Fjallkonan


Fjallkonan - 25.10.1892, Page 1

Fjallkonan - 25.10.1892, Page 1
IX. ár. Nr. 43. FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (4 kr. crlendis). Gjaldda}>i 15. julí. Reykjavík, 25. október 1892. Skrifst. og afgreiíslust.: Þinghollsstrsti 18. Kosninga-úrslitin. Nú er þá alþÍDgiskosningum lokið að þessu sinni, og mun óhætt að fullyrða, að þær haíi tekist von- um betr, svo að þingið só nú ekki siðr skipað enn áðr. Þessir eru nú kjörnir þingmenn: í A.-skaftafellssýslu: Séra Jón Jónsson. - V.-skaftafellssýslu: Gruðl. sýslum. Guðmundsson. - Rangárvallasýslu: Þórðr bóndi Gfuðmundsson. Sighv. bóndi Árnason. - Vestmannaeyjum: Sigfús bóndi Árnason. - Árnessýslu: Þori. bóndi Guðmundsson. Bogi Melsteð, kand. mag. - Gfullbr. & Kjósars.: Séra Þórarinn Böðvarsson. Jón skólastj. Þórarinsson. - Reykjavík: Halldór yfirk. Friðriksson. - Borgarfjarðars.: Björn j.yrkjum. Bjarnarson. - Mýrasýslu: sóra Benedikt Kristjánsson. - Snæfellsnessýslu: Jón Þorkelsson, dr. phil. - Dalasýslu: séra Jens Pálsson. - Barðastr.-sýslu: séra Sig. Jensson. - ísafjarðarsýslu: Skúli sýslum. Thoroddsen. séra Sig. Stefánsson. - Strandasýslu: Guðjón búfr. Guðlaugsson. - Húnavatnssýslu: Þorleifr Jónsson, cand. phil. Björn bóndi Sigfússon. - Skagafjarðarsýslu: Ólafr umboðsm. Briein. Jón Jakobsson, kand. phil. - Eyjafjarðarsýslu: Klemens sýslum. Jónsson. Jón bóndi Jónsson. - Suðrþingeyjars.: Einar umb.m. Ásmundsson. - Norðrþingeyjars.: Bened. sýslum. Sveinsson. - Norðrmúlasýslu: séra Einar Jónsson. Jón bóndi Jónsson. - Suðrmúlasýslu: séra Sig. Gunnarsson. Guttormr búfr. Vigfússon. Af þessum þingmönnum eru 12 alveg nýir (hafa ekki setið á þingi fyrri), og helmingrinn nýr að því leyti, að þrír hafa ekki setið á þingi síðustu ár, þótt þeir sé gamlir þingmenn. Prestunum hefir fækkað um þriðjung. Þeir eru nú að eins 8. Þessi fækkun prestanna á þingi sýnir, að almenningr hefir fallist á þá skoðun Fjallk., sem hún brýndi oftar enn einu sinni fyrir mönn- um á undan kosningunum, að það væri mjög var- hugavert að ofskipa þingið þessari einu stétt. Reyndar eru prestarnir enn of margir. Bændaflokkr- imn er nú bæði fjölmennari enn áðr og að vorri hyggju betr skipaðr. Hvernig flokkaskipunin verðr á næsta þingi í stórpólitíkinni, sérstaklega í stjórnarskrármálinu, er bágt að vita, enn svo mikið má þó ráða af kosn- ingunum og skýrslum frá kjðrfundunum, að þeir munu verða i miklum minni hluta, sem halda fast við „miðlunar“-stefnuna frá 1889. Áhugi almenn- ings á stjórnarskrármálinu hefir mjög dofnað, og hefir það allvíða verið tekið fram á fundunum, bæði af þingmannaefnum og kjósendum, að best mundi að draga saman seglin í því máli, eyða ekki til þess nema sem minstum tima, og reyna helst að fá breytingu á einstökum atriðum stjórnarskrárinn- ar smámsaman. Á sumum kjörfundunum hafa menn jafnvel viljað leggja algerlega árar í bát og fresta málinu fyrst um sinn. Vér erum og á því, og munum síðar gera grein fyrir þeirri skoðun vorri, að það mundi ráðlegast að hætta að strita við stjórnarskrárfrumvörpin frá undanfórnum þingum, sem að eins hafa vakið ríg og flokkadrátt í þinginu, enn yrkja heldr alveg upp á nýjan stofn. Brúkun þorskanetja í Noregi. I „Norsk Fiskeritidende“ stóð fyrir skömmu fróð- leg ritgerð um þetta efni. Handfærið er, sem kunnugt er, elsta veiðarfærið við þorskveiðar; þorskanet og lóðir koma ekki til sögunnar fyr enn á 17. öld, lóðin á fyrri hluta 17. aldar og netin í lok aldarinnar. Maðr sá, Kláus Nielsen, sem fyrstr notaði þorskanet (1685), átti heima á Sunnmæri, og um hann var sagt, að skylt hefði verið að reisa honum minnisvarða, álíka og Karl keisari 5. lét reisa yfir Vilhelm Böckel, sem fyrstr fann upp á að salta síld, og ávann Hollandi með því margar miljónir. — Netin vóru svo afla- sæl, að þau breiddust fljótt út, enn ekki leið á löngu, að farið var að kvarta yfir þeim alment. Menn sögðu, að það væri ekki á færi annara enn efnaðra manna, að hafa neta-útgerðina, og fátækl- ingarnir væru þá neyddir til að róa hjá efnamönn- unum; það dygði ebki lengr að brúka handfæri, því netin fældu fiskinn burt af gömlu miðunum og handfæramenn yrðu því varla fiskvarir. Það fældi sérstaklega fiskgönguna, að netin lægi oft í sjónum dögum saman, þegar ekki gæfi að vitja um þau, og fisbrinn skemdist í þeim. Veiðisvæðin væri of þröng fyrir netamergðina, þau flæktust saman og af því leiddi illdeilur milli sjómanna. Kostnaðr- inn við netaútgerðina og áhættan að tapa þeim væri svo yfirgnæfandi, að vafasamt þætti, hvort þessi veiðiaðferð væri ábatavænlegri enn handfærin. Þessar kvartanir leiddu til þess, að netaútgerðin var bönnuð með lögum, og er talið, að Noregr hafi beðið það tjón af því á einu ári (1772) sem svar- ar 2 gulltunnum. Þessum lögum var alment illa hlýtt og yfirvöldin sjálf ýmíst gátu eða vildu ekki framfylgja þeim. Siðar var netabrúkun leyfð með takmörkunum, þannig, að ekki mátti leggja net fyr enn ákveðinn dag, og var það jafn-óvinsælt, því reynslan sýndi, að fiskgöngur komu ýmist fyr eða síðar. Margir urðu að sæta sektum fyrir brot á þessum ýmsu lögum, og loks var hætt að fram-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.