Fjallkonan


Fjallkonan - 11.11.1890, Síða 1

Fjallkonan - 11.11.1890, Síða 1
Kemr út 6. þri»judögnm. Árg. 2 kr. (3 kr. erlendis) 36 bl. -f- aukautgáfu 1 kr. —1,50 (1,50-2 kr. erl.). Gjalddagi t júli. FJALLKONA [Uppsöpn ógild nema skrifl. komi til útgef. fyr. 1. okt. Skrifstofa 1 Veltusundi 3. Útgef.: Vald. Ásmundarson. VII, 34. REYKJAVÍK, 11. NÓVEMBER. 1890. Onotaöir kraftar. Þegar hugvitsmaðrinn mikli Edison fór heimleiðis frá heimssýningunni í París og lagði út á Atlants- haflð, sagði hann upp úr þurru: „Hvílík ógrynni af hestum eru hér?“ Þeir sem heyrðu til, héldu að hann væri ruglaðr og sæi ofsjónir, enn þegar þeir fóru að tala við hann, urðu þeir þess vísari, að hann átti við það, hve ótölulega mörg hesta-öfl væru fólg- in í hreyfingum sjáfarins, og að það væri verkefni fyrir hugvitsmennina, að fá þetta afl í þjónustu mann- kynsins. Enn álíka og kraftar náttúrunnar eru þannig að mestu ónotaðir. svo er því og háttað með hina and- legu kraf'ta. Vér viljum nú fara nokkrum orðum um, hvernig þjóð vor neytir krafta sinna. Það hefir lengi verið sagt, að íslenskir alþýðumenn gætu eigi fátæktar vegna neytt krafta sinna. Já, „gömul að vísu er saga sú, enn samt er hún ávalt ný“. Hún er sögð enn í dag landshornanna á milli, og sýnist vera orðin að rótgróinni þjóðtrú. Fyrir mitt leyti vildi ég helst geta kipt rótinni undan þessu illgresi, sem staðið hefir margri ávaxtavænni jurt fyrir þrifum. Ekki neita ég því, að alþýðumenn íslenskir sé ein- att fátækir. enn hinu neita ég, að fátæktin ein sé það, er því meini veldr, að þeir geta ekki neytt krafta sinna. Veit ég það vel, að orðtækið segir, að auðrinn sé afl þeirra hluta sem gera skal, enn hann er það þó því að eins, að hann sé hafðr til þess. Enn það er ekki ávalt, því að þeir, sem mest hafa gert, eru eigi ætíð mestir auðmenn. Því fer fjarri. Atorkusamr og viljafastr fátæklingr fær einatt ótrú- lega miklu til leiðar komið. Hér á við það sem Tegnér segir á einum stað: „Fátæktin er meira enn eintóm reynsla. Hún herðir oft manninn og knýr þá krafta fram, sem annars myndi aldrei beraá. Ávext- ir fátæktarinnar verða þá, sæmd, dáð og sjálfstæði“. Enn mjög er það komið undir náttúrufari og uppeldi, hvað úr fátækum unglingi verðr. Sé honum meðfædd ómenskan, eða sé honum ungum kent að víla og vola, þá verðr sagan um fátæktina óræk sannindi. Hér er það engin undantekning, þótt alþýðumenn sé félitlir, og illa væri þá þjóð vor farin, ef þar af leiddi, að menn alment gætu eigi neytt krafta sinna. Þá væri alment ekkert gert. Það mætti nú reyndar færa til sannanir fyrir því, að lítið væri gert eða ekkert af mörgum og víða. Enn ef vér virðum gaum- gæfilega fyrir oss menn, sem lagt hafa árar i bát og eru öðrum til byrði, þá munum vér mjög oft komast að raun um, að það er ekki féleysi þeirra, sem veldr því, heldr hitt, að þeir eru áhugalausir, nenna ekki að láta hendr standa fram úr ermum og stendr hjartanlega á sama, hvernig alt veltr. Enn hvað sem þessu líðr, þá eru þeir eisri allfáir meðal þjóðarinnar, sem koma miklu í verk með litl- um efnum með starfsemi sinni og áhuga, sem eru sómamenn, dáðríkir og sjálfstæðir. Það er vísteink- um til þessara manna, sem skáldið Burns talar, þar sem hann segir: „Hví skal ei bera höfuð hátt í heiðurs-fátækt — þrátt fyrir alt? Svei vílsins þræl. Þö voga mátt Að vera snauðr þrátt fyrir alt. Þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt, Þreytuna, stritið og baslið alt: Alt hefðarstand er mðtuð mynt, Enn maðrinn gullið, þrátt fyrir alt“. Ég ætlaði að sýna fram á það, að hjá þjóð vorri væru margir ónotaðir kraftar og ég hygg ég geti sannað það. Hvar helst sem íslenska dáðleysið drepr menn í dróma og hvar helst sem eigingirnin haml- ar mönnum frá að vinna það, sem verðr allri þjóð til nota, af því, að þeir „hafa“ oflítið „upp úr því“ sjálfir — þá liggja þar ónotaðir lcraftar, þar er fólg- ið fé í jörðu. Það er ógrynni fjár, sem aldrei kemr til skila á þenna hátt hér á landi. Á þessi svik er sjaldan minst, enn óhætt mun þó að fullyrða, að tí- undarsvikin komist ekki í hálfkvisti við þau. Á annan hátt liggja líka ónotaðir kraftar hjá þjóð vorri. Ég þekki marga unga alþýðumenn, hæfileika- menn annaðtveggja til líkamlegra eða andlegra starfa eða hvorttveggja. Margir eru í raun og veru munað- arlausir, eiga enga að, aðrir eiga nóga venslamenn, enn þessir vensiamenn gefa hæfileikum þeirra engan gaum. Þessa ungu menn þekki eg marga, því að ég hefi verið í þeirri stöðu, að þeir hafa hlotið að verða fyrir mér; þeir hafa mikinn áhuga á að kom- ast áfram og verja hverjum eyri til þess að ná til- gangi sínum. Enn sakir þess, að aurarnir eru ávalt af skornum skamti, þá verðr þeim seint og lítið á- gengt. Og svo hverfr æska þeirra á burtu í árang- urslítilli baráttu. Skyldir og vandalausir ganga fram hjá þeim, ýmist af ræktarleysi, eða þá af því, að þeir hafa ekki vit á að meta viðleitni þeirra. Svo eru þeir heldr látnir gefast upp og verða að litlum notum í stað þess, að rétta þeim hjálparhönd. Enn það eru nóg dæmi þess, að eigi þarf stórfé til að hjálpa þeim áfram, sem vill hjálpa sér sjálfr. Og þeir eru margir, sem þessum mönnum geta rétt hjálp- arhönd, enn þeir gera það ekki, af því að það er ekki landssiðr, af því, að þeim þykir það þarfleysa, og í þriðja lagi af því, að þeir haf'a enga ánægju af að gera það, þótt þeir geti. Bróðurkærleikann og þjóðræknina vantar, þótt fé vanti eigi. Það er sannfæring mín, að prestar vorir t. d. myndu koma meiru til leiðar hjá alþýðu í þessu efni, ef þeir tækju að sér efnilega unglinga og kæmu þeim á framfæri, enn þótt þeir héldi langar ræður um kær- leiksverk, sem þeir sjálfir vilja ekki snerta hendi við. Ég á hér auðvitað við þá unglinga, sem engir aðrir skyldir né vandalausir gefa gaum. Það væri pré-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.