Fjallkonan


Fjallkonan - 11.11.1890, Page 2

Fjallkonan - 11.11.1890, Page 2
136 FJALLKONAN. VII, 34. dikun, sem bændr geta skilið og mundu breyta eftir. Eg meina ekki að það sé skylda prestanna einna, að gera þetta, því það er skylda hvers manns í liverri stöðu sem hann er. Enn þeir standa nær enn aðrir að gera þetta, sem eru prestar, því að þeir hafa ein- att mest ráð um þessi málefni í héruðum og hafa þar að auki oftast efni og þekkingu til að láta eitt- hvað gott af sér leiða í þessari grein. Þetta hafa og margir prestar gert og aðrir góðir menn fylgt dæmi þeirra. Hér er álitlegr höfuðstóll, sem þjóð vor missir sakir þess, að menn hirða eigi um að gera þeim mögulegt að neyta krafta sinna, sem vilja neyta þeirra. Þá eru það eigi alllitlir kraftar, sem eru ónotaðir eða fara forgörðum hjá þjóð vorri sakir óhófs og of- drykkju. Þetta liggr öllum svo í augum uppi, að ég þarf eigi að lýsa því nákvæmlega. Það nægir, að taka það fram, að ofdrykkjan og annað óhóf eyð- ir miklu fé og miklum kröftum hjá svo fámennri þjóð eins og vér erum. Niðrstaðan verðr þá þessi: Vér svíkjumst um að efla þjóðþrif vor : í fyrsta lagi með hugsunarieysi og aðgerðaieysi, í öðru lagi með því að hjáipa ekki livorir öðrum að komast áfram og í þriðja lagi með því að eyða kröftum vorum með óhófi. Vér íorum ýmist með krafta vora eins og fé, sem liggr arðlaust á kistubotni eða eins og fé, sem fleygt er i sjóinn. i?.+ Útlendar fréttir til október-loka. Þýskaland. Um alt Þýskaland vóru 26. f. m. stórkostlegar hátíðir í minningu þess, að Moltke var þá niræðr, því þann dag er hann fæddr árið 1800. í Berlín var honum haldin blysfór (1200 manna); keisarinn sótti hann heim og flutti honum i viðr- vist margs stórmennis fagnaðaróskir sínar og gaf honum afar- skrautlegan marskálks-staf, mesta dýrgrip. Caprivi ríkiskanslari ætlaði i byrjun þ. m. til Suðr-Þýskalands og eiga síðan tal við Crispi i Mailand. Verdy hermálaráðherra farinn frá; annar liðs- foringi Kaltenborn-Stachau kominn í hans stað. England. Brien og Dillon, sem fyr er getið að Balfour lét taka fasta, enn var slept mót ábyrgð, höfðu haft sig undan lög- sókn, flúið til Ameriku. Því hefir verið lýstyfir af hálfu ensku stjórnarinnar, að hún mundi hlutast til að bæta úr hungrsneyð- inni á írlandi, sem stafar af þvi að jarðepla-uppskeran brást.— Átta Þjóðverjar höfðu verið myrtir í Witu í Afríku, sem er und- ir enskum yfirráðum; var krafið bóta af soldáni, enn hann synj- aði og lágu þar ensk herskip búinn til að skjóta niðr þorp og hæi ef kröfunum væri ekki fullnægt. — Nýlega hélt Giadstone ræðu á fundi kjósenda sinna í Edinborg og veitti Salisbury harð- ar átölur fyrir utanrikispólitík hans; fór og hörðum orðum um meðferð Bússa stjómar á Gyðingum. Holland. Konungr þar veikr mjög og sagðr ófær til stjórn- ar; var þvi komið til umræðu á þingi að láta landstjóra taka við völdum (Adolf kertoga af Nassau). Frakkland. Sjóliðsforingi Frakka við Dahomey-strendr hafði í von um staðfestingu stjórnarinnar samið frið við konunginn þar með þeim skilmálum, að hann viðrkendi eignarrétt Frakka að ítökum þar í landi. N.-Ameríka. Viða í Evrópu segir mönnum illa hugr um hin nýju toll-lög Amerikumanna, er virðast gerð til þess að loka Amerikn fyrir verslun Evrópu og varna því að Ameríkumenn eigi kaup við Evrópumenn. Einn af hinum merkari þingmönn. um Frakka (Burdeau) sagði á fundi kjósenda sinna í Lyon, að að ekki væri annað fyrir, enn mæta frýjulaust ófriði þeim, er Ameríka hefði hafið. Frakkland gæti t. d. sparað stórum Ame- ríku í óhag, með þvi að kaupa korn í Austrriki-Ungarn og steinolíu í Rússlandi. í einu merku blaði er þannig að orði komist um þetta mál: „Jötunvaxinn draugr er vakinn upp á ströndum Hudsons-flóa og skálmaryfir Atlantshaf. Draugr þes færir með sér atvinnuleysi; allir sem iifa á viðskiftum við Ame- ríku verða nú annaðhvort atvinnulausir eða þeir mega að minsta kosti kvíða ókomnum tíma. Draugrinn frá Ameríku sest í dyr verksmiðjanna og mælir þessi voðalegu orð: „Kaupum ekkert af Evrópumönnum". A morgun hefst ófriðr þessi milli beggja heimsálfanna, og varðar meiru enn öll pólitik, því að hér er að tefla um atvinnu og lífsskilyrði miljóna manna. Amerika ein sækir oss, enn vér erum verjulausir og máttvana; vér munum framvegis þreyta samkepni vor á milli og ríkin eyða kröftum sínum í sífeldri tvidrægni, enn skella skolleyrunum við hinni voðalegu ávinningu, sem Amerika gefr oss“. — Tíminn sýnir hvað rætast muni í slíkum spám. 520000 kr. hefir stjórnin í Kanada veitt til að styðja að inn- flutningum, til að launa agentum o. s. frv. (Glasg. Herald). Danmörk. ' í fólksþinginu danska sagði hermálaráðherrann Bahnson nýlega, að víggirðing Khafnar væri eingöngu til að halda uppi friðstöðu (neutralitet) Danmerkr á ófriðartíma. Að þessu er skopast mjög í þýskum blöðum og spurt, hvort Dana- stjórn muni víggirða Khöfn móti árásum Frakka og Rússa. ---OXJ-XXP--- Um síðustu ferð strandferðaskipsins (eftir farpega). Ferðasaga sú, sem hér fer á eftir, er sögð svo hlutdrægnis- laust sem verða má, og einungis í þeim tilgangi að láta þá vita, sem aldrei hafa slikar farir farið, hvernig þær geta verið. Enn fróðleg kann hún að verða fyrir fleiri, einkum þá, sem vilja og geta látið sig nokkru skifta þetta mál. Það er uppkaf þessa máls, að ég keypti mér farbréf til Reykja- víkr hjá konsúl C. D. Tulinius á Eskifirði fyrir kr. 29,30. Þá hlaut ég nafnið farþegi og var tekinn í löguneyti með fleirum samnefndum á öðru farþegarúmi i strandferðaskipnu „Thyra“. Skipið lagði af stað frá Eskifirði að morgni hins 5. okt. og eftir hinni makalausu áætlun um ferðir póstskipanna kringum landið þetta árið, átti „Thyra“ að vera komin til Rcykjavíkr eigi síðar enn 15. s. m. Enn þá hefi ég aldrei satt sagt, sé það lygi, að hún hafi komið til Reykjavikr að morgni hins 29. s. m.! Nú munu menn spyrja: Hvað olli þessari töf, hví var skipið svo langt á eftir skynsamlegri áætlun? Ég skal svara þvi skjótt. Aðalorsökin var sú, að i skipinu vóru meiri og minni vörur til hvers hafnarstaðar, er það átti að koma til. Til þess þurfti tíma, einkum þar sem skipið lagð- ist kippkorn frá landi, enn það mun hafa verið hvarvetna nema á ísafirði og Önundarfirði. Þar iagðist það við bryggjur. Enn nú er þess að gæta, að „Thyra“ er frjósöm mjög. Undir eins og hún hefir fætt einn krakkann er hún orðin þunguð að öðrum. Hér á ég við það, að vörum var skipað út í hana jafnframt því sem skipað var upp. Til þessa þurfti líka tíma. Nú, þetta var aðalorsökin til þess að skipið tafðist. Þá er mér i minni annað atvik, sem líklega má telja að miði í sömu áttina. Skipstjóri hleypti skipinu inn á Reykjarfjörð á Ströndum, af því hann þorði eigi að liggja á Skagastrandarhöfn (nóttina milli hins 12. og 13. okt.) í hvössum sunnanvindi. Þar lá skipið daginn eftir í meinlausu veðri; þá var brimlaust á Skagastrandarhöfn. Dag- inn eftir (hinn 14.) lagði skipstjóri af stað af'tr til Skagastrand- ar. Enn þá var því nær skollinn á álandsbylr (norðanveðr). Svo var brimið þá mikið, að fáeinum bátum með vörum og far- þegum varð komið i land. Þó komust eigi allir farþegar í land, er þaugað skyldu fara, svo sem stúlkur, er ætluðu til kvennaskól- ans i Ytriey, enn eitthvað af farangri þeirra aftr á móti. Enn nokkrir farþegar komust i land, er lengra skyldu fara. Út á skip höfðu komið þrir menn, er áttu heima á Skagaströnd. Þeg- ar svona stóðu sakir, skall veðrið á og skipið lagði til djúps. Nú var skipstjóri orðinn kunnugr Húnaflóa og hélt skipinu við alla nóttina og fram að miðjum degi daginn eftir i flóanum. Þá réðst hann í með leiðsögn manns nokkurs af Skagaströnd er var á skipinu að hleypa aftr inn á Reykjarfjörð. Þessu urðum vér farþegar fegnir úr þvi sem ráða var, því Engan veit ég guðs á grænni jörð Gestrisnari vog enn Reykjarfjörð. Allur heimsins hafvillingafans hrekst og rekst og skekst á náðir hans. Sama daginn, sem skipið var að velkjast í Húnaflóa, átti það að fara frá Reykjavík. Þetta atriði er eftirtekta vert. Hinn

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.