Fjallkonan


Fjallkonan - 04.03.1890, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 04.03.1890, Blaðsíða 2
10 Montana og "Washington. Allsherjar fundr Ameríku- manna með fulltrúum frá öllum helstu ríkjum í Norðr- og Suðr-Am. var settr í 'W’ashington í okt. Tilgangr þess fundar er að festa betr samband allra Ameríku ríkja sín í millum, einkum gagnvart Evrópu, og miðar eilaust til þess að varna Evrópu mönnum sem frekast yfirráða og íhlutunar í Ameríku. Af öðrum tiðindum skal enn fremr nefna fyrirtæki það, að grafa skurð yfir Mið-Ameriku i stefnu Nicaragua stöðuvatnsins, eyðingu borgarinnar Johnstown í Pennsylvaníu (manntjón 30000?) afár- flóði og heimssýningu mikla, er stendr til að hald- in verði í Chicago 1892. Að síðustu skal fara nokkrum orðum um merk- asta viðburðinn, stjórnbyltinguna í Brasilíu. Hafði byltingin lengi búið um sig, þótt eigi væri mönn- um alment kunnugt um það i Evrópu. Pedro keis- ari er að vísu vel gefinn maðr að mörgu leyti, mentaðr vel og mannúðlegr í lund, enn fremr at- kvæðalítill og átti lítilli virðingu að fagna hjá þegnum sínum. Eáðherraskifti urðu í maímán. og banatilræði var keisaranum gert í júlí. 15. nóv. gaus upp uppreisn sú í hernum, er gerði enda á v keisardæminu. Hafði Fonseca hershöfðingi notað sér, að hann var yfirforingi setuliðsins í Rió, til að vinna það ájsitt mál. Fyrst virtist sem uppreisnin væri stíluð gegn greifanum af Eu, sem kvæntr er Isabellu dóttur keisarans; hún stóð næst til rikiserfða og hafði stýrt ríkinu áðr, er keisarinn var fjarverandi á hinu langa ferðalagi sínu um Evrópu, enn bæði greifinn og ísabella vóru illa þokkuð af landslýðn- um; greifinn af því hann er maðr metnaðargjarn og ráðríkr, enn hún sakir fylgis síns við Jesúíta, svo menn væntu sér alls ills, ef hún kæmist til valda. Keisarinn ætlaði, þegar í svo hart fór, að skifta um ráðaneyti, enn bæjarráðið í ítió lýsti þá Brasilíu vera þjóðveldi og bað Fonseca að skipa bráðabirgðastjórn, sjálfsagt eftir undirlögðu ráði. Því næst var keisarinn af settr og látinn fara á herskipi til Lisbón með fjölskyldu sinni. Stjórn- bylting þessi kostaði ekkert mannslíf; að eins einn maðr, sjómálaráðherrann, fékk áverka, af þvi hann veitti mótstöðu. Keisarinn var lýstr útlægr og eigur hans upptækar. Drotning hans dó 28. des. í Oporto, að sögn af gremju. Það er mjög óvíst, hversu fara muni í Brasilíu, því að landið er mjög sundr- leitt að þjóðernum, feikna mikið að víðáttu og þar eftir strjálbygt. Það er 150,000 ferh.mílur að stærð, (að eins 20000 ferh.mílum minna enn öll Evrópa) og íbúar að eins 12 miljónir. Er talið líklegt, að það muni detta í sundr í mörg lýðríki, því trauðla muni einveldið eiga þar uppreisnarvon. Harrison, forseti Bandaríkjanna. Benjamín Harrison, sem nú er forseti Bandarikj- anna, er fæddr 20. ágúst 1838 í ríkinu Ohio; þar var faðir hans bóndi. Ættina má rekja all-langt í aldir fram. Einn af forfeðrum Harrisons er Tómas hershöfðingi, er uppi var í Englandi á dögum Crom- enn það sem einkanlega tafði fyrir því máli var það, að Dakota er svo stór og þurfti að skiftast í tvö ríki. wells. Hann var einn af þeim, er áttu þátt í, að Karl konungr I. var dæmdr til dauða, enn þegar Karl II. braust til valda, var Tómas Harrison einn af þeim þjóðveldismönnum, er dæmdir vóru til dauða. Hann var hengdr 13. okt. 1660. Á leið- inni til aftökustaðarins spurði einhver hann i skopi: „Hvað er nú orðið af þjóðveldinu ykkar?“ „Það er geymt hérna“, sagði hann og lagði hendina á brjóst sér, „og ég ætla nú að innsigla það með blóði mínu“. Lík hans var höggvið í fjóra hluti og sett á steglur og hjól, og síðan, er það tók að rotna, var beinunum kastað í Temsá. Börn Tóm- asar Harrisons flýðu síðan til Ameríku, og einn af niðjum hans kvæntist Indíana-stúlku, er var af ætt höfðingja þess, sem öldina á undan hafði ráðið fyrir Yirginíu. Sonr þeirra, Benjamín Harrison, var kosinn á alríkisþingið fyrir Yirginiu og einn afþeim, er rituðu undir „sjálfstæðis-uppkvæði“ Banda- ríkjanna. Sonr hans, AVilliam Henry Harrison, varð forseti Bandaríkjanna 1841, enn dó mánuði siðar, og hann var afi þessa Harrisons, sem nú er forseti. Harrison forseti var orðinn málflutningsmaðr um tvítugt og giftist þá prestsdóttur einni í Ohio. Árið eftir, 1854, flutti hann sig til bæjarins India- nopolis (íbúar nú 75000) í ríkinu Indiana og dvaldi þar síðan sem málflutningsmaðr þangað til hann varð forseti. Hann gekk i þrælalausnarstríðið 1862; þótti ganga hraustlega fram og óx vegr hans þá stórum. I stjórnmálum lét hann fyrst til sín taka 1856, og fylgdi þá samveldismönnum, og hefir síð- an stöðugt fylt þann flokk. Hann hefir verið ríkis- stjóri i Indiana og síðast í sjö ár fulltrúi ríkisins í ráðinu í Washington. Um Harrison er það sagt, að hann sé maðr ó- mannglöggr og ekki þýðr á manni. Hann tekr varla í hendina á mönnum, er heilsa honum í fyrsta sinni, og er í þessu ólíkr forvera sínum Cleveland, sem er mjög alúðlegr maðr. Harrison er alger bindindismaðr, og styrktu bindindismenn hann við forseta-kosningarnar. --oy©óe<c.- Vitnisburðr hljóðritans. Ný saga frá Ameríku. (Niðrl.) Þetta var hið helsta, sem við systkinin lásum í blöðunum. Yið þurftum ekki að lesa meira til að sann-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.