Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1892, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 26.04.1892, Blaðsíða 1
IX.'ár. Nr. 17. FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (1 kr. erlendis). fljaiddagi 15. júlí. Reykjavík, 26. apríl 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstræti 18. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 4. apríl 1892. FrakMand. Loubet, stjórnarforsetiun nýi, gatþess á fyrsta þingfundi eftir að hann tók við embætti sínu, að stjórnin mundi fylgja sömu stefnu sem forverar hennar, og í klerkamálinu kvaðst hann vera alger- lega á sama máli. Það hefði því mátt vænta, að hann hefði ekki fengið góðar viðtektir hjá þingmönn- um, því það var einkum klerkamálið, er varð Frey- cinets-ráðaneytinu að fótakefli. Enn þar var öðru máli að gegna. Það var samþykt með 341 atkvæði á móti 91 að votta ráðaneytinu traust þingmanna- Hefir þingmönnum að iíkindum þótt það ískyggilegt, að flæma hið nýja ráðaneyti úr völdum þá þegar, og vilja þeir sjá, hvernig það reynist. Það heíir ýms- um sögum farið um það, hverjar orsakir hafi verið til þess að Constans var ekki tekinn í nýja ráða- néytið. Er það sagt, að Carnot hafi skorað á hann að höfða meiðyrðamál á móti Rochefort út af áburði hans um Constans, enn hann neitaði því; enn það er ætlun manna, að það hafi þó ekki eingöngu verið til- efni til þess, að Carnot tók hann ekki í nýja ráða- neytið, heldr muni hitt vera, að þeim Carnot og Freycinet hafi þótt hann nokkuð ráðríkr og umsvifa- mikill, og enda óttast hann. Hvað sem því líðr, þá er það spá manna, að Constans muni áðr langt um líðr komast til valda aftr. — Klerkarnir prédika nú á föstunni af megni gegn þjóðveldinu, þrátt fyrir á- minuingar páfa, og einveldismenn taka auðvitað í sama strenginn; þó hafa nokkrir af hinum helstu fylgismönnum greifans af París sagt sig úr flokki hans, því þeir vilja ekki breyta á móti boði páfa. — Stjórnleysingjar (anarkistar) hafa látið óvanalega mikið bera á sér í Frakklandi núna í vetr, og þó hefir kveðið enn meira að því síðan Constans fór frá og Loubet varð innanrikisráðgjafi. Fyrir nokkrum mánuðum ætluðu þeir að sprengja í loft upp embætt- ishöll rússneska sendiherrans, enn lögreglan komst að því í tíma. Nú upp á síðkastið hefir þeim orðið betr ágengt. Það eru einkum dómarar og málfærslu- menn, sem fá að kenna á ofbeldi þeirra, enn auk þess hafa þeir og gert tilraunir til að sprengja í loft upp ýms opinber hús. Rannsókn hefir verið haldin í húsum stjórnleysingja, og ýmsir af foringjum þeirra hafa verið teknir, enn það virðist ekki enn þá hafa borið mikinn árangr. Seinasta hryðjuverkið frömdu þeir sunnudaginn 27. f. m. Þá sprengdu þeir í sundr með dynamíti húsnokkurt. Yar þar málfærslumaðr, er hafði sótt nokkra af flokki þeirra fyrir rétti og ætluðu þeir að hefna sín á honum. Enginn maðr týndi lífi, enn nokkrir meiddust, og skaðinn er metinn um 600 þús. krónur. Það hefir slegið ófögnuði mikl- um á Parísarbúa, og þrír tíundu hlutar af útlend- ingum í París eru farnir í brott úr borginni. Yerst eru lögfræðingarnir staddir, því menn eru mjög ófús- ir á að leigja þeim hús og hafa bústað hjá þeim. — Þingið hefir nýlega samþykt lög gegn stjórn- leysingum. Samkvæmt þeim skulu þeir menn, er gera glæpsamlegar tilraunir með dynamíti, fyrir- gera lífiuu. Þýskaland. í lok febrúarmán. vóru allmiklar verkmanna ó- eirðir í Berlín. Skríllinn braut búðir og skemdi vörur og fðr að ýmsu ðfriðlega. Lögreglan mátti hafa sig alla við, til þess að koma spekt á, og særðust ýmsir af ðaldarseggjunum við það tækifæri. Orsökin til óeirða þessara var vinnuleysi og fátækt verkmanna, og hafa ýmsir notað sér það til þess að æsa þá upp. — Hinn 17. mars var haldinn ráðherrafundr. Á fundi þessum var rætt um Velfasjóðinn. Bins og kunnugt er, tók Bismarok fé þetta 1868 og lagði það undir ríkið. Átti Georg Hannovers konungr fé þetta, og skyldi hann fá það ef hann slepti tilkalli til konungsdóms fyrir sig og niðja sína. 6ví neitaði hann, og það hefir og sonr hans, hertoginn af Cumberland, gert. í fyrra varð mikil ðánægja út úr sjðði þessum, því það komst upp, að rentunum hafði ekki verið sem best varið, og stjórnin lofaði þá, að hún skyldi i vetr koma með frv. um sjóðinn. í vetr hafa farið bréf á milli hertogans og keisara og umboðsmenn þeirra rætt málið. Hefir hertoginn heitið því, að fé þessu skuli aldrei verða beitt á mðti keisára eða Þýskalandi, án þess hann þó beinlínis hafi slept tilkalli til ríkis feðra sinna. Stjðrnin lét því næst leggja frv. fyrir þingið, þannig að stjórninni væri falið á hendr að afnema sjóðinn, og skila hertoganum honum, enn af þvi það mætti mðtstöðu, þá breytti hún frv. þannig, að Velfa- sjóðrinn yrði afnuminn með lögum og fenginn hertoganum, og nær það að líkindum framgangi. Þegar umræðunum um Velfa- sjððinn á ráðherrafundinum hinn 17. mars var lokið, sagði keis- arinn, að skðlalögin mættu hinni megnustu mðtspyrnu og væri þvi hyggiiegast að fresta þeim. Blestir ráðherrarnir vðru á sama máli, enn Caprivi og Zedlitz leist ráðlegt að bíða eftir nefndarálitinu og þá að gera frekari ráðstafanir. Keisarinn sagði, að þegar í stað yrði að geraþærráðstafanir. Zedlitz bað sama dag um lausn frá embætti, og Caprivi daginn eftir; vðru þá liðin rétt tvö ár frá þvi Bismarck varð að vikja. Keisarinn skrifaði á bréf Caprivis orðið aldrei. eins og afi hans forðum daga, þégar Bismarck bað um lausn, og fyrir bón keisara tók Caprivi aftr lausnarbeiðina, enn Zedlitz fðr frá ráðherraembætti sínu. Sá heitir Hr. Bosse, sem er orðinn kenslumálaráðgjafi. Hann var áðr embættismaðr i kenslu- og kirkjumálaráðaneytinu. Það er mælt að Caprivi setti það skilyrði, ef hann ætti að vera framvegis rikiskanslari, að hann yrði laus við stjðrnar-forseta- embættið i Prússlandi. Það varð og, og er Eulenberg greifi orðinn stjórnarforseti prússneska ráðaneytisins. — Eulenberg greifi var seinast Iandsstjðri í Hessen. Hefir hann áðr verið i prússneska ráðaneytinu, enn Bismarck steypti honum. — Það má geta nærri, hvernig miðflokksmönnum hefir getist að ráð- gjafaskiftum þessum, þótt báðir hinir nýju ráðgjafar séu aftr- haldsmenn. Þeir urðu óðir og uppvægir, og í ríkisdeginum greiddu þeir atkvæði með hinum frjálslyndu á móti stjðrninni i frumvarpi hennar um fjárveitingu til herskipagerðar. Þeir vóru hræddir um, að skðlafrumvarp Zedlitz ætti ekki langan aldr, enda reyndist það svo, því hinn 28. f. m. kunngerði hinn nýi stjórnarforseti á ríkisþinginu, að stjðrnin tæki skólafrumvarpið aftr, af því skoðanir manna væru mjög mðtstæðar um það, og auk þess gætu menn þeir er sætu í nefndinni ekki orðið á eitt sáttir. Áftr á mðti sagði hann, að stjðrnin áskildi sér rétt til að taka það upp seinna með því sniði er henni þætti æskilegt. — Eigi hefir Bismarck komið á ríkisþingið enn þá, enn oft heyrist hljóð úr horni, þar sem karl er, og er þá ekki ætíð vægilega talað um Caprivi. England. Nýlega hefir verið kosin ný bæjarstjórn í Lundúna- borg. Áf þeim eru 103 vinstrimenn og að eins 34 fylgismenn stjórnarinnar. Kosningar þessar hafa afarmikla þýðingu fyrir vinstrimenn, og það játa hægrimenn sjálfir. Líklegt er að Tory-stjðrnin eigi ekki langt ðlifað. í neðri málstofunni var rætt frv. um átta tima vinnudag, enn felt. — Stðrkostlegt verk- fall hafa kolanámumenn á Englandi gert. 300 þús. hættu vinnu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.