Fjallkonan


Fjallkonan - 11.02.1890, Page 1

Fjallkonan - 11.02.1890, Page 1
FJALLKONAN. AUKA-ÚTGAFA TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMTUNAR. M 2. BEYKJAVÍK, 11. FEBBÚAB Áriö 1889 erlendis. Margir höfðu spáð því, að árið sem leið mundi verða ófriðarár, og að þrumur og eldingar mundu dynja yíir úr skýjum þeim, er svo lengi hefir dreg- ið saman, enn sú spá rættist ekki, og var árið sannkallað friðarár, þótt herbúnaðinum væri haldið fram af alefli. Tíðir samfundir kónga og keisara hafa og stutt að því að tryggja friðinn. Milli Frakklands og Þýskalands fór alt skaplega, sem hættast þótti við að lenda mundi saman. Árásir þýsku stjórnarinnar, eða réttara sagt Herberts Bis- marcks, á Robert Morier, gerðu sundrþykki um stundarsakir milli Þýskalands og Englands, enn það jafnaðist óðara aftr, einkum er Þýskalands keisari kom sjálfr til Englands. Ágreiningrsá ervarð milli Þýskalands og Sviss út af þvi, að þýskr lög- regluembættismaðr Wohlgemuth hafði verið tekinn fastr, var allharðr um tíma, enn lauk með sátt og samkomulagi. Að því er snertir nýlendubrask Þjóðverja i Afríku, hefir það að vísu gengið mjög misjafnlega, enn þegar á alt er litið, hefir þeim orð- ið talsvert ágengt. I janúar f. á. veitti ríkisþing- ið fjárlán til Austrafríku leiðangrs, er Wismann kapt. var skipaðr yfir, og hepnuðust honum vel fyrirtæki sín og náði að siðustu á vald sitt Buschiri, Araba foringjanum, og lét taka hann af lifi. Á Sam- óa-fundinum, er haldinn var i Berlín í vor @r var, vóru jafnaðar hinar gömlu þrætur milli Þýskalands annarsvegar og Englands og Ameríku hins vegar út af Samóa-eyjum. Yarð Þýskalandsstjórn að slaka til og setja í völdin aftr Malietoa konung, er þeir höfðu afsett. I marsmán. urðu Þjóðverjar fyrir því óhappi, að þrjú herskip þeirra fórust við Samóa-eyjar og týndist margt manna. Af laganý- mælum Þjóðverja eru merkust lögin um framfærslu örkumlaðra og ellihrumra verkmanna, er samþykt vóru í mai f. á. og ætluð til að brjóta odd af æs- ingum sósialdemókrata. Enn óvíst er hvort það tekst og hvort sósíalistar muni lengi þiggja steina fyrir brauð, enda urðu í sumar stórkostleg verka- föll í kolanámunum á Yestfali og í Saarhéraðinu, svo til vandræða horfði, og varð keisari sjálfr að miðla málum milli verkmanna og verkdrotna. Framan af árinu var í Frakklandi vegr Boulangers svo mikill, að ekki þótti örvænt, að hann mundi steypa þjóðveldinu og verða alræðismaðr, einkum er hann 27. jan. var kosinn fulltrúi Parisar. í febr. varð ráðaneyti Floquets að fara frá og Tirard kom i staðinn sem stjórnarforseti, og var hann harðari i horn að taka og ekki síðr Constans, hinn nýi inn- anríkisráðherra. Hið nýja ráðaneyti rauf þegar þjóðvinafélagið, og lét höfða mál mót oddvitum þess (Dérouléde o. fl.). í apríl var Boulanger sjálfr kærðr, enn hann beið ekki boðanna, og flýði til Briissel og þaðan til London; síðan var mál höfð- 1890. að gegn honum og málsrannsókn. Hm þessar mund- ir vígði Carnot forseti heimssýninguna miklu á Marsvelh'num i París, og sást brátt, að hún mundi verða glæsilegr sigr fyrir þjóðveldið; hún glæddi þjóðernistilfinningu Frakka og dró auð fjár inn í landið. Fylgjarar Boulangers tóku nú að yfirgefa hann hópum saman og hann gat ekki beitt sér við kosningarnar. í sept. var hann dæmdr til æfilangr- ar útlegðar. tJr því var hann fallinn og þjóðveldið bar nú eindreginn sigr úr býtum við kosningarn- ar. Boulanger kúrir nú á eynni Jersey, og virð- ist sem hann eigi sér ekki uppreisnar von, enn hagr þjóðveldisins hefir aldrei verið vænlegri enn nú. I fjárhagslegu tilliti hefir árið sem leið verið framfara ár fyrir Frakkland og sýningin gert þar sitt til. Að því er nýlendumál snertir, hefir Frökk- um orðið vel ágengt; í Tunis og á Madagascar er alt í góðu lagi, enn í Tonkin eru sífeldar óspektir. — Stjórnin hefir samþykt ný herlög, sem leggja landinu þunga byrði á herðar; riddaralið og stór- skotalið hefir verið aukið til svo stórra muna, að Þjóðverjar hafa ekki séð sér annan kost, enn að auka her sinn að sama skapi. — Panamaskurðar fyrirtækið er komið i óvænt horf, enn í það hafa frakkneskir auðmenn sett að 80 miljónum. Innanlands framfarir hafa verið mestar á Eng- landi árið sem leið, þó engum sérlegum réttarbót- um hafi orðið þar framgengt, enn sjálfstjórnarhreyf- ingin hefir stigið þar stórstigum. Á fulltrúafundi, er haldinn var í Manchester, var samþykt sköru- leg frumskrá iprógramin) í lýðveldislega stefnu og auk þess hafa Œadstonesmenn unnið hvern sigrinn á fætr öðrum við aukakosningar, svo varla er efi á, að írar fái sjálfstjórnarkröfum sínum framgengt áðr langt líðr. Yiðleitnin að setja blett á þjóðvina- félag íra og Parnell „hinn ókrýnda konung ír]ands“, með málsrannsókn þeirri, er hafin var á hendrhon- um, mistókst, og falsbréf Pigotts urðu til stórrar vanvirðu fyrir blaðið „Times“, málgagn Torymanna. Yerkaföll urðu mikil á Englandi árið sem leið, og ryðr sú hreyfing sér meira og meira til rúms, enda hafa frjálslyndu blöðin tekið í þann strenginn, og þeim var það að þakka sem verkmenn fengu á unnið. — I nýlendu málum Englendinga er það merkast, að stpfnað var „hið breska Suðr-Afríku félag“, sem ætlar sérekki minna enn að komaáfót nýju heimsríki, er nái frá Góðrarvonarhöfða upp í Mið-Afríku að Zambese fljóti. Sömuleiðis eflist Austr-Afríku félagið og Egyptaland ummyndast smá- saman í enskt skattland, þrátt fyrir undirróðr frönsku stjórnarinnar. (Niðrl. næst). Fáein atriði heilsufræðinnar. (Framh.). Fœðið. Álika og hver vél þarf að hafa efni nokkurt til að framleiða aflið, þarf líkami manns-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.