Fjallkonan


Fjallkonan - 12.05.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 12.05.1891, Blaðsíða 2
74 FJALLKON AN. VIH, 19. um, til að lialda fund og búa til stjórnarskrá fyrir nýlendur Englendinga í Ástralíu. Fulltrúar þossir komu saman í Sidney í marzm. í vetr. Henry Parker var forseti þar, og honum er það manna mest að þakka, liver úrslitin urðu. Fulltrúarnar ræddu málið með greind og stillingu, og höfðu lokið við stjórnar- skrána 9. apríl. Helstu aðalatriðin í stjórnarskrá þessari eru: Nýlendurnar skulu heita „Sambands- álfan Ástral'ía“ (Commonwealth of Australia). Hver ný- lenda fyrir sig skal nefnt „ríki“. Yfirlandsstjóri eða forseti ríkjanna skal skipaðr af eusku stjórninni. Hann er að miklu leyti óháðr stjórninni heima á Englandi. Yfirlandsstjórinn hefir sjö ráðgjafa sér við hönd. Skal velja þá í sambaudsþinginu, og standa j þeir því ábyrgð fyrir gerðum sínum. Sömuleiðis er vald yfirlandsstjórans mjög takmarkað, bæði af þinginu og sökum hinna ýmsu réttinda, sem hin einstöku ríki j hafa. Þá er sambandsþing fyrir öll rikin líkt og bandaþingið i Bandaríkjunum í Norðr Ameriku. Auð- vitað hefir það æðstu völdin, enn það er að því leyti frábrugðið þinginu í Washington, að efri málstofan eða öldungadeildin hefir miklu minni völd enn öld- ungadeildin í Washington. Hún má ekki breyta þeim lagafrumvörpum, sem fuiltrúadeildin hefir samþykt. j Annaðhvort verðr hún að neita þeim eða að sam- j þykkja þau eins og þau koma frá fulltrúadeildinni. Þingmenn bandaþingsins skulu hafa 500 puud ster- ling í lauu árlega. Stjórnin í hinum einstöku ríkjum j verðr að mestu leyti eins og áðr: þing, skift í efri og neðri málstofu, ráðaneyti o. s. frv. Stjórnarskrá þessi verðr auðvitað að fá samþykki parlamentisius á Englandi og sömuleiðis nýlenduanna, enn líkindi þykja til, að Englendingar samþykki hana, því að Ástralíubúar fara alls ekki fram á að losna algerlega undan Englandi, og í öðru lagi hafa þeir nú á seiuni árum verið mjög sjálfráðir í landsmálum. „Times“ lætr vel yfir stjórnarskrá þessari og óskar Ástralíu- búum til hainingju með hana. Blaðið kemst meðal annars svo að orði um Henry Parker og nýleudu- mennina: „Það er ótrúlegt, hve stuttan tíma hann í (Parker) hefir þurft til að búa til stjórnarskrá, sem j gerir Ástralíu að einu sambandsríki. Hversu marg- ir menn af þeim, sem nú lifa, geta hælt sér af því j að hafa unnið annað eins stórvirki? Svo vér tökum orð Washingtons í munn, þá vonum vér og hyggjum að stjórnskörungarnir í Ástralíu hafi upp það merki, sem allir góðir og heiðvirðir menn geta safnast kringum“. Leiðrétting við leiðrétting. í 17. tbl. Fjallk. 28. f. m. er grein með yfirskrift „Leiðrétting“ og undirskrift „Jónas Helgason“, og á að leiðrétta tvent í grein, sem stóð í 16. tbl. Fjallk. með fyrirsögn „Ný bók“. J. H. segir í þessari „leið- rétting“ sinni, að hann hafi ekki tekið lagið „Ó þá náð“ o.s.frv. úr „Gluntarne“, heldr úr „Melodier til Pile- grims Harpe“, og segir þó að lagið sé eftir hið „heims- fræga“ tónaskáld G. Wennerberg; á það víst að skilj- ast svo, að Wenneberg hafi samið lagið við sálminn No. 78 í „Pílagrímshörpunni“, enn það er ekki rétt, því Wennerberg hefir búið lagið til við þessi orð: Hár ár gudagodt att vara, Hör hvad fröjd frán foglars skara 0, hvad lifvet doch ár skönt! Se, hvad gráset lyser grönt! Humlan surrar fjáriln prálar Och ur nektarfyllda skálar Lárkan slár i skyn sin drill Dricka oss smá blommor till. Þetta er framarlega í „duetten“ No. 25 í safninu „Gluntarne“, sem endar á því að félagarnir sofna, og hefir Wennerberg að vísu samið bæði textana og lag- ið, eins og alt annað í safninu, enn víst hefir honum aldrei dottið í hug, að nokkur organisti mundi hafa það við kirkjusöng í Iúterskri kirkju, enda mundi J. H. heldr ekki liafa gert það, liefði hann þekt upp- runa lagsins. Þótt lagið liafi síðar verið brúkað af flakkaraprédikurum, getr W. ekki að því gert. „Píla- grímsharpan" er nl. safn af andlegum söngum lianda söngfélögumogvið „Opbyggelser“ (lestra) flakkara-pré- dikara, sem safna að sér fólki á götum og víðavangi eða hvar sem vill, og lesa yfir því guðsorð, sem þeir kalla, standandi á tunnum eða kössum, eða einhverju öðru, sem þeir tylla undir sig svo að betr heyrist til þeirra. Lögin við „Pílagrímshörpuna" fást fyrir mjög niðrsett verð hjá Warmuth í Kristianiu. í kóralbók M. Lindemans höfum vér ekki getað fundið þetta lag, og efumst um að hann liafi brúkað það við guðsþjónustugjörð. Má vera að J. H. geti gefið upplýsingar um það. Síðari „leiðrétting“ J. H. er misskilniugr og líka röng. í grein vorri var ekki verið að þýða orðið „Gluntarne“, sem allir sjá, heldr sagt að lagið væri „úr dúet brenuivínsberserkja (Gluntarne)“, (þ. e. úr „dúet“-safninu ,,Gluntarne“), og fleirtala þess orðs hjá J. H. er röng (ekki „Gluutarne“, heldr ,,Gluutar“). Þetta tveut er það, sem J. H. þykir nokkru varða að leiðrétta við grein vora, og er það gleðilegr vottr þess, að hann er oss alveg samdóma um, að æskilegt væri að nefnd söngfróðra manna yrði kvödd til að velja lög við nýju sálmabókina, og er vonandi að vor núverandi biskup gangist fyrir því, eins og fyr- rennari hans sá um að sálmabókin yrði endrbætt. x+y. Amtsráðskosning. í amtsráð norðr og austramts- ins hefir verið kosinn Ólafr umboðsmaðr Briem á Álf- geirsvöllum fyrir þann tíma, sem eftir er þangað til hin nýja amtráðaskipun kemst á, og varaamtsráðs- menn umboðsmaðr Benedikt Blöndal í Hvammi og séra Einar Jónsson í Kirkjubæ í Tungu. Lán til húsagerðar á prestsetrum. Séra Gísli Eiuarsson í Hvammi í Norðrárdal hefir fengið leyfi til að taka 2650 kr. lán handa prestakaliinu til að byggja vandað íbúðarhús úr timbri á prestsetrinu. Með sama hætti hefir séra Jón Steingrímsson fengið 2800 kr. lán handa Gaulverjabæjar prestakalli. Yetrarvertíðinni er nú lokið og hefir hún verið óvenjulega rýr við Faxaflóa og víðast um Suðrland. Margir hafa varla „séð fisk“. Hæstu hlutir um 300, enn þeir örfáir, sem svo mikið báru úr býtum. Með- altal varla yfir 50. Eftir fregnum af síðustu róðrum syðra er nú heldr vænlegra með afla, og getr skeð að vorvertíðin bæti nokkuð úr. í gær og dag var fyrst reynt á Sviði með lóð og varð allvel vart af ýsu og þyrsklingi, alt að 70 hæst í hlut. Landspidl af sandfoki. í norðankastinu, sem kom fyrir mánaðamótin og hélst í nokkra daga, gerði feikna sandfok á Landi og Rangárvöllum; mest var

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.