Fjallkonan


Fjallkonan - 17.11.1891, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 17.11.1891, Blaðsíða 3
17. nóvember 1891. FJALLKONAN. 187 Johnson, Voltaire og Milton. Hann hefir rökvísi Johnsons, hæðn- isfyndni Voltaires og tilfinningaháleik Miltons. Rökfærsla hans er sem stærðfræðileg steinabrík, stíll hans er aflmikill, skær sem nppsprettulind, einarðlegr, skáldlegr og gamansamr; áhug- inn og áframhaldið óþreytandi. Hann tilbiðr sína þrenning, þrenning vísindanna, skynsemina, j athugunina og reynsluna. Óvinir hans fara með hann eins og guösafneitara, af þvi hann \ trúir ekki á guð, á þann hátt sem þeir trúa. Mennirnir hafa skapað sér guð í sinni mynd og likingu, og sá sem ekki trúir á þann guð, sem aðrir hafa búið til eftir sinu höfði, verðr auð- vitað í þeirra augum guðsafneitari. Ég hefi aldrei heyrt Ingersoll segja að hann tryði ekki á guð j hann trúir ekki á Jehóvah, sem Gyðingar hugsuðu sér, þenna guð, sem skipaði þjóð sinni að farga heilum kynslóðum, gamal- mennum, konum og börnum. í hans augum er Jehovah ekki annað enn goðsögn, ímyndunarskapnaðr huglausrar, ranglátrar og blóðþyrstrar þjóðættar. Hvernig ættu menn að trúa því að guð þessi, sem eftir trú Gyðinga er grimmr, ofsafullr, hefnigjarn, smásmuglegr og miskunnarlaus, sem refsar þeim, er honum hafa illa þjónað með eilífum kvölum — hvernig ættu menn að trúa þvi að þetta sé hinn .sami miskunnsami frelsari, sem fór um land í Palestinu og kendi fagnaðarerindi fyrirgefningarinnar og bauð lærisveinum sínum að slíðra sverðin i stað þess að verjast mót ofsóknarmönnum. Ingersoll ræðst ekki á guð; hann ver hann gegn hinum smán- arlega rógi, sem borinn hefir verið á hann öldum saman. Að segja að guð vilji láta börn sín brenna um alla eilifð fyrir nokkr- ar syndir, það er eftir skoðun Ingersolls hróplegr rógr og há- tignarbrot gegn guðdóminum. Ingersoll kallar það ósiðferðilegt af trúnni, er hún segir við mennina : „Syndgið ekki, enn ef þér samt syndgið, þá látið hugg- ast og komið til min, ég skal gera yðr hvíta sem mjöll“. Slík kenning er ekki vel fallin til að betra mannkynið. Menn eiga ekki að gera hið góða i endrgjaldsvon, og ekki heldr af ótta fyrir refsingu, heldr af elsku til hins góða. Trú Inger- solls er mannúðarinnar trú, sú trú sem kennir mönnum að vera sælir. „Markmið lífsins er farsæld; meðalið til að vera farsæll er dygðin. Að lifa til þess að gera það sem gott er, að elska, að finna farsæid i því að hjálpa náunganum til farsældar og síðan að leggjast til hvíldar og sofna með þeirri góðu meðvit- und, að maðr hafi int af hendi skyldur sínar við mannkynið. Yertu farsæll hér í heimi, oss er ekki lánað að vera hér oftar enn einu sinni. Lát þér ekki nægja að biðja guð fyrirgefn- ingar á órétti þeim, er þú hefir gert mönnunum. Bið þú menn- ina fyrirgefningar og bæt síðan yfir óréttindin. — t>ú rænir mann, og guð fyrirgefr þér. Það er ágætt að sönnu, enn gagn- ar manninum ekki hið minsta. Bið þú manninn fyrirgefningar, og skila þú honum aftr því sem þú hefir rænt frá honum; bið siðan guð fyrirgefningar, ef þér svo sýnist. (Framh.). Pólitiskr kjörréttr í ýmsum löndum. Eftir nýjum skýrslum frá þessu ári er kjósenda tala þannig í ýmsum löndum: Frakkland, . kjósendr 27,2 Grikkland, . 23,s Sviss, 22,6 Þýskaiand, 21,7 Bandaríki N.-Ameríku, . 20,0 Danmörk, — 16,4 Breska ríkið, .... . 16.i Spánn, — 16,o Ítalía, — 8,9 Austrríki, — 7,3 Noregr, 6,6 Holland, — 6,5 Sviþjóð, 6,0 Belgía, —— 2,2 Á íslandi vóru kjósendr fyrir ellefu árum (1880) 9,i af hundraði. Yillijálmr Þýskalandskeisari safnar eiginhand- ritum, einkum herforingjabrófum, Óskar Svíakon- ungr og Karl Rúmeníukonungr sömuleiðis; Rússa- keisari safnar frímerkjum og ránfuglaeggjum, Mar- grét Itala drotning hönskum, sem drotningar hafa borið og prinsinn af AVales á heilt stórsafn af tó- bakspípum. í Sardes (í Litlu-Asíu), þar sem mælt er að höll Krösusar Lydíu konungs hafi staðið, á nú að grafa til fornmenja. Frakkneskir menn standa fyrir því fyrirtæki. Grufubátrinn „Faxi“. Daginn eftir að „Faxi“ ! sökk hér á höfninni, rak upp af honum lyfting- una og part af þilfarinu, og hefir það liðast sundr | í sjóganginum. Keynt mun verða að ná bátnum upp, hversu sem það tekst. — Héðan af er þessi bátr vitanlega úr sögunni, og er það illa farið að þessi hin fyrsta tilraun með gufubát á Faxaflóa | skyldi misheppnast svo, og skaðinn mikill fyrir eigendr bátsins (einkum þá hr. Sigfús Eymundsson og Sigurð Jónsson, sem áttu mest í honum). EldgOS. Hér í nærsveitunum hefir orðið vart 1] Grafletrin. Bftir Guy de Maupassant. g elskaði hana, elskaði hana ákaflega. Af hverju elska menn? Er það ekki undarlegt að sjá ekki nema eina lifandi veru, að hafa að eins eina hugsun í höfðinu, eina ósk í brjóstinu, eitt nafn á vörunum, — nafn, sem rennr upp úr djúpi sálarinn- ar eins og uppsprettulind, nafn sem maðr hvíslar ætíð og al- staðar eins og það væri bæn. Ég ætla ekki að segja söguna af okkr. Ástin hefir að eins eina sögu; það er oftast sama sagan. Fundum okkar bar saman og ég fékk ást á henni. Eitt ár bjó ég að blíðu hennar, atlotum og tilliti, svo hrifinn, að ég vissi ekki framar hvort það var nótt eða dagr, hvort ég var dauðr eða lifandi, hvort ég var á himni eða jörðu. Og þá dó hún. Kveld eitt kom hún heim í rigningu, gagndrepa, og fékk nokkurt hóstakjölt daginn eftir. Hóstinn hélst vikutíma, enn þá varð hún að leggjast i rúmið. Ekki vissi ég hvað gerðist, nema læknirinn kom til hennar, skrifaði lyfseðil og fór. Henni var gefið inn og kona vakti yfir henni. Henni var brennandi heitt á höfðinu og höndunum, og augun vóru fjörlaus og sorgleg. Ekki man ég hvað við töluðum saman. Ég hefi gleymt því öllu. Hún dó, og ég man vel þegar hún dró seinustu andtökin. Yökukonan sagði: „Guð minn góðr“, og ég þóttist vita, hvað um var að vera. Eftir það vissi ég ógerla hvað gerðist. Prestr kom, og segir við mig: „Það var unnustan yðar“; mér virtist hann gera gys að henni, og rak hann á dyr. Síðan komu fleiri og tóku þátt í sorg minni. Ég var spurðr margs um það hvern- ig útförinni skyldi haga. Meira man ég ekki. Eftir kistunni man ég glöggt og hamrahljóðinu þegar hún var kistulögð. Fáeinir kunningjar mínir vóru komnir. Ég rauk á burt. Ég gekk langalengi úti á strætum. Síðan fór ég heim aftr. Daginn eftir fór ég úr París. í gær kom ég aftr heim til Parísar. Þegar ég kom inn í herhergið mitt og sá húsbúnaðinn og svo margt sem minti mig

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.