Fjallkonan


Fjallkonan - 24.06.1890, Qupperneq 5

Fjallkonan - 24.06.1890, Qupperneq 5
25 Nokkur atriði heilbrigðisfræðinnar. [Niðrlag.] Ecflihvöt þeirri, er vaknar hjá karli og konu með þroskaárunum og dregr hvort kynið að öðru, álíta flestir að best sé að jafnaði að fullnægja áðr enn mörg ár líða, þannig, að menn giftist heldr fyr enn seinna, því að ef þessari hvöt er ekki full- nægt á eðlilegan hátt, getr leitt af því ýms vand- kvæði; menn láta ímyndunaraflið leiða sig í gönur og leitast við að fullnægja tilhneigingum sínum á ó- eðlilegan hátt, enn það getr orðið hættulegt fyrir heilsuna. Það er alveg rangt, að hreyfa ekki slíku opinberlega, þar sem hér er um talsvert almennan siðferðisbrest að ræða, sem getr einnig haft illar af- leiðingar fyrir heilsu manna, er almenningi er ókunn- ugt um. Ymsir nýjustu rithöfundar og læknar eru nú farnir að rita um þetta í bókum og tímaritum; enn þyki einhverjum hneykslanlegt að tala um slíkt opinberlega, má benda á að jafnvel í sjálfri biflíunni er talað um þetta atriði með Ijósustu orðum, og getr því ekki verið hneykslanlegt að áminna menn um það. Ymsir útlendir læknar hafa fyrmeir ritað um, hve skaðlegt væri að fullnægja þessum tilhneigingum öðruvísi enn eðlilegast er, og hafa útmálað afleið- ingarnar hræðilega; enn nú á tímum álíta læknar, að einkum sé hættulegt, ef unglingarnir leiðast af- vega í þessum efnum meðan þeir eru lítt þroskaðir. Unghörn. Á engum tíma mannsæfinnar ríðr jafn- mikið á umhyggju og varfærni sem fyrsta tímann; margar og miklar hættur vofa yflr vesalings ung- börnunum, sem enga björg geta veitt sér, enn því miðr er óhætt að segja, að heimska og hleypidómar þeirra, sem eiga að gæta barnanna, gera oft hætt- una margfalt meiri. Vér skulum nú fyrst tala um fæði barnanna. Það er fyrst af öllu, að móðirin á að leggja barnið a brjóst, ef unt er, því móðurmjólk- in er hin eina eðlilega fæða handa barninu. Verið getr, að móðirin sé ekki keilsugóð, og skal hún þá spyrja lækni ráða um, hvort hún megi ekki leggja barnið á brjóst. Fyrstu 5—6 mánuðina á barnið að lifa eingöngu á móðurmjólkinni, ef unt er; öll önnur fæða er ekki einungis óþörf, heldr skaðleg. Börn ætti alls ekki að vera lengr á brjósti enn eitt ár, og á seinni hluta ársins má venja það við „velling11 og þess háttar, svo að umskiftin verði auðveldari. Það er afleitr ósiðr, sem sumstaðar tíðkast, að láta barn- ið sjúga móðurina hálft annað ár eða jafnvel tvö ár eða lengr; móðirin þolir það ekki og barnið hefir heldr ekki gagn af því. — Geti móðirin ekki lagt barnið á brjóst, er auðvitað best að láta aðra konu taka það á brjóst, enn það er ekki algengt, og hitt venjan, að nota kúamjólk. Kúamjólkin verðr þá að vera úr heilbrigðri kú, sem fóðruð er eingöngu á heyi; skal mjólkin fyrstu 6 vikurnar vera svo blönd- uð, að tveir þriðjungar af vatni séu móti einum þriðjung af mjólk, enn síðan má auka mjólkina, og þegar barnið er 5 mánaða, má gefa því mjólkina ó- blandaða. Svo verðr ætíð að láta dálítið af hvítasykri í mjólkina til að gera hana líkari móðurmjólkinni. Mjólkin verðr ætíð að vera ný og aldrei súr. Verðr því að sjóða hana undir eins, og vatnið, sem bland- að er saman við liana, á einnig að vera soðið. Mjólk- ina skal hafa á flösku, enn ekki mata barnið með spæni eða á annan hátt. Verðr að gæta mesta hreinlætis með flöskuna og „túttuna“ (spenann), að óhreinindi setjist ekki í það eða súr mjólk. Ætti ætíð að hafa tvær flöskur með þessum útbúnaði og láta aðra liggja í köldu vatni meðan hin er brúkuð. Barnið á að fá að drekka úr flöskunni nokkurnveg- inn á reglubundnum tíma. Fyrstu vikurnar er mátu- legt að gefa því að drekka annanhvorn kl.tíma á daginn, og þrisvar á nóttu, síðan sjaldnar. Það er alveg rangt, að láta börnin ætíð fá pelann í hvert sinn sem þau hljóða. Börnin hijóða af mörgu öðru enn hungri, og sé það magakvilli, sem gengr að barninu, er það að eins til að gera vont verra að gefa því mjólk. Barnið má heldr aldrei sofa með pelann. Grott er að þurka iðulega innan munninn á barninu, þegar það hefir drukkið; það varnar oft munnskófinni. Að brúka dúsu er alveg fráleitt, hvort sem í henni er haft sykr eða brauð; það skemmir maga barnsins. Hreinlæti er enn nauðsynlegra fyrir ungbarnið, enn fullvaxinn mann, og óþrifnaðr veldr oft að barnið er óspakt. Barnið á altaf að vera í þurrum umbúðum, og verðr því ekki of oft skift á því. Kvöld og morgna ætti að þvo barnið úr vatni, sem kaldakulið er tekið úr, um allan líkamann; skurfur í höfðinu verðr að lækna og öll útbrot, og má ekki vanrækja það, enda gera þessir kvillar barnið óspakt, þar sem það heflr af þeim sviða og kláða. Hreint loft er áríðandi ekki síðr fyrir börn enn fullorðna; reyndar má ekki, jafnvel þó að sumrinu sé, fara með börn undir bert loft meðan þau eru yngri enn 6 vikna, enn loftið í hýbýlunum má bæta með því, að ljúka iðulega upp gluggum. Vöggur eru alveg óþarfar fyrir börn, og þau börn, sem ekki venjast þeim, eru ekki óspakari. Þó sak- ar það ekki að rugga barninu lítið eitt. Oft eru börnin dúðuð of mikið í vöggunni, vafln í þykkart sængur o. s. frv., enn það er óholt, enda verðr þá barnið iðulega sveitt. Klæðnaðr og rúmfatnaðr barns- ins á að vera léttr. Sœngrkonnr. Það sem varðar einna mest við sængrkonur, er þær haf'a alið barn, er að þær geti alveg verið í næði, hvílst og sofið. Reynslan sýnir, að sængrlegan á að vera minst 9—10 daga, helst 12 daga. Margar konur fara á fætur á 2. eða 3. degi, og þó það geti stundum lánast, er það mjög hættuleg óvarkárni. Af því konan er máttvana eftir fæðinguna, verðr hún að hafa góða og styrkjandi fæðu, enn þó ekki þunga fæðu. Egg, mjólk, kjöt- súpa og kjöt er oftast gott, og það er rangt að láta konuna hafa vatnsgraut, sem lítil næring er í. Þó verðr að taka tillit til þess, hvernig meltingin og hægðirnar eru. Þess ber að gæta, að konan þarf að hafa sem best næði, og má því ekki halda henni uppi með hrókaræðum, eins og víða tíðkast. Þegar konan er komin á fætr, verðr að forðast alla áreynslu fyrst um sinn. Það er ekki fyrr enn eftir hér um bil 10 vikur, að hún er nokkurn veginn komin í samt lag aftr. Nœmir sjúkdómar. Vísindin hafa á síðari árum stigið stórt stig í rannsóknum næmra sjúkdóma. Nú verðr það Ijóst um fleiri og fleiri slíka sjúkdóma, að þeir stafa af ýmsum smáum kvikindum eða plöntu-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.