Fjallkonan


Fjallkonan - 03.03.1891, Qupperneq 3

Fjallkonan - 03.03.1891, Qupperneq 3
3. mara 1891. FJALLKONAN. 35 síðar. Barnstennrnar (mjólkrtennrnar) eru alls 20.‘— Þótt mjólkr- tennrnar eigi ekki langan aldr, ættu þó foreldrarnir að veita þeim nákvæma eftirtekt og hirðu, og ekki að eins hreinsa þær iðulega, heldr láta lækninn við og við skoða þær. Margir álíta, að af þvi að mjólkrtannanna nýtr svo skamman tíma, sé óþarfi að hirða nokkuð um þær, enn barnið þarf jafnt að hafa heilbrigðar tennr sem fullorðni maðrinn. Ef hola kemr í mjólkrtönn, er best að láta í hana, svo tanntaugin verði ekki veik og barnið fái tannpínu. Að draga út mjólkrtennr ætti að forðast í lengstu lög, og ætti ekki að gera það nema veikindi sé í tannrótinni eða tönnin standi fyrir nýrri tönn þegar tannskifti verða. Eins og það er rangt að neita því, að tanntaka barna geti valdið meiri eða minni óreglu á heilsufari barnsins, eins er það rangt að kenna tanntökunni eingöngu eða að mestu leyti sjúk- dóma barnsins um tanntökutimann. Það er víst, að um þessar mundir er barninu hætt við ýmsum lasleik, enn það er eingöngu á læknanna færi, að segja um það í hvort skifti, hvort það er af tanntökunni, eða ef til vill af hinni skjótu þroskun barnsins á þessum tíma. Heilbrigt barn tekr venjulega tennr á réttum tíma og í réttri röð, og þótt tanntakan hafi við og við sárindi í för með sér, eru þau einungis í munni barnsins. Niðrgangr sem kendr er tanntöku, getr einnig komið af óhentugri fæðu j móðurinnar sem hefir barnið á brjósti, eða af því að mjólkrpelanum er ekki haldið hreinum, og hósti, sem kendr er tanntöku. kemr oftast af kælingu, og um hinn hættulegasta af sjúkdómum þeim sem tanntökunni er kent um, „krampann", er það að segja, að hann getr engu síðr verið af öðrum orsökum. Um tanntökutím- ann hafa börn þann vana, að stinga öllu upp í sig. Það er ó- hætt að gefa þeim fjólurót að tyggja, sem fæst i lyfjabúðum, enn beinhringir þeir, sem búnir eru til handa börnum til sömu nota, eru of harðir og geta sært tannholdið. Hinar varanlegu tennr myndast á sama hátt og mjólkr- tennrnar, og í kjálkum ungbarnsins eru einnig rætr til þeirra. Mjólkrtennrnar fara að verða að beini á 7. mánuði meðgöngu- tímans, og hinar varanlegu tennr skömmu fyrir fæðinguna. Þegar barnið er 6—7 ára, og það fer að taka hinar nýju tennr, eru í báðum kjálkunum 20 mjólkrtennr og 28 varanlegar tennr, alls 48, því að visdómstennrnar koma ekki fyrr enn síðar, venju- lega á aldrinum frá 16.—24. árs. Á 7. ári fellir barnið venju- lega mjólkrtennrnar og tekr hinar varanlegu tennr. Orsökin er sú, að mjólkrtennrnar eru smásaman sviftar viðhaldi sínu, jafn- framt og hinar varanlegu tennr vaxa, og að lokum liggja þær lausar í tannholdinu; enn beri út af því, svo að binar nýju tennr komi upp samhliða mjólkrtönnunum, verðr að taka mjólkrtennrn- ar burt. Tannskiftin verða þannig, að hin fyrsta nýja tönn er jaxl, sem kemr upp innan undir ysta jaxlinum. Á þessumjaxli er oft vilst, því að margir halda, að það sé mjólkrtönn, ogjafn- vel læknar hafa flaskað á því. Hinar varanlegu tennr koma að öðru leyti í sömu röð og ung- barnstennrnar. Þegar barnið er á 7. ári, koma fyrstu jaxlarnir í báðum kjálkum og bæði hægra og vinstra megin. Á 8. árinu koma miðframtennrnar, ytri framtennrnar á 9. ári o. s. frv. og heldr þessu fram til 13. árs, þannig að tennrnar koma fyrst í neðri kjálkann. Siðan verðr hvild á tanntökunni og loks kemr hinn ysti jaxl (vísdómstönnin) milli 16. og 24. árs og oft seinna. Engin tönn er jafn-óreglubundin sem visdómstönnin. Á sum- um kemr hún að eins i annan kjálkann, og stundum að eins öðrum megin, sumir fá hana mjög seint og sumir aldrei. Þð tannskiftin fari venjulega fram á 7. ári, er það stundum fyr og stundum seinna. Það er tíðara að þau komi seinna, heldr enn fyrri, enn þegar þau eru byrjuð, fara þau jafnan fram eftir sömu reglum. Tíðarfar. Síðustu daga hefir verið mjög óstilt veðr, og dá- lítill snjór hefir fallið. Frost alt af lítið. Aflahrögð. Af Austfjörðum hafa nú komið greinilegri fréttir enn áðr um sildaraflann, sem mestr er í Reyðarfirði. Gufuskip- ið „Axel“ frá Bergen fór seint í jan. af Eskifirði með síld, og von var á öðru norsku gufuskipi til Austfjarða í febr. og á hinu þriðja í mars, og á þvi skipi ætlaði Wathne að koma sjálfr. Telefón hefir Wathne í hyggju að leggja frá Seyðisfirði tíl Fáskrúðsfjarðar og er að sögn nú að sækja hann. Dáinn 15. jan. séra Jóhann Knútr Benediktsson, síðast prestr á Kálfafellstað, 69 ára, fæddr 7. apríl. 1822. — Ennfremr er ný- dáin Dagbjört Solveig Guðmundsdóttir á Straumi, ekkja séra Skafta Jónssonar á Hvanneyri. Miltishruni er aftr farinn að gera vart við sig í Ölfusi og á Eyrarbakka; hafa drepist 3 stórgripir i Gljúfrholti og 1 á Eyrarbakka. Flóð úr Ölfusá með hinum stórkostlegustu, hefir nýlega gengið yfir. Kaldaðarneshverfið varð alt á floti, og lá nærri að suma bæi tæki af, enn verulegt tjón hefir þó ekki orðið af því. Flóðið gekk upp í miðja brúarstöplana. Prófastr settr í Dalaprófastsdæmi séra Ólafr Ólafsson í Saur- bæjarþingum, í stað séra Jóns Guttormssonar í Hjarðarholti. Prestkosning. Jón próf. Jónsson í Bjarnarnesi hefir verið kos- inn prestr á Stafafelli i Lóni. Próf í stýrimannafræði var haldið x Kvik dagana 25., 26. og 27. febr. Þeir sem tóku prófið vóru þessir: 1. Ásgeir Þor- steinsson (hlaut 68 stig). 2. Guðmundr Stefánsson (58). 3. Lár- us Friðriksson (57). 4. Matthías Þórðarson (60). 5. Snorri Snorrason (66) (hæsti vitnisburðr er 84 stig og lægsti 24 stig). — Prófdómendr vóru séra Eiríkr Briein og skipstj. Hannes Hafliðason kvaddir af landshöfðingja. Þeir, sem próflð tóku, leystu úr 12 spurningum, sem vóru 6 skriflegar i stýrimanna- fræði, ein i talnafræði, ein í rúmmálsfræði, ein í mæl- ingum með „sextanti“ og ein i notkun ljóskera og sigl- ingarreglum. Ennfremr vóru þeirprófaðir i dönsku, bæði skrif- lega og munnlega. Séra Eiríkr Briem valdi allar spurningarn- ar. í vetr hafa að jafnaði stundað þetta nám hér i Evík 13 piltar, og hafa þeir notið tilsagnar 7 stundir á dag þar af 1 tíma í dönsku. Kenslan byrjaði 1. október í haust og hélt á- fram til 1. þ. m. eins og að undanförnu. Kensla þessi hófst hér i B.vik fyrir fult og alt haustið 1885, eftir að þingið hafði veitt fjárstyi'k til hennar; frá þeim tima hafa 18 af nemendum gengið undir próf og staðist þaðT og má fullyrða, að þeir peningar, sem tilþess hafa verið veittir, hafa komið að góðum notum, þar sem flestir af þeim, sem próflð hafa tekið, eru nú komnir i yfirmannsstöðu á íslenskum skipum. Næsta haust á hinn lögskipaði stýrimannaskóli að byrja Ritstjórinn í leiðsludáinu. Saga úr Ameríku. 1] Ritstjóri segir við komumann: Þér viljið að blaðið mitt, „Yegvís“, taki þessa grein?“ „Já“ sagði maðrinn, „og ef yðr væri sama, vil ég biðjayðr að lesa hana yfir meðan ég er hérna, því að eitthvað getr verið í henni, sem vert væri að athuga áðr enn hún er prentuð". „Jú, það vill svo vel tií, að ég get það“, segir ritstjóri. Hann hafði blaðað i handritinu, og sá að það var greinilega og læsi- lega skrifað. „Yið erum vanir að láta ritnefnd lesa greinar sem blaðinu berast, og þessi nefnd velr úr þær fáu ritgerðir, sem takandi er í mál að nota. Enn i þetta sinn get ég gert undan- tekningu, því að ég hefi nægan tíma“. Bitstjórinn fór því næst að lesa greinina sem hljóðaði svo: „Lof lyginnar. Lygin er einn sá höfuðþáttr i mannfélaginu og lífi hins ein- i staka, sem mest ber á. Hún er auðvitað nefnd ýmsum fallegum nöfnum, því að sérvitringarnir hafa um margar aldir haft horn i síðu hennar og lastað hana á allar lundir, og hafa þvi sumir þeir, sem talið hafa lygina með helstu nauðsynjum sínum, nefnt hana „sannleika með breytingum". Annai's eru henni gefin ýms önnur nöfn. Við hirðir konunganna og hjá fina fóikinu er hún kölluð „takt“ og kurteisi; í daglegum störfum og sýslunum, kaupskap og handiðnum er hún kölluð dugnaðr; í stjórnarmálum er hún kölluð stjórnkænska, ráðsnilli, mælska; i heimilislífinu er hún kölluð mentun, nærgætni o. s. frv. Hún lætr alstaðar mik- ið til sín taka. Hún er það lim, sem heldr þjóðfélagsbyggingunni saman; hún er undirstaða menningarinnar. Gerurn nú ráð fyrir, að sannleikrinn kæmi alstaðar i stað lyg- innar. Það ástand yrði ekki skemtilegt. Hver maðr játaði hrein- skilnislega, hverjar hvatir hann hefði til orða og verka og hvað hann hugsaði um náungann, og þá yrði líka uppvíst, hve mikla

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.