Fjallkonan - 27.10.1891, Blaðsíða 4
176
FJALLKONAN.
vm, 44.
og meina iionum heldr ekki, meðan ég er fjarstaddr, að fylla
rúmið i ísafold með hroka-þvættingi sínnm.
Iíjörn Kristjánsson.
Strandferðaskipið.
í fyrra þegar „Thyra“ kom um þetta leyti hingað
með hina mörgu misjafnlega útleiknu farþega og far- j
angr þeirra meira eða minna skemdan (þótt nú að
sögn hafi verið borgaðar fyrir allar farangrsskemd-
irnar segi og skrifa tvöhundruð (200) krónur1), þá
var ég einn meðal þeirra, sem rann þetta svo til
rifja, að ég ritaði í Fjallkonuna um þessa óþolandi
meðferð á farþegum og farangri þeirra.j
Það virðist svo sem þetta hafi borið ágætan árangr,
því í fyrsta lagi var undir eins í fyrra stækkað 2. far-
þegarúm á Thj7ru um helming og í annan stað hefir
aðhlynning og umönnun skipstj. og stýrimanna við
farþega breyst svo mjög til batnaðar, að meðferðin á ;
þeim í þessari síðustu ferð er nú eins lofsverð sem
hún var lastverð í fyrra.2 * * *
Eins og ég gat um í fyrra, getr það ekki komið
til tals, að þilfarsfarþegar t. d. frá Seyðisfirði eigi
að vera á þiljum uppi nótt og dag alla leið, heldr
eiga þeir að hafa (auðvitað þægindalítið) rúm undir
þiljum. í þetta skifti er því Iíka svo til hagað. Und-
ir eins á hinni fyrstu höfn er skipið tók farþega,
lét skipstjóri Hovgaard rýma til í lestinni og slá
borðum fyrir farmgóss og farangr til að afmarka
rúm íyrir farþega. og ekki einu sinni það, heldr
gerði nú skipstjóri alt sem í hans valdi stóð til að
gera farþegum vistina þolanlega, t. d. með þvi að
lána ábreiður og annað þeim til þæginda. Farþegar
2. rúms á Thyru hafa nú betri aðbúð enn áðr síðan
rúmið var stækkað, enn auðvitað má offylla það. Á
1. káetu hafa farþegar ætið haft góða og skemtilega
aðbúð, því skipstj. Hovgaard er gleðimaðr og Iætr
sér annt um samfélaga sína, enn farþegar á öðru
rúmi eru lika menn með tilfinningu.
W. Ó. Breiðflörð.
Hvað herskipaútgerð kostar. Þegar franska flota-
deildin fór til Rússlands komu í frönskum blöðum
skýrslur um ýmsan kostnað á herskipum þessum.
Skipshöfnin á hverju skipi hefir 30,000 franka í laun
um mánuðinn. Auk þess brúkar skip með 600 manna
21,000 franka á mánuði til uppeldis skipshöfninni.
Skot úr hinum stærstu byssum kostar 5010 franka,
enu úr hinum minstu 66 franka. Kveðjuskot eru
ódýrari, því að til þeirra er haft ódýrara púðr.
Stanley fór 15. þ. m. með konu sinni á leið til
Ástralíu og ætlar að sögn að dvelja þar árlangt, enn
ekki er kunnugt hvað hann muni hafa þar fyrir
stafni.
Edison er nú að semja skáldsögu með öðrum manni,
og er efni hennar að sýna hversu rafmagnslistin muni
gersamlega umbreyta háttum manna á 20. öldinni.
Bókin verðr með myndum, sem Edison hefir dregið
sjálfr.
Biöjiö um Rahbeks Allé.
Svo er kepnin effcir Rahbeks Allé
um alt land, að sumir veifcingamenn^
sem nú hafa fengið öl þetta hafa ósk-
að, að ég ekki seldi það öðrum í
sama kauptúni. Enn þeim hefi eg svarað: „Rah-
beks Allé“ er frelsis og framfara drykkr, sem engin
bönd þolir úr því hann er kominn úr tunnunum
hjá
W. Ó. Breiðfjörð,
aðalumboðsm. á Islandi fyrir Rahbeks Allé.
Tvö ný orð:
Lómar = hægrimenn (sbr. stjórnarlómar, í Þjóðvilj-
anum). Skúmar = vinstrimenn (sbr. þjóðmálaskúm-
ar, í Fróða). Orð þessi umbiðjast tekin upp í hið
daglega mál hér á landi. e.
FJARMARK Sigurðar Tómassonar í G-arð-
húsum í Gaulverjabæjarhreppi er geirstýfth., stýft
og gagnbitað vinstra. Brennim.: S. T. s. A 11.
Parnell hinn frægi foringi íra dó snemma í þ. m.,
enn blöð hafa ekki borist er skýra frá fráfalli hans.
Boulanger er einnig dáinn; skaut sig í Brussel,
og hafði skriflega gert ráð fyrir því daginn áðr.
Aflfærsla með rafmagni. Síðan það hepnaðist
svo vel að færa afl með rafmagni Iangan veg til
Frankfurt (sem getið er í 42. bl. Fjallk.), hafa víðar
verið gerðar tilraunir með það og félag stofuað til
að framkvæma slík fyrirtæki. Þannig hefir sænska
stjórnin lagt fram fé t.il þess að færa afl úr fossinum
Trollháttan til Gautaborgar, sem á að hreyfa þar ó-
tal verkvélar o. s. frv. — Á sama hátt mætti færa
afl úr Elliðaánum til Reykjavíkr, og mætti á þann
hátt hreyfa allar vinnuvélar í bænum, framleiða raf-
magnsljós á götunum o. s. frv.
HVEeð þessari ferð „Thyra“ ætla ég að fara til
útlanda. Ef einhver vildi skrifa mér, má utanáskrift-
in vera:
C/o Messrs Eller & Co.
20 Lloyd’s House
Manchester.
Um verslunarerindi skyldi þó lieldr skrifa umbjóð-
endum mínum.
Keykjavík a,/10 -’91
Kr. Jónasarson.
XTm leíð og ég kveð aila viðskiftavini mína, og
þakka þeim fyrir góð skifti þetta ár, auglýsist hér
með, að í fjarveru minni hefir bæjargjaldkeri P. Pétrs-
son forstöðu verslunar minnar á hendi.
Yirðingarfyllst
Björn Kristjánsson.
1) Enn hver ætli hafi orðið fyrir því að fá þessar 200 kr.
og eftir hvaða mælikvarða?
2) Yitanlega hafa skipsráðendr ekki gert meira
enn skyldu sína, og mun því lítil ástæða að senda
þeim þakkarávarp fyrir það, sem heyrst hefir að
gert hafi verið. Bitstj.
Nýtt Nýtt!
Hin mjög eftirsóttu stóru og billegu herðasjöl komu
nú aftr með „Thyra“ og margt, margt annað fleira
til verslunar
W. Ó. Breiðfjörðs.
Útgefandi: Valdimar Asmundarson.
Félagsprentsmiðjan.