Fjallkonan


Fjallkonan - 12.01.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 12.01.1892, Blaðsíða 3
12. jan. 1892. FJALLKONAN. 7 til hagar með fiskveiðarnar, og mætti þá segja um hann: „Af j því þú sást, Guðmundr, þá trúðir þú“, enn þess konar ferðalag í gæti ef til vill verið ofætlun fyrir hann, mann, sem varla hefir komið á sjó í 10 ár. Það er nú orðið sjáanlegt, að uafni minn á mjög bágt með að verja sitt mál, þar sem honum hættir svo mjög til að hvarfla langt burtu frá málefninu; þvi þegar hann sýnist vera á hægri ferð til austrs, er hann óðara kominn á hraðferð til norðrs, þar sem hann t. a. m. fer að segja frá því, mitt í fiskveiða- kenningunni, að hann hafi á fyrri árum sínum borgað öllum sem lánuðu honum tregðulanst skuldir sínar, þá óskaði ég honum að það hefði staðið sem lengst, enn þó er útlit fyrir að þetta sé heldr farið að falla í gleymsku nú í seinni tíð, þar sem hann fyrir nokkrum árum ásamt sveitungum sínum, tók hið svokall- aða hallærislán, enn þeir horguðu það ekki á tilteknum tíma, og það ekki þó þeim væri skipað að borga það, og skyldi eitthvað af þvi vera óborgað enn, þá ætti hann að borga það sem fyrst, svo hans eigið lof i viðskiftamálum reynist ekki eintómt gort. Ég þykist sjá, að nafni minn sér að samþyktirnar við Paxa- fióa hafa verið og eru til að spilla atvinnu fiskimanna, og hafa leitt af sér stórkostlegt tjón, þó hann fyrirverði sig að játa það þar sem hann er að nokkru leyti faðir að tilveru þeirra. Nesi 28. desember 1891. Guðmundr Einarsson. Dómr í máli okkar Eiríks Ólafssonar. í síðasta blaði „Fjallk.“ hafið þér, herra ritstjóri, tekiðauglýs- ingu frá Eiriki Olafssyni um bæjarþingsdóminn í máli okkar, enn þar er eigi alls kostar nákvæmlega frá honum skýrt, þar sem segir, að orð mín hafi verið dæmd dauð og ómerk, og aug- lýsingin inniheldr eigi nema svo sem hálfa sögu, því að þess hefði átt að geta, hver orð mín það vóru, er að áliti dómarans vörðuðu við lög; að minsta kosti gat því að eins orðið uppbygg- ing að þessari auglýsingu, enn það er og eigi víst, að sá hafi verið tilgangrinn. Enn með því að dómr þessi er gjör að blaðamáli, þykir eigi ástæðulaust að gera það nokkuð ýtarlegar. í dómsástæðunum lýsir dómarinn fyrst yfir því áliti sínu, að ýms (jafnvel flest) af þeim ummælum, er Eirikr átaldi og þóttu vera helst til nærgöngul ærunni sinni, væru alls ekki meiðandi. „En þar á móti eru það ærumeiðandi getsakir11, segir í dóms- ástæðunum, „er stefndi kemst svo að orði: „Það er eigi annað sýnilegt, ef höfundrinn er annars með fullu ráði, enn að til- gangrinn með útgáfu kversins sé enginn annar enn sá að sníkja og svíkja fé út úr fáfróðum almenningi fyrir hégóma og bull“, og „En mér er nær að halda, að þetta sé „lygi þinn iháls“, því að þó að í hvorugri þessari setningu liggi bein fullyrðing, þá felst þó í þeim aðdróttun um, að stefnandi hafi gert sig sekan í vansæmandi athæfi, og með því að stefndi að réttarins áliti hefir eigi fært fullnægjandi rök fyrir heimild sinni til að viðhafa þessi ummæli, ber að dæma þau dauð og ómerk“. Eftir því sem hér liggja orð, hefir dómarinn auðsjáanlega [ heimfært brot það, er hann álítr, að ég hafi gerst sekr i, undir I 217. gr. hegningarlaganna, er svo segir: „Ef maðr meiðir æru annars manns . .. með því að drótta að honum ástæðulaust, að hann hafi framið þau verk, er mundu gera hann óverðugan virð- ingar samþegna hans, . . . . þá varðar það sektum ....“. Þó kveðr svo að orði rétt á eftir, að ég hafi bakað mér sekt samkv. 219. gr. laganna, er segir svo: „Pyrir annan ástæðu- lausan áburð, sem hlýtr að verða virðingu þess, er fyrir verðr, til hnekkis, og fyrir ókvæðisorð eða skammaryrði . . . , skal gjalda sektir . . . “. Þó að þessum dómi bæjarþingsréttarins verði — af ýmsum ástæðum — eigi áfrýjað, kemr það þó alls eigi af því, að ég geti álitið álit réttarins rétt eða sektardóm i máli þessu á réttum lagarökum byggðan, enda kemr það eitthvað undarlega við að heimfæra brot undir eina grein og dæma svo eftir annari. Það er alls eigi gefið i skyn í dómsástæðunum, að ég hafi borið fram nokkurs konar ástæðulausan áburð, er gæti hnekt virðing manns- ins, eða viðhaft ókvæðisorð eða skammaryrði, enda mun vant að finna slikt í þeim málsgreinum, sem saknæmar eru að áliti dómarans. Ég fæ og eigi séð, að neitt geti verið sakuæmt í þeim eftir 217. gr., sem þau við málsútlistunina eru heimfærð undir. Ég hefi engu dróttað að Eiríki ástæðulaust, eigi dróttað að honum, að hann hafi framið nokkurt það verk, er mundi gera hann óverðugan virðingar samþegna hans, og jafnvel engu dróttað að honum öðru enn því, er honum kynni að vera ósjálf- rátt (einfeldni og nokkurri örbirgð af allmennilega heilbrigðri skynsemi). (Niðrl.). (Eggert 0. Brím). „Þjððólfr" skifti um ritstjóra og eiganda um nýárið. Seldí Þorleifr Jónssm blaðið kand. theol. Hannesi Þorsteinssyni, sem. hefir nú tekið við ritstjórn þess og útgáfu. Sjónleikir. Pélag eitt, sem nefnist „Leikfélagið" heldr hér uppi sjónleikjum í vetr. Lék fyrst á laugardaginn 9. jan. Oveitt prestaköll. Tvö eru undir veitingu, Skarðsþing og Asar í Skaftártungum, enn kosningar urðu á báðum stöðunum ólögmætar, og skulu fara fram af nýju. Laus eru þá að eins 3 prestaköll: Eyvindarhólar (1018 kr.), Meðallandsþing (791 kr.) og Þóroddsstaðr (1005 kr.) Dánir menn. 20. des. f. á. kona Hjálmars Sigurðssonar verzl- unarmanns hér i bænum, Sigrbjörg Sigurðardóttir. í sumar er var lézt Asmundr Þórðarson í Ásum i Gnúpverja- hreppi. „Hann var þjóðhagi á tré og járn og snildarmaðr til allra verka og hvers manns hugljúfi. Hann var hniginn á efra ! aldr og hafði alla ævi verið vinnumaðr hjá sömu húsbændum“. 2] Áheitið. Þá varð honum alt i einu litið á turninn á Maríukirkjunni; sá hann að efst á honum glóaði gylt kóróna. Hann hafði oft veitt henni eftirtekt, enn nú kom honum til hugar, að þessi krýnda guðsmóðir hinna kristnu manna kynni að vilja gera kaup- skap við sig. Hann var svo gagntekinn af þessari hugsun, að hann hafði sig burt úr mannfjöldanum, sem streymdi til kirkj- unnar, því að farið var að hringja til tíða, og reikaði áhyggju- fullr þar umhverfis meðan guðsþjónustan stóð yfir. Þegar henni var lokið, laumaðist hann inn'í kirkjuna, sem var orðin tóm. Þar var hún og stóð hátt á fótskör sinni, sem var klædd gullofnum dúki og silki, með ljómandí kórónu á höfði og barn- ið á handleggnum. Fyrir framan hana loguðu mörg kertaljós og vóru sum þeirra digr, skreytt með allavega litum böndum, enn sum mjó, snjóhvit, eftir þvi sem fórnendrnir höfðu haft efni og vilja til. Silfra gamla varð undarlega við það, er hann kom inn í kirkj- una. Hann hét nú á Maríu mey, að gefa henni helminginn af vinningnum í „lotteríinu“ ef til kæmi og kerti að auki þriggja fingra þykt, snotrt og skreytt með tilhúnum blómum og gulli. Þegar hann hafði unnið þetta heit, fékk hann óbeit á því að vera lengr í kirkjunni, sem honum var svo fjarstæð. Hann lædd- ist út aftr, eins og hann hafði komið; og meðan hann var að ganga heimleiðis var hann að hugsa um áheitið. Virtist hon- um nú þrjú hundruð og fimtíu gyllini í rauninni vera æði mik- ið fé, og að hann gæti talsvert komist áfram með því og mætti þvi þakka fyrir ef hann fengi það. Og að því er kertið snerti, þá væri hægt að kaupa fullgott kerti fyrir hér um bil 2 gyllini. Daginn eftir fékk Silfri laun þessarar nægjusemi sinnar, þvi fréttaþráðrinn færði þá fregn frá Lemberg, að hann hefði unnið sjö hundruð gyllini í „lotteriinu“, og var honum þegar greitt féð. Hann sat nú heima hjá konu sinni, og taldi peningaseðlana hvað eftir annað. Kona hans hafði miklar gætráhonum. Hún vissi um áheitið, sem hann hafði heitið himnadrotningunni í kirkjunni, ef hún heyrði bæn hans, og fanst henni það heilög skylda að efna heitið; þrjú hundruð og fimtiu gyllini vóru sann- arlega álitlegr bústofn. Hún hlustaði með athygli á bollaleggingar manns sins, sem var nú að gera ráð sín um það hvemig hann ætti að verja fénu á ábatamestan hátt, og til þess að koma fótunum undir efnahag sinn og fólks síns. Hann var stórtækr og djarfr í áætlunum

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.