Fjallkonan - 31.05.1892, Síða 3
31. maí 1892.
FJALLKONAN.
87
ar. Tölur þessar gefa dálitla hugmynd um hve störfenglegt
fyrirtækið er. Pyrsta hnausnum var velt upp 11. nóv. 1887 og
síðan hefir verkið haldið áfram hvíldarlaust. Þegar þetta var
ritað, var búið að kosta til skurðarins 10V2 miljón pund sterling.
Fullgerðar vóru 11 mílur af honum neðst; sá partr hans var
og þegar opnaðr fyrir samgöngurnar.
*Upptök trúarbragðanna.
(Niðrl.). Kaflinn úr sögu Forn-Egypta er þannig;
„Fyrst á öldum var trú Forn-Bgypta náttúrutrú; þeir trúðu
þvi að sólin væri guð, eins og flestar aðrar fornþjóðir. Þó var
það tiltölulega snemma á tímum, að Egyptar álitu guð annað
og meira enn hina sýnilegu sól; af þvi að skynsamleg regla var
á öllum hlutum, hlaut'sólin líka að vera skynsemi-gædd vera,
líkt og mennirnir, þó, sem vænta mátti, standa þeim miklu
framar. Þannig var fsólguðnum líkt til manna og gefin mann-
leg mynd; hann lifði líka í hjónabandi sem þeir, og átti son
með konu sinni. í öllum meiri háttar egyptskum bæjum, sem
allir vóru ríki sér fyrir jdaga Menes, var einn slikr þrieinn
guð. Menes| varð einvaldskonungr Egypta 3893 árum fyrir Krists
fæðing, og er þaðíeinum 50 árum eftir heimsköpum, þó farið
sé eftir tímatali |biblíunnar, enn sé farið eftir venjulegu tíma-
tali, og það er eflaust réttara, verðr það hér um bil 2000 árum
fyrii' sköpun Adams. í Þebu ‘hét guð sem faðir Amon, sem
móðir Muth og sem sonur Chonsu ; i Abydos var Osiris guð fað-
ir, Isis móðir og Horus sonur; í Memphis hét guðsþrenningin
Ptha, Pacht eða Seehet og Imhotep. Nöfnin breyttust nefnil.
eftir því hvernig hugmyndinni um hinn uppkaflega sólguð mun-
aði til á ýmsan hátt í þessum mörgu smárikjum, og guðs-hug-
myndin fékk’þá, eftir "þvi sem menningin óx ogftimar liðu, meira
andlegt innihald. Amon þýðir hulinn, ósýnilegr. Guð Þebu-
manna var því eigi.framar hin sýnilega sól, heldr eins og bak
við hana, fyrir utan allan hinn sýnilega heim. Sem skapara
heimsins skoðuðu Egyptar hann, eins og [Gyðingar, Abraham
og Móses, löngu síðar, sem líka höfðu guðshugmyndina frá E-
gyptum, verandi fyrir utan hið skapaða og þá ósýnilegan. Þó
var hinni upphafl. hugmynd haldið jafnframt, og guð Þebumanna
því oft kallaðr Amon-Ra (sólguðinn Amon), af því að sólin enn
var sú mynd náttúrunnar, sem guð opinberaði sig fullkomnast í.
Osiris, guð Abydosmanna, var settr í samband við mannkosti og
og dygðir manna, og menn hugsuðu sér hann því sem hegnandi
og umbunandi guð, og þess vegna varð Osiris líka, eftir að trú-
arlífið hafði náð meiri þroska, dómari dáinna manna í undir-
heimum. Ptah þýðir \að opna. Guð Memphisbúa Ptah er því
sá sem opnar, opinberar sig, og þá helst í uxanum Apis, sem
þeir trúðu að guðinn byggi í, og er uxinn því kallaðr annað líf
Ptahs. Kálfrinn Apis var getinn við ljósi af kimnum, og und-
an kvígu, er bar í fyrsta sinn; hann þurfti lika að hafa ýms
sérleg einkenni. Synirnir Chonsu og Imhotep í guðsþrenniugu
Þebu- ogj Memphisbúa vóru guðir læknaíþróttarinnar. Skoðaðr
sem skapari er guð ýmist kallaðr Tum eða Bum. Tum er lát-
inn sveima aleinn í byrjun alls upphafs, [á undan sköpuninni,
yfir vötnum himinsins, og Rum skapar að bæn hinna guðanna
konu handa manninum Batan.
Vér sjáum hvernig sóltilbeiðslan breyttist stórvægilega,
er stundir liðu, alt eftir því, hvernig guðshugmyndin § í
hverjum stórbæ breyttist að innihaldi, eða var skoðuð frá ólíku
sjónarmiði. Það hefir áreiðanlega liðið langr tími þangað til
þessi munr fullmyndaðist og festist í hugsunarlífi manna, enn
þó hefir það orðið löngu fyr enn Egyptaland varð eitt riki, því
að þegar Menes konungr var búinn að brjóta undir sig öll smá-
ríkin á Egyptalandi og gera þau að einu ríki, var munrinn þeg-
ar orðinn svo rótgróinn, að úr guðum smárikjanna var nú eigi
framar hægt að gera einn guð, er fullnægði öllum, heldr varð
að halda þeim öllum, og vóru þá hverjum þeirra ætluð þau störf,
er hann hafði áðr í hveiju smáriki. Guði höfuðborgarianar var
þó skipað í öndvegi og kallaðr æðstr. Þetta forsæti hlaut fyrst
guðinn Ptah með konu sinni Sechet og syni þeirra Imhotep, með-
an Memphis var höfuðborg, og síðar Amon með Muth og Chonsu,
þegar Þeba var höfuðborgin. Jafnhliða þessum almenna guða-
hóp, tignaði þó hvert fylki sína fyrri guði, og komst þannig í
bága við þjóðkirkjuna. Hér við bættist lika, að sóltilbeiðslan
gamla var alls eigi dáin út. Sólin var tilbeðin jafnt hinum guð-
unum um alt Egyptaland. í einum sálmi til sólarinnar er með-
al annars: „Ó, sólarguð, geislaljómans drottinn, lofaðr sért þú
á morgnana við upprisu þína og á kvöldin við þína niðrgöngu.
Ég ákalla þig, drottinn eilífðarinnar. Lofuð sért þú sól beggja
sjóndeilda (austrs [og vestrs), þú skapari, sem skapaðir þig sjálf.
Fagr er* ljómi^ þinn, er þú lýsir fjörðina með geislum þínum.
Allir guðirnir^ fagna, er þeir [líta þig, konung himinsins. Ég
yngist allr,"[er ég skoða fegrð þina. Far þú vel, þegar þú fer
tiiyifsins lands, þú faðir guðanna“.
Tígnartitill Egyptakonunga var „sonr sólarinnar", og átti það
að tákna hið guðdómlega ætterni fþeirra. Ennfremr má færa
það til sönnunar. fyrir því, að sóltilbeiðslan hélst^að æðsta sæla
Egypta í öðru lífi var falin ,i því að komastjí eilíít samfélag við
guð, enn [þeir skyldu þó eigi annað við það enn að sigla með
sólinni á sólknerrinum yfir himininn á daginn ogjþieðanjarðar á
I nóttunni. Alt jþetta sýnir að sólin jvar [tígnuð sem æðsti guð
fram áj.síðustu tíma. Það gleymdist heldrleigi, að allir guðirn-
ír^vóru upprunalega jafnir, því[að hver bær áleit sinn guðj'æðst-
an[og elstan, og að hann hefði skapað alt, jafnvel þótt hann í
guðatölu þjóðkirkjunnar ætti sæti neðar. Deilur þær og sundr-
ungar, sem af því leiddi^jað hinni upphafl. sólartilbeiðslu var
| haldið jafnhliða þjóðkirkjutrúnni, og henni aftr jafnframt átrún-
aðinuin. út, um land á einhverja aðra sérstaka guði, þar sem ým-
ist-var tígnaðr sólguðinn, ýmist þjóðkirkjuguðinn eða þá smá-
| ríkjaguðirnir sem æðsti guð oglfaðir guðanna, reyndi nú Ame-
| nophis 4. að setja niðr og færa í lag með þvi að færa trúna
j aftr til síns upphaflega hreinleika og losa hana við öll seinni
tíma innskot og viðbætr. Hann afnam marggyðistrúna og inn-
j leiddi aftr hreina sólartrú; Egyptar "ekyldu allir trúa á einn
sannan guð, sólina; þó var það eigi hin sýnilega sól, heldr trúðu
menn nú að guðjværi ósýnilegr og sólin að eins ljómi guðs, guðs
opinberunar-mynd. Gömlu guðirnir voru nú ofsóttir, einkum
Amon, sem þá var æðsti guðinn, af því að Þeba var höfuðborg-
in, enn þetta stóð eigi lengi, því að þegar eftir lát konungsins
sótti í gamla horfið, og innan skamms var alt komið i samt lag
og áðr“.
X-
Loftsiglingar. Svo er að sjá á útlendum blöðum
sem loftsiglingar séu nú komnar á góðan rekspöl í
Ameríku. Ameríkst tímarit, sem heitir „Tbe electrieal
Rewiew“ og út kemr í New York, skýrir frá því að
í ríkinu Illinois sé stofnað hlutafélag til að smíða
loftför, sem hvert getr borið 50 manns og farið á 15
j klukkutímum frá New York til Lundúna. Þessi loft-
för eru öll ger úr hinum nýfundna létta málmi „alu-
minium“. Líklega er fregn þessi ekki alveg áreiðan-
leg.
Nýtt læknislyf segja útlend blöð fundið afrúss-
neskum manni, og er nefnt vitalin. Það á að vera
! óyggjandi lyf gegn mörgum sjúkdómum, meðal
annars lungnatæring.
Nýjasta efni til að leggja með borgarstræti er
úr korki og asfalti og þykir taka langt fram öllu
öðru. Korkið er rifið sundr og blandað asfalti, og
j búnar til hellur. Það er mjúkt að ganga á, veitir
örugga fótfestu og verðr ekki hált; það er ódýrt,
j og álitið mjög haldgott, og enn er sá kostr við það,
j að enginn hávaði Verðr af akstri eða umferð á göt-
| um, sem svo eru gerðar.
Hæsti maðr í lieimi er í Brasilíu. Hann er
sex álnir á hæð.
Niðrfallssýki hafa þýskir læknar læknað á ein-
um manni með, því að skera gat á höfuðkúpuna og
taka út þann part af heilanum sem sýkin var í.
Maðrinn varð síðan heill heilsu, og telja læknar víst,
að með þessari aðferð megi venjulega lækna sýk-
ina.