Fjallkonan


Fjallkonan - 14.07.1891, Page 4

Fjallkonan - 14.07.1891, Page 4
112 FJALLKONAN. VIII, 28. 28. Breyting á lögurn urn kosningar til alþingis (J. H.) 29. Breyting á sveitarstjórnarlögunum 4. maí 1872 (J. J. N.-M.) 30. Skylda embættismanna að safna sér ellistyrks eða útvega sér lífeyri eftir 70 ára aldr (A. J., J. J. N.-Þ., J. J. N.-M., Ó.B.) 31. Lækkun eftirlauna (sömu þingm). 32. Friðun á skógum, hrisi, mosa og lyngi (J. Þ.) 34, Breyting á farmannalögunum 22. mars 1890 (sami). 34, Afnám dómsvalds hæstarréttar í Khöfn í íslensk- um málum (B. Sv., Sk. Th.) 35. Þingfararkaup (J. H.. Sighv., Fr. St.) 36. Launahækkum bankabókhaldara og bankafé- hirðis (E. Br., I. E.) 37. Stjórnarskráin (samhljóða frv. því er samþ. var í neðri deild 1887; B. Sv., Sig. St.) 38. Utanþjóðkirkjumenn (Sk. Th. og L. H.) 39. Kjörgengi kvenna (Sk. Th. og Ól. Ól.) 40. Fjárráð giftra kvenna (Sk. Th., Ól. Ól.) 41. Skólamentun kveuna (Sk. Th., ól. Ól.) 42. Samgöngur (gufuskipaferðir og vegir; J. P.) Nefndir: Stjórnarskrármálið var sett í nefnd í gær í n, d. og vóru þessir kosnir í nefndina: Benedikt Sveinsson, Skúli Thoroddssen, Sig. Ste- fánsson, Sigurðr Gunnarsson, Sigurðr Jensson, Jens Pálsson og Ólafr Ólafsson. Neðri deild hefir kosið þessa menn í nefnd til að íhuga breytingar á póstgöngum: Jens Pálsson, Sig. Gunnarsson, Ólaf Ólafsson, Ólaf Briem og Jón Jónsson þm. N.-Þ. i Bókmentafélagið hélt ársfund sinn 8. {). m. Stjðrnin endr- kosin, ncma féhirðir var kosinn Eirikr Briem í stað E. Th. Jðn- assens, sem bað sig undan þeginn, og varaféhirðir (í stað Eiríks) Dorleifr Jónsson. Endrskoðunarmenn kosnir hinir sömu og Tima- ritsnefnd sömuleiðis. — Samþykt verðlækkun á ýmsum bókum félagsins. — Kosin nefnd til að dæma um endrskoðaða þýðingu af „Brand“ eftir Ibsen, sem Matth. Jochumsson hefir sent félag- inu af nýju. Biínaðarfélag Suðramtsins hélt fund 7. þ. m. Skýrt frá tilraunum til fénaðarsýninga, er fðr fram í Rangárvallasýslu. Böfræðingar ráðnir i þjónustu félagsins Sveinbjörn Ólafsson i Árnessýslu, Pétr Hjálmsson í Borgarfjarðarsýslu ogSæmundrEy- jðlfsson í Skaftafellssýslu. Fyrirlestr um trúarlíf og kirkjulíf hér á landi hélt séra Ólafr Ólafsson alþm. á sunnudagskveldið. Hann talaði um deyfð og áhugaleysi í trúarefnum, sem ætti sér stað hér á landi; áleit þó, að menn stæðu framar, bæði í trúarefnum og siðferði, enn verið hefði fyrir 1—2 öldum; sagði að kirkjan þyrfti að laga sig eftir framfarakröfum tímans, enn áleit þó framfaravinina (að minsta kosti marga af þeim) vera skæðustu ðvini kirkjunn- ar. Vildi láta almenning lesa meira i biblíunni enn nú gerist, og að meiri alúð væri lögð við kristindðmskenslu barna o. s. frv. Nyjasta uppfimdning Edisons er nokkurs konar töfraskuggsjá, er nefnist Kinetograf. Þessi vél lætr menn sjá og heyra viðburði, sem fara fram í fjarlægð, svo sem leiki á leikhúsum o. s. frv., og sýnir þetta svo nákvæmlega, að sjá má allar hreyf- ingar og svipaskifti leikandanna, eins og þeir væru rétt hjá áhorfendunum. Þetta er rafrmagnsvél, enn myndirnar koma fram við Ijósmyndun, og getr vélin tekið 46 slíkar myndir á sekúndunni. Fjöldi mannkynsins 1890. Svo hefir talist til í fyrra, að mannkynið hafi verið 1.487,600,000. Þar af vóru í Evrópu 380,200,000, í Asíu 850 milj., í Afríku 127 milj., í Ástralíu 4,730,000, í Norðr-A- meríku 89,250,000, í Suðr-Ameriku 36,420,000. Forlög „ Vestru-Islendinga. Eftir hagskýrslum, sem stjórnin í Minnesota í Bandaríkjunum hefir gera látið,*hafa 55,682 Norðrlandamenn (Skandínav- ar) i því ríki afklæðst þjóðerni sínu á siðustu fimm árum, þ. e. tekið upp enska tungu og enska háttu í öllum greinum. Til eftirtelitar. Menn ættu að nota tækifærið, sem herra Bafn ISigurðsson hef- ir útvegað sér og öðrum, að fá í tæka tíð kol fyrir kr. 3,75 í J. P. T. Brydes verslun i Itvík. Dr. med. A. Groyen, keisaral. kgl. her- og yfirlækn- ir í Berlín, ritar: Þeir herrar Mansfeld-Búllner & Lassen í Kaup- mannahöfn hafa sent mér fyrir löngum tíma siðan Brama-lífs-elixír til nákvæmrar rannsóknar. Þótt ég væri tortrygginn gagnvart slíku meðali, eins og öllum slíkum meðulum, sem hrósað er, notaði ég það þó við lækningar mínar og verð ég aðjáta, að það hefir reynst betr enn ég bjóst við. Enginn bitter, enginn líkör í heiminum getr náð þeirri frœgð, sem Brama-lífs élixír Mansfeld-Búllner & Lassens hefir aflað sér á tiltölulega skömmum tíma! Farsœll er sá maðr, sem tekr til þessa magastyrkj- andi meðals á réttum tíma. Berlín. Dr. med. A. Groyen, keisaral. kgl. her- og yfirlækni m. m. Einkenni á vorurn eina egta Brama-lífs-elixír eru firma merki vor á glasinu og á merkisskildinum á miðanum sést blátt ljón og gullliani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-eliocir. Kaupmannahöfn. Yinnustofa: Nörregade No. 6. JSá sem tekið hefir í ógáti silkiregnhlíf úr for- stofu á spítalanum, skili henni undir eins til for- stöðukonu spítalans. Margar þúsundir manna hafa komist hjá þungum sjúkdómum með því að brúka i tæka tið hæfileg meltingarlyf. Sem meltingarlyf í fremstu röð ryðr „Kínalifs- elixírinn" sér hvarvetna til rúms. Auk þess sem hann er þektr um alla norðrálfu, hefir hann rutt sér til jafnfjarlægra staða sem Afríku og Ameríku, svo að kalla má hann með fullum rökum heimsvöru. Til þess að honum sé eigi ruglað saman við aðra bittera, sem nú á tímum er mikil mergð af, er almenningr beðinn að gefa því nánari gætur, að hver flaska ber þetta skrásetta vörumerki: Kínverja með qlas í hendi ásamt nafninu Wald. Petersen í ^ y. p. Frederikshavn, og i innsiglinu j, í grænu lakki. Kínalifselixírinn fæst ekta i flestum verslunar- stöðum á Islandi. Töðu og gott hesta hey kaupir W. Ó. Breiðfjörð fyrir peninga og vörur með peningaverði. Útgefandi: Valdimar Asmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.