Fjallkonan


Fjallkonan - 25.03.1890, Side 2

Fjallkonan - 25.03.1890, Side 2
34 FJALLKONAN. VII, 9. nrandi mæta talsverðri mótspyrnu á þinginu, því ýmsum þingmönnum þótti hór ofiangt farið. Ekki er nú alþingi komið lengra enn þetta í skoðunum sínum á atvinnufrelsinu, þrátt fyrir al- kunn dæmi annara þjóða og heityrði stjórnarskrár- innar um, að öll bönd, sem hamla frelsi í atvinnu- vegum og jafhrétti manna til atvinnu, og eigi eru bygð á almenningsheillum, skuli aftaka með laga- boði. Smálega miðar réttindamáli kvenna áfram, og ekki er það áhugamál alþingis, því þingið hreyfði því ekki í sumar, þrátt fyrir áskoranir Þingvalla- fundarins. Þetta mál kemst varla á góðan rekspöl fyrri enn kvenfólkið vaknar sjálft til skilnings og framkvæmda í því. Kvenfólkið ætti nú þegar að geta skilið, að því bera sömu réttindi til mentun- ar og atvinnu sem karlmönnum, að þvi leyti sem hæfileikar leyfa. Um hin pólitisku réttindi mun kvenfólkið hugsa minna, enn kosningarréttrinn, þó hann sé af skornum skamti, mun þó verða til þess að koma smámsaman hreyfingu á kvenþjóðina í þeim efnum. Eins og vér höfum bent á, er valt fyrir kvenfólkið hér á landi, að treysta frjálslyndi og mannúð karlmanna i málefnum kvenna. Flest félög sem stofnuð eru hér á landi sýna, að menn skortir mjög náttúrlegt frjálslyndi og sann- arlegan félagsanda. Káðríki einstakra manna kemr mjög fram, og ríðr oft félögunum að fullu. Ráðin komast öll í hendr einstakra manna. Jafnvel stjórn bókmentafélagsins í Rvík, sem ætlandi væri að væri hin frjálslegasta, því ekkert er frjálsara enn vísind- in, hefir sýnt það á síðustu árum, að hún gerist æ ráðríkari. Hún semr allar tillögur um félagsmál fyrirfram, og sendir út i pukri þjóna sína til að tryggja sér næg atkvæði með þeim, áðr enn fundr er haldinn. Þá er það einn ósiðrinn, sem tíðkast í félögum hér í Rvík, að að eins vinir og vildar- menn félagsmanna fá inngöngu í þau, enn þeim er öllum frá vísað, er félagsmönnum að einhverju leyti ekki geðjast að, þó ókunnugt sé, hvernig þeir menn mundu koma fram í félagsmálum. Þannig eru menn teknir i félögin með kúlnakasti (svörtum ( og hvítum kúlum); fá þá ekki aðrir inngöngu enn þeir sem eru „vel kýldir“. Jafnvel siðbætandi fé- lag, eins og G-oodtemplarafélagið, útskúfar þannig þeim mönnum, er hugþóttinn býðr. Lengra nær ekki frjálslyndið og mannkærleikinn. Af öllu þessu sem hér hefir verið sagt er ljóst, hve frjálslyndi og mannúð eru á lágu stigi hjá þjóð vorri, og mætti tilfæra ótal fleiri dæmi, og það munum vér smámsaman gera. Yér verðum þó að vona, að þetta fari batnandi með tímanum. Útlendar fréttir (Sbr. síðasta blað). — í síðasta blaði er misprentað í útlendu fréttunum (frá Dan- mörk): „af hinum tveimr flokkum hægri manna“, fyrir vinstri manna, og „38 miðlunarmenn“, fyrir 58. Þyshaland. Af því, sem þegar hefir verið sagt, sést, að mikil umskifti eru orðin í þessu landi og tvísýnt til hvers draga muni. Fyrst vóru sósíalista- lögin nýju feld i þinginu, og mátti af því marka veðrabrigðin. Það var snemma í febr. sem keisari sendi út bréf sín um mál verkmanna, og hefir verið litið svo á þau af mörgum, að keisaranum sé full alvara að bæta kjör verkmannanna. Að minsta kosti mun Bismarck engan þátt eiga í þessari nýj- ung. Hinn fyrirhugaði alþjóðafundr um verkmanna- mál átti að byrja í miðjum þ.m. og höfðu stjórnir helstu iðnaðarlandanna, er Þýskalands keisari hafði skor- að á, heitið að senda fulltúa á hann. Spánn og Bússland fengu ekki áskorunina, af því þau eru ekki verknaðarlönd, er til greina komi á heims- markaðinum. — Þar sem kosningar fóru svo mjög í vil sósíalistum á Þýskalandi, hefir aftrhaldsflokkr Bismarcks orðið undir. Engum getum þora menn að leiða um það, hvernig verkmannamálinu og viðr- eign keisarans við sósíalista muni reiða af. Austrriki. Andrassy kanslari dáinn 18. febr., ekki fullra 67 ára, stjórnvitringr, og er honum að miklu leyti eignað samband Austrríkis við Þýskaland. Sættir eru á komnar milli Sjekka og Þjóðverja í Böhmen og eiga þeir nú þing saman i Prag. Italía. Þar var dáinn Amadeo hertogi af Aosta, bróðir Umberto konungs, og var hann um tíma kon- ungr á Spáni (1870—71). England. Parnell er sýknaðr af nefnd þeirri, er sett var til að dæma mál hans, og er nú vegr hans meiri enn áðr. Allar rógsakir Times eru að engu orðnar. Parnell fórst annars svo drengilega við blaðið, að hann lét sér lynda miklu minni skaða- bætr enn hann hafði krafist í fyrstu. — 4. mars vígði prinsinn af Wales j árnbrautarbrú yfir Forth, sem hefir verið 7 ár í smíðum og kostað yfir 40 milj. kr. Hún er einstakt mannvirki í sinni röð, og verðr eflaust höfð að nokkru leyti til fyrirmynd- ar, ef brú verðr gerð yfir sundið milli Englands og Frakklands. — I Melbourne í Astralíu hafa ver- [ ið fundahöld meðal fulltrúa frá Ástralíu nýlendum | um samband sín í millum, og er óefað að það kemst á með tímanum, þótt ekki gangi saman í fyrstu. Frakkland. I öndverðum febrúar kom sonr greif- ans af París til Parísar og beiddist inntöku i her- inn sem nýliði. Hann hefir með þessu brotið gegn útlægislögunum um franska ríkiserfingja, og var dæmdr í 2 ára fangelsi og sitr nú í því, enn hald- ið að honum verði slept fyrri. Annars þykir nú aftr bóla á Boulangers sinnum við kosningar, og ekki eru þeir aldæla enn í Paris. Eftir nýjustu blöð- um enskum var eitthvert los á ráðaneytinu og tal- að um að Tirard mundi fara frá. í Bolgaríu komst upp samsæri, er stofnað var til að steypa Ferdínand fursta frá Koburg, og varð uppvíst, að Bússar hafa verið með í þeim ráðum. Samsærismenn hafa ýmist verið skotnir eða settir í varðhöld. — Bússar hafa krafist skuldar, sem þeir áttu hjá Bolgurum, um 11 milj., og var hún þegar greidd. — Bússastjórn er nú að byrja á því, að innlima Finnland, sem hingað til hefir notið all- mikils sjálfsstæðis, og er það sama stefnan sem þeir fylgja í Eystrasalts-héruðunum, að gera alt rúss- neskt. Afrika. Soldáninn í Zansibar er dáinn, og bróðir hans kominntil ríkis, óg sagðr vinveittari Norðr- álfumönnum. Mælt er að hann muni hafa drepið bróður sinn á eitri. Milli Þjóðverja og Engla í Afriku

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.