Fjallkonan


Fjallkonan - 31.12.1889, Page 2

Fjallkonan - 31.12.1889, Page 2
150 FJALLKONAN. VI, 38. til hafa verið hraðastir allra skipa, fara að eins 23—24 knúta. Stjórnin i Washington hefir í hyggju að láta smíða ný herskip eftir þessu skipi. Ký pappfrsgerð. Það er nokkuð siðan, að menn fóru að að hafa pappir í smíðisetni til ýmsra hluta, sem engum áðr kom til hugar. Það er kunnugt, að samanfergð pappírslög hafa svo mikla festu og stælingu, að járn og stál fær ei þar við jafnast- Hitt hefir helst þótt, vanta, að menn hefðu gott efni til papp- írsgerðarinnar sjálfrar, og gera menn sér mjög far um að finna það. Leppar og druslur, sem áðr var notað eingöngu, haía lengi ekki hrokkið til. Plöntutægjur eru nú eitt af aðalefnun- um; má þar til einnig telja trjápappir, er svo nefnist, og er hann stökkr og hætt við að gulna og skrælast. Nú fyrir skömmu hefir það verið fundið í Svíþjóð, að gera pappír úr hvítum mosa, og má vænta mikils af þeirri fundningu, því bæði er búinn til skrifpappir úr mosanum og harðar plötur, ait að 4ya þuml. á þykt. Þær eru fastar í sér sem tré, taka vel allskonar „ferní- sering" og „lakkering" og eru vel hæfar til útflúrs á skraut- byggingar, í húsgögn, hurðir, gluggagrindr, gluggskýlur (sja- lúsíur), jurtapotta, járnbrautahjól og jafnvel til húsagerðar. — í Breslau hafa verið gerðir ofnar úr þessum pappír, baðker, könn- ur. krukkur og því um iíkt, sem er alveg óhrothætt. — Það er þvi vonandi, að vinnukonurnar brjóti minna af ílátum þegar fram líða stundir heldr enn nú gerist. Storkin eða þéttuð steinolía. Frakkneskr prófessor í efna. fræði Alphons de Millefleur hefir fundið að gera steinolíu fasta og þétta og sýnt hana þannig í tiglsteinmynduðum stykkjum, er skera má með hnífi, enn eru þó svo föst í sér að þau eru vel meðfærileg. Þessi storkna steinolía mundi hafa mikla kosti sem hitunarefhi, þar sem hún tekr ekki þriðjung rúms móts við kol. Storkin steinolía funar ekki alelda þó í henni kvikni, heldr logar eins og tré, og verða af henni engar sprengingar. Telefón (hljóðberi) er fulllagðr, og farið að nota hann, milli Pest í Ungaralandi og Prag í Bæheimi, og hefir reynst vel. Það er lengsti teletón þeirra sem enn hafa verið gerðiv, 100 mílur að lengd. París stækkar óðum, þótt mannfjölgunin sé ekki mikil þar í landi. Nú eru Parísarhúar nærri 3 miljónir (2,960,H89). Fyrirspurnir og srör. 1. Ég lét grafa áveituskurð með ærnum kostnaði og fékk lærð- an húfræðing til þess. Enn svo reyndist skurðrinn ónýtr vegna skakkrar hallamælingar. Ber ekki búfræðingnum að bæta mér skeðann? — Eða hvílir engin ábyrgð á búfræðingum í slíkum og þvilíkum tilfellum? Svar: Þetta hlýtr að fara eftir því, hvernig um verkið hefir verið samið. 2. Varðar það ekki sektum að brjóta fjallskila reglugerð, sem sýslunefnd hefir samið og amtmaðr staðfest, eins og brotin séu hver önnur lög? Svar: Þetta fer eftir '•kvæðum reglugerðar- innar, annars eftir almennum ákvæðum. Tíðarfar. Nú hafa verið snjóasamir umhleypingar síðan nokkru fyrir jól, oftast útsunnan. Frost ekki yfir 6°. Sjór gekk á land á Eyrarbakka aðf.nótt 16. des., rann inn í kjallara i sumum kotum og spilti matföngum, og braut tvö skörð í sjógarðinn fyrir Háeyrarlandi. Bráðapest hefir geysað víða sunnanlands í vetr, bæði aust- anfjalls og hér í nágrenninu. Á Vatnsleysuströnd, Álftanesi, í Mosfellssveit og Kjós hefir hún verið skæðust. Sumir hafa þann- ig mist yfir helming af fé sínu og einstaka maðr orðið að kalla sauðlaus. Dáinn 22. des. Bogi P. Pétrsson héraðslæknir Rangæinga, í Kirkjubæ, eftir 4 daga legu í lungnabólgu; hafði verið nýlega sóttr til sjúklings og mætt í þeirri ferð vosbúð og kulda, og sýktist af því er hann kom heim. Hann var einkasonr Pétrs biskups; tæddr 1848, útskr. af læknaskólanum 1874, varð hér- aðslæknir í Skagafj.s. 1876 og i Rangárvallasýslu 1878. Hann var kvæntr Kristínu Skúladóttur læknis frá Móeiðarhvoli. Hann þótti heppinn læknir og var dugandi maðr og góðr drengr. „Maria“. — 1 s. bl. mun rangt 6000 (pd. dynamits) fyrir 600, þótt það standi einnig í útlendum blöðum. — í 37. bl. er mis- prentað 30 f. 50 (stjórnarár Pétrs keisara; keisaranafn bar hann þó lengr, eða í 58 ár). Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórun- um og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Skósmíðaverkstæði og leðrverslun BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR er i Vestrgötu nr. 4. Tliorvardsson & Jensen: I3óL Lmiidsvcrltstola. Bankastræti 12. (hús Jóns alþm. Oiafssonar). Bókbandsverkstofa er á Laugaveg 2. (Arinbjörn Sveinbjarnarson). Magnleysi og uppsölur m. m. í 8 ár. I hér um bil 8 ár þjáðist óg af stöku magnleysi, sem lýsti sér í einhvers konar sleni í öllum líkam- anurn, samfara magakveisu, uppsölu, meltingarskorti, óreglulegri matarlyst og svefnleysi. Eg leitaði læknis, án þess að fá bata og lengi reyndi ég Brama-lífs- elexírinn og Hoffs Malt-extrakt, enn létti ekki vit- und við það. Að síðustu fór óg að brúka hinn ekta Kína-lífs- elexír Valdemars Petersens, og er það undravert, hversu vonir minar rættust. Mér fóru að aukast kraftar, ég fór að fá matarlyst og það fór að kom- ast regla á svefninn. Það er mín fylsta sann- færing, að ég haldi heilsu minni við með elixír þessum. Ég ráðlegg öllum að reyna þennan af- bragðs Kína-lífs-elexir, sem verðskuldar alt það lof, sem á hann er borið úr öllum áttum. Yogn pr. Tolne. Nicls Peter Christensen, bóndi. Kina-lífs-elexírinn fæst ekta hjá: Hr. E. Felixsyni í Reykjavík, — Helga Jónssyni í Reykjavík, — Magnúsi Th. S. Blöndahl í Hafnariirði, — J. Y. Havsteen á Oddeyri, sem heíir aðalútsölu á Norðrlandi. Valdemar Petersen, sem einn býr til hinn ekta Kína-lífs-elexír. Frederikshavn. Danmark. HIN ALÞEKTA skósmíöa-vinnustofa mín í Yeltusundi nr. 3 er opin frá kl. 6—7 á morgnana til kl. 9—10 á kveldin. Alt Hjótt og vel af hendi leyst.. Rafn Sigurðsson. (kaffiblendingr), sem eingöngu má nota í stað kaffibauna, fæst eins og vant er fyrir 56 au. pd í verslun H. Th. A. Thomsens í Reykjavík. Xjækningabólf handa alþýðu, Hjálp í viðiögum og Barn- fóstran fást hjá höfundinum íyrir 3 kr. 75 a. (bókhlöðuverð 4 kr. 50. au.). Leiðréttingar. í Fjallk. 36. er misprentað nafnið Áshjörn (í innl. fréttum) fyrir Ásmnndr, og skipsnafnið „Marine“ fyrir Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.