Fjallkonan


Fjallkonan - 11.11.1890, Side 3

Fjallkonan - 11.11.1890, Side 3
11. nóv. 1890. FJAL LKONAN. 13 7 17. var aftr lagt á stað til Skagastrandar, enn fyrst teknar vör- ur af Thorarensen kaupmanni. Hefði eigi þessi fyrri Reykjar- fjarðar lykkja verið gerð á leiðina, þá hefði skipið komið til ísafjarðar hinn 14. og þá hefðum við sloppið við þennan hrakn- ing allan. Nfi hefi ég talið það, sem fyrir skipinu tafði. Enn til hvers er áætlunin ? Hún er fyrir farþegaskip, enn ekki fyr- ir vöruflutningaskip, eða skip, sem flytr fólk eins og það væri vörur. Hvernig fór um farþega á skipinu? Ó, þeir áttu eLki sjö dagana sæla. Að meðaltali munu hafa verið rúmir huudrað far- þegar á skipinu. t>að var fólk af ýmsum stéttum: námsmenn, námsmeyjar, sjóróðrarmenn að sunnan og norðan og vestan, kaupa- menn, iðnaðarmenn og réttir og sléttir ferðalangar. Já, hér varð þröng á þingi. 1 öðru farþegarúmi var að jafnaði hálfr þriði tugr manna. Enn í raun réttri er þar eigi rúm fyrir fleiri farþega enn 10—12 og mun vera vel í lagt. Hér varð þvi ilt að vera, enda sagði einn af farþegum, að það sem þá brystij væri fyrst og fremst loft — og vatn, bætti hann við, þ; ir Húnaflóa-hringsólið góða, þá varð hörgull á vatni, , tt dægr fengum við ekki einn dropa af vatni, og engu góðu svar- að, ef þyrstir menn beiddust svölunar. Á ísafirði var ekki tekið vatn, og dvaldi þó skipið þar í tvo daga. Enn á Dýraflrði var það loks tekið. Enn það var þá því nær ódrekkandi, kolmórautt leirvatn og ávalt af skornum skamti. Af þessu vatnsleysi leiddi, að eigi allfáir af farþegum tóku að kaupa sér bjór fyrir 25 aura hálflöskuna og svo lemonade og sódavatn fyrir líkt verð. Þetta varð vatn á myllu brytans, enda blöskruðu mér þó ógrynni, sem vóru keypt af bajerska ölinu bæði af skipverjum, farþegum og mönnum, sem komu úr landi á höfnunum. Ef dæma skyldi um fólk úr landi í þessari grein, eftir þvi hve mikill bjór var drukkinn úti á skipi, þá eru ísfirðingar mestu bjórdrykkjumenn. Oft varð mikil þröng af þessu fólki á öðru farþegarúmi, þvi að i þar var útsalan á þessum makalausa svaladrykk. Já ég var að lýsa öðru farþegarúmi. Loftið þar var óþolandi, því að loft gat hvergi komist þangað þegar skipið var á ferð nema um upp- gönguna. Á Húnattóa var henni líka lokað sakir sjógangsins, og vita þeir það best, sem reyndu, hvernig loftið var þá. Fiest- ir vóru sjúkir og seldu óspart upp og rann sá straumr um gólfið; lagði af því ódaun, sem nærri má geta, enda voru sumir svo eyði- lagðir af þessu daunilla lofti, að þeir móktu eins og milli heims og helju. Legurúmin voru eigi mýkri enn góðu hófi gegndi; þau vóru sannarlega spartversk og svæflarnir vóru likastir hlunn- um að hörku og lögun; varð mörgum ilt i hálsi og höfði af því að hvíla á þeim. Enn mikið vantaði á að allir gætu fengið hér rúm, sem keypt höfðu farbréf á annað farþegarúm í landi. Þeim var ýmist vísað i lestina eða á þilfarið, eða þeim var hlaðið ofan á þá, sem fyrir vóru, og stundum urðu þeir að rýma, sem fyrir vóru fyrir hinum síðari. Það var brytans dómr. Pengu þeir sem þessi farbréf höfðu, og eigi f'engu rúm, nokkra viðreisn? Það veit ég ekki. Segi þeir til. Mér datt i hug, hvort það liktist nokkurri góðri reglu, að selt væri rúm, sem ekki væri til og hvort þessi farbréfasala í iandi væri ekki hrein og bein svika- mylla. í lestinni var nú ávalt fjöldi farþega, og að því er loftið snerti, áttu þeir betra, að minsta kosti frá Seyðisfirði til Akreyrar, þvi að þá máttu þeir standa á þilfarinu margir í norðaustan kraparigningu, sem lauk með frosti, svo að þeir urðu allir sýld- ir. Mest vorkendi ég þar konu, sem hafði með sér dálitinn drenghnokka á að giska 5—6 ára. Enn á leiðinni frá Akreyri I til Sauðárkróks mun skipstjóri hafa hrærst til meðaumkunar með þessu fólki, þvi þá var þvi leyft að fara niðr í lestina. Enn meðan skipið dvaldi þar, urðu þeir i tvær nætr aftr að standa uppi á þiljum, þvi þá var skipað svo iniklu af vörunum upp og út, að sjálfsagt var að láta þær sitja í fyrirrúmi fyrir farþeg- um. Á Skagaströnd var byrjað á að fiytja vörur í land, enn farþegar sem þangað áttu að fara, fengu eigi far. Hér vóru vörurnar metnar meira enn fólkið. Ekki er okkr íslendingum gert hátt undir höfði, þar sem kjöttunnur o. s. frv. eru teknar fram yfir oss. Hafði enginn skaða af þessu sleifaralagi ? Ég hygg, að það verði ekki tölum talið, hvilikan skaða farþegar og aðrir bíða við j það. Á seinni höfnunum höfðu menn beðið 2—3 vikur eftir skip- j inu atvinnulausir og hér i Reykjavík biðu menn eftir vörum að norðan, er þeir áttu að fáíkaup. Enn nú komu þær alls ekki sumar þeirra, sumt hefir farist, eins og t. d. í Húnaflóa vörur, sem sagt var að hefðu átt að fara til ísafarðar og var fleygt fyrir borð. Þá liggr í augum uppi að ferðakostnaðrinn muni hafa gert margan snauðan af fátæku sjóróðrafólki; þvi að þótt flestir fæddu sig sjálfir, þá varð þeim lifið þó töluvert kostnaðarsamt. Þeir urðu að kaupa sér matbirgðir á hverri höfn og keyptu þar að auki ýmislegt aukreitis, sem þeir hefðu ekki keypt, ef þeir hefðu getað veitt sér þægilegt fæði. Skonrok og steinbítr er þur fæða til lengdar, einkum þegar menn verða íyrir viðmetistjóni. Þeir, sem keyptu’sér kost í öðru farþegarúmi, urðu að borga tvær krónur um daginn; nam það 50 krónum hingað til Reykja- víkr fyrir þá, sem komu frá fyrstu liöfn (Eskifirði). Enn vildu lestarbúar kaupa einstakar máltiðir, þá kostaði hver máltíð 3 krónur dagfæðið. Þetta kom stöku sinnum fyrir, þegar sem verst gekk. Enn er ótalinn sóðaskaprinn á skipinu. Þar ægði öllu saman, og má ég segja það, þó svart sé, að landar mínir tóku góðan þátt i óþrifnaði þeim, ef annars hefði verið hægt að gera ilt verra. Um skipstjóra má það segja, að hann hafði lítil afskifti af farþegum, nema þeim sem vóru á fyrsta farþegarúmi, enda var það haft eftir honum, að þeir einir væru sér viðkomandi. Enn dýrt var- þeim það og alls eigi öfundarverðir. Hvað á nú þetta lengi svona að ganga, að vér höfum þetta skip fyrir farþegaskip. Ég óska og vona, að þeir sem vilja og geta kipt þessu í lag, geri það sem fyrst, þvi margr á um sárt að binda, og æpa mætti landslýðr fagnaðaróp, ef Hovgárd kæmi eigi hingað aftr á „Thyra“ eða öðru þviumliku farþegaskipi. * * * G-rein um strandferðirnar, afgreiðslu á flutning- um með þeim o. fl. kemr innan skamms í þessu blaði. Eitstj. Prestaköll veitt 6. þ. m.: Hvammr í Dölum presta- skólakand. Kjartani Helgasyni og Sauðafell aðstoðar- presti þar séra Jóhannesi L. L. Jóhanussyni, hvort- tveggja samkvæmt kosningu safnaðanna. Prestvígðr á sunnudaginn var kand. Kjartan Helga- son til Hvamms í Hvammssveit. Mannalát. 11. okt. lést Stefán Jónsson á Stein- stöðum í Öxnadal, um langan aldr alþingismaðr Ey- firðinga, sat á öllum kinum ráðgefandi þingum. Hann var íæddr 1801, og því nálega níræðr að aldri. Hann þótti jafuan koma skynsamlega fram á þingi og var mjög vandaðr maðr í öllum greinum. Hann var um mörg ár umboðsmaðr Möðruvallaklaustrs. Búhöldr var haun góðr. Síðari kona hans var Eannveig Hall- grímsdóttir, alsystir Jónasar skálds, og var hún | mesta rausnarkona. 4. f. m. druknaði í G-rímsá hjá Ketilsstöðum á Völl- ; um Páll Pálsson prestr í Þingmúla, 54 ára að aldri, j fyrrum alþingismaðr, kennari heyrnar og málleys- ingja o. s. frv. 15. f. m. lést séra Markús Gíslason prestr að Stafa- felli í Lóni, 53 ára að aldri, af nýrnasjúkdómi eftir mánaðarlegu. 28. sept. lést Jón bóndi Benediktsson á Stóruvöll- um í Bárðardal, einn af helstu bændum þar nyrðra j hniginn á efra aldr. Fjárkaupaskip þeirra Thordals félaga Princess j Alexandra fór héðan 7. nóv. með 2500 fjár. Fjár- j kaupaskip Coghills Magnetic fer héðan í dag með 3000 fjár. Hornafirði 6. okt. „Tíðarfar var mjög hagstætt í sumar fram að byrjun sept.; þá gekk í rigningar, sem héldust öðru hverju allan mánuðinn; vegna þess varð heyskaprinn endasleppari enn annars hefði orðið, og hey, sem slegið var í þeim mánuði, hrakt- ist og rýrnaði nokkuð. Samt er lieyskapr alment 1 betra lagi og sumstaðar afbragðs góðr, því að grasvöxtr var ágætlega góðr

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.