Fjallkonan


Fjallkonan - 11.11.1890, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 11.11.1890, Blaðsíða 4
138 FJALLKONAN. VII, 34. víða. — Sláttr byrjaði alment í 12. viku suraars, og hefði byrjað fyr, befði ekki lcvefsóttin geisað hér um }>ær mundir, sem tók rétt' að segja hvern mann; enn annars mátti hún heita fremr væg og mjög fáir dón úr henni. Markaðir voru haldnir hér í sýslunni 15.—22. f. m., af verslunarstjórunum frá Papósi og Djúpavogi og Englendingi, sem var með fyrir verslun Örum & Wulfs. Verðið á fénu hækkaði eftir því sem austar dró. í Öræfum gáfu þeir hér um bil 13 kr. fyrir sauði, i Suðrsveit 14 kr., á Mýrum 15 kr. rúmar, í Nesjum kr. 16,50 og Lóni 17, 18—19 kr. hæst. Enn fyrir ær, vetrgamalt fé og rýra tvævet- linga gáfu þeir alment 8, 9—10 kr. Hross keyptu þeir núna í haust og í sumar; verð á tryppunum var 35—50 kr., enn íyrir uppkomna hesta gáfu þeir 65—80 kr. Grasvöxtr varð alment í hetra lagi í sumar. Gulrófur (úr vermireit) urðu sumstaðar rúmar 10 merkr á þyngd“. Arnessýslu, 22. okt. „Svo var ákveðið á sýslunefndar- fundinum 24. f. m., að halda skyldi fénaðarsýningu í sambandi við markaðina. Búnaðarfélag suðramtsins hafði iofað styrk til þess, og jafnframt lofað að útnefna formann dómnefndar, enn sýslunefndin útnefndi 2 meðdómsmenn; Jóhann Eiriksson i Odd- geirshólahöfða og Jón Oddsson i Háholti, enn til vara Ásmund Benidiktsson i Haga. Jóhann lá veikr, enn Ásmundr fékk að eins köllunarbréf til vara, og fór því hvergi. Jón fór; enn þegar til sýningarstaðanna kom, vantaði formann dómnefndar og varð því ekkert úr sýningunni. Raunar hafði stjórn Búnaðarfélags- ins brugðið skjótt' við, er henni kom bréf sýslunefndarinnar, og kvatt Helga bónda í Birtingaholti fyrir formann dómnefndar, og átti oddviti að senda honum köllunarbréf. Enn tíminn varð of naumr, svo Helgi fékk eigi köllunarbréfið fyrr enn sýningar- tíminn var liðinn. Allr þessi glundroði kom af því, að sýslu- nefndarfundrinn var haldinn nokkrum dögum of seint. Ánnars eru margir á því, að þannig lagaðar sýningar nái ekki tilgang- inum. Menn tíma ekki að hrekja sínar bestu skepur svo lang- an veg sem sumstaðar frá er til sýningarstaðanna. Meira gagn halda menn geti orðið af skoðunarferðum valdra manna, eins og sýslunefndin veitti fé til í vor. Enn hvort af þeim verðr í vetr, er enn óvíst. Það hefir ekki heyrst, að neinar ráðstafanir liafi verið gerðar því til undirbúnings. Pöntunarfélagsfundr var haldinn að Húsatóftum 14. þ. m. Þar var ályktað, að fara þess á leit við Zöllner, að hann sendi á næsta sumri vöruskip til Stokkseyrar handa félagsmönnum aust- an Þjórsár og flestum hreppum Árnessýslu austan Hvítár (Ölfus- ár). Yestrhrepparnir og tveir af hinum eystri vilja að svo komnu heldr halda sér til Reykjavíkr eftir sem áðr. Vonast er eftir að svar frá Zöllner geti komið með miðsvetrar-póstskipsferð- inni“. Húnavatnsýslu, 24. okt. „Tíðin hefir mátt heita votviðrasöm í haust; samt náðust inn hey hjá flestum um og eftir réttir; nú er komið norðan kafald með fannkomu og frosti. Fjárheimtur víðast góðar hér í sýslu að spurst liefir, og fé með vænna móti, enda hafa fjárkaupmenn sótt fast kaupin. Þeir Coghill og Thor- dal hafa keypt í þessari sýslu og kaupmaðr Jóh. Möller á Blöndu- ósi, sem einnig seldi Coghill sitt fé. Mun Coghill hafa orðið Tim 5—6 þús., enn Thordal um 3000 þús., er sent var af Borð- eyri 16. þ. m.; áðr hafði verið sent af Akreyri um liðug 2000 fjár. Það kom sér miðr vel, að kaupandi Thordals í Húnvatns- sýslu hafði als enga peninga fyr enn Prinsess Alexandra kom til Borðeyrar, eftir að markaðir vóru um garð gengnir, og verðr að líkindum eigi lánað svo fé hér fyrir fram. Verð var fyrir sauði tvævetra og eldri 18—19 kr., geldar ær 15—16 kr., vetr- gamalt fé 14—15 kr. Menn hér væru fúsir að styðja að verslun hr. Thordals, ef hann að eins borgaði strax á mörkuðum og þess vonum við, ef hann kaupir næsta ár. — Heilsufar yfir höfuð gott. Fjártaka í kaupstöðum svo sem engin; alt selt á fæti“. ^nm******************************^ + 4 Féiassprentsmiójan á Laugavegi nr. 4, verkstjóri Sigmundr Guðmundsson, tekr að sér alls konar prentun. Öll prentun sérlega vel vönduð. Þeir, sem eitthvað vilja fá prentað, geta snúið sér til prentsmiðjunnar eða til ritstjóra Þorleifs Jónsson- ar og samið um prentunina. 4- 4 4 4 4 4 Verslun IV. 0. Breiðfjörðs kaupír nokkra hesta bæði af töðu og g-ððu útheyi. Hin marqbreyttasta klœða og fataverslun er hjá W. 0. Hreið- fjörð, Reykjavík. NyKOMIÐ í verslun EYÞÓRS FELIXSONAR gott kafíi á 1 kr. pundið. Herráö Dr Grönholz, læknir í Assens, ritar: „Eg hef uin langan tíma reynt verkanir Brama- lífs-elixír [síirra Mansfeld-Builner & Lassens við lækningatilraunir mínar; eftir þeini efnum, sem hann | er samsettr af, gat ég þegar mælt fram með honum, og nú get ég enn fremr fullyrt, að þessi bitter hefir allstaðar haft góðar verkanir, er hann hefir verið notaðr“. Assens. Grönholz, Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firma- merki vor á glasinu og á merkisskildiuum á miðanum sést blútt ljón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, sem einir búa til liinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Nörregade No. 6. Vottorð. Eftir það ég hefi nú yfir eins árs tíma viðhaft handa sjálfum mér og öðrum nokkuð af hinum hingaðflutta til Eyjafjarðar Kína-lífs élexír hr. Valdemars Petersens, sem hr. kaupmaðr J. Y. Havsteen á Oddeyri hefir útsölu á, lýsi ég því hér með yfir, að ég álít hann j áreið&nlega gott matarlyf, einkum móti meltingar- veiklun og af henni leiðandi vindlofti í þörmunum, brjóstsviða, ógleði og óhægð fyrir bringspölunum. Líka yfir það heila styrkjandi, og vil ég því óska þess, að fleiri reyni bitter þennan, sem finna til liks | heilsulasleika, eins og kannske margvíslega, sem staf- ar af magnleysi í vissum pörtum líkamans. Hamri 5. apríl 1890. Arni Arnason. Kína-lífs-elixírinn, hinn eina ekta, hafa þessir kaupmenn til sölu: Hr. E. Felixson, Reykjavík. — Helgi Jónsson, Reykjavík. — Helgi Helgason,-------- — Magnús Th. S. Blöndahl, Hafnarfirði. — Jón Jasonsson, Borðeyri. aðalútsölumaðr norðanlands. Á þeim verslunarstöðum, þar sem engin útsala er, verða útsölumenn teknir et menn snúa sér beint til Waldemar Petersen, er býr til hinn eina ekta Kína-lífs-elixír. Frederikshavn, Danmark. Hannes Þóröarson, skósmiðr. Verkstofa: Lækjargötu 10. Vinnustofa mín er ílutt í nr. 6 í Austrstræti, hús Eyjólfs Þorkelssonar úrsmiðs. Alt sem að skó- fatnaði lýtr fljótt og vel af hendi leyst. Jón Brynjólfsson, skósmiðr. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypts hjá ritstjórun- um og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Við verslun W, 0. Breiðfjörðs, fæst nú ágætt hvalreingi. Félagsprentsmiðjan. — Prentari Sigm. Guðmundsson.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.