Fjallkonan


Fjallkonan - 04.02.1892, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 04.02.1892, Blaðsíða 4
20 FJALLKONAN. IX, 5. þeirra í Konstantinópel dáinn. Sendiherra þeirra á Spáni, Ford, fer til Miklagarðs. Infiuenza gengr nú'um norðrálfu og víðar og er mjög skæð, skæðari' miklu enn að undanförnu. Hún gekk í Khöfn þegar póstskip fór, og í henni liggr einn af skipshöfninni (vélmeistari). — Er því ekki ólíklegt, að hún flytjist í land með þessu skipi. — (Úr influenza er’ nú dáinn Egiptajarl, Dom Pedro Brasilíukeisari og ýms stórmenni önnur). (Meira næst). 500 kr. og 50 kr. Menn kannast víst við söguna af stráknum, sem skrifaði út hverja pappírsörkina á eftir annari með sömu orðunum, í sömu röðinni. Það voru þau orð, sem láu honum lóttast á hraðbergi; það voru þessi orð: „Hvítr hrútr, svartr hrútr“. Þessi strákr hafði ekki farið um stærra svið jarðarkringlunnar enn fæðingarhreppinn sinn; hafði engan bóklegan lærdóm fengið, og aldrei dottið í hug að rita bók eða bækling; enn hann komst svo langt, að verða „sæmilega skrifandi“. Enn ef hann hefði nú tekið í sig kapp og þrá með að semja og gefa út bók, bók sem væri 14— 15 arkir að lengd, og í henni stæði frá upphafi til enda: „Hvítr hrútr, svartr hrútr“. Ekkertann- að enn þessi fjögur orð, upp aftr og aftr; alt af í sömu föstu röðinni. Bókin gæti heitið Leiftr eða Elding, Yafrlogi eða Dunreið eins fyrir því. Slík bók yrði náttúrlega talin með bókmentum eins og orðið er brúkað hér, einkum þó af bókmentafélag- inu. Öllum þorra manna mundi þykja þetta leið- inleg og þreytandi bók; mundu kvarta yfir hvað það væri pínandi að lesa hana; segja vinum og kunningjum sínum frá því, að þeir hefðu ekki get- að lesið nema kafla og kafla; þetta væri „svo ótta- lega leiðinleg bók“. Þetta segir fjöldi manna um „Eldinguna“, mýmargir um „Kjartan og Guðrúnu" og smásögur Torfhildar, allir um „Högna og Ingi- björgu“ og „Bindindisfræði“ sr. Magnúsar, og ná- lega allir um „Draupni“ og sögu Marteins málara. Enn það mundu líka finnast þeir menn, sem þætti elja og atorka stráksa bæði virðingar og viðr- kenningar verð; ekki að tala um, ef þetta hefði verið stelpa, enn ekki strákr, sem ritað hefði. Eft- ir því tákni, sem birtist frá þinginu í sumar, rit- launum frúarinnar Torfhildar, er bæði hugsanlegt og líklegt, að fyrir svona bók gæti höfundrinn fengið 500—700 kr. ritlaun veitt af alþingi, að einum sex árum liðnum, og handvíst væri það, ef bæklingarnir væru margir, og allir sviplíkir að efni og andagift. Það verðr líka að gera ráð fyrir, að þingið stefni í eins eðlilega átt og í sumar, og frúardrengirnir haldi þingsetu; það er engin hætta á, að þeir bregði af ritlaunagötu sinni, því menn með öðru eins fagrfræðis glöggsýni, sem hafa eins hvassa og skýra gáfu til að meta ritsnild eins og þeir sýndu svo ótvírætt í sumar, þeir eru allr- ar skapaðrar skepnu vissastir, að snúa aldrei af þeim götuslóða, sem þeir hafa einusinni komist á. Já, það er svo sem ekki að efast um, að Torf- hildingar eru öruggir til áræðis, og riddaraskraut þeirra ljómar eins og „EIding“; þeir kunna nú svo sem að meta skáldskap, bara bregða honum í aðra þessa einföldu metaskál sína, taka svo hlut úr pússi sínum og varpa í hina, og þar með er þeirri reiðslu lokið. Þeir eru ekki drykklanga stund að þessu. Eins sanngjarnir og frjálslyndir og þeir eru, meta þeir Suttungs mjöð jafndýran, hvort sem hann er utan grinda eða innan. Svo miklir jafnréttismenn, að mjöðrinn er enn girnilegri, et kona varðveitir hann. Og Sebastian Portugals konungr veitti líka Camo- ens fjárstyrk, fyrir það er Camoens hafði tileink- að honum sífagrt og ljómandi skáldverk. Konungr- inn veitti honum 50 kr. á hverju ári. Sebastians konungs og fjárveitingar hans verðr getið jafnlengi og Öamoens og Ijóða hans og ör- birgðar. Sebastian er heimsfrægr, Torfhildingar land- frægir. Á Þorláksmessu 1891. Þ. O. Póstskipið (Laura) kom í fyrri nótt og með því fáeinir farþegar. Ný lög. Hinn 11. des. staðfesti konungr af lög- um þeim er afgreidd voru frá alþingi í sumar þessi: 1. Lög um stækkun verslunarlóðar í Keflavík. 2. Lög um þóknun handa hreppsnefndum. 3. Lög um að stjórninni veitist réttr til að selja nokkrar þjóðjarðir. 4. Lög um breyting á konungsúrsk. 25. ág. 1853 (15. rdl. aukaþóknun frá sóknarbændum í Ásmund- arstaðasókn til prestsins að Presthólum úr lögum numin). 5. Lög um brýrnar á Skjálfandafljóti. 6. Lög um ÍDnfluttar ósútaðar húðir. 7. Lög um samþyktir um kynbætr hesta. Verslunarfréttir daufar. Fiskverð mjög lágt, náði ekki 30 kr. fyrir skpd. í Khöfn síðast. Óseld um nýár 600,000 pd. Ull sömuleiðis í lágu verði; besta hvít ull seldist rúma 60 au. í des. — Kaffi að lækka. — Lögleidd á Spáni tollhækkun á fiski. — Nánari skýrsla í næsta blaði. Útsýn heitir nýtt tímarit, sem þeir gefa út Einar Benediktsson og Þorleifr Bjarnason i Khöfn. Á að flytja þýðingar úr útlendum bókmentum. Dánir menn. Andrés Árnason, verslunarstjóri af Skagaströnd, lést í Khöfn 22. des. úr brjóstveiki. Valdemar Jakobsen stúdent, frá Kaufarhöfn, lést í Khöfn 23. des. Jónína Ingibj. Sesselja, dóttir Gríms amtmanns, lést í Khöfn 25. des. Hérmeð leyfi ég mér að tilkynna hinum heiðruðu viðskiptamönnum mínum og öðrum, að ég hafi á- formað að fara heim til Seyðisfjarðar í maí næst- komandi, dvelja þar fram á haust og stunda versl- un og handiðn mína líkt og að undanförnu. Kaupmannahöfn í janúar 1892. Magmís Einarsson, úrsmiðr. í verslun Magnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margskonar vandaðar vörur með mjög góðu verði. Útgefandi: Valdimar Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.