Fjallkonan - 08.09.1891, Blaðsíða 3
8. september 1891.
FJALLKONAN.
143
tökuprófs og lærisveinar frá Möðruvöllum verði
teknir próíiaust inn í lærða skólann. — 10. um að
fulltrúi stjórnarinnar á alþingi haíi framvegis full-
komnara umboð til að semja við þingið. — 11. um
stofnun iagaskóla. — 12. um að bankastjóri verði
maðr, sem ekki hafi embætti á hendi, bankinn kom-
ist í samband við erlenda banka, stofni útibú og
sé opinn minst 6 stundir á dag. — 13. um ýmsar
reglur viðvíkjandi póstmálefnum. — 14. um að
leita álits amtsráða og sýslunefnda um sameiningu
búnaðarskólanna. — 15. um brú á Jökulsá áAxar-
firði og Lagarfljóti. — 16. um póstgöngur (að aðal-
póstferðunum verði fjöigað um tvær, póstrinn frá
Akreyri gangi um Norðr-Þingeyjarsýslu og Vopna-
fjörð til Fossvalla, nýir aakapóstar verði settir á
ýmsum stöðum, nýjar póstafgreiðslur á tveim stöð-
um og bréfhirðingar á 40 stöðum, sem oilangt yrði
upp að telja).
Óútræddu frumvörpin eru þessi: 1. um líkskoðun. 2. um
skaðabætr peim tii handa, er að ósekju hafa verið hafðir í
gæsluvarðhaldi, eða sætt hegningu eftir dómi, svo og um máls
kostnað í sumum opinberum sakamálum. 3. um iðnaðarnám. 4.
um breyting á tilskipun um lausamenn og húsmenn á íslandi. 5.
um breyting á 3. og 8. gr. í tilsk. 31. maí 1855 um eftirlaun.
6. um rétt kvenna til að njóta kenslu á mentunarstofnun-
um landsins og um aðgang þeirra að embættum. 7. um kjör-
gengi kvenna. 8. um séreign og myndugleika giftra kvenna.
9. um Seyðisfjarðarkaupstað. 10. um afnám vistarskyldunnar og
heimilisfang verkmanna. 11. um meðferð á markaðshrossum.
12. um bæjarstjórn í Seyðisfjarðarkaupstað. 13. um meðferð
á hrossum og sauðfé, sem selt er til útflutnings. 14. um
breyting á lögum um kosningar til alþingis. 14. sept 1877.
Fiskiveiðalög hér og erlendis m. fl. þar að lútandi.
Bftir Guðmund Guðmundsson í Landakoti.
1 26. og 28. tölubl. Bjallkonunnar þ. á. hefir herra Guðm.
Einarsson í Nesi enn á ný farið nokkrum orðum um hina nýju
fiskiveiðasamþykt, og þá um leið ekki gleymt að minnast okkar
Strandarmanna, eftir gamalli venju. Dó ég nú svari nafna mín-
um í Nesi nokkrum orðum upp á grein hans, þá geri ég það
ekki i þeim tilgangi, að sannfæra hann um, hver nauðsyn sé á
fiskireglura yíir höfuð ; slíkt er ekki mitt meðfæri; heldr til þess,
að leiðrétta hjá honum sumt ranghermi, og minna hann á ein-
stöku eftirtektarverð atriði, sem honum hefir sést yfir.
Það er i stuttu máli það millibil á skoðunum okkar nafnanna
i þessum fiskiveiðamálum, að hann vill taka fiskinn undir eins og
til hans næst, jafnvel áðr enn hann kemst inn í flóamynnið, með
hverri helst veiðiaðferð, sem menn geta upp hugsað. Þetta væri
sjálfsagt rétt aðferð, ef um dauðan fisk væri að ræða, enn ekki
lifandi skepnu, sem af náttúruviti sínu vill forðast öll ytri ó-
þægileg áhrif, alt sem þeim finst hættulegt fyrir lífið. Ég vil
geyma fiskinn á meðan hann er í göngu, enn veiða hann þegar
menn hugsa að hann sé genginn á grunn; það er að skilja, ég
vil ekki hrekja eða styggja fiskigönguna til hafs aftr, áðr enn
menn hafa nokkur veruleg not af henni, og sama tilgang hafa
Norðmenn með sinum fiskiveiðareglum, eins og ég skal síðar henda
nafna minum á.
Það er ekki svo auðvelt fyrir mig að geta mér til, af hverju
nafni minn dregr þá ályktun, að hann heldr að nú ætli þeir
(Strandarmenn og Njarðvíkingar) að „fara að róa út í Garðsjó
eins og menn“. Hvort hann meinar að þeir rói „eins og menn“,
af því hann játar að þeir róa ferfalt lengra enn hann sjálfr og
aðrir, sem liggja við í Garði og Leiru, eða hann telr þá róa
„eins og menn“, ef þeir, eins og hann meinar, eru nú alment
farnir að brjóta 7. boðorðið, þegar þeir koma út á sjóinn.
Þangað til ég fæ nákvæmari útskýringu yfir þessi hans orð,
læt ég bíða að svara nafna mínum, sveitunga minna vegna,
fyrir heiðrinn, sem sumir hugsa að felist i þessum orðum.
Stórkostlega vitleysu, — sem sjálfsagt er þó að fyrirgefa —
kalla ég það hjá nafna mínum i Nesi, er hann segir, að vertíð-
ina 1885 hafi verið „ágætr netfisksafli i Garðsjó“. Það muna
flestir, að sú vertið var ein hin aumasta fiskileysis vertíð yfir
allar Paxaflóa veiðistöður. Enn rétt er það hjá honum, að það
litið, sem aflaðist þá vertíð, fékst i net vestr i Garðsjó. Enn
gætum að öðru: Þessa vertíð (1885) vóru miklar ógæftir, svo
að meiri hlutinn af þeim fiski sem aflaðist kom skemt, úldið og
morkið í land. Kaupmenn hér vöruðu sig ekki á þessu og
borguðu því fiskinn um sumarið með 50 kr. hvert skpd. Enn
hvernig fór svo? Þegar þessifiskr kom til Spánar um haustið og
vetrinn eftir, þá lagði af honum svo megnan ódaun um allan
Spán, að kaupmenn þar ætluðu ekki að þiggja hann fyrir neitt
verð, og eftir sögn kaupmanna hér var bannað að flytja fram-
vegis netafisk til Spánar. Afleiðingin af’ þessu varð sú, að árið
eftir (1886) borguðu kaupmenn hér saltfisks skpd. með einum
30 krónum. Það mun hafa verið sama árið, sem sagt var að
einstöku framsýnir Inn-nesingar hefðu fundið upp á því snjall-
ræði, að bleyta fisk sinn i sjó áðr enn þeir lögðu hann inn, til
þess að vera vissir um að hann yrði allr nr. 2. Verðmunrinn
var þá svo litill, að þeir unnu hann upp i vigtinni, með því að
hafa fiskinn nógu blautan. Hvort þá vertið (1886) hefir kom-
ið „íjarskamikill fiskr i Garðsjó" er mér ókunnugt um. Þeim
hlýtr að vera kunnugast um það, sem best gengu fram i þvi
að brjóta netalinuna þann vetr. Enn á netalínunni og fyrir
innan hana aflaðist mætavel þá vertíð, eftir að fiskrinn gekk
þangað, enn hann kom nokkuð seint.
Vertíðina 1887 var ágætr afli hér um allt grunn, enn óþefrinn
var ekki rokínn úr nösum Spánverja, og þvi var fiskr það surnar
ekki borgaðr hér með hærra verði enn 34 kr. skpd. af nr. 1.
Verðleysið á fiskinum, þegar fór að aflast, ofan á undanfar-
andi tveggja ára aflaleysi, var það, sem olli því að hallær-
islánin þurftu að vera svo stórkostleg, að sumir hreppar sitja i
þeirri súpu enn. Samt hefi ég ekki heyrt þess getið, að þeir
sem mest öfluðu i Garðsjó 1885, hafi boðist til að lána hinum
sem fóru á mis við afiann það ár. Enn þess hefi ég heyrt get-
ið, að einn maðr á Seltjarnarnesi, sem aldrei gortaði af sínum
Garðsjósafla, hafi bjargað öllum Seljarnarneshreppi frá hungrs-
neyð.
Nafni minn i Nesi vill áminna mig um að brýna 7. boðorðið
fyrir sveitungum mínum. Ef þeir þyrftu þess með, vildi ég ekki
teljast undan því, enn eftir síðasta læknisvottorði, sem lesa má
í Fjallkonunni 29. tölubl., eru þeir ærið fáir nálægt mér, sem
þurfa áminningar við í þeirri grein. Mætti ég ekki biðja nafna
minn í Nesi, að taka hina að sér, og halda yfir þeim áminning-
arræðu, sem nú á tímum ganga frekast fram i þvi að brjóta 8.
boðorðið? Af ísafold vona ég að hann geti séð, hveijum hann
ætti að byrja á. Það var náttúrlegt að nafni tæki við því
vopni, sem að honum var rétt, enn það er hætt við, að herzlan
á því reynist svikin, svo að það annað hvort hogni eða bresti,
ef hann vildi beita því oftar. (Pramh.).
* í Fjallkoimnni 7. apr. 1891 (nr. 14) ritaði ég
greinarkorn út af lítilræði, sem mig greindi á um
við herra alþingismann Þorlák Gnðmundsson. Það
var út af því, að honum þykir það óþarfa-prjál
að játa blómsveiga á kistur framliðinna, enn mér
leist öðruvísi. Þá svarar alþingismaðrinn aftr í
Isafold (nr. 31) með allmiklum hótunum um hegn-
ingarhús og þar með fylgjandi ósköp. Eg stend
við það sem ég hef sagt, að það sé ekki óþarfa-
prjál að láta kransa á líkkistur framliðinna, og heíi
ég þar fyrir mér dæmi allra mentaðra þjóða frá öll-
urn öldum. Herra alþingismaðrinn þarf varla að
óttast, að iandauðn verði, þó að rifnar séu upp
nokkrar hríslur af jörðunni; verulegt lyngrif á
sér ekki stað, nema þegar stórkostlegir blóm- eða
lynghringir eru gerðir til að hengja upp við stór-
kostieg tækifæri, sem ósjaldan koma fyrir, enn við
það hefi ég alls eigi átt.
Mér þykir leitt að herra alþingismaðrinn hefir
orðið reiðr út af orðum mínum, enn ég vona að
honum sé runnin reiðin, og að hann fallist á mitt
mál. Kona.