Fjallkonan - 19.08.1891, Blaðsíða 1
Kerar út á. Jiritijudögum.
Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis)
Upplag
2500.
Gjalddagi i jtlli.
FJALLKO
Uppsögn ógi!d nema
skrifleg korai til útgef-
anda fyrir 1. oktöber.
Skrifstofa ogafgreiSsla:
Þingholtsstræti 18.
VIII, 33. KEYKJAVÍK, 19. ÁGÚST. 1891.
Útkoma þessa blaðs heíir verið dregin, til að koma í það nýj-
nstu fréttnm, sem hárust i gær með „Magnetítr.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 6. ágúst.
Þríríkjasambandið. Eins og mönnum er kunnugt
var þrírikjasambandið cndrnýjað í vor og skriflegar
skulubindingar gerðar. Vilhjálmr keisari hafði látið
sér mjög ant um að koma því á eða réttara að
segja að endrnýja samningana á milli Þýskalands,
Austrrikis og Ítalíu. Ætlunarverk félagsins er, ett-
ir sjálfs þess sögn, viðhald friðarins í Evrópu. E>að
eru aliir ásáttir um það, að ferð keisara til Englands
hafi verið stofnuð í þeirn tilgangi að fá Englendinga
í þríríkjasambandið. Hvort það hafi tekist eða að
hve miklu leyti það hafi tekist, hafa menn enga fulla
vissu um, enn likindi eru þó til að Englendingar
hafi heitið að vera ítölum hlyntir í Miðjarðarhafinu.
Ýms þýsk blöð létu í fyrstu mjög mikið yíir þeim
viðtökum, sem keisarinn hefði fengið á Englandi,
jaínt lijá ensku þjóðinni yfir höfuð að tala, sem hjá
hirðinni. Ekki leið samt langt um áðr enn farið
var að hreyfa því, að keisaranum hefði ekki fundist
svo mjög um viðtökurnar. í veislu, sem Salisbury
æðsti ráðgjafi hélt keisara, sagði keisari meðal ann-
ars við hann, að Englendingar ættu að ganga und-
an öðrum þjóðum í því að hætta herbúnaði. Salis-
bury kvað það miklu áhrifameira, ef annar eins þjóð-
höfðingi og Þýskalandskeisari gengi á vaðið. Keis-
ari sagði seinna, að ensku stjórnfræðingarnir væru
sieipir sem álar. Englendingar segjast vilja eiga vin-
gott við alla, og þannig bauð Salisbury Waddington
sendiherra Frakka í veisluna í Hatefield-house, og
sat að eins frú Salisbury á milli keisara og sendi-
herrans. Þótti keisari vera fámæltr við sendiherr-
ann. Keisarinn taiaði jafnan um friðinn við hvern,
sem hann átti tal við.
Um sömu mundir sem keisarinn fór frá Englandi,
þá sigldi frönsk flotadeild til Kronstadt. Hafði hún
þá áðr komið til Kaupmannahafnar og Stockhólms
og fengið góðar viðtökur á báðum stöðum, enn hvergi
hafa Frakkar í þessari ferð feugið aðrar eins viðtök-
ur eins og í Kússlandi. Hver veislan hefir rekið aðra,
og allir hafa kepst við, æðri sem lægri, að sýna þeim
allan þann sóma, sem þeir liafa kunnað. Þýsku
blöðin gerðu í fyrstu skop að þessari ferð franska
flotans, og kváðu þau, að það væri engin ástæða til
að ætla að ferð þessi væri stofnuð beinlínis til að
efla bandalag á milli Frakka og Rússa. Það væri á
móti allri skynsemi að ætla að þjóðveldið Frakkland
færi að leggja lag sitt við hálfósiðað einveldi eins og
Rússland væri. Það er öllum kunnugt að Rússa-
stjórn er mjög illa við þjóðsöng Frakka, og að hún
hefir bannað að syngja hann í Rússlandi. Það var
því mælt að Rússakeisari mundi heldr ekki í þetta
skifti leyfa það. Sömuleiðis var það sagt, að hann
hefði bannað, að mæla fyrir skálum ríkja til þess að
j þurfa ekki að mæla fyrir skál þjóðveldisins frakk-
neska. Enn svo hefir farið, að þjóðsöngr Frakka
hljómar daglega í Rússlandi um þessar mundir, og
keisarinn sjálfr hefir mælt fyrir skál þjóðveldisins
Frakklands og óskað því heilla og hamingju. Auðvit-
að er þess ekki getið að aðrir hafi mælt fyrir skál-
um Frakklands. — Það þykir enginn efi á því, að
endrnýjun þríríkjasambandsins og jafnvel ferð Þýska-
landskeisara til Englands hefir flýtt fyrir sambandi
á milli Rússa og Frakka, og víst er það talið, að
Rússakeisari hefði ekki veitt Frökkum aðrar eins
móttökur, þótt ekki væri nema fyrir hálfu ári. Ekki
vita menn fyrir víst, að skriflegir samningar hafi
verið gerðir á milli Rússa og Frakka, enn öll lík-
irsdi til að þeir fylgist þó að málum, ef stríð kæmi.
Gervais flotadeildarforingi færði Rússum tvo fána,
sem þeir höfðu tekið í Krímstríðinu. Núna seinustu
dagana hefir ritháttr þýsku blaðanna að mörgu leyti
breyst. Þau gerðu áðr gys að þeim, sem ætluðu að
nokkuð byggi undir heimsókn Frakka á Rússlandi,
enn nú geta þau ekki stilt sig sjálf, og eru á sama
máli sem aðrir um það. Franski flotinn fer frá
Rússlandi til Englands, ætlar drotning sjálf að skoða
hann. Lítr það út fvrir, að Englendingar vilji koma
sér vel við alla. Salisbury sagði að allir þeir væru
vinir Englendinga, sem styddu að því, að halda hinni
núverandi landakipun og eflafriðinn. Frakkarmyndi
fá góðar móttökur hjá Englendingum. Þannig er
ekki auðvelt að vita um Englendinga, hverjum þeir
fylgi að málum.
EvgJand. Það er mælt að Englendingar hafi boð-
ið Portúgalsstjórn 20 milj. pund sterling fyrir ný-
lendur þeirra, að undanteknum nýlendum þeirraálnd-
landi, og ætla þeir að borga það í gulli. -- Fyrir
nokkru hélt Salisbury, sem er formaðr í „United
Klub“, ræðu á ársfundi félagsins. Sagði hann þar á
meðal annars, að það væri orðið alment viðkvæði:
Sérhver skal hafa atkvæðisrétt. Hann vildi þó leggja
það til að menn hefðu ekki atkvæðisrétt, nema þeir
liefðu búið ákveðinn tíma í kjördæmi sínu. í lok
ræðunnar mintist hann á íra. Sagði hann það heimsku-
legt, að vonast eftir því að Englendingar mundu get-
að haldið yíirráðum yfir nýlendum sínum í öðrum
heimsálfum, ef þeir gætu ekki haldið yíirráðum sínum
yfir írum, sem væru undir handarjaðrinum á sér.
Menn mundu hafa írska raálið vakandi fyrir sér við
næstu kosningar. Hann kvaðst samfærðr um það, að
kjósendunum væri ekki sérlega ant um sjálfræðismál
íra (home rule) og ailir sem hefðu nokkurt vit á
stöðu og ætlunarverki ríkisins fyrirlitu þesskonar til-
raunir. Honum þótti Englendingar hafa of fáa full-
trúa á þingi i samanburði við Skota, íra og Wales-