Fjallkonan


Fjallkonan - 10.12.1889, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 10.12.1889, Blaðsíða 1
Kerar út 7.—10. hvern dag. Verð 2 (erlendis 3) lcr. Gjalddagi i júlí. FJALLKOm. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Skiifstofaog afgreiðsla: Veltusund, nr. 3. VI, 36. REYK.TAVÍK 10. DESEMBER 1889. Stjórnarskrármálið og þegnfrelsið. i. Það vantar ekki að nóg er ritað ogrættumum- bætr á stjórnarskipuninni bér á landi. Altaf er verið að smíða ný og ný stjórnarskrárfrumvörp, sem líta makalaust vel út á pappírnum, og gömlu þing- mennirnir sumir eru svo harðánægðir xneð stjórn- arskrárfrumvörp sín, svo sannfærðir um íúllkomleika þeirra, að þeim finst það hin mesta óhæfa, að breyta svo miklu sem einum einasta staf í þessu þeirra frelsis-evangelió, þvi ekki sé unt að fá betri stjórn- arskipun, fullkomnari stjórnlegan grundvöll fyrir framtið landsins um allar ókomnar aldir. En sé nú svo, að þessir menn hafi mestalla sina stjórn- visku frá Dönum og grundvallarlög Dana sé eina fyrirmyndin, sem þeir þekkja til hlítar, er naum- ast við þvi að búast að stjórnlagasmíðin fari þeim vel úr hendi, eða samsvari kröfum tímans. Danir eru engin öndvegisþjóð, hvorki í stjórnarskipun né stjórnarathöfnum, og hafa aldrei verið. Grömlu þing- mennirnir okkar þurfa því að líta betr í kringum sig enn þeir hafa gert; þeir þurfa að kynna sér nákvæmlega stjórnarlög annara þjóða og má margt af þeim læra, þótt mörgu verði auðvitað að haga eftir landsháttum hér á landi. Mörgum hinum yngri þingmönnum og sumum af hinum eldri er þetta full-ljóst, og er vonandi að þinginu aukist þannig stjórnlegt víðsýni og þekking1. Hið síðasta stjórnarskrárfrumvaip er meira sniðið eftir enskum stjórnlögum enn hin eldri frumvörp, og kemr flestum saman um að þa.ð muni vera til bóta. Stjórnarskrárírumvarpið er nú orðið laglegt á pappirnum, og allir munu viðrkenna, að fengjum vér slík stjórnarlög. værum vér miklu nær sjálfs- stjórnartakmarkinu. Enn þó mundi þá enn mikið á bresta, að fullum sjálfstjórnarkröfum vorum væri fullnægt, þvi meðan vér erum í stjórnlegu sam- bandi við Dani, getr ekki hjá því farið, að stjórn- in í Kaupmannahöfn hafi ýms óþægileg áhrif á stjórn Islands. Yér getum tekið til dæmis samband Noregs við Svíþjóð. Norðmenn standa miklu betr að vigi gagn- vart Svíum enn Islendingar gagnvart Dönum. Norð- menn hafa fullkomnari sjálfstjórn enn íslendingar, og þeir eru svo miklu öflugri þjóðflokkr í saman- burði við Svía (standa þeim í mörgu jafnfætis og í sumu framar) heldr enn íslendingar í samanburði 1) Það eru auðvitað ekki stjórnhátta bækr einar, heldr yíir höfuð alt er lýtr að stjórn og löggjöf meðal mentaþjóðanna, er þingmenn Jiurfa að kynna sér til að geta fylgt timanum, enn það or meinið að hér er skortr á öllunn þess konar bókum, og þær eru helst til ónógar á dönsku. Bókavörðr alþingis sem nú er, Jón alþingismaðr Ólafsson, á þakkir skilið fyrir að hann heíir útvegað safni þingsins talsvert af slikum bókum, enda mun hann einna fróðastr þingmanna í þeim efnum. við Dani, að varla er saman jafnandi. Danirhljóta ætið að telja Islendinga smælingja hjá sér, fámenna og fátæka eyjarskeggja úti í hafi, sem hafa sina þiggjandi verslun að mestu við Danmörku. Dó sambandið milli Svía og Norðmanna sé þann- ig frjálslegt og jafningjar eigist þar við að mörgu leyti, kvarta Norðmenn sifelt undan skaðlegum á- hrifum frá stjórn Svía, af því að forusta stjórnar- innar er í Sviþjóð. Þeir kvarta yfir því, að hið sænska rikisráð beri þá ofrliði og t. d. utanríkis- j mál sé mest undir sænskum mönnum komin. Hafa j ekki íslendingar fulla ástæðu til að óttast svipuð áhrif frá dönsku stjórninni, altaf meðan landið er i stjórnlegu sambandi við Danmörku, þó stjórnin hér eigi að heita innlend? Þess vegna er fullkominn aðskilnaðr Islands og Danmerkr hið eina æskilega. Norðmenn vilja nit fá aðskilnað við Sviþjóð, Canada-menn skilnað við England. A sama hátt og með engu minni rétti getr Island krafist lögskilnaðar við Danmörku, og að því hlýtr að reka fyr eða síðar, einkum er stjórnin sinnir ekki kröfum alþ. um stjórnarskrárbreyting- una. Yæru Islendingar lausir, mundi hentast fyr- ir þá að sníða. stjórnarskipun sína eftir smáum lýð- rikjum, t. d. Svisslandi. (Meira). Nýja skipalagið. Af því að eg hefi orðið þess var, að ekki allfáir hér ætla að ég hafi skrifað grein þá sem stóð í ísafold fyrir stuttu með fyrirsögn „nýtt skipalag111, finn ég ástæðu til að lýsa yfir opinberlega, að ég á ekkert skylt við þessa ritsmið, svo enginn skuli eigna mér þann heiðr, sem ég ekki á skilið. Enn um leið ætla ég að láta álit mitt í ljós um þetta „nýja lag“ og jafnframt bátasmiði hér. Höf. nefndrar greinar í Isaf. telr það mestan ó- kost á bátasmíði okkar, að alt sé smíðað af handa- hófi, svo að þótt eitt skip heppnist vel, geti sami smiðr ekki náð því lagi aftr eða smiðað tvö skip alveg eins. Það er satt, að hér á sér stað mikil vankunnátta í skipasmíði, enn að geta ekki fengið sama lag á fleiri skipum, er meira hirðuleysi smiðs- ins að kenna, enn beinlínis vankunnáttu, því hafi maðr einu sinni smíðað skip með lagi sem gott þykir, þá er hverjum innanhandar, að höggva grind 1) Áðr hafði ísaf. flutt grein iin höf. þessa „nýja bátalags“; Signrð Eiríksson, er hún segir vera „þjóðhaga á tré og járný og að hann hafi eftir margra ára rannsóknir og skoðanir á „norskum, enskum og dönskum bátum“ loksins fundið visku- . steininn, þ. e. þetta „nýja bátalag11, hvetr menn til að styrkja hann til að smíða róðrarbáta, og vill að „hið opinbera11 styðji líka að því, því þetta muni verða til stórkostlegra framfara. Nú hefir bátrinn verið reyndr, og reynst að sögn óhæfr til róðra. Grein sú er hér kemr, eftir æfðan bátasmið, skýrir betr þetta efni. Bitstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.