
fyrir ullarpd., kaupfélag Árnesinga 671/,;. Fyrir
saltfisk fékk kaupfél. ísfirðinga 47^/g kr. fyrir skpd.
fyrir smáfisksfarm, afbragðsvel verkaðan, og 49^/g kr.
fyrir stóran fisk (Spánarfisk) er sendr var í öðrum
farmi. Fiskfarmr frá pöntunarfélagi Garðmanna
seldist á rúmar 43 kr.
Tíðarfar. Með póstum er að frétta bestu tíð hver-
vetna, sveitir snjólitlar alstaðar og lítill snjór í fjöll-
um. Síðustu daga hefir hér syðra verið norðanhret
með lítilli snjókomu enn nokkru frosti (mest 8° R.).
Aflabrögð hafa verið lítil um tíma við Faxaflóa
og eins austanfjalls, enda sífelt ógæftir. — Á Eyja-
firði hefir verir lítill afli í alt haust. — Við ísafjarð-
ardjúj* hefir verið góðr afli í haust, og er síðast frétt-
ist hafði þar verið að kalla hlaðafli af þorski og
nokkur síldarafli um mánaðartíma.
Sjálfsmorð. 1. nóv. réð sér bana með skoti Krist-
ján Pálsson, beykir á ísafirði, efnilegr maðr, 26
ára.
Bissuskot varð að bana 13. þ. m. Jóni Sigurðs-
syni í Efstabæ i Skoradal. syni Sigurðar bónda Vig-
fússonar er þar býr. Hann var á rjúpnaveiðum með
bróður sínum ; hafði hrasað lítið eitt og féll á biss-
una, enn við það hljóp skotið úr henni og í gegnum
hann, og dó hann eftir einn klukkutíma. Hann var
ungr maðr og efnilegr.
Tveir íslenskir stúdentar frá háskólanum í Kaup-
mannahöfn munu nú komnir til Ameríku: Steingrímr
Steingrímsson (Álftnesingr) (fer til Argentínu í Suðr-
Ameríku) og Lárus Árnason úr Vestmannaeyjum (fór
tíi Norðr-Ameríku).
„Þjóðviljinn11 frá ísafirði gengr nú berserksgang
í stjórnarskrármálinu og hamast gegn meiri hluta
mönnum á þinginu í sumar, enn beinir einkum skeyt-
um sínum að Páli Briem og Jóni Ólafssyni.
„Huld“, eða tímarit um ýms forn aiþýðu fræði ís-
lensk, þjóðsögur og þjóðtrú alla, sem nokkrir menn
í Rvík og Khöfn hafa í ráði að gefa út, kemr að
líkindum út að vori. Pví fyrirtæki hefir verið
fagnað mjög af fræðimönnum erlendis, og boðsbréfið
hefir verið birt í þýskum og sænskum tímaritum og
ef til vill víðar.
Suðrmúlasýslu, 20. okt. „í snjóáfellinu eftir miðjan sept. í
haust fenti fé til fjalla, )ió varla til skaða, því snjórinn tók svo
fljótt upp aftr. Fjárheimtur urðu þó ekki góðar, einkum á
lömbum, og er ]iað kent dýrbit, enn alt of lítil gangskör ger
að ])ví að eyða refum. — Fjártaka varð lítil í haust hjá kaup-
mönnum, af ]iví Englendingar keyptu svo margt fé á fæti. Verð
á slátrfé var á Eskifirði: kjöt 18 au. hæst, og því verði náði
flest fé, því það var í vænna lagi, mör 20 au., gærur (bestu)
3—3,50. Enn öllum þykir betra að fá peninga enn misjafnar
vörur fyrir fé sitt. Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs heldr áfram
enn. Sumir halda að það muni ekki verða langætt, enn aðrir
hafa góða von um framtíð þess. Það er varla við því að bú-
ast að pöntunarfélögin þrífist með þeirri aðf'erð, að éta alt upp
fyrir fram og borga eftir á. Þó bætir það nokkuð úr að flestallir
efnaðri bændr losa sig nú meir og meir úr skuldum hjá fasta-
kaupmönnum11.
Eyjafjarðarsýslu, 8. nóv. „Fréttir allar héðan mjög góðar.
Veðrátta hagstæð og blíð að þessu; heyföng manna hin bestu
o g mestu. Sauðfé reynist nú með besta móti. Eyfirðingar (þ. e
þau héruð í Eyjafirði, er seldu geldfé i haust, að fráteknum
Siglufirði og inn að Svarfaðardal, svo og Þingeyingar austr
skamt fyrir Jökulsá, munu nú í haust selt hafa Englendingum
á 15000 geldfjár, eðr um 7000 manna fyrir minst 224,000 kr.
Það er góðr skildingr".