Fjallkonan


Fjallkonan - 03.06.1890, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 03.06.1890, Blaðsíða 3
3. júní 1890. FJAL LKONAN. 67 um nýju lögum, augl. 20. maí, met. 1546 kr. — Mýrdalsþing, augl. 29. maí, metin 1322 kr. Skipstrand. 23. maí fanst rekið útlent skip í Meðallandi; á skipinu fanst enginn maðr, enn 4 menn af því lágu dauðir í fjörunni; haldið að þeir liefðu dáið úr hungri. Skipið var fermt kolum og er hald- ið, að það haíi verið norskt og átt að fara til kval- veiðamanna á Vestfjörðum. ý Jakob (xuðmundsson, prestr og alþingismaðr, andaðist að Sauðafelli 7. maí þ. á. Hann er fæddr, að sjálfs hans sögn, 2. júní 1817. Foreldrar hans vóru Guðmundr bóndi Jónsson á Reynistað og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Gekk í Bessastaðaskóla 1844 og var útskrifaðr úr Rvíkr latínuskóla 1847 og af prestaskólanum 1849 með 1. einkunn. — Hann hneigð- ist snemma að almenningsmálum og var einn af helstu for- göngumönnum bindindishreyfingarinnar í Reykjavík 1847. Hann gaf út 1850—1851 „Undirbúningsblað“ undir þjóðfundinn, ásamt Halldóri Friðrikssyni, og 1851 gaf hann út búnaðarritið „Bónda“. 1851 var hann vigðr prestr til Kálfatjarnar; 1857 fékk hann Ríp; 1868 Kvennabrekku ásamt Miðdalaþingum. — Hann var fulltrúi Rvikr á þjóðfundinum 1851 og alþingismaðr Dalamanna síðan 1883. Hann kvæntist 1852 Steinunni Guðmundardóttur, verslunarmanns, Pétrssonar, og áttu þau hjón mörg börn. — Sira Jakob hafði mikinn áhuga á landsmálum og var frjálslyndr maðr. Honum var einna léttast um mál af þingmönnum og talaði jafnan af fullri einurð. — Heima í héraði lét hann mikið til sín taka, og var fremstr í mörgum framfarafyrirtækjum. Hann fékst talsvert við lækningar og hafði lækningaleyfi (veniam practicandi). Auk tímarita þeirra, er hann gaf út, hefir hann ritað ýmsar ritgerðir í blöðunum, smárit um lækningar o. fl. „Uppgjöf1 á bæjarfé. Víða mun pottr brotinn með óskilsemi og vanhirðu á opin- beru fé, og mætti tilfæra ýms dæmi um það alla leið frá stór- hneyksli Fensmarks ofan í smáhneyksli sveitastjórna. Eftirlitið er ekki svo glöggskygnt sem vera ætti, hvorki af hálfu em- bættismanna né almennings. Málið um uppgjöf á bæjarfé Rvikr, sem um hefir verið rætt í blöðunum, er eitt dæmi um þetta, enn sýnir einnig brjóstgæði bæjarstjórnar Reykjavíkr. Grein sú, er hér fer á eftir, skýrir nokkuð þetta mál, og er það gleðilegt, að aðgangrinn virðist nú vera að hálaunuðum embættismanni, er víst mun sjá um skilvísa greiðslu á þvi fé, sem hér er um að ræða. Hr. ritstj.! Meö því aö bœði Þjóöólfr og Fjallkonan hafa nú aö und- anförnu flutt nokkrar greinar um samning þann, er bæjarstjórnin gjörði viö mig í vetr, og litið svo á, sem bæjarstjórnin hafi gefið mér eftir af fé því, er mér hafi boriö að greiöa bæjarsjóði, og kallað þaö vítavert, og af því ég hygg, að þetta álit sé sprottiö af ókunnugleika á málefninu, þá vil ég biöja yðr, herra ritstj., aö ljá línum þessum rúm í blaði yðar, til þess aö þér og aðrir geti fengið ljósari og réttari hugmynd um mál þetta. Með úrskurði bæjarstjórnarinnar 19. sept. 1888 var mér gjört að greiöa bæjarsjóði, sem eftirstöðvar af fé þvi, er jeg ætti að standa hon- um skil á frá því ég var gjaldkeri, 233 kr. 94 a., en af því ég áleit, að ég þá fyrir löngu væri búinn að borga honum alt það, er mér bæri aö borga, þá sinti ég ekki þessum úrskurði, og leið svo þangað til í vetr að ég fékk bréf frá bæjarfógetanum, dags. 8. febr. þ. á., hvar í hann krefr mig um borgun á þessum eftirstöðvum. Þessu bréfi hans svaraði ég 15. s. m., og sýndi í því bréfi fram á og færði ástæður fyrir því, að ýmsir póstar, sem ég tilgreindi, væru ranglega færðir mér til skuldar 1 úrskuröinum, samtals 470 kr. 51 a., svo að frádregnum þeim 233 kr. 94 a. sem bæjarstjórnin reiknaði að ég skuldaði, þá ætti ég að fá endrborgað- ar 236 kr. 57 a., sem ég væri búinn að borga of mikið, og bað ég því bæjarfógetann að ávísa mér þessu fé úr bæjarsjóði. Hinn 8. febr. þ. á. fékk ég einnig annað bréf frá bæjarfógetanum, og er það svohljóðandi: „Bæjarfóg-etiim í Reykjavík 8. febrúar 1890. Eftirgreindar skuldir fyrir styrk, veittum utansveitar-þurfamönnum úr fátækrasjóði hér, á tímabilinu 1883—1886, meðan þér, herra bóksali, voruð bæjargjaldkeri, hafa verið endrgoldnar frá hlutaðeigandi sveita- félögum, samkvæmt ávísunarbókum bæjarfógeta og öðrum skjölum, sem fyrir hendi eru: 1. Björns Runólfssonar, eftirstöövar.......................Kr. 4.00 2. Einars Sveinssonar, sömul...............................— 32.00 3. Magnúsar Finnssonar.....................................— 5.00 4. Vigfúsar Ólafssonar.........-........................— 11.94 5. Magnúsar Stefánssonar..................................— 12.26 6. Rannveigar Sæby........................................— 110.00 7. Einars Guðmundssonar...................................— 12.00 8. Guðmundar Árnasonar ...................................— 12.00 9. Sigríðar Erlendsdóttur.................................— 10.00 10. Þórdísar Bjarnadóttur.................................— 11.94 11. Brynjólfs Brynjólfssonar..............................— 10.00 12. Odds Oddssonar........................................— 10.00 13. Páls Kristjánssonar............................ . . . — 34.00 Samtals kr. 288.64 Með því að ekkert af fé þessu er innkomið í bæjarsjóö, en hlutaðeig- andi bæjarfögeti heldr því fram, að það hafi verið sent yðr sem hlutað- eigandi gjaldkera—enda munu vera skilríki fyrir þvi, að sumar af upp- hæðum þessum haíi borist yðr í hendr,—þá skal ég hér með skora á yðr, að standabæjarsjóðitafarlaustskil á ofangreindri fjárhæð, og skýramér frá hvað þér hafiö gjörtí því efni, eigi seinna en næstkomandi laugardag. Halldór Danídsson. Til herra bóksala Kr. Ó. Þorgrímssonaru. Þegar er ég hafði fengið bréf þetta, skrifaði ég bæjarfógetanum, og baö hann að skýra mér frá, hvenær eða á hvaða tíma ég heföi átt aö taka við þessum upphæðum, og jafnframt, að lána mér bæjarsjóðsreikn- ingana fyrir þessi ár, svo ég gæti rannsakað, hvort þessar upphæðir væru eigi innfærðar þar. Enn með bréfi 11. febr. segir bæjarfógetinn, að þær séu als ekki komnar til inngjalda í bæjarsjóð, og sé því tilgangslaust, að ég fái reikningana, enn geti fengið að skoða þá á skrifstofunni, að því leyti ég þurfi, og síðan bætir hann við: „Hvenær upphæðir þessar séu greiddar til yðar, verör eigi séð hér á skrifstofunni, nema um fáeinar, enn hlutaðeigandi bæjarfógeti, núverandi amtmaðr E. Th. Jónassen, getr, ef til vill, veitt yðr upplýsingar um það atriði“. Að endingu ítrekar hann áskorunina um, að ég borgi þetta fé fyrir næsta laugardag. Þessum bréfum svaraöi ég einnig 15. s. m. á þá leið, að svo framar- lega sem upphæðir þessar, samt. 288 kr. 64 a., væru ekki tilfærðar í gjaldkerabókunum, þá heföu þær ekki veriö innborgaðar á þeim tíma, sem ég hefði verið gjaldkeri, og neitaði ég því algerlega, að borga neitt af þessari upphæð, nema eg yröi dæmdr til þess að lögum. Hinn 17. febr. skrifaði ég ennfremr bæjarfógetanum, og skoraði á hann sem formann bæjarstjórnarinnar, að hlutast til um, að veöi því, er ég setti fyrir bæjarsjóönum, yrði þá þegar aflýst, og mér afhent veðbréf- iö, þar eð ég væri búinn að borga bæjarsjóðnum alt, er ég ætti að borga honum og meira til; að öðrum kosti neyddist ég til að leita rétt- ar míns að lögum, til að fá þessu framgengt. Þegar þessi bréf mín komu til bæjarstjórnarinnar, fól hún fjárhags- nefndinni (bæjarfóg., amtm. og síra Þórh. Bjarnas.) á hendr að rannsaka itarlegar öll þessi ágreiningsatriði. Eigi veit ég hvað nefnd þessi liefir aðhafst, þangað til málið kom aftr fyrir bæjarstjórnarfund, enn þá var því vísað til hennar aftr. Nefndin boðaði mig síðan á fund með sér, og þegar ég kom þangað, vildi ég fá að heyra ástæður þeirra fyrir kröfum bæjarstjórnarinnar, og sérstaklega skoraði ég á þá, að sýna mér skilríki fyrir því, aö ég hefði tekið viö þeim 288 kr. 64 a. frá utansveitarmönn- um, sem ég nú væri krafinn um, enn þeir komu ekki fram með eitt ein- asta blað, ekki einn einasta staf því til sönnunar, enn vildu að eins fá mig til að borga altsaman hið umkrafða. Þar sem nú ekki kom fram nokkurt skilríki eða sönnun fyrir því, að ég heföi tekið á móti þessu fé, þá þótti mér næsta ólíklegt, að ég, þó í mál færi, yrði dæmdr til að borga einn einasta eyri, hvorki af þeim 233 kr. 94 a. né af þeim 288 kr. 64 a., enn þar á móti þótti mér bæði leiðinlegt, að þurfa að eiga í lang- vinnum og kostnaðarsömum málaferlum, og einkum var mér mjög baga- legt, að geta ekki fengið veðið laust fyr en máske eftir fleiri ár. Ég ; gjörði því að endingu það sáttatilboð, að ég skyldi sleppa kröfu minni um þær 236 kr. 57 a., og að auki borga bæjarsjóði 100 kr., til þess að ! viðskifti okkar væru þar með á enda kljáö, og ég fengi veðið laust. Fyr- j ir milligöngu góðra og mikilsvirtra manna lét ég þó seinna meir tilleið- ! ast að hækka tilboð þetta upp í 200 kr., og að því boöi gekk bæjar- j stjórnin, eins og kunnugt er orðið. Ég vona, að það sé nú af framanskrifuðu ljóst, að hér sé als ekki j um neina eftirgjöf af bæjarfé að ræða. Það mun líka flestum hér í Reykjavík fullkunnugt, að bæjarstjórnin hefir hvorki fyr né síðar ætlað j að gefa mér eða gefið mér eftir í þessu máli, og líklega heföu ekki verið fengnar tvennar endrskoðanir, fyrir utan þá lögskipuðu, á bæjarreikning- , unum, þegar ég hætti gjaldkerastörfunum, ef það hefði verið meiningin, að hlífa mér eða gefa mér eftir. Og hvað það snertir, að það hafi verið „vítaverttt af bæjarstjórninni að ganga að tilboði mínu, þá álít ég, aðþað þvert á móti hafi veríð mjög hyggilegt, þar sem engar líkur eru til, að hún hefði fengið dóm fyrir svo miklu, hvað þá heldr meiru, eins og bæj- arfulltrúi Björn Jónsson, sem er þessu máli einna kunnugastr, hefir viðr- kent í ísaf., að hafi verið eina ástæðan fyrir því, að bæjarstjórnin gekk að tilboði mínu, því hvað veðið snerti, þá var bæöi, að það var meira enn nægilegt fyrir þessum upphæðum, því á sumum húseignum hér munu hvíla hærri veöskuldir enn á minni, og þó það hefði ekki veriö nægilegt, þá hafði ég nóg annað til að borga með eða veðsetja fyrir ekki stærri upphæð enn þessari. Ég vona nú að þeir muni huggast láta, sem hingað til hafa haldið, að bæjarsjóðr hafi beðið skaða við mig, því hann er fullkomlega búinn að fá fyrir sitt1. Reykjavík 29. maí 1890. ^ Kr. Ó. Þorgrímsson. Misprentast hefir í síðasta blaði í þættinum af Sveini Stur- laugssyni, þar sem talað er um börn síra Sveins Níelssonar, setn- ing, er á að vera: Hann á 5 börn á lifi: Jón-Aðalstein, Sig- 1) Þetta er ekki rétt hermt, því vitanlegt er, að bæjarsjóðr hefir tapað 322 kr. 58 au. fyrir handvömm; enn hitt er annað mál, hverjum nú beri að greiða þetta. Ritstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.