Fjallkonan


Fjallkonan - 26.01.1892, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 26.01.1892, Blaðsíða 4
16 FJALLKONAN. IX, 4. eyðir ekki eða spillir loftinu eins og gasljós, kertaljós og steinoliu- Ijós. Þess vegna ryðr rafmagns- lýsingin sér til rúms meir og meir. Letrsetningarvél, liin besta sem til er, er fundin upp fyrir 3 ár- um af sænskum manni, Lagerman, og nefnist typotetern. Það er vél, sem nálega mætti segja um, að hafi bæði sjón og tilfinningu. Það stendr á sama hvernig letrinu er kastað í hana; hún raðar því eins rétt fyrir það. Þegar lína er full- sett, hringir klukka, og kastar þá setjarinn „messingslinu" í vélina sem skilr linurnar. Með þessari vél má setja 20,000 „m“ á kiukku- timanum. Þessi vél er nú farin að tíðkast í mjög mörgum prentsmiðj- um. Til skáldsins B(jörnstjerne B(jörnsons). (Úr norsku [?]. Eftir „Norðrlj."). þú kallaðir alla erkiilðn, sem eilífa glötun greina, enn vona sagðist séra Jðn,1 þú sjálfur fengir að reyna. Af draugunum enn þá dynur frðn, þótt daglega birtu glæddir, og fðlkið æpir í einum tðn: „Við eigum að lifa hræddir". Dú treystir þinni sannleiks sjón, enn sást ei snöru búna; það er ei gott að fást við flón, sem fýsir að verja „trúua“. Matth. Jochumsson. 1) Prestar hafa ætíð verið verstu fjand- menn Björnstjerne Björnsons, og eitt sinn ritaði séra Jðn Bjarnason skammir um Björnsson í Norðanf. sáluga. Bráðdauðr fanst maðr frá Eyri í Önundarfirði, Salómon Jónsson að nafni, rétt fyrir jólin, og segja sum- ar fregnir af mannavöldum. Góðfiski við ísafjarðardjúp. Húshruni. 7. des. brann bað- stofa á Hálshúsum við Yatnsfjörð. Litlum sem engum munum varð bjargað, enn fólkið komst lífs af. Grufuskipaferðir. Að uorðan fréttist að gufuskipafélag í Staf- angri hafi í áformi að koma á stöð- ugum gufuskipaferðum á þessu ári i mánuði hverjum frá 1. mars til nóv. loka milli Kaupmannahafnar og norðr- og austrlandsins alt til Akreyrar.______________ Maðr drnkknaði 23. des. í Blöndu, Jason að nafni, frá Kú- skerpi. _______________ Sjálfsmorð. Á 2. i jólum skar sig á háls gamall maðr geðveikr í Tunguuesi í Húnavatnssýslu. í'r stiga datt stúlka á Titlinga- stöðum i Víðidal fyrir skömmu og leið bana af. Blaðiö Keykvíkingr. Kaupm. W. Ó. Breiðfjörð er nú orðinn ritstj. þess blaðs enn hr. Egilson hættT. í lokablaðinu eign- ar hr. Egilson mér að ég hafi átt þátt i að gefa út eða semja titilblað Kvíkings sem út hafi komið i heimildarleysi, enn hið sanna er, að ég hefi ekki átt hinn minsta þátt i að kosta eða semja þetta blað, enda ekki átt nokkurn þátt í að gefa út eða rita blaðið Rvíking frá upphafi. — Enn fremr getr Egilson þess, að ég sé kosinn skrifari „félagsins Reykvíkings“ (sem reynd- ar kemr ekki blaðinu við), enn sú kosning er lögleysa tóm, enda dytti mér ekki í hug að takast slíkan starfa á hendr. Ég verð ekki skrifari félagsins né meðlimr, | og er svo ðkunnugt um það, þótt ég á- J samt 10—20 öðrum væri skráðr á væntan- lega félagaskrá seint í sumar, þegar stofna átti félagið, að ég veit ekki einu sinni hvort það hefir komist á fðt eða hverjir eru félagar þess. Vald. Asmundarson. Vinnumaðr, sem kannbæði land- I ’ vinnu og sjávarvinnu, getr fengið góða vist og hátt kaup. Ritstj. ! vísar á. Vinnukona, sem er þrifin og verklagin getr fengið vist í góðu húsi í Rvík. Ritstjóri vísar á. Herbergi til leigu handa ein- I hleypum. Ritistj. vísar á. Gamlar bækr ágætar og handrit (skrifaðar bækr) kaupir útgef. Fjallk. I nr. 1*2 í Vestrgötu fæst munntóbak, pundið á 1,55; nef- I tóbak, pd. á 1,25; margar tegundir af reyktóbaki, frá 12—55 au. bréfið, exportkaffi (2 sortir) pd. á 40 au., kandís, melís og margt fleira. — Itjúpur óskast keyptar fyrir pen- | inga. Ritstj. vísar á. ________________________________ Leiðarvísir til lífáhyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig gefr allar nauðsynlegar upplýsingar um lífsá- byrgð. Útgefandi: Valdimar Ásmundarson. Félagsprentsmiðj an. ingja, því að sérhver heiðvirðr svertingi hefir mesta viðbjóð á 1 að neyta kjöts þeirra, svo þeir fá að vera i friði. Bæði karlar og konur klippa ekki hár sitt, enn borga þeim vel, sem hafa það fyrir atvinnuveg að snotra til og hagræða hári annara (frisere), enda gengr stundum hálfr dagrinn i að hagræða hári eins manns, enn þá er það líka snildarlega gert. ; Húðmerki (tatovering) eru almenn; þeir rispa og skera í húð- ina, svo hún verðr öll bárótt og djúpar dældir á milli. Slík húðmerki aðgreina ættflokkana. Auðvitað ber margt nýstár- legt fyrir augu manns í Kongo, enn að öðru leyti er hagrinn | oft ekki mikill við að dvelja þar, og tíðum er heilsan biluð, er menn koma heim aftr. Kongórikið er áreiðanlega ekki það I undra land, sem hafi öll heimsins gæði fram að bjóða. Skrltla. Einusinni fóru þjófar tveir inn í bæ nokkurn á náttarþeli, og stálu kistli úr baðstofunni, sem í voru peningar og fleiri fé- mætir munir. Alt fólk var í svefni, nema kerling ein gömul, og þorði hún ekki að láta á sér bæra, enn þótti þó ílt að láta þjóf- ana ekkert hafa til minnis. Tekr kerling þá að tala vfð sjálfa sig og segir: „Það vóru þjó, það vóru digr þjó; enn nú eru skorpin bein, skjátan ein og skráprinn gamli“. Þegar þjófarnir heyrðu þetta, gátu þeir varla varist hlátri, og er þeir komu út rifjuðu þeir upp það sem kerling sagði; enn morguninn eftir sagði kerling frá þjófunum, og fekk hún ávítur hjá húsbónda sínum fyrir þögnina , enn kerling sagði hvað hún hefði talað, og sagði að það mundi duga til að koma upp um þá, þó seinna yrði. Næstu vertíð réri vinnumaðr bónda í Grinda- vik, og lá þar við i sjóbúð, þar sem margir menn vóru saman- komnir. Einhvern dag bárnst í tal kerlingasögur; sagði þá einn af sjómönnunum það er kerlingin mælti þegar stolið var, og kvaðst hafa heyrt það sjálfr; gaf vinnumaðrinn sig ekki að þvi, enn um vorið sagði hann það húsbónda sínum. Lét bóndi þá hefja réttarrannsókn gegn manni þessum, og var það annar þjófrinn; varð hinn þá uppvís og fengu þeir makleg mála. gjöld.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.