Fjallkonan - 14.07.1891, Page 2
110
FJALLKONAN.
Vin, 28.
talið. (Nefna má sveitarútsvör þeirra, kjöt og und-
anflátt af hvalnum, sem þeir gefa og er hið
besta skepnufóðr og vel má brúka til manneldis,
viðskifti ýmisleg við hóraðsmenn og mjög margt
fleira). Fyrir landssjóð er ekki svo lítill tekju-
auki tollr sá sem kemr af útfluttu lýsi þeirra og
innfluttum tollskyldum vörum. Tollr af útfluttu
lýsi hvalveiðara mun hafa numið síðastliðið ár um
4000 kr. fyrir utan toll af innfluttum vörum: kaffi,
sykri, tóbaki og ölföngum. Auk þess hafa þeir
mjög marga innlenda menn í vinnu hjá sór, og er
óhætt að segja að þeir í verkmanna kaup og fyrir
vörur, er þeir keyptu af landsmönnum, hafi útborg-
að um 30,000 kr. síðastliðið ár. Þess má einnig
geta, að menn hafa oft fengið far með hvalveiða-
bátunum hafna á milli, bæði til Reykjavíkr og ísa-
fjarðar, og flutning á vörum fyrir alls ekkert, enda
hafa hvalveiðarar tjáð sig sem einstaklega hjálpfúsa,
og yfir höfuð komið fram sem áreiðanlegir, greið-
viknir og drenglyndir menn.
Það virðist líka vera heldr mikil ósamkvæmni !
í því að vera að berjast af alefli fyrir, að kaup-
menn, sem hór reka fasta verslun, skuli með lög- {
um skipaðir til að hafa hér fast aðsetr, til þess, sem j
og væri róttast og eðlilegast, að eyðslu og uppeld-
is fó þeirra yrði i landinu, enn vilja neyða útlenda
atvinnuveitendr til að hrökkva hóðan burtu; menn ,
sem koma hingað, setjast hór að og gerast jíslensk-
ir borgarar, gjalda alla sína skatta og skyldur hér
í landi, og leiða inn í landið mikla peninga fyrir i
áhrif stórrar atvinnu. Yæri eigi skynsamlegra, að
hlynna að slíkum mönnum og laða þá að sór, svo
þeir með tímanum yrðu ekki einungis íslenskir
borgarar, heldr Islands synir, sem einskis framar
óskuðu enn að vinna að þjóðar vorrar viðreisn og
framförum. Yér Islendingar höfum ekki svo mik-
ið af efnamönnum eða auðugum atvinnuveitendum,
að vór ættum að bola þá burtu, sem vór höfum
fengið, eða hindra þá frá að setjast hórað, sem það j
vilja gera.
Það væri þess vegna mikill ábyrgðarhluti ef
alþingi færi með þýðingarlausum friðunarlögum að |
takmarka veiðina eða með tollálögum að íþyngja
henni.
Ef svo væri hert að hvalveiðurum með óskyn-
samlegum friðunarlögum eða öðru, að þeir yrðu að
hrökkva burtu, þá mundi landið algerlega fara á
mis við öll þau þúsund, sem hvalveiðin nú leiðir
inn í landið, enn hvalveiðarar mundu eftir sem áðr
veiða úti á hafinu, bræða spik hvalanna í stórum
barkskipum, enn sökkva afspikuðum hvalskrokkun-
um niðr. Þetta mundi verða afleiðingin af að
herða á hvalafriðunar lögunum, nefnil. missir margra
þúsunda og óneitanlegs hagræðis ýmsra héraða, og
slæmr niðrburðr hvalskrokka. Ég ber fyllilega það
traust til hinna háttvirtu alþingismanna, ef mál
þetta kemr fyrir, að þeir að minsta kosti eigi herði
á hinum núverandi friðunarlögum, heldr helst af-
nemi þau og setji í þeirra stað ákvæði í þá átt er
ég hefi bent á hór að framan.
m.
Áðr enn ég skilst við mál þetta, vil óg leyfa mór
að benda á reynslu Norðmanna í þessu máli. I
Finnmörk, þar sem hvalveiðin hefir verið rek-
in í mörg ár, hefir að vísu borið töluvert borið á
þeirri skoðun, að hvalveiðin spilti fiskveiðunum;
að vísu hefir álit þetta horfið í hvert sinn sem vel
hefir aflast, enn vaknað upp aftr í fiskileysinu.
Enn nú síðastliðið ár var eftir áskorun hvalveiðar-
anna sett nefnd til að rannsaka, hvort hvalveiðin
hefði spillandi áhrif á fiskveiðarnar. í nefnd þess-
ari var einn hvalveiðari, tveir fiskimenn, lónsmaðr
og umsjónarmaðr fiskveiðanna norðan til í Noregi.
Nefndin starfaði frá þvi snemma í apríl þangað til
siðast í ágúst, og eftir nákvæma rannsókn komst
hún að þeirri niðrstöðu, að hvalveiðin hefði alls eng-
in spillandi áhrif á fiskveiðarnar, og var það tillaga
meiri hluta nefndarinnar að öll hvalfriðun yrði af-
numin. Þess má líka geta, að sú skoðun fer líka
sívaxandi meðal norskra fiskimanna, að hvaladrápið
spilli alls ekkert fiskveiðum né fiskgöngum.
Gerðhömram, 14. jöní 1891.
Þórðr Olafssou.
Hin nýja fískisamþykt við Faxaflóa o. fl.
Eftir Guðmund Einarsson.
(Niðrl.) Það getr ekkert einkaleyfi heitið, sem Garðmönnum er
veitt í samþyktinni frá 1890, þó lóðin sé ekki algerlega tekin
frá þeim eins og öðrum, heldr eru líkindi til að minst hafi ver-
ið þrengt að þeim til þess því fremr að hafa von um það að þeir
væru með þegar til héraðsfundarins kæmi, þótt það brygðist al-
gerlega. Svo hafa þeir máske átt að njóta þess að samþyktin
af 1885 hefir ekki farið eins illa með neitt bygðarlag og Garð,
og hefir leitt til þess að þeir hafa smátt og smátt fargað neta
ötgerð sinni og hafa engan netafisk fengið. I vetr þegar þeir
aftr máttu fara að brúka net, þá vóru þeir orðnir netalausir og
eru nú alveg fisklausir, nema það sem þeir fengu á lóðir í haust
og fram að vertíð. Álít ég Garðmenn alt annað enn öfundsverða
af því að mega halda lóðinni, og vil ég óska þeim að þeir fengju
að halda henni sem lengst og hön yrði þeim sem happasælust
eins og öðrum.
Það hefir aldrei verið meining mín, að Miðnesingar færu að
biðja um fiskisamþykt. Heldr bjóst ég við, að yfir þá dyndi þeg-
ar minst varði fiskisamþykt i þá átt, sem ég nefndi, að þeim öll-
um nauðugum, eins og við Seltiruingar og Garð- og Leirumenn
höfum mátt kenna á.
Hefði nafni minn i Landakoti sjálfr stundað sjó fyrirfarandi
vertiðir, þá þætti honum það ekki hlægileg setning, að aldrei
sé eins vont að afla sér beitu á handfæri eins og framan af
vetrarvertið. Enn þann tima má nota hrognin úr fiskinum til
beitu á lóðir, því þau eru ágæt þorskbeita á lóðir, enn ónýt á
handfæri.
Mér skilst á Guðm. i Landakoti, að meining hans og
þeirra þar syðra sé að tryggja fiskveiðarnar, enn hvergi get eg
samt orðið var við slikt í verki hjá Strandarmönnum. Fyrir
nokkrum árum áttu Strandarmenn dálitinn þilskipaútveg, enn nú
á seinni árum hafa þeir fargað honum svo, að nú er ekki eftir
nema 1 skip, sem er eign einstaks manns. Slíkt ráðlag er ekki til
að tryggja fiskveiðarnar, þar sem þilskipaútgerð er sú eina sjáv-
arútgerð, sem aldrei bregst algerlega, þar sem þilskip geta fisk-
að hvar í kringum landið, sem fisk er að fá, og þó okkr Sel-
tirningum sé ekki hátt lof haldið, þá höfum við á seinni árum
komið upp nokkrum þilskipum, ekki til að hrekja burtu fiskinn,
heldr til að tryggja sjávarútveginn.
Þótt ekki sé langt síðan Guðm. í Landakoti skrifaði þessa
grein sína, þá imynda ég mér að hann sé ekki eins ánægðr
með samþyktina nú eins og hann var þá. Þvi ég hefiekki tal-
að við einn einasta mann, sem ekki hefir álitið, að aflaleysið síð-
ast liðna vetrarvertíð hafi komið til af því hvað seint mátti
leggja þorskanetin. Það er alls enginn vafi á því, að fiskr hefir
verið genginn fyr enn 7. apr., þar eð það sem eftir þann tíma
aflaðist var útgotinn fiskr. Þó stormasamt væri á vetrarver-