Fjallkonan


Fjallkonan - 28.11.1889, Qupperneq 2

Fjallkonan - 28.11.1889, Qupperneq 2
138 FJALLKONAN. VI, 35. Útlendar fréttir, DANMÖKK. Danakonungr liefir nú verið í Aþenu ásamt drotningu sinni við brúðkaup krónprinsins og Sofíu systur Yilhjálms keisara. Þar var samankom- ið margt stórmenni; Þýskalands keisari, prinsinn af | Wales o. s. frv. — Ríkisþingið danska var sett 7. okt. ! Samkomulagið milli hægri og vinstri manna hefir aldrei verið verra enn nú. — Stjórnin hefir lagt fyrir þingið frumvarp um ný toll-lög; það eru verndartollar, sem eigaaðstyðja ýmsar iðnaðargreinir. Lögin eiga ekki að ná til Færeyja. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ! afnema toll á lyfjavörum og öðrum apótekaravörum,lit- arefnum, tjöru, steinkolum, tólg, saltaðri síld, saltfiski, te, lýsi, kaffi og kaffirót o. fl.; lækkar toll á ýmsum vefnaðarvörum, steinolíu, óekta smjöri o. 11., enn liækk- ar toll á vínanda, öli og öðrum vínföngum, tóbaki. ediki, ávöxtum, glingrvarningi, glervörum, súkkulaði og suinum vefnaði. Gerir ennfremr ráð fyrir nýjutn tolli á hestum, kalki og ýmsum korntegundum. — j Þessi tollbreyting getr haft nokkur áhrif á íslensku verslunina. NOREGR OG SVÍÞJÓÐ. Nú eru Norðmenn farn- ir að herða sig og heimta fullan skilnað við Svíþjóð. Um það hefir Björnstjerne Björnson ritað ýmsar | greinar og fylgja ýms blöð honum að máli, þar á meðal nýtt blað, er Alexander Kietland gefr út í Stafangri. Kvarta Norðmenn helzt yfir því, að þá vanti öflugan foringja í þessu máli, er þjóðin geti | treyst og safnast saman um. í Kristianíu gengu stúlkur frá vinnu, gerðu „verk- ! fall“,í eldspýtna-verksmiðju. Þær voru 550 að tölu og höfðu við bága kosti að búa, urðu að vinna frá j kl. 6 á morgnaua til kl. á kveldin, enn að eins ! a/2 tími ætlaðr til morgunverðar og 1 tími til mið- degisverðar; á fætr urðu þær flestar að fara kl. 4x/2 til að komast í verksmiðjuna. Vinnan mjög óholl vegna ólofts af breunisteini og fosfór. Kaupið að | eius 6 aurar fyrir að búa út 12 tylftir af öskjum. j Þær heimtuðu kaupið hækkað upp í 7 aura. enn j verksmiðjueigendr sátu við sinn keip, er siðast frétt- ist. Bj. Björnson og margir helstu menn studdu l málstað stúlknanna. ENGLAND. Gladstones-menn hafa/, nýlega unnið sigr í tveimr aukakosningum. Auk þess hafa kosu- ; ingar til sveita og borgastjórna gengið Gladstone í vil, einkum í stærri bæjunum, og er það góðs viti fyrir þingkosningar næst. — í London hafa verk- menn af nýju lagt niðr vinnu, um 5—6000, enn ekki er séð fyrir enda á því. ÞÝSKALAND. Kcisarinn og drotning hans fór frá Grikklandi til Miklagarðs að heimsækja soldáu og fengu þar virktaviðtökur, enn ekki er haldið að | sá fundr hafi mikla politíska þýðingu. Síðan var keisari íarinn tilFeneyja og skemti sér þar á veiðum. Á heimleiðinni var haldið að hann mundi hitta Austrríkiskeisara. — Á þingi Þjóðverja er verið að ræða ný lög gegn sósíalistum, þó nokkuð vægari enn áðr, en óvíst um framgang þeirra; sömuleiðis lög um ný fjárframlög til herauka, er mælast illa fyrír meðal framfaramanna á þinginu. RÚSSLAND. Rússakeisari heimsótti Vilhjálm keis- ara í Berlín í miðjum október og átti tal við Bis- marck rúma klukkustund. Ekki vita menn hvað þeim hefir á milli farið, enn eftir þenna fund þyk- ir liklegra að friðrinn treinist eitt órið enn. PORTÚGAL. Konungriun þar, Luis I., audaðist 19. okt. 51 árs að aldri (f. 1838), en við ríki tók eldri sonur hans Karl I. (f. 1863). — Hið merkasta leikritaskáld Frakka, Emil Augi- er, dó 25 okt. 69 ára gamall. — Wilkie Collins, enskr skáldsagnahöfundr, dó 23. sept., 65 ára. --ow-soe<o- Frá Færeyjum. Þórshöfn, 15. nóvember. „Þegar „Laura“ kom hingað 23. okt. varþaðílOO. siuni er kapt. Christiansen kom hér á „Laura“, eða 50. ferðin er hanu hefir faiið milli landa á henni. Eftir bendingu frá amtmanni Færeyjnga var hér flaggað mjög víða til virðingar við Christiansen og sjálfr hafði hann uppi 4 flögg. — Allar þessar ferð- ir hans hafa komist aí svo, að ekkert slys hefir vilj- að til, enn á enga höfn mun „Laura“ hafa komið jafn-reglulega sem Færeyjar. Veðrátta liefir verið hér einstaklega hlý í haust, enn oftast meiri og minni úrkoma. — Fiskafli hefir verið hér nokkur. Þegar ekki gefr á sjó, er hér unnið að jarðyrkju. „Traðirnar“ (Tröerue) sem Færeyingar kalla, þ. e. bæði tún og aðrir ræktaðir blettir) eru girtar, pældar upp og borið á þær. Ef ekki er vinnandi úti fyrir ó- veðri, þá er verið iuni og kembt og spunnið band í peisur og það gera karlmenn sem kvenmenu. Fær- eyingar viuna alla ull sína og eiga þó fleiri sauð- kindr á mann enn íslendingar, er seuda nú burt 14 —15 pd. ullar árlega fyrir nef livert. Frá Færeyj- um eru árlega fluttar 30,000 tveggja punda peisur, stundum jafnvel yfir 40,000. Það eru sem næst 3 peisur fyrir hveru mann. Auk þess vinna þeir vað- mál í fatnað siun. Ég held að stór munr sé á iðju- semi Færeyinga og íslendinga“. Frá íslendiugum í Ameríku. Alberta-nýlendu, N. W. T., Canada, 14. okt. „Sumarið liefir verið hér mjög heitt og votviðrasamt, enn þó þrávalt meira eða minna frost á nóttum, og hefir það orðið mesti hnekkir fyrir alla jarðrækt í þessu plássi. íslend- ingar, sem hafa flutt hingað, hafa engar kartöílur, og því síðr annan jarðargróða. Ofan á þetta bætist algert atvinnuleysi kringum nýlenduna, svo ástand manna verðr hér hið erfiðasta sem ég þekki til meðal íslendinga, ef ekki batnar um atvinnu. Margir vilja helst komast héðan vestr að Kyrrahafi; þar er víða nægr afli og engin frost nema um hávetrinn“. ÍSLENSKAR SÖGUR. Ævisaga Skúia Magnússonar landfógeta. I. (Framh.J. Þótt Sktila líkaði vel að vera hjá Benedikt lög- manni, undi hann því ekki, þvi að hann hafði hnýst i bókasafn lögmanns, einkum náttúrufræði, og hugðist mundu geta orðið fullnumi i þeim við háskólann i Khöfn. Hann íær sig þvi laus- au frá lögmanni og yíirgefr stjúpa sinn og móður sina, og fer

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.