Fjallkonan - 25.11.1890, Blaðsíða 8
62
Til vestrfara
Allan-Línan.
Eins og að undanförnu sendir Allanlínan skip j
næsta ár einungls til að sækja vestrfara, og er það
sú eina lína, sem veitir þau vilkjör. Skipið verðr
sent á sama tíma og vant er eptir miðjan júní og
er mjög áríðandi, að allir sem ætla að flytja til
Vestrheims á næsta ári með þessari Línu geíi sig
fram annaðhvort til min eða agenta minna svo tíman-
lega að eg íái að vita tölu þeirra í síðasta lagi með
fyrstu strandferð póstskipsins 1890, svo eg geti feng-
ið hæfilegt skip.
Hr. Baldvin Baldvinson, agent stjórnarinnar í Man-
toba. verðr túlkr og yfir-umsjónarmaðr með því
fólki sem fer með línunni í jún.mánuði, eða aðalhóp-
num á næsta sumri, og fylgir því alla leið til Winni-
peg. og er því best fyrir alla sem ætla að fara, að
sæta því tækifæri að njóta hans leiðsagnar.
Einnig mun eg eins og að undanförnu flytja með
dönsku póstskipunum þá sem heldr vilja taka sér
far með þeim, svo framarlega sem þau framvegis j
flytja nokkra vestrfara.
Sigfús Eymundsson,
ótflutniug-astj óri.
Nýjasta uppgötvun um bæja-
byggingar og húsabyggingar
á íslandi! Trjáviö má spara
aö miklu og járnþök þarf
ekki aö brúka. Nánari upp-
lýsingar síöar.
Ávalt meö hverjum dampi
nýjar vörur!
Til verslunar W. Ó. Breiðíjörðs komu nú með
Lauru margbreyttar nýjar vörur, sem áðr voru út-
seldar, svo sem: Kaífi 2 tegundir; sagógrjón, rúg-
mjöl, hveiti (flourmjöl), hafrar, bygg, vefjargarn
allavega litt, ullarnærföt handa börnum, kjólar,
skyrtur, buxur og klukkur.
Mjög mikið af jólagjöfum, sem verða sýndar í
húðinni á (bazar) borði fyrir jólin.
Hinar vönduðu ekta, otrskinns húfur eru líka j
nú komnar. Mikið og margbreytt fatatau, efni í
yfirfrakka og tilbúin föt og margt annað fleira.
5. þ. m. lá ég á þiljubát mínum hér á höfninni.
Yar þá ofsarok á landsunnan og lá ég fyrir einu
akkeri. Tveir menn vóru með mér á bátnum. Kl.
3. e. m. fór bátinn að reka og rak okkr brátt yfir j
Efferseyjar-granda og Víkrskerin skamt fyrir sunnan j
Akrey norðr og vestr í sjó. Gátum við ekki ráðið
við neitt til kl. 9 e. m. að fór að lygna og vórum
við þá einhverstaðar nálægt opnum Borgarfirði. Fór- j
um við þá að setja til það af seglum, sem hægt var, j
enn forseglin vóru biluð og var því ekki hægt að
sigla til gangs. Eftir því sem á nóttina leið, fór veðr-
ið lygnandi og var á Öllum áttum. Vissum við ekki
hvar við vórum komnir fyrr enn 6. nóv. kl. 6, að
við vórum umkringdir af brimboðum suðr af Þor-
móðsskeri og sáum ekki annað ráð, enn að setja til
lands, þótt ekki væri skemtileg landtaka. Kom þá
Jón bóndi Oddsson frá Álftanesi á Mýrum út á móti
okkr og bjargaði okkr með naumindum, því mikið
brim var þar við landið, enn hann helti oliu í sjóinn
til að lægja brimið. Bátinn rak upp í ægisand.
Á Álftanesi fengum við ágætustu viðtökur hjá Jóni
bónda, og kann eg honum og öllum öðrum sem við
fyrir hittum á leiðinni mínar innilegustu þakkir fyr-
ir drengilega aðstoð.
Sigurðr Benidiktsson
frá Merkinesi.
I)r. Bolilen í Gotha, læknisráð og héraðslæknir
ritar:
Af þeim læknisfræðislegu athugunum, sem ég hef
gert, get ég fyrir mitt leyti niælt mjög mikið nieð
Brama-líís-elexír Mansfeld-Bullner & Lassens.
Gotha.
l)r. Bohlen.
Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-eliaAr eru firma-
merki vor á glasinu og á merkisskildiuum á miðanum sést
blátt ljón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu
lakki er á tappanum.
Mansféld-Búllner & Lassen,
sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elixir.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Nörregade No. 6.
Óskil.
Mánudaginn 3. nóvemb. þ. á., fekk ég undirritaðr
með póstskipinu „Thyra“ bréfumslag með póststimpli
Keykjavíkr tveimr 10 aura frímerkjum og þess-
ari utanáskrift: „Herra skipstjóri Sigurður Sigurfinns-
son Vestmannaeyjum. Fylgir pakki með fullu nafni.
493“.
Pakki þessi hefir enn ekki komið til skila nema
að eins bréfrifrildi atanaf einhverju með utanáskrift-
inni: „Hr. skipstjóri Sigurður Sigurfinnsson Vest-
mannaeyjum 493“. 8. Sigrfinnsson.
Sá sem hefir sent paMa þenna þarf að gefa sig
fram við póststjórnina.
Kartöflur ágætar nýkomnar með Lauru.
Epli ágætlega góð.
Víuber.
Syltetöi ágætt.
Ostr, pilsa o. fl. fæst í
Verslun Eyþórs Feiixssonar.
T T T/ T/ T n m TT n ýmsum stærðum og ýmiskonar gerð,
I I K K I \ I 11 11 handa un8'um °S gömlum bæði skraut-
U 111, il. 1 (J i U iL lausar og meira og minna skreyttar,
eftir því sem óskað kynni að verða, og svo ódýrar sem unt er,
fást jafnan tilbúnar hjá Jacobi Sveinssyni í Beykjavik.
ísafold frá fyrsta og til þessa tíma eT til sölu compl.
Kr. Ó. Þorgrímsson.
Fundin budda á Rvíkr götum með smápeningum *.
Félagsprentsmiðjan. — Prentari Sigm. Guðmundsson.