Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1891, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.01.1891, Blaðsíða 3
13. jan. 1891. FJALLKONAN. 7 kostnað. — „Því dæmist rjett að vera: Hinn áfrýjaði gesta- „rjettardómur á óraskaður að vera, þó svo að varahegningin skal „ákveðin aðeins 6 daga einfalt fangelsi. Áfrýjandi greiði stefnda „10 kr. í málskostnað fyrir yfirdómi. Dómi þessum her að full- „nægja innan 8 vikna frá lögbirting hans, sæti ella aðför að „lögum. — 2, Gestarjettardómur Kjósar- og Gullbringusýslu „2. ágúst 1890 í málinu: „Björn Jónsson gegn Jóni Krist- „jánssyni: Hinn stefndi Jón Kristjánsson á að greiða sekt til „landssjóðs 20 krónur, eða, ef sektin eigi að fullu er greidd í „í ákveðinn tíma, sæta einfóldu fangelsi í 7 daga. Orðin „lýgi“ „álýgi“ og önnur meiðandi ummæli um stefnandann, ritstjóra „ísafoldar“, i hinni umgetnu yfirlýsingu i 4. tölublaði af auka- „útgáfu Pjallkonunnar 9. aþríl þ. á. eiga dauð og markiaus að „vera. í málskostnað til stefnandans, ritstjóra „ísafoldar11 cand. „phil. Björns Jónssonar greiði stefndi 10 krónur. — Dórni þessum „ber að fullnægja innan 3 sólarhringa frá lögbirtingu hans, sæti „ella aðfór að lögum“. — 3, Gestarjettardómur sömu sýslu s. d. í rnálinu „Björn Jónsson gegn Guðmundi Gottskálks- syni“ er samhljóða dómnum yfir Jóni Kristjánssyni nema hvað stefndi i þessu máli er nefndur Guðmundur Gottskálksson. — 4, Gestarjettardómur sömu sýslu s. d. i málinu: ,Björn Jónsson gegn Helga Guðmundssyni á Hvítanesi1 er, að frátekuu nafni stefnda, sem i þessu máli er Helgi Guðmundsson á Hvítanesi í Kjósar- hreppi, samhljóða dómnum yfir Jóni Kristjánssyni, að öðru leyti en þvi, að málskostnaðurinn er í þessu máli ákveðinn 15 krónur. Að hið framanritaða sje rjett samkvæmt dómsútskriptunum, það votta jeg hjermeð eptir nákvæman samanburð notarialiter. Bæjarfógetinn i Beykjavik, 3. janúar 1891. Halldór Daníelsson. Gjald: 0,25 a. tuttugu og fimm aur. borgaö: Halldór Daníelsson. „Reykyíkingr" nefnist blað, sem út kom hér í bænum 5. þ. m. (nr. 1.), sama daginn og bæjarstjórn- arkosningarnar fóru fram. Efni þess var mest um bæjarstjórnina og kosningarnar. Ábyrgðarmaðr Jón Erlendsson dómkirkjuhringjari. Út af þessu blaðkríli hefir orðið svo mikill gauragangr í bænum að alt hefir ætlað að ganga af göflunum. ísafold skýrði fyrst frá því 7. þ. m., að nafni ábyrgðarmannsins mundi vera stolið, og flutti yfirlýsing frá Jóni Erlendssyni sjálfum í þá átt. Ritstjóri ísaf. velti sér um leið yfir Félagsprentsmiðjuna bg eigendr hennar með sínum vanalega, þokkalega munnsöfnuði út af því, að prent- smiðjan skyldi prenta blaðið. Hins vegar hafði Fé- lagsprentsmiðjan fengið yfirlýsingu frá Jóni Erlends- syni um, að hann bæri ábyrgð á því sem í blaðinu stæði, og með því prentsmiðju eigendrnir eru ekki svo ófrjálslyndir, að þeir nokkurn tíma viðhafi ritskoðun á blöðum þeim og bókum, sem prentaðar eru, var , engin ástæða til að synja prentunar á blaðinu. Eftir | að yfirlýsing Jóns Erlendssonar um, að haun væri ekki ábyrgðarmaðr þessa blaðs, kom út í ísafold, var rétt- { ar-rannsókn hafin út af því, hvort ábyrgðin væri föls- ! uð og munu hafa fengist sannanir • fyrir því, að svo væri ekki. Enda hefir nú Jón Erlendsson óskað þess, að yfirlýsing sú, sem hér fer á eftir og virðist taka 1 af öli tvímælin, verði tekin í Fjallk.: Jeg undirritaður dómkirkjuhringjari Jón Erlends- j son í Reykjavík, lýsi því hjer með yfir, að yfirlýs- ing sú, er stendur í 2. tölublaði ísafoldar þ. á. er algerlega röng, þar eð jeg af fáfræði minni ljet til- leiðast að handsala nafn mitt undir hana af áeggjun annara, og samdi herra Björn Jónsson Ritstjóri sjálf- ur þessa ísafoldar yfirlýsingu. En aptur á móti er sú yfirlýsiug sem stendur í 2. tölublaði Pjóðólfs þ. á. viðvíkjandi ábyrgðarmanni blaðsins „Reykvíkings“ Nr. 1 í alla staði rjett, eptir því sem hún var mjer upplesin, áður en jeg í athuga- leysi handsalaði nafn mitt undir hana í votta viður- vist. En þar sem það stendur í síðastnefndri ábyrgðar- yfirlýsing minni „og framvegis“, þá fýrirbýð jeg hjer með að útgefa blaðið Reykvíking með mínu nafni framvegis sem ábyrgðarmanus. Reykjavík, 10. jan. 1891. Jón Erlendsson dómkirkj uhringj ari. Handsalað. Vitundarvottar: Magnús Benjamínsson Rafn Sigurðsson. Sjálfsagt er að réttvísin, sem hefir sýnt svo mikla j rögg af sér í rannsóknum um ábyrgð Jóns Erlends- souar á „Reykvíkingi“, muni ekki verða sein til að rannsaka, hvernig yfirlýsing sú, sem stendr í ísafold 7. þ. m., er undir komin. Mannalát. Látinn er sagðr Helgi bóndi Jóns- son í Árbæ i Holtum, einhver merkasti bóndi þar um slóðir. 25. nóv. lóst Einar bóndi Bjarnason í Hrísnesi í Skaítártungu, einn af helstu bændum í Skaftafells- sýslu. 7. þ. m. andaðist í Hafnaríirði Einar Einarsson organisti, „einhver fjölhæfasti þjóðhagasmiðr hér sunnanlands. Hann er fæddr í Laxárdal í Hruna- Prestrinn og rœninginn. «Ég er friðar-maðr, hvað viltu mér?“ „Ég veit að það var óstjórnlegt og heimskulegt flan, sem ég gerði i morgun — ég fann það með sjálfum mér meðan ég var í kirkjunni. Enn ég gat ekki ráðið við mig, og enn hefi ég hvöt til hins sama“. „Ég þykist vita að sú hvöt sé sprottin af því, sem sagt er frá hérna í hlaðinu", segir prestr, „og þetta hafi komið í þig í dag“. „Er kveldblaðið ykkar undir eins komið með fréttirnar?“ Bæninginn þreif blaðið og las fyrir munni sér: „Kyrrahafsjárnbrautin — Tom Jarvis, ræninginn alræmdi hefir nú gengið fram af sér — tvö hroðaleg morð í járnbrautarvagni — eins og vant er komst hann undan — alment héraðsboð, að handsama ódáðamanninn“. „Bitstjórinn ykkar lýgr óvart í þetta sinn“, sagði ræninginn og lagði blaðið aftr á borðið. „Ég skal nú segja þér eins og var. Það er satt, að ég réðst á járnbrautarlestina; ég lokaði lestarstjórann inni i íarangrsklefa og gekk svo vagn af vagni með marghleypu í hvorri hendi. Eins og vant er létu ferðamenn peninga sína af hendi sem blauð- ar geitr. Enn í síðasta vagninum hitti ég tvo af bræðrunum Watson; það vóru þeir-----------“. Prestrinn tók fram í og segir: „Mér er kunnugt, að móðir þín beið mikið tjón og ómaklega í borgara-stríðinu; kröfur henn- ár vóru réttar og sanngjarnar, og það vóru þeir bræðr Watson, sem komu því til leiðar með röngum skýrslum, að sambands- þingið synjaði bænarskrá hennar. Mér er það líka fullkunnugt, að þetta atvik varð til þess, að þú fyltist gremju og mannhatri og lagðist út. Ég hefi oft lesið í blöðunum um snarræði þitt og kjark, og að þú hafir oft rétt aumingjum hjálparhönd. Fyr- ir því hefi ég alt af látið mér innilega ant um þig“. „Ég hefi varið hendr minar“, sagði ræninginn, „enn ég hefi aldrei viljað drepa nokkurn mann“. Þorpararnir báðir urðu að gjalti, þegar þeir sáu mig. Það fór líka hrollr um mig allan; ég varð gagntekinn af fyrirlitnin'gu og viðbjóði. Þó þeir hefðu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.