Fjallkonan


Fjallkonan - 29.12.1892, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 29.12.1892, Blaðsíða 1
IX. ár. Nr. 52, FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. ReykjaVÍk, 29. desember 1892. Skrifst. og afgreiSslust.: Þingholtsstraeti 18. Kvenbúningrinn. Eftir Jónas Hailgrímsson skáldið. (Niðrl.). Þ6 það þyki hér með fullsýnt, að hnignun íslenska kvenhúningsins sé sjálfu kvenfólkinu að kenna, hafa þó karl- mennirnir einnig átt illan hlut að, bæði með þvi að meta út- lenda háttu yfir höfuð að tala meir enn innlenda, þar sem þjóð- ernistilfinningin ætti þó að vera enn þá öflugri hjá þeim enn kvenfólkinu, enn þó einkum með því, að gefa meiri gaum að útlendum konum enn innlendum, þar sem ella hefir verið jafnt ákomið. Það eru margir, sem gefa Dönum, er sett hafa sig niðr í landinu, sök á því, að það sé þeim að kenna, að þjóð- húningrinn sé orðinn afskræmdr og tötrlegr, enn sú ákæra er, að því ég held, á engu bygð; það er að sönnu satt, að íslend- ingar hafa fyr séð Dani i útlendum búningi, enn það er hvort- tveggja, að að menn geta ekki lagt Dönum það til lýta, þó þeir skifti ekki búningi, þegar þeir koma til landsins, einkum þegar þeir sjá, hvað búningrinn er þokkasæll meðal landsmanna, enda ættu og íslendingar að vera upp úr þvi vaxnir, að vera ginn- ingarfífl annara þjóða í þvi sem ver fer. Ekki geta menn heldr sakað Dani yfir höfuð að tala um, að þeir virði búninginn lítils, þvi þeim af Dönum, sem nokkuð mark er að, þykir hann fallegr eins Og öðrum útloiuluin þjóðum. íslendingar ætlu og að hafa svo mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þjóðerni sínu, að þeir ættu ekki að þola útlendingum, sem lifa í landinu, að hafa það í flimtingum. Það sem einkum aðskilr spariklæðnað kvenfólksins frá hvers- dagsbúningnum er faldrinn. Það þykir mörgum, og það þeitn mönnum, sem yfir höfuð að tala þykir ísl. búningrinn fagr, að þetta sé óhagkvæmt og ólögulegt höfuðfat, og ég get ekki neit- að því, að eins og faldrinn nú er orðinn sýnist mér hann nokk- uð kyn'egr, enn þó er hann á hinn bóginn einhvern veginn svo íslenskr í mínum augum, að ég get ekki hugsað mér neitt ann- að höfuðfat i hans stað sem gæti samsvarað búningnum; hann er svo líkr landinu sjálfu, frá sjó að sjá, að ég held að fyrsta gtúlkan, sem til íslands fór frá Noregi, hafi fundið hann upp þegar hún eygði landið, og heitið á Freyju til fulltingis sér, að þessi búningr skyldi haldast meðan ÍBlenskar konur væru á ís- landi. Það eina, sem mælir á móti þessari tilgátu er, að sama höfuðfatið er enn þá í dag algengt suðr í Norðmandí á Frakk- landi og er sjálfsagt komið þangað með Norðmönnum löngu áðr enn ísland hygðist, enn það mælir um leið fram með faldinum sjálfum, því það má nærri geta, að Frakkar, sem eru orðlagðir skartmenn og nýbreytingagjarnir, mundu ekki hafa haldið svo trútt við hann, ef þeim þætti hann ekki fallegr. Uppi í dölun- um í Noregi er faldrinn enn í dag algengr; hann er úr tré og skautað mislitu trafi. Það verðr hægast að sjá, hvað við faldinn á að gera, svo hann verði fallegr, ef menn gera fyrst ljóst fyrir sjálfum sér, hvað það sé, sem nú um stundir afskræmir hann. Ég fyrir mitt leyti get ekki fundið neitt ófagrt á sjálfri höfuð- björginni, eða þeim hluta faldsins, sem hylr höfuðið, því hún er að mestu leyti löguð eftir höfðinu sjálfu, og skýluklútrinn fer líka dável, ef hann er ekki látinn ganga oflangt niðr á ennið; það er auðvitað, að skýluklútrinn á að vera einlitr og dökkr, svo sem mest beri á andlitinu. Ef hann er röndóttr eða bekkja- klútr, þá dregr hann til sín ffá andlitinu, af því þar eru sömu litirnir, t. a. m. rautt og hvítt; þó er verst, að hann sé mikið rauðr, því þá kastar hann hjarma á andlitið, sem óprýðir það, einkum af þvi að það er annars konar roði enn í audlitinu. Efri hluti faldsins, leggrinn og skuplan, hafa þann tilgang, að gera kvenmanninn reisulegri, enn eins og því er fyrirkomið nú á dögum, gerir hann það ekki að minsta kosti; þegar leggrinn stendr beint upp af höfðinu, gerir hann að sönnu kvenmanninn hærri, enn hún verðr um leið langleitari til að sjá, af því það stendr ofbeint upp og aðskilr sig ekki nógu greinilega frá höfð- inu. Leggnum verðr því að halla töluvert aftr, miklu meira enn nú er vant; leggrinn verðr og að vera sæmiiega gildr niðr við höfuðið og mjókka svo upp eftir, annars verðr hann stirðr og ólipr. Skuplan er eins og nú er komið yfir höfuð að tala svo á sig komin, að henni verðr ekki vel lýst, því hún heldr aldrei sömu lögun; þegar hvast er, stendr hún ýmist beint upp, fellr niðr þegar vindrinn sleppir henni, eða það slær öldungis í bak- segl fyrir þá sem faldinn hefir á höfðiuu, og því hefir einhver fundið upp á að næla hann niðr þegar svo ber undir, enn þá verðr hann í lögun eins og stór sylgja væri reist upp á rönd á hvirflinum. Það fyrsta, sem að sknplunni er, verðr þá, að hún er of lin; hún á að vera svo staðgóð, að hún h&ldi lögun sinni, og það annað, að hún er of löng, því hún á að vera beygð fram, vatnsrétt, enn ekkert niðr á við. Sé faldrinn hafðr svona ílögun, þá verðr hann til að sjá eins og grískr Pallashjálmr, og menn geta þá verið vissir um að hann er ekki ljótr, því hann er þá búinn til af grísku myndasmiðunum, og þeim var of vel við mentagyðjuna til þess að þeir byggi henni til ljótt höfuðfat. Áþekka lögun þessu hefir og franski faldrinn. Mörgum kann nú að þykja, sem ekki sé mikið eftir af faldin- um, ef honum væri breytt eftir þessu, enn því er þó ekki svo var- ið; þessi faldr yrði t. a. m. ekki ólíkari faldinum eins og hann var fyrir hundrað árum, enn faldarnir eru nú á dögum, og þó er líklegt að þeir hafi breyst enn þá meira, því þá var hann settr upp úr tröfum á hverjum degi, svo menn höfðu aldrei sama faldinn nema einn dag; kom það þá alt upp á handlag og fegrð- artilfinningu þeirrar sem skautaði, hvérnig faldrinn varð. Nú þar á móti hafa menn þann sama í mörg ár og hver er gerðr eftir öðrnm. Þegar menn gá faldmyndunum í ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, þá eru þar fernar myndir; ein fyrir giftar konur í heldri manna röð; þeirra faldr stendr eins og bákn upp í loftið og er hræðilega ólögulegr. í öðru lagi heldri manna dætr; hann er íminni enn mæðranna, enn lögunin er eins. í þriðja lagi bóndakvenna; hann er aftr snögt um minni og yfir höfuð skapfellilegri; og fjórði faldr bændadætra; hann er aftr nokkuð minni, hefir allsnotrt lag, nema hvað hann er nokkuð lauslegr og hrukkóttr, eins og þeir eru allir, þvi þeir vóru vindl- aðir upp úr tröfum. Nú er það líklegt, að þessi faldtegund, sem var einföldust og viðhafnarminst á dögum þeirra Eggerts og Bjarna, hafi verið hin elsta, því það er oftast nær svo, að fyrir- mannadætrnar byrja fyrst á nýbreytingunum í klæðaburði, bæði af því að þær hafa best efni, og líka til að gera sig auðkenni- legar. Nú finst mæðrunum ótilhlýðilegt að standa á baki dætra sinna; þær taka sér nú snið eftir dætrum sínum, enn hafa nú alt íburðarmeira, „fyrst þær fóru til þess hvort sem var“; því næst koma bændadætrnar, þá mæðr þeirra og fyr enn nokhurn varir, er búningrinn orðinn algengr. Hempan er í upphafi vega sinna ætluð til að vera ferðafat utanyfir treyjunni, enn af því oft er kalt á íslandi, og ekki síst í kirkjunum, þá hafa menn kinokað sér við að fara úr henni, og nú sést varla nokkurn tíma sparibúinn kvenmaðr upp til sveita hempulaus. Það eru víst flestir á eitt sáttir, að hempan sé ekki fallegt fat, enn hitt er þó verra, að hún er ekki skjól- góð, því hún er bæði of þröng og of þunn, og þar að auki er ilt að komast úr henni, þegar hún er orðin vot. — Það er bestr kostr á ferðafötum, að þau séu skjólgóð, beri vel af, og það sé hægt að komast úr þeim og í, og eftir þessum reglum held ég íslenska kvenfólkið gerði best í að búa sér til ylirhöfn, enn sleppa hempunni. Það er auðvitað, að faldrinn er óhaganlegt ferðafat, einkum í rigningum, og þessa má oft sjá merki á fslandi; sumar ríða með beran faldinn hvað sem á dynr; sumar breiða yfir hann klút, sem alt fer i gegnum, og sumar ríða með karlmannshatt, enn það er nú fyrir sitt leyti eins tilhlýðilegt, og ef karlmenn- irnir færu að ríða um á kvenhempu. Það er til gamalt islenskt höfuðfat, sem heitir „höttr“; taki þær hann upp aftr, og þá er vel ráðið úr þessum vandkvæðum. Ég hefi nú farið fáum orðum um allan kvenbúninginn, og þegar menn gá að ágöllunum, sem fram eru teknir, þá eru þeir í rauninni hægir viðgerðar; þeir eru annaðhvort komnir af því, að menn hafa tekið sér affarasnið eftir útlendum búningi, — og er innan handar að leggja niðr, — eða menn hafa vanrækt bún- inginn sjálfan og lýtin koma þá af skeytingarleysi; enn úr þeim

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.