Fjallkonan


Fjallkonan - 29.09.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 29.09.1891, Blaðsíða 2
154 FJ ALLKONAM. VIII, 39—40 ingar. Kvað þeim óhætt að treysta G-ladstone. Hann hefði bæði vilja og mátt til þess að útvega Irum sjálf'stjórn. Sagði hann að Toryflokkrinn hataði Ira og írland, og ef hann sigraði við kosn- ingarnar, yrðu þeir enn að búa við harðstjórn að minsta kosti í 8 ár. Ennfremr fann Dillon mjög að jarðkaupalögunum nýju, þótti jarðeigendum vera ívilnað meira enn góðu hófi gegndi. Balfour landstjóri Ira sagði á fundi aftrhaldsmanna í Ply- mouth 10. ágúst, að stjórnin ætlaði sér á næsta þingi að leggja fram frumvarp um það, að Irar fengju meiri þátt i héraðstjórn og sveitastjórn enn hingað til hefði átt sór stað. — Grladstone hefir ráðið til þess að safna óyggjandi skýrslum um Gryðinga- ofsóknirnar í Rússiandi. Segir hann að slíkar skýrslur muni verða miklu áhrifameiri enn ómild- ir dómar, sem sumir séu á miðr góðum rökum bygðir. Árangrinn af því er það, að í Lundúnum er tekið að gefa út tímarit, er heitir „Darkest Kussia". I hinu fyrsta blaði er sagt frá að eldr hafi komið upp i húsum Gryðinga í mörgum rússneskum bæj- um. Hargar þúsundir manna hafi komist á vonar- völ, og þótt öli líkindi sóu til þess að kveykt hafi verið í húsunum og eigendrnir hafi kært það fyr- ir lögregluliðinu, þá hafi jafnan verið skelt skoll- eyrunum við kærum þeirra. I einum Gyðingabæ hafa hór um bil 10,000 húsfeðr mist aieigu sina. Franski floti nn kom til Englands og var tekið þar með miklum virktum, þótt eigi kæmist í hálfkvisti við móttökurnar í Rúslandi. Bússland oq Finnland. Það eru öll útlit fyrir það; að þetta ár verði eigi gleðiár fyrir Fiuna. Harðstjórn. arsvipa hinnar rússnesku stjórnar hefir um lang- an aldr verið reidd yfir höfðum þegnanna. Enn Fiun- ar höfðu ýms réttindi, sem keisararnir, stórfurstar Finnlands, hafa hátíðlega svarið að vernda. Þegar Alexander III. kom til ríkja, varð hann eins og for- verar hans að sverja eið að þvi, að láta Finna halda réttindum sínum óskertum, enn að hve miklu leyti hann hefir gert það, má sjá af atburðum þeim, er gerst hafa þetta ár. í byrjun ársins var breytt pen- ingalögum og póstlögum eftir skipun stjórnarinnar. Gömlu hegningarlögin vóru afnumin; hafa þeir ekki enn þá fengið önnur í staðinn fyrir þau. Dómarar hafa þanuig verið í vandræðum með að dæma. Sum- ir hafa dæmt eftir rússneskum hegningarlögum, enn sumir eftir finsku lögunum gömlu. 30. júlí kom svo tilskipun keisarans, sem takmarkar svo mjög prentfrelsi þeirra, að enginn má rita neitt, sem land- stjóranum geðjast ekki að. Vald hans er algerlega ótakmarkað í því efni, og má því fuiikomiega búast við hinu mesta gjörræði frá hans hálfu. Loks núna í miðjum ágústmánuði kom ný keisaraleg tilskipun. Samkvæmt henni skai ráðgjafi Finnlands í Pétrsborg, áðr enn hann leggr frumvörp til nýrra laga fyrir landdaginn, leita samþykkis rússneska ráðaneytisius. Lög og ákvarðanir landdagsins skal ráðgjafi Fiunlauds seuda á rússnesku máii tii landstjórans og öldunga- ráðs Finna. Sömuleiðis skulu gerðir og ákvarðanir öldungaráðsins til landstjórans vera ritaðar á rÚ3S- nesku. Áðr vóru öll slík skjöl samkvæmt lögum Finnlendinga rituð á finsku. — Lög þeirra taka það skýrt fram að enginn rússneskr maðr geti orðið embættismaðr á Finnlandi. Auk þess hafa Finnar jafnan setið í ráðaneytinu, enn nú gerir keisarinn þá breytingu á því, að Rússar geta orðið embættismenn bæði í finska ráðaneytinu og í öldungaráðinu og yfir höfuð að tala komist í finsk embætti ef þeir kunna finsku, og Finnar verða að hafa fengið ná- kvæma kunnáttu í rússnesku til að fá slík embætti. Heimilað er og að rússneska sé kend í latínuskólum Finnlands 8 tíma í hverri viku. Áðr var að eins varið 4 tímum til hennar á viku. í ýmsum heistu unglingaskólum er og farið að kenna rússnesku. Það má geta nærri, að Finuar eru hryggir og reiðir yfir ölium þessum yfirgangi og lagarofi, og það jafnt freis- isvinir sem aftrhaldsmenn. Aliir þykjast sjá að j ógurleg hætta vofir yfir þeim. Finnar óttast og, að því er virðist með fullri ástæðu, að þessi lagarof, | sem keisarinn eða rússneska stjórnin hefir framið gegn þeim, sé að eins inngangr að nýrri raunasögu. | sem nú sé hafin, enn óvíst sé hvenær endi. Rússa- keisari, drotning hans og börn eru hérna í Khöfn j núna. Barón Hirsch, auðmaðrinn sem mestar tilraun- j ir hefir gert til þess að stofna Gyðinganýleudur bæði í Argentínu og Norðr-Ameríku, sendi umboðsmann sinn hingað til Hafuar til þess að tala við keisaraun. Hetír hann að líkindum ætlað, að það mundi auð- veldara hér af því hanu væri her ekki undir handar- jaðri hinnar rússnesku stjórnar. Átti hann að reyna að koma því til vegar, að Gyðingar fengju að miusta kosti að vera kyrrir þangað til þeir gætu komið eig- i um sínum í peninga. Enn keisarinn neitaði houum um ieyfi til þess að tala við sig, og þaunig varð hann að fara aftr. Tyrkland. Hin síðustu árin liefir lítið sögulegt farið af Tyrkjum. Nú um tíma hefir aftr á móti verið allmikið talað um þá i öllum blöðum. í Ber- j línarfriðnum var það ákveðið að Hellusuud og Sævið- arsund skyldu vera lokuð fyrir útlendum herskipum. Rússar hafa þó við og við látið skip af hinum svo nefnda „sjálfviljuga flota“ fara í gegn um sundin. Floti þessi flytr oft þá bandingja og vopn og jafn- vel hermenn, sem eiga að fara austr í Asíu. Við og við hata Tyrkir angrað þá með því að banua skip- um þessum ferð um sundið, og þannig heftu þeir þrisvar skip fyrir Rússum; þó lagaðist það þannig, að Tyrkir sleptu skipunum, enn auk þess gerðu þeir samning við Rússa um að leyfa skipum úr „hinum sjálfviljuga flota“ frjáisa ferð um sundið, auk þess ætla sumir að þeir jafnvel hafi gefið Rússum leytí til þess að sigla hinum öðrum herskipum sínum um sundin. Engleudingar urðu æfir við og sömuleiðis ítalir. Segja þeir, að ef Rússar hafi ieyfi til að sigla herskipum um sundin, þá hljóti hið sama að eiga sér stað um aðrar þjóðir. „Standard“, málgagn Salisburys, talar með mikilii gremju um það. Segir að Tyrkja- stjórn þurfi ekki að ímynda sér, að Englendingar yfirgefi Egyptaland, þótt hún sýui Rússum ástæðu- lausa auðmýkt. Standard segir að Eugland hatí íuila ástæðu tii þess að hafa her í Egyptalaudi, meðal aun- ars að halda friði og spekt í landinu, sem sé nauð- synlegt fyrir sig vegna Indlands. Standard telr það ! skyldu Englendinga, að hafa vakandi auga á Egypta- landi, og ef soldáninn aftri þeim frá því að fram-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.