Fjallkonan


Fjallkonan - 24.06.1890, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 24.06.1890, Blaðsíða 3
23 segja, að þeir hafi gert oí mikið úr afli skynseminn- ar og eðlistilhneigingum manna til dygðar og sið- gæða; hitt er öllu heldr takandi fram og athugandi, að þeir vóru of sterktrúaðir á uppeldi og skólament- un. Þeir héldu að glappaskot og ávirðingar manna kæmu nálega eingöngu af fáfræði og hleypidómum, og þegar æðri upplýsing hefði rýmt þeim á burt, þá mundu menn sjá alla hluti í hinu rétta ljósi, og þeg- ar kenslan væri bygð á eðlilegum grundvelli, þá mundu allir menn fá hina sömu náttúrlegu skoðun á tilverunni. Þessi trú á vald uppeldisins og upplýs- ingarinnar, er ein af liinum elstu villum, sem oft hefir brytt á og heimspekingum verið gjarnt til. Platon var eigi hinn fyrsti, sem viltist á hinu sama. Að öðru leyti er villan eigi svo mjög í því fólgin, að uppeldið hafi eigi þá góðu kosti, sem þvi hafa verið eignaðir, heldr í hinu, að menn hafa eigi nægi- lega gætt þess, hversu uppeldið og uppfræðingin eru seinvirk, og hversu miklar tálmanir eru lagðar í veg- inn fyrir þau, af tregðu, eigingirni og gömlum leti- vana. Mennirnir frá 1789 gerðu eigi að eins oflítið úr afli vanans, heldr tóku þeir ofiítið tillit til leti mannkynsins og þess, hversu því er gjarnt til hlýðn- isfullrar undirgefni. Þeir ímynduðu sér, að mann- kynið mundi komast alt á loft af fögnuði yfir frelsi því, er það nú fengi, og hrósa happi að segja skilið við þá fortíð, sem eftirlét þeim ekki annað enn sorg- legar endrminningar. Þeir gleymdu því, að af 6 mönnum eru 5 fegnir því að fylgja á eftir, og meira að segja, beygjast til hlýðni ef kostr er á yfirmanni og foringja. Þetta leiddi þá aftr til þess, að gera of mikið úr áhuga almennings á alþjóðlegum málum og færni hans til að fást við þau. í ofrfögnuði sín- um yfir hinu nýja pólitiska valdi héldu þeir að menn mundu hvarvetna hafa jafnmikla gleði af að beita þessu valdi. Þeir vissu ekki af reynslunni hvílíkt vandaverk það er, að stjórna ríkismálefnum, og sáu ekki fyrir, hve lítinn andlegan þroska borg- ararnir að jafnaði mundu hafa til þess að gegna þessu vandaverki. Þeir höfðu svo mjög vanið sig á, að kenna einvaldsdrotnunum og ráðgjöfum þeirra um alt ilt í innanríkisstjórn og í viðskiftum þjóðanna sín á milli, að þeir gleymdu, að sérhver sá, sem rík- isforstöðu hefir, verðr ætíð að hafa ráðgjafa, og að ókostir konunglegra vildarmanna geta einnig komið fram hjá þjóðæsingamönnum. Eins og stjórnbyltingarmönnunum skjátlaðist í dómi sínum um mennina, eins litu þeir skakt á stofnanir borgaralegs félags (institutionir), þar sem þeir kendu hinum gömlu stofnunum um margt, sem er óaðgrein- anlegt frá mannlegu eðli og ófullkomíeika þess; þeir settu spánnýar stofnanir í staðinn, og héldu að menn gætu alt í einu vanið sig við þetta nýja, gætandi ekki að afli vanans og venjunnar, og vitandi ekki, að stundum má vinna meira og betr með gömlu verk- færi, sem menn eru vanir og kunna að brúka, heldr enn með nýju, sem menn hafa ekki enn lært með að fara. Þeir gættu ekki heidr tilhlýðilega að sam- eignar-ástríðum og sameignar-sjálfselsku mannanna, og höfðu ekki ljósa hugmynd um, hverju þjóðernis- tilfinningin getr til vegar komið, að ein stór þjóð, t. a. m., eða mikill hluti hennar, getr hatað aðra, eins og nú á sér stað milli Frakka og Þjóðverja, milli Eússa og Þjóðverja o. s. frv. Þá er enn eitt sem hefir stuðlað til þess, að marg- ar vonir frá 1789 hafa ekki ræst; það eru breyting- ar í heiminum, sem menn þá sáu ekki og gátu ekki séð fyrir. Vald mannsins yfir náttúruöfluijum hefir stórum aukist. Vísindin hafa magnað iðnaðinn og verslunina stórkostlega, og hefir af því leitt, að mik- ill fjöldi af íbúum landanna hefir safnast saman í stórborgirnar. Öreigalýðr hefir að vísu ætíð verið til, enn á síðustu 60 árum hefir hann vaxið svo hrönn- um, að til vandræða horfir og voða. Hann hefir fengið fulla vitund um megin sitt, og er staðráðinn í að framfylgja kröfum sínum gegn stéttum þeim, er hingað til hafa drotnað yfir honum. Auðir þeir, er einstakir menn nú á dögum hrúga saman með iðnaði, verslun og fégróðafyrirtækjum, eru stórkostlegri enn nokkurntíma þektust áðr. Eigendunum veita þeir voðalegt afl, enn vekja jafnframt rammari öfund enn aðalsveldið gerði fyrrum, þegar virðing fyrir göfgum ættum lá í aldarhættinum. Þessar umbættu sam- göngur, sem vér alment teljum vera blessun, hafa átt afarmikinn þátt í því, að feiknalegir herir hafa kom- ið upp, sem gleypa í sig alt karlfólk landanna, og að þar með hefir verið alið á hinum svívirðilega her- stéttar anda hjá þjóðunum. Enda blöðin, sem á svo margan hátt hafa gagnað málefni frelsisins, hafa ein- att gert mikið til að auka þjóðahatrið og ýfa þrætu- mál milli þjóðanna, og blöðin, ásamt málþráðaskeyt- unum, sá út þessu æsingaefni landshornanna milli. Menn kunna að segja, að vandkvæði þessi séu að eins umlíðandi, og hafi svo sem af tilviljun orðið samfara stjórnarfarsbreytingu, sem þó að öllu sam- töldu hafi framað frið og réttlæti. Það er mikið hæft í því, og eins í hinu, að aðalvillan hjá mönnum 1789 var ekki sú, að þeir gerðu sér von um að skyn- semi og frelsi mundu bera sína réttu ávexti, heldr í því, að þeir bjuggust of snemma við þessum ávöxt- um. Þegar vér rennum augum aftr yfir þessa stjórn- byltingaröld, og lítum á árangrinn, þá leiðumst vér miklu fremr til að lækka vonir um framtíð mannfé- lagsins, enn til að gefa þær frá oss. Framförin er seinfara, manneðlið er sínum brestum og breyskleika undirorpið, og nálega hverjum vinningi fylgir sam- svarandi tjón. Mikið skilr í milli þess heims, sem hinir gagnhrifnu menn 1789 töfruðu fram fyrir sér í öllum ljóma gullaldarinnar, og þess heims, sem nú liggr frammi fyrir augum vorum í sannri reynd, enn ef vér berum saman Evrópu 18. aldarinnar við þá, sem 20. öldin bráðum rennr upp yfir, þá sjáum vér nálega á öllum svæðum mannlífsins svo miklarfram- farir, að vér höfum fulla ástæðu til að vona, að marg- ar þær meinsemdir, sem enn þá kæta hjörtu svart- sjáendanna, muni réna eða hverfa þegar fram líða stundir.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.